Morgunblaðið - 09.05.1982, Page 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1982
Paul McCartney
horfir um öxl
MILLER: Hvers virði er þér
nýja albúmið?
McCARTNEY: Áður en við
byrjuðum á því var ég tilbúinn
með titilinn, „Tug of War“. Ég
vildi vinna öll lögin í kringum
þetta stef. Hugmyndin að baki
er togstreitan, að allt sé þetta í
rauninni eilíft stríð.
Sp.: Má skilja það þannig, að
þú sért að bregðast við þeirri
gagnrýni, sem síðasta sólóplatan
þín fékk, að hún væri of yfir-
borðskennd?
Sv.: Stundum getur fólk hitt
naglann á höfuðið. Sumir hafa
t. d. spurt mig hvort ég sé ekki
orðinn leiður á að setja saman
heldur lítilfjörleg lög og ég get
ekki annað en svarað því játandi.
Það er nefnilega þannig, eins og
þú veist, að ég get bókstaflega
sest niður í þrjá tíma og komið
fram með hundrað lög og það
sem meira er, tíu þeirra gætu
slegið í gegn. Það var komið að
þeim tímamótum hjá mér, að ég
var farinn að hugsa, að ef ég
væri að verða yfirborðskenndur
þá yrði ég að hætta því, fá meiri
tilfinningu í lögin. Þess vegna
var ég hrifinn af „Tug of War“.
Sp.: Varstu með John Lennon í
huga?
Sv.: Nei. En þegar við vorum
u. þ.b. hálfnaðir með plötuna var
John myrtur. Ég get ekki trúað
því enn þann dag í dag en „Here
Today“ er eina lagið, sem bein-
línis snýst um það. Hins vegar
hefur það auðvitað haft áhrif á
„Tug of War“ og líka á „Some-
body Who Cares“. Dauði Johns
var mér ofarlega í huga þegar ég
vann að þeim.
Sp.: Hittust þið oft áður en
hann dó?
Sv.: Já, við hittumst nokkuð
oft og alltaf þegar einhver vand-
ræði voru með fjármálin. Við
gátum ekki unnið saman án þess
að fara rífast og það var ekki
beinlínis gott fyrir kunnings-
skapinn. Éftir að Sean fæddist
(sonur Johns og Yoko) kom ég
nokkrum sinnum til hans í New
York en brátt slettist upp á
vinskapinn. Ég var vanur að
koma án þess að gera boð á und-
an mér og einu sinni varð hann
verulega vondur. „Heyrðu mig,“
sagði hann, „hvers vegna ertu
alltaf að koma hér okkur að
óvörum? Hvers vegna hringirðu
ekki áður?“ Ég brást illa við,
óþarflega illa, og ég held að ég
hafi ekki séð hann eftir þetta. Ég
hringdi nokkrum sinnum og svo
lengi sem talið snerist um fjöl-
skylduna og tilveruna yfirleitt
fór vel á með okkur. I síðasta
sinn sem ég talaði við hann í
síma fannst mér sem allt væri
eins og í gamla daga. Ég hef tal-
að við Yoko síðan og hún sagði
við mig: „Veistu, honum þótti
reglulega vænt um þig.“ Ég held
að við höfum í raun verið mjög
nánir, en það var með okkur eins
og stundum með bræður, að þeir
rífast og slík rifrildi geta orðið
bitur.
Sp.: Ég var að skoða gömul
viðtöl og það vakti athygli mína
hve John ber þér oft illa söguna.
Áttu ekki erfitt með að sætta þig
við það?
Jú. Vegna þess, að ég veit að
hann sagði þetta. Það er þó
skrítið hvað verður minnisstæð-
ast. Halda mætti, að stóru
stundirnar kæmu oftast upp í
hugann en svo er ekki. Það eru
smámunirnir, eins og t.d. þegar
við rifumst hvað heiftarlegast
um Apple-fyrirtækið. Ég man að
hann horfði á mig, tók ofan gler-
augun og sagði lágum rómi: „Það
er bara ég.“ Þannig vil ég muna
Nú á dögunum kom út nýja albúmið
hans Paul McCartneys, „Tug of War“
eins og það heitir, togstreitan, hið eilfía
stríð. Af þessu tilefni átti Jim Miller,
tónlistargagnrýnandi vikuritsins
Newsweek, viðtal við McCartney í New
York, sem fer hér á eftir þýtt og endur-
sagt. í þessu viðtali fjalla þeir um til-
veruna vítt og breitt, albúmið, fjöl-
skylduna og hvernig það er að eldast
og þroskast. Ekki síst um John Lenn-
on, félaga hans í Bítlunum, sem féll
fyrir morðingjahendi. Þeim samdi illa
eins og alkunna er og Lennon var ekk-
ert að skafa utan af skoðunum sínum á
McCartney, kallaði hann meira að
segja „hégómagjarnan“ á plötu sem
hann gaf út. Nú er Lennon látinn og
ummælin verða ekki aftur tekin. „Tug
of War“ er á sinn hátt helguð minn-
ingu Lennons, þar reynir McCartney
að semja sátt við sjálfan sig og losa sig
við byrðar fortíðarinnar.
ég á við að stríða, hvernig ég tjái
mig. Eins og þegar John dó, þá
tróð fréttamaður hljóðnemanum
næstum upp í mig og spurði:
„Hvað finnst þér?“ Og ég sagði:
„Þetta er nú meira vesenið."
Auðvitað hljómaði það kjána-
lega, jafnvel kæruleysislega, en
seinna um kvöldið hágrét ég. Ég
var alls ekki sá kaldi karl, sem
sagði „þetta er nú meira vesenið"
og ég er líka hættur öllum afsök-
unum þó fólk misskilji mig.
Svona er ég og það þýðir ekkert
að vera með víl og vol. Maður
verður að horfa fram á við.
Sp.: Hvað skiptir þig mestu
núna?
Sv.: Fjölskylda min, fyrst og
fremst. Tónlistin er í öðru sæti.
Fátt annað. Peningarnir skipta
ekki eins miklu og ætla mætti.
Fólk segir að vísu, „þú getur
trútt um talað, þú átt nóg af
þeim“, en okkur Lindu hefur
alltaf fundist, að ef við misstum
allt sem við eigum, gætum við
bara farið til Jamaica. Þar hafa
þeir þessa litlu kofa á ströndinni
og ég gæti gerst garðyrkjumaður
John Lennon
George Harrison
Ringo Starr
Paul McCartney
eftir því. Meinið var, að þegar
hann og Yoko voru alveg yfir sig
ástfangin vissum við hinir ekki
hvernig við áttum að taka því.
Hvað með þó þau vildu láta taka
af sér myndir allsber? Á þessum
tíma sögðum við hins vegar:
„Andskotinn sjálfur, sjáið þau.
Þau eru orðin kolvitlaus bæði
tvö.“
Þetta var allt annað en auð-
velt. Við þekktum gamla, góða
Johnny, en hann hafði breyst.
Allt í einu var hann kominn
framan á plötualbúm kviknak-
inn og okkur fannst það and-
styggilegt. Ég veit líka að marg-
ir aðrir voru á sama máli.
„Hvers vegna er hann ekki eins
og hann var I Bítlunum? Hvers
vegna þurfti hann að missa glór-
una?“ fékk maður oft að heyra.
Mér þykir það leitt vegna Johns
og Yoko, að við skyldum ekki
geta tekið þessu betur. Þegar ég
lít til baka skil ég þó hvers
vegna. „Give Peace a Chance",
stórkostlegt, og allsber á „Two
Virgins", hvers vegna ekki? Ég
er engin tepra, þetta koma bara
svo flatt upp á okkur.
Sp.: Hvaða minningar frá
bítlatímanum eru þér kærastar?
Sv.: Allar. Yfirleitt á égekkert
nema góðar minningar frá þess-
um tíma. Þú veist hvernig það
er. Fólk fer í frí og hundleiðist,
kemur aftur heim og ári síðar
man það ekki eftir neinu nema
björtu hliðunum. Fyrir mig eru
það þær stundir þegar John
slakaði á, steig ofan af stallinum
ef svo má segja. Eins og t.d. þeg-
ar við sátum eina nóttina á hót-
elherbergi og hlustuðum á kass-
ettu, „Rubber Soul“ að mig
minnir . Á annarri hliðinni voru
lögin mín og á hinni lögin hans
og ég man að hann sagði: „Lík-
lega finnst mér þetta bara gott
hjá þér, já, ef satt skal segja, þá
finnst mér það bara gott.“ Með
því er ég ekki að segja, að honum
hafi líkað mín lög betur en sín
eigin, nema kannski þetta litla
augnablik — og það var ekki
mjög líkt honum. Hann barðist
alltaf fyrir sjálfan sig. Hann var
mjög eigingjarn, en ekki á nei-
kvæðan hátt. Vildi vera númer
eitt, en ekki á kostnað annarra. í
rauninni gat hann verið mjög
hlýlegur.
Sp.: Þú sagðir nýlega í viðtali:
„Ég hef alltaf haldið, að maður
þyrfti að vera næstum gallalaus
til að geta fallið fólki í geð ... en
nú er mér farið að skiljast, eftir
allan þennan tíma, að fólk vill fá
að sjá slæmu hliðarnar líka.“
Með John í huga og sjálfselskuna
hans: Hverjar eru slæmar hlið-
arnar á Paul McCartney?
Sv.: Slæmu hliðarnar. Já. Ég
held ég vilji nú ekkert vera að
opinbera þær. Þær eru nógu
margar. Það, sem ég átti þó við,
var að John gat sagt frá breysk-
leika sínum með því að syngja
um hann. Ég er hins vegar ekki
þannig skapi farinn.
Sp.: Eftir dauða John sagði
Yoko, að fólk hefði ekki skilið
raunverulegar tilfinningar þínar
vegna þess, að þú ættir svo erfitt
með að tjá þær.
Sv.: Já, þetta er eitt af því, sem
eða trésmiður.
Sp.: Hvað með fjármálavafstr-
ið, finnst þér skemmtilegt að
standa í því?
Sv.: Fjármálin hafa engan for-
gang hjá mér, en mér leiðast þau
ekki. Eg setti mér mitt mark
strax í upphafi og að ná því sem
lagasmiður er eitt og sem fjár-
málamaður annað. Ég vissi hvað
ég ætlaði mér og þetta er hluti af
því.
Sp.: Þú ert nú að verða fertug-
ur. Hvernig finnst þér að eldast?
Sv.: Ég hef engar áhyggjur af
því og í rauninni tek ég bara ekki
eftir því. Auk þess, með tilliti til
barnanna, þá kæri ég mig ekkert
um að reyna að vera unglegur.
Ég vil vera faðir. Æskufjörið,
rokkið og allt það — ég er búinn
að vera í því nógu lengi. Nú vil
ég fara að líta á mig sem full-
þroska mann. Mér líkar líka bet-
ur hvernig ég bregst við hlutun-
um. Ég er ekki eins uppstökkur
yfir smámunum og áður, reyni
að sjá hvað setur. Alveg eins og
pabbi var alltaf að brýna fyrir
mér. Hann sagði t.d.: „Reyndu að
setja þig í annarra spor, sonur
sæll,“ og ég sagði: „Já, pabbi.“
„Vertu umburðarlyndur, sonur
minn.“ „Já, pabbi." „Hófsamur."
„Já, pabbi." Auðvitað gekk ekki
alltaf á þessu, þetta er svona
samantekt frá æskuárunum —
en nú skiptir þetta allt miklu
máli fyrir mig. Hófsemi? Stór-
kostlegt! Hve margir væru ekki
enn meðal okkar ef þeir hefðu
þekkt þá dyggð. Umburðarlyndi?
Stórfínt. Eg vona að fólk sýni
mér umburðarlyndi og ég er til-
búinn til að endurgjalda það.