Morgunblaðið - 09.05.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982
57
Texti: Ágúst Ingi Jónsson
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson
Slappað af í kaffistofunni, enda ekki unnið í bónus þennan daginn.
plássinu og verður það fyrsti veg-
arkaflinn, sem lagður verður
slitlagi á staðnum. I tengslum við
heilsugæzlustöðina er verið að
reisa sex íbúðir fyrir aldraða og
stahda vonir til, að þær verði
fokheldar í ár. Heilsugæzlustöðin
er rekin í tengslum við sjúkra-
húsið á Sauðárkróki.
I félagsheimilinu Höfðaborg
var mikið að snúast er blaða-
menn litu þar við, en félagsheim-
ilið er leigt grunnskólanum yfir
vetrartímann. í öðru fundar-
herbergjanna voru yngstu börnin
í leikskóla og í hinu kenndi Tékk-
inn Jiri Hlavalcek á hljóðfæri og
þjálfaði barnakór. Á leiksviðinu
hömuðust strákar í körfubolta,
en þar fer fram kennsla í íþrótt-
um og leikfimi. í eldhúsinu er
kennd matreiðsla, auk þess sem
þar er eldað fyrir börn og ungl-
inga úr nágrannahreppum, sem
sækja skóla til Hofsóss. Útibú
Búnaðarbankans, frá útibúinu á
Sauðárkróki, er í húsinu og loks
er að nefna „ráðhús staðarins",
eins og Garðar Sveinn orðaði
það, skrifstofu sveitarstjóra.
Hofsóshreppur, Hofshreppur
og Fellshreppur vinna í samein-
ingu að mörgum hagsmunamál-
um byggðarlaganna og má í því
sambandi nefna útgerð, frysti-
hús, skólamál og heilsugæzlu. Á
döfinni er stækkun skólahússins
og fyrsti áfangi viðbótarinnar er
bygging 100 fermetra bókasafns.
Félagslíf á staðnum stendur
með miklum blóma og að sögn
Gísla og Garðars Sveins er það
félag vart til á landsmælikvarða,
sem ekki starfar á Hofsósi. Ekki
þarf að hafa mörg orð um hversu
mikil mannkynning og mann-
ræktun er að félagsstarfinu.
Sönglíf er mjög mikið á Hofsósi,
enda er söngfélagið Harpa löngu
landsþekkt. Lionsklúbburinn
starfar af krafti og fyrst dæmi
eru tekin má ekki gleyma leikfé-
laginu, sem undanfarið hefur
sýnt leikritið Markólfa eftir Dar-
io Fo. Meðal helztu leikara eru
Gísli oddviti, sem leikur mark-
greifann, Garðar Sveinn, sveitar-
stjóri, sem leikur vinnumanninn,
og Guðni Óskarsson, kennari og
fulltrúi krata í sveitarstjórn, en
hann leikur ráðsmanninn.
Svanhildur GuAjónsdóttir, Halldóra Márusdóttir, Guðbjörg Guönadóttir,
Margrét Kristjánsdóttir og Maren Sveinbjörnsdóttir.
Þær sauma
íslenzka fána
Á SAUMASTOFUNNI á Hofsósi er mest áherzla lögð á vinnufatnað og þá
einkum sloppa, bæði mislita og hvíta, sem henta til vinnu í mjólkurbúum,
sláturhúsum og frystihúsum. Svanhildur Guðjónsdóttir var i forsvari þeirra
fimm kvenna sem voru við vinnu er Morgunblaðið bar að garði. Hún sagði
innflutning gera saumastofum erfitt fyrir og saumastofan á Hofsósi væri þar
engin undantekning.
En saumakonur á Hofsósi gera
meira en að sauma vinnusloppa.
Þar eru saumaðir íslenzkir fánar
og eru þeir ekki framleiddir ann-
ars staðar. Auk islenzka fánans
sauma þær þjóðfána annarra
ríkja ef eftir því er óskað. Þannig
barst eitt sinn neyðarkall frá
utanríkisráðuneytinu og bifreið
var send hraðferð norður á Hofsós
til að sækja finnska fána. Þjóð-
höfðingi Finna var þá væntanleg-
ur hingað til lands og átti reyndar
að lenda á Keflavíkurflugvelli
fáum stundum síðar. Þær björg-
uðu því, saumakonurnar á Hofs-
Westinghouse
hitavatnsdunkar
Höfum fyrirliggjandi Westinghouse
hitavatnsdunka í 4 stæróum:
TR 221 20 gallon - 80 lítrar
TL 522 52 gallon - 200 lítrar
TL 622 66 gallon - 250 lítrar
TL 822 82 gallon - 300 lítrar
Vandlátir velja Westinghouse
KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ
vió veitum allar nánari upplýsingar.
Kaupfélögin um allt land
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
Notar þú Ijósmynd
þeqar
þú Ijósritar?
Ef svarið er Ef svarið er
JÁ NEI
muntu án efa viðurkenna, að gæðin verða
oftast léleg. Dökku og svörtu fletirnir í mynd-
inni renna saman og útkoman verður þrælsvört,
en Ijósu og hvítu fletirnir hverfa alveg. Sem
sagt, andstæðurnar verða alltof miklar.
Til þess að geta náð góöum árangri, þarf
Ijósmyndin að innihalda rasta, þ.e. vera sam-
ansett af svörtum punktum eins og í dagblaða-
prentun.
Polaroid hefur nú loksins leyst vandann og býöur nú Ijósmyndir til Ijósritunar
meö áður óþekktum frábærum gæöum. Allur galdurinn er fólginn í því að nota
sérstaka rastafolíu við augnabliksmyndatökur á s/h Polaroid-filmu. Þannig verð-
ur myndin tilbúin til fjölföldunar 60 sekúndum eftir að hún er tekin.
Rastafolían og Polaroidfilman notast í myndavélar af gerðinni 600 SE, fullkominn,
handheld myndavél, einföld í notkun, vél sem getur leyst allar þínar Ijósmynda-
þarfir, bæði til fjölritunar og annars, bæði í s/h positiv, negativ og í litum, allt á
svipstundu.
ættirðu strax að huga að notkun Ijósmynda í
vörulistum þínum, skýrslum o.fl. Kynningar-
gögn þin hafa mun sterkari áhrif, ef þau eru
myndskreytt.
Ef þú hefur útilokað notkun mynda i einföldum
fjölrituðum gögnum, hlýtur það að vera vegna
þess hversu leleg útkoman hefur veriö hingað til.
Polaroid
EINKAUMBOÐ
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.
LAUGAVEGM78 REYKJAVIK SlMl 85811
□ Sendið mér upplýsingar um rasta-
myndatökur
□ Ég vil gjarnan sjá hvernig rasta-
mynd lítur út úr okkar Ijósritunar-
vél.
□ Vinsamlegast sendið mér upplýs-
ingar um aðrar Ijósmyndavélar,
tæki og vinnsluaðferðir sem létta
störfin og spara tíma og kostnað í
atvinnulífinu.
Nafn: .................................
Fyrirtæki: ............................
Heimilisfang: .........................
....................... Simi:
Polaroid-vörur fást í flestum Ijósmynda-
vöruverslunum landsins. Hafðu samband
viö þína verslun. Þaö er hagur ykkar
beggjal