Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 24
72
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. MAl 1982
FRÆGUSTU
NÆTURKLÚBBAR
PARÍSARBORGAR
HEIMSÓTTIR
Fáklæddar stúlkur, heimsfrægir
skemmtikraftar og dýrindis matur
Fréttaritari Morgunblaðsins í París, Anna Nissels, gerði
sér lítið fyrir eigi fyrir löngu og kannaði frægustu nætur-
klúbba borgarinnar heimsfrægu við Signubakka. París er
sem kunnugt einhver frægasta borg heims, hvað varðar fjör-
ugt næturlíf, og ber flestum, sem þangað hafa komiö, saman
um að engin borg komist með tærnar þar sem París hafi
hælana. Lesendur Morgunblaðsins verða bara að dæma hver
fyrir sig, en hér fer á eftir lýsing Önnu á þremur af frægustu
næturklúbbunum.
Moulin Rouge
Sjálfsagt er Rauða Myllan einn
þekktasti „kabarett" Parísarborg-
ar og vel þekktur um allan heim,
einkum og sér í lagi vegna hins
víðfræga „Can Can“.
Ég brá mér á þennan heims-
fræga stað fyrir nokkru og varð
svo sannarlega ekki fyrir von-
brigðum. Húsið er smekklega inn-
réttað, auðvitað allt klætt rauðu
eins og nafnið gefur til kynna, og
andrúmsloftið rómantískt. Kerti
höfð á borðum og öll þjónusta
mjög til fyrirmyndar.
Gestir geta fengið sér snúning
við létt lög á undan kabarettinum
sjálfum, svo og á eftir. Þarna er
hægt að fá dýrindisrétti og má
sem dæmi nefna „Les fillets du
Sole au Champagne" og „La terr-
ine du chef“ svo eitthvað sé nefnt.
Þannig mætti reyndar lengi telja.
Þetta góðgæti er reyndar ekki
allskostar gefið og kostar um 140
franka. Séu menn annars svangir
og buddan orðin létt eftir daginn
er hægt að borga sig eingöngu inn
á kabarettinn. Kostar það 200
franka og er kampavín innifalið.
Klukkan tíu slokkna öll ljós og
allir bíða spenntir og þó einkum
og sér í lagi vegna hins fræga
„Can Can“. Næstu tvo tímana
troða upp alls kyns listamenn, allt
fyrsta flokks fólk á sínu sviði.
Rauða Myllan býður ætíð upp á
eitt skemmtiatriði, sem kemur
áhorfendum til að undrast yfir
hinu líflega hugmyndaflugi stað-
arins. Það atriði, sem mér fannst
bera af, var þegar stórt búr, fullt
af vatni, kom upp úr gólfinu. í því
syntu þrír höfrungar og sýndu
þeir hæfni sína á mjög fjölbreytt-
an hátt. Falleg stúlka stjórnaði
þeim og einn höfrunganna virtist
greindari en félagar hans því
hann átti heiðurinn af því að af-
klæða stjórnandann. Vakti það
auðvitað almenna kátínu. Reyndar
sakar ekki að geta þess, að stúlkan
var ekki kappklædd.
Saga Rauðu Myllunnar er orðin
býsna löng. Húsið var sett á stofn
árið 1889 í húsnæði, sem hafði ver-
ið vel sótt, „Danshús hvítu drottn-
ingarinnar". Rauða Myllan varð
vinsæl á svipstundu og óðar mið-
punktur borgarinnar og þar með
heimsins. Einkum var það fyrir
tilstilli nýstárlegs dans, sem
stúlkur staðarins höfðu í frammi
og gera enn að sjálfsögðu — hinn
franski „Can Can“.
Fjölmargir listamenn, málarar,
og rithöfundar líkt og Toulouse-
Lautrec, Willette, Bonnard, Sy-
einlen, Lorrain og Carco hrifust
með og tóku þátt í því að útbreiða
frægð Rauðu Myllunnar um allan
heim. Húsið brann í febrúar 1915
og var síðan ekki opnað aftur fyrr
en í desember 1925, rúmum tíu ár-
um síðar, og þá með pomp og
pragt. Enn þurfti að loka 1937, en
eftir miklar og gagngerar endur-
bætur á húsnæðinu var opnað á
ný, en þó ekki fyrr en 1951.
Enn ávann Rauða Myllan sér
vinsældir á skömmum tíma.
Helstu stjörnur og skemmtikraft-
ar mættu til leiks; Chaplin, Bing
Crosby, Madeleine Robinson, Lily
Pons og Peter Ustinov. Síðustu ár-
HÚSGÖGN