Morgunblaðið - 09.05.1982, Síða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982
Nú er nóg
koniið
Friöarhreyfingin í Bandaríkjunum hefur nú rutt sér rúm út á
forsíöur blaöa og tímarita og stjórnmálamenn komast ekki
lengur hjá aö veita henni athygli. Halda mætti að hreyfingin
hefði sprottið upp á einni nóttu, en svo er þó ekki. Henni hefur
veriö að smávaxa fylgi um öll Bandaríkin alveg síðan Jimmy
Carter lagði SALT II-vopnatakmörkunarsamninginn við Sov-
étríkin á hilluna og samningaviðræður fóru í bið. Hún tók þó
fyrst við sér fyrir alvöru þegar Ronald Reagan var kjörinn
forseti.
Friðarhreyfingin í Bandaríkjunum villað bæði
stórveldin hætti kjarnorkuvopnaframleiðslu
Stuðningsmaður friðar-
hreyfingarinnar í mót-
mælagöngunni í Washing-
ton.
að setja fram þessa kröfu. Hún
starfaði eitt sinn við SIPRI, frið-
arstofnunina í Stokkhólmi, en
stofnaði síðan varnar- og afvopn-
unarrannsóknastofnunina Insti-
tute for Defense and Disarma-
ment Studies í Brooklyn, Massa-
chusetts. Forsberg gerði fyrst
grein fyrir hugmyndum sínum í
desember 1979 á árlegum fundi
samtaka hópa sem berjast gegn
kjarnorkuvopnum. Hugmyndir
hennar voru síðar birtar í grein
sem ber heitið „Call to Halt the
Nuclear Arms Race“. Hugmyndir
Forsbergs vöktu þegar athygli og
um sumarið 1980 hófu þrír vel-
kunnir vísindamenn, þeir Phillip
Morrison, George Rathjens og
Bernard Feld, lýst yfir stuðningi
við þær og ýmis friðar- og trúar-
samtök gert þær að stefnu sinni í
kjarnorkumálum.
Á sama tíma vann Randall
Kehler að því í lítilli friðarstofnun
í Deerfield, Massachusetts, að
leggja tillögu friðarhreyfingarinn-
EKKI nóg“
ar fyrir þingið í Massachusetts.
Tillagan var fyrst borin upp í 62
bæjum í þremur sýslum og var
samþykkt með meirihluta at-
kvæða. Reagan hlaut meirihluta í
33 af þessum bæjum í kosningun-
um 1980 og 30 þeirra greiddu at-
kvæði með tillögunni. Barátta
friðarhreyfingarinnar í öðrum
ríkjum var síðan mótuð eftir að-
ferð Kehlers, sem gekk á milli
húsa til að vinna tillögunni fylgi,
og nú hafa 317 bæjarfundir, 67
borgarstjórnir, 19 sveitarfélög,
öldungadeildir 3ja ríkisþinga og
þingin í Connecticut, Maine,
Massachusetts, Minnesota, Oreg-
on, Vermont, Wisconsin og Iowa
greitt atkvæði með tillögunni. Til-
lagan hljóðar upp á í flestum ríkj-
um, að forseti Bandaríkjanna eigi
að leggja til við stjórnvöld Sovét-
ríkjanna að framleiðslu kjarn-
orkuvopna verði þegar hætt og því
fé sem sparast við þetta verði var-
ið í þágu félagsmála.
Kjósendur í Kaliforníu, fjöl-
mennasta ríki Bandaríkjanna og
heimaríki Reagans, munu greiða
atkvæði um svipaða tillögu í kosn-
ingunum í nóvember. Hjónin Jo og
Nick Seidita, sem eru frjálslyndir
demókratar og búa í úthverfi Los
Angeles, byrjuðu baráttuna fyrir
að tillagan verði lögð fyrir kjós-
endur fyrir um ári. Þau hafa safn-
að 600.000 undirskriftum með til-
lögunni og þar á meðal beggja
dætra Reagans og A1 Cranstons,
Fram til þessa hefur almenn-
ingur látið sérfræðingum og sér-
stökum áhugamönnum um varn-
armál eftir að ræða kjarnorku-
vopnamál. Sá tími er liðinn. Bar-
áttumál hreyfingarinnar, sem er
kölluð „freeze movement" á ensku,
er skýrt og auðskilið. Hún vill að
bæði stórveldin, Bandaríkin og
Sovétríkin, „frysti" kjarnorku-
vopnakapphlaupið í þeim sporum
sem það nú stendur og fækki síðan
jafnt og þétt vopnunum sem þau
hafa þegar komið sér upp.
Skoðanakönnun sem Washing-
ton Post og ABC-sjónvarpsstöðin
gerðu í apríl sýndi að 71% þjóðar-
innar, jafnt demókratar sem repú-
blikanar, konur sem karlar og
frjálslyndir sem íhaldssamir, eru
fylgjandi kröfu hreyfingarinnar.
Mun færri eru tilbúnir að taka
þátt í starfsemi hennar, en 52%
eru hlynnt starfsemi friðar-
hreyfingahópa.
Friðarhreyfingin í Bandaríkj-
unum kann að reynast jafn
áhrifamikil á 9. áratugnum og
hreyfingin gegn Víetnam-stríðinu
var á 7. áratugnum. Hún kann
einnig að reynast skyndifyrir-
brigði sem hverfur jafn fljótt og
það skaut upp kollinum. Það þykir
þó þessa stundina heldur ólíklegt.
Athygli almennings á hættunni af
kjarnorkustyrjöld hefur verið
vakin og embættismenn, sérfræð-
ingar og stjórnmálamenn þurfa
væntanlega að taka fullt tillit til
þess á næstu árum.
Meiri hætta á
kjarnorkustyrjöld
en nokkru sinni
Ótti við kjarnorkustyrjöld er
fyrst og fremst ástæðan fyrir fylgi
friðarhreyfingarinnar. Reagan
var sagður skotglaður náungi í
kosningabaráttunni og margir
óttuðust það að hann myndi leiða
þjóðina beint út í kjarnorkustyrj-
öld. Umræða um efnahagsstefnu
hans beindi athygli frá varnar-
málum fyrsta árið sem hann sat í
forsetastóli. Friðarhreyfingin í
Evrópu og kostnaðurinn við fram-
leiðslu nýrra vopna, sem Reagan
telur nauðsynleg öryggi þjóðar-
innar, minntu þó brátt aftur á
kjarnorkustyrjaldarhættuna.
Fjárútlát og undirbúningur fyrir
almannavarnir í kjarnorkustyrj-
öld þóttu benda til að hún væri
skammt undan. Og yfirlýsingar
talsmanna stjórnarinnar um
„takmarkaða kjarnorkustyrjöld",
„viðvörunarskot" og „sigurmögu-
leika" hræddu fólk og vöktu það til
umhugsunar.
Bandaríkjamenn vilja öflugt
varnarkerfi, Reagan var meðal
annars þess vegna kjörinn forseti,
Nóg er nóg — „Nóg er
en þeir vilja ekki að öllu lífi á
jörðinni verði gjöreytt. Mikill
meirihluti þjóðarinnar, 71% á
móti 25%, telur að hættan á
kjarnorkustyrjöld hafi aukist síð-
an hraði kjarnorkuvopnakapp-
hlaupsins jókst og vígbúnaðar-
forði stórveldanna stækkar stöð-
ugt. Hann telur að bæði stórveldin
búi nú þegar yfir svo miklum
vopnafjölda að það skipti í raun-
inni ekki máli hvor þjóðin hefur
betur, þess vegna sé rétt að láta
hér staðar numið, „frysta" forð-
ann og hætta kapphlaupinu.
Nýir friðarhreyfingarhópar
skjóta nú upp kollinum í hverri
viku en samtök kvekara lögðu til
þegar árið 1979 að kjarnorku-
vopnaframleiðslu yrði hætt í
Bandaríkjunum í þrjú ár. Þeir
töldu að Sovétmenn myndu þá
hætta eigin framleiðslu af sjálfs-
dáðum og einhverju yrði áorkað í
afvopnunarmálum. Þessi tillaga
hlaut lítinn hljómgrunn þar sem
hún kvað á um einhliða ráðstafan-
ir Bandaríkjanna. Kvekarar
styðja í dag kröfu friðarhreyf-
ingarinnar sem er, að bæði stór-
veldin hætti að framleiða, reyna
og dreifa kjarnorkuvopnum og eft-
irlit verði haft með því í báðuni
löndum.
Herferd hafin gegn
kjarnorkuvopnum
Randall Forsberg var fyrst til
Fólk é öllum aldri og béöum stjórnmélaflokkum styöur friöarhreyfing-
una.
UNOIS NUCLEAR WEAPONS
CAMPA/CT