Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 51 arstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, ekki gefa mig nóg að fé- lagsstarfinu innan flokksins. Ég ber mikla virðingu fyrir samtök- um sjálfstæðiskvenna og hef áhuga á félagsmálum, en kemst einfaldlega ekki yfir meira um þessar mundir en að sinna náminu og heimilinu. Mér finnst að heim- ilið eigi að vera kjölfestan í þjóð- félaginu. Sérstaklega er það áríð- andi að fjölskyldan sé samhent, þegar heimilisfaðirinn er í eril- sömu starfi. Dagurinn hjá mér fer að mestu í námið, svo ég verð að neita mér um þá ánægju að sækja fundi á kvöldum, því annars gæti ég ekki haldið heimili með þeim hætti sem ég tel nauðsynlegt. Maímánuður er prófmánuður í Háskóla íslands og Ástríður gengst undir fimm próf í hjúkrun- arfræðinni í þessum mánuði. Hún á eftir að taka þrjú þeirra og eitt er á sjálfan kosningadaginn. Ást- ríður á því ekki margar frístundir þessa dagana. Það er ekki einu sinni að mér gefist tóm til að lesa, segir hún, nema helst námsbækurnar. Er ekki mikið ónæði að síman- um á þessu heimili? Síminn hringir oft, segir Ástríð- ur. Það er iðulegt að ókunnugt fólk hringir og talar þá við mig, ef Davíð er ekki heima. Mér hefur aldrei fundist ónæði að slíkum hringingum. Mér finnst þær sýna í hversu náinni snertingu borgar- fulltrúi getur verið við borgarbúa. Fólk er ákaflega elskulegt þegar það hringir og kurteist. Ég hef mikla ánægju af þessum óvana- legu tengslum við fólk út í bæ og nú á ég orðið kunningjafólk, sem ég þekki einungis í gegnum síma! Davíð segir konu sinni að hann fari á fund hjá slökkviliðsmönnum klukkan sjö. Þeir slökkviliðsmenn höfðu beðið hann að mæta á þess- um tíma, því þá eru vaktaskipti í Slökkvistöðinni. Ég spyr Davíð um andrúmsloftið á vinnustaða- fundum. Það er prýðilegt, segir hann. Fólk er frjálslegt og spyr ákveðið. Sums staðar gengur mönnum erf- iðlega að bera fram fyrstu spurn- inguna, að brjóta ísinn, en yfir- leitt hafa þeir verið mjög ánægju- legir þessir fundir. Ég var í fyrst- unni hálf smeykur við að ráðast inná fólk á matmálstímum, því það er í erfiðri vinnu og kærir sig kannski ekki um að vera truflað í stuttum matartíma. En reyndin er sú, að mönnum finnast þessir fundir hin ágætasta tilbreyting. Og ég held að þeir vegi þungt í kosningabaráttunni. Ég hef haft mikið gagn af þessum fundum og einnig gaman, þó þeir geti verið strangir stundum. Fyrir tveimur árum tók ég mér vikufri til slíkra fundahalda og heilsaði uppá fólk á 17 vinnustöðum. Það var erfitt. Ég léttist um ein 6—7 kíló á þessari viku og Ástríður vonaði að ég yrði áfram á vinnustaðafundum ... Hér grípur Þorsteinn Davíðsson inni og segir snjallt: Það er semsé hollt megrunar- ráð, að fara á vinnustaðafundi! Undirbúningur Davíð Oddsson, formaður borg- arstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann er sonur Ingi- bjargar Lúðvíksdóttur og Odds Ólafssonar barnalæknis, en ólst upp með móður sinni og bróður hjá afa sínum og ömmu á Selfossi, Ástu Jónsdóttur og Lúðvík D. Norðdal, sem var héraðslæknir þar. Sex vetra flyst hann til Reykjavíkur og hefur átt þar heima alla tíð síðan. En hvenær tók að vakna með honum póli- tískur áhugi? Ég hef nú haft áhuga á pólitík frá því ég var krakki, segir Davíð. Skyldmenni mín í uppvextinum fylgdust með pólitík, útvarpsum- ræðum og öðru slíku og töluðu mikið um pólitík. Það síaðist því eitt og annað inní mig, strákinn, en enginn af mínu fólki tók samt virkan þátt í pólitísku starfi. Það var heldur ekki útlit fyrir það framan af, að ég gerði það. Þegar ég kom í menntaskóla skipti ég mér fremur lítið af pólitík, en tók þátt í félagslífinu á öðrum grundvelli. Þó voru í gangi miklar pólitískar umræður á þeim árum og harðar deilur í þjóðlífinu. Mikil ólga var víða erlendis, Viet- namsstríðið stóð yfir og stúdenta- óeirðir í Evrópu. En ég gaf mig að leiklist á menntaskólaárunum í MR og starfaði í Herranótt, og var svo kosinn Inspector Scolae. Það var sagt að vinstri menn hefðu sameinast um mig, en hægri menn stutt Þorvald Gylfason, hagfræð- ing. í þessu starfi innan skólafé- lagsins lenti ég brátt uppá kant við suma þá sem studdu mig í embættið, því þeir vildu fara að ráðskast með mig og það urðu al- ger vinslit. Þeir voru mjög vinstri sinnaðir, en margir hinna, sem börðust gegn mér i kosningunum, urðu seinna miklir vinir mínir og félagar, menn eins og Geir Haarde og Kjartan Gunnarsson. Þegar ég hóf svo lögfræðinám í Háskólan- um tók ég þátt í stúdenta- pólitíkinni undir merki Vöku. Á stúdentaárunum vasaðist ég í ýmsu: starfaði í tvö ár sem leik- húsritari hjá Leikfélagi Reykja- víkur, sá um útvarpsþætti og fleira þesslegt, sem margir kann- ast kannski við. Þá starfaði ég sem þingfréttaritari Morgunblaðsins um skeið og einnig útvarpsins og var síðan starfsmaður Almenna bókafélagsins veturinn 1975. Lögfræðiprófinu lauk ég árið 1976 og gerðist þá skrifstofustjóri Sjúkrasamiags Reykjavíkur og forstjóri þess tveimur árum síðar, þegar sá öndvegismaður Gunnar J. Möller lét af störfum. Sjúkra- samlagið er stórt fyrirtæki í tölum talið. Veltan er mikil. Árs- reikningurinn fyrir árið 1981 hljóðaði uppá 217 milljónir ný- króna. Sjúkrasamlagið er góð stofnun með afbragðs góðu starfs- fólki, en reyndar er það ekki borg- arstofnun, eins og margir halda, heldur ríkis-. Borgarfulltrúi Það var árið 1974 sem ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins til borgarstjórnarkosninga það ár. Ég hafði unnið að framboði Markúsar Arnar Antonssonar ásamt fleirum, og einn daginn kom það til tals í okkar hópi að það væri nauðsynlegt að enn yngri menn tækju þátt í prófkjörinu. Á endanum var það ég sem sló til og lenti þegar til kom í tíunda sæti, sem verður að teljast ágætur árangur. Það voru tveir læknar í áttunda og níunda sæti og annar þeirra, Ulfar Þórðarson, vildi gjarnan færa sig til. Kjörnefnd fannst þá ástæða til að yngja enn frekar upp í röðum efstu manna listans og skaut mér á milli þeirra Páls Gíslasonar og Úlfars í niunda sætið. Síðan vannst þetta sæti í kosningunum 1974 og ég var kom- inn í borgarstjórn. Ég hef nú verið borgarfulltrúi í átta ár, þar af borgarráðsmaður í tvö ár og það hefur verið mér mikill skóli. Borgarmálin áttu strax við mig og stjórnmálabaráttan yfirleitt. En hún getur oft verið kúnstug pólitíkin. Þegar ég var kjörinn formaður borgarstjórnarflokksins og andstæðingarnir tóku að velta því fyrir sér að kosningarnar færu að einhverju leyti að snúast um mína persónu, þá var það búið til að ég væri trúður og leikari, nán- ast grinisti og óhæfur til alvar- legra verka. Þá var vitnað í Matt- hildarþættina í útvarpi og leik- ritagerð mina. Uppá síðkastið sé ég hins vegar á blöðum andstæð- inganna að ég er orðinn mikill „einræðissinni" og „æstur leiftur- sóknarmaður". Það var hæglætis- legur skrifstofumaður hjá Hús- næðismálastjórn sem fann þetta út í Alþýðublaðinu að ég væri „æstur leiftursóknarmaður". Svona gengur það til í pólitíkinni ef andstæðingarnir eru óprúttnir. Til forystu Þegar Birgir ísleifur ákvað að helga sig þjóðmálum urðu miklar umræður í flokknum, hver tæki við af honum sem formaður borg- arstjórnarflokksins. Birgir fór strax að kanna þetta mál, því hon- um var ljóst að nýr maður yrði að fá nokkurt tækifæri áður en geng- ið yrði til kosninga. Hann ræddi við fjölda sjálfstæðismanna og leitaði eftir áliti þeirra hver væri besta lausnin í þessu máli, svo TORK POLER-TORK: istoðinn fyrir tvistinn og tuskurnar Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem nota má til alls konar þurrkunar. Þú getur losað þig við tvistinn og tuskurnar, — og um leið við ló og trefjar, sem oftast sjást eftir afþurrkun með tvisti eðagrisju. Með Polér -Tork þurrkar þú af borðinu, strýkur óhreinindi af gólfinu, burstar skóna, fægir silfrið, bónar og snýtir þér. Á hverri rúllu eru 32 metrar, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti sem sést á myndinni. Polér-Tork fæst á bensínstöðvum og víðar. asiaco tiF Vesturgðtu 2. Sími 26733. P.O Box 826.101 Reykiavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.