Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Neskauostaður Síðastliðinn fimmtudag var haldinn síðasti fundur bæjarstjórnar Neskaupstaðar á yfirstandandi kjörtímabili. Á fundinum voru kjörskrárkærur afgreiddar og samþykkt tillaga frá sjálfstæðismönnum um að útvegað verði nú þegar fjármagn til endurbóta á veginum yfir Oddsskarð. í Neskaupstað hefur Alþýðubandalagið verið í meiri- hluta innan bæjarstjórnar um áratuga skeið. Síðastliðið kjörtímabil hafði það 5 fulltrúa af 9, Framsóknarflokk- ur 2 og Sjálfstæðisflokkur 2. Samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Neskaupstað hafa félagslegar fram- kvæmdir verið efstar á baugi undanfarin ár, en gatna- gerð setið nokkuð á hakanum og verður á næstu árum lögð mest áherzla á hana. Undanfarið hefur bygging skólahúss og sjúkrahúss verið í gangi og lögð áherzla á öldrunarmál og dagvistun barna. Þá hefur malbikun- arstöð verið keypt til bæjarins og samgöngumál eru ofarlega á baugi. Texti HG Ijósmyndir Kristján Hörður Stefánsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins: Tími til kominn að skipta um meirihluta og þó fyrr heföi verið „Hver svo sem úrslit þessara kosn- inga verða hef ég ekki umboð til að lýsa neinu yfir um væntanlegt sam- starf að þeim loknum. En það er þó tími til kominn að skipta um forystu hér i Neskaupstað og þó fyrr hefði verið og það er auðvitað fjarstæða, sem reynt hefur verið að koma inn hjá bæjarbúum, að ef Alþýðubandalagið missi meirihlutann hér, leggist at- vinnulífið í rúst. I>að er af og frá og meirihluti bæjarstjórnar breytir þar engum um,“ sagði Hörður Stefáns- son, nugumferðarstjóri og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Nes- kaupstað. „Við stefnum auðvitað að eins miklu fylgi og unnt er að ná og von- um hið bezta. Þó sagt sé, „að gott sé það sem gamlir kveða," er líka til spakmælið, „nýir vendir sópa bezt,“ og það hlýtur að vera akkur fyrir bæjarfélagið að fá ungt fólk til starfa og vil ég þar benda á, að þriðja sætið hjá okkur skipar ung kona, Sigurbjörg Eiríksdóttir. A hinn bóginn kem ég til með að sakna gömlu mannanna, Hauks Ólafssonar og Jóhanns K. Sigurðs- sonar, sem nú hafa ákveðið að hverfa úr baráttunni, þeir hafa oft verið skemmtilegir. Það sem hefur þreytt okkur sjálfstæðismenn í bæjarstjórn mest, er það hvernig tekið er á til- löguflutningi okkar. Okkur hefur gengið mjög illa að fá tillögur okkar samþykktar og hefur þá meirihlut- inn oft á tíðum svæft þær með því að vísa þeim til nefnda eða bæjar- ráðs og oft á tíðum hefur hann hnýtt einhverju við þær með breyt- ingartillögum. Þess vegna verður oft lítið úr þeim, nema við tökum þær upp aftur og aftur, en það er nú farið að verða minna um þetta nú. Að sumu leyti hefur núverandi meirihluti ekki staðið sig illa og áhugamál hans og bæjarstjóra fá yfirleitt nokkuð ákveðna afgreiðslu. Á hinn bóginn hefur bæjarstjórinn ekki skorazt undan því að svara fyrirspurnum okkar og veita þær upplýsingar, sem óskað er. Það, sem ég legg nú mesta áherzlu á að gert verði á vegum bæjarfélagsins, og það sem sífellt brennur á bæjarbúum, er gatna- og holræsagerð, sem setið hefur á hak- anum nokkuð lengi. Þá þarf að gera endurbætur í hafnarmálum, þau þurfa sífelldra endurbóta við með breyttum tímum og þó aðstaða fyrir smábáta sé með því bezta á landinu, er nauðsynlegt að bæta hana enn frekar og það er ekki svo ýkja fjárfrek framkvæmd. Þó gatnagerðinni hafi verið ábótavant, verður líka að taka tillit til þess, sem vel hefur verið gert. Hingað hefur verið keypt malbikunarstöð og mun malbik í sumar verða selt á aðra firði, en gæta verður þess að framkvæmdir innan Neskaupstaðar verði ekki látnar sitja á hakanum vegna þess. Samgöngumál hafa ætíð skipt Norðfirðinga miklu málu og er þar af mörgu að taka, en miklu máli skiptir ástand vegarins yfir Oddsskarð, sem ætíð er slæmt þeg- ar frost er að fara úr jörð. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir kosn- ingar var til dæmis samþykkt til- laga frá okkur sjálfstæðismönnum með öllum atkvæðum um að fjár- magn til lagfæringar vegarins yfir Oddsskarð verði útvegað nú þegar. Samþykktinni fylgdi að vísu það fororð að við gerðum nánar grein fyrir henni og er það í samræmi við það, sem ég sagði áðan um meðferð tillagna okkar. Að lokum vil ég hvetja kjósendur til að veita Sjálfstæðisflokknum í Neskaupstað brautargengi við kosningarnar nú og munu kjörnir fulltrúar hans ekki bregðast kjósendum sínum," sagði Hörður. Sjálfstædisflokkurinn kaupir eigið húsnæði SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ á Neskaupstað hef- ur nýlega fest kaup á efri hæð hússins nr. 9 við Þiljuvelli. Þar hafa félagsmenn innréttað kosningaskrifstofu og er fyrirhugað að þarna verði flokkurinn með húsnæði í framtíðinni. Að sögn Harðar Stefánssonar, efsta manns á lista Sjálfstæðisflokksins, hefur þetta hús- næði gerbreytt aðstöðu flokksins í Neskaup- stað og kemur í veg fyrir það að spilla þurfi húsfriði félagsmanna með fundahöldum. Sagði hann að alþingismennirnir Egill Jónsson og Friðrik Sophusson hefðu komið í heimsókn síðastliðinn sunnudag og hefði þá verið fullt út úr dyrum á velheppnuðum viðræðufundi með þeim. Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er á efri hæð hússins við Þiljuvelli 9, en flokkurinn hefur fest kaup á þeirri hæð hússins. Ljáam. jgk. Efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, Hörður Stefánsson við innganginn á kosningaskrifstofunni. l.jÓHmynd JGK. gttsnmguskní Sjnlfclæíisílokí Málin rædd á flokksskrifstofunni. Frá vinstri eru: Omar Sigurðsson, Hörður Stefánsson, Stella Steinþórsdóttir, Rúnar Jón Árnason og Sigurbjörg Ei- riksdóttir með barn sitt. LjiHm. jgk. Unnið við jarðvegsskipti f Mýrargötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.