Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 57 Vestmannaeyjar: Markviss uppbygging hjálparsveitar skáta HJÁLPARSVEIT skáta í Vestmannaeyjum hélt fyrir skömmu kynningarfund til þess aö vekja athygli á og þakka fyrir góöar gjafir sem sveitinni hafa borist að undanförnu, en frá upphafi er sveitin var stofnuð fyrir 16 árum hafa 95 manns verið skráðir í hana. í dag eru 45 skráðir og þar af 30 starfandi. Hjálparsveit skáta í Vest- mannaeyjum hefur ásamt öðrum hjálparsveitum í landinu gengið til skipulags samstarfs við Al- mannavarnir og gert samning um að leysa brýnan og afmarkaðan þátt í neyðarþjónustu í landinu, ef til válegra atburða dregur. Hafa hjálparsveitirnar tekið að sér að vera aðal stuðningur við sjúkra- þjónustu með fyrstu hjálp á slysstað, umönnun slasaðra, sjúkraflutninga og rekstur vara- sjúkrahúss. Má af þessu sjá að í stórt er ráðist og mikið verk fram- undan. I dag hefur sveitin á að skipa 4 skyndihjálparkennurum sem hafa fengið sína kennslu í Björgunar- skóla HLS. LHS er Landsamband Hjálpar- sveitar skáta. Var sveitin í Eyjum, með í að stofna það samband 1971. Á þriggja mánaða fresti er gerð starfsáætlun sem unnið er eftir. Þar eru t.d. skyndihjálparæfingar, leitar- og klifuræfingar, áttavita- æfingar og skemmti- og fræðslu- kvöld. Síðan sveitin eignaðist far- artæki hafa verið farnar ferðir upp á land., Ferðir þessar hafa verið æfinga- og leitarferðir og einnig ferðir til að kynnast land- inu, því að hlutverk sveitarinnar er mikið ef til Suðurlandsjarð- skjálfta kemur. Samstarf sveitarinnar við björgunaraðila og bæjaryfirvöld hefur verið gott öll þau ár sem sveitin hefur starfað. Sveitin hef- ur verið kölluð út rúmlega 50 sinn- um. Til að leita að týndu fólki, fólki í sjálfheldu, vegna skips- skaða og við að aðstoða lögreglu og bæjaryfirvöld vegna óveðurs og fannfergis. Yfir 4000 þúsunds manns hafa notið aðstoðar sveit- arinnar þessi ár. Helstu fjáröflunarleiðir sveitar- innar eru flugeldasala um áramót, merkjasöludagur, kökubasar og sala á línubyssum í flota Eyja- manna. Einnig hafa félagasamtök og einstaklingar stutt sveitina vel. Þrjú síðustu ár hefur sveitin verið að koma sér upp nýju fjar- skiptakerfi. VHF-kerfi í samvinnu við björgunaraðila í landinu, og hefur það reynst mjög vel, þegar hið hörmulega slys gerðist, er Pel- agus strandaði austur á nýja hrauninu, og tveir björgunarmenn fórust, þeir Hannes K. Óskarsson og Kristján Víkingsson og tveir skipverjar. Gerðist það þá í fyrsta skipti í sögu björgunarmála á ís- landi að talstöðvarsamband var í lagi. Björgunarmenn gátu talað við Vestmannaeyjaradíó, Lóðsinn, stjórnstöð HSV, gúmmíbát HSV og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hér í dag eru einmitt komnir þeir aðilar og fulltrúar þeirra sem hafa stutt sveitina á síðustu árum. Eykyndill gaf 5000 kr. sem fóru í kaup á fjallaspili (sem kostar 14.361 kr.). Eykyndill gaf 12.000 kr. sem fóru í kaup á talstöð með fylgihlutum (sem kosta 12.000 kr.). Skátafélagið Faxi gaf 8.190 kr. sem fór í kaup á rafstöð (sem kost- aði 8.190 kr.). Steini og Stjáni gáfu 3.500 kr. sem fóru í kaup á 40 háls- bindum (sem kosta 3.500 kr.). Eyjakjör gaf matvörur að and- virði 2.446 kr. Heiðmundur Sig- mundsson og frú gáfu matvörur að andvirði 2.290 kr. Bernharður Ing- imundarson og frú gáfu 2.500 kr. peningagjöf til minningar um Hannes K. Óskarsson. Fjölskyldan Hruna gaf 3.500 kr. peningagjöf til minningar um Hannes K. Óskars- son. Sigurgeir Jónsson 500 kr. pen- •ngagjöf og myndir. Einar Stein- grímsson gaf gjallarhorn. Óskar Kristinsson gaf 2.000 kr. pen- ingagjöf. Friðrik Óskarsson gaf 2.600 kr. peningagjöf til minn- ingar um Hannes K. Óskarsson. Kiwanis gaf 7.500 kr. og Kvenfé- lagið Líkn gaf 5.000 kr. sem fóru í kaup á talstöð (sem kostaði 12.000 kr.). Vestmannabær gaf 22.000 kr. Þar af höfum við fengið 12.000 kr. sem fóru í kaup á talstöð. Lions- klúbbur Vestmannaeyja gaf 5.000 kr. sem fóru í kaup á 10 merkja- byssum og 10 hjálmum (sem kosta 4.370 kr.) og loforð um áframhald- andi stuðning. Lionsklúbburinn Freyr Rvík gaf 10.000 kr. pen- ingagjöf. Armann Óskarsson sem hefur lánað sveitinni húsnæði og verkfæri. Til að gera svona sveit að góðri björgunarsveit þarf góða þjálfun, peninga og góðan félags- legan anda. Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjuni er viðbúin því að fara hvert sem er, hvenær sem er og í hvernig veðri sem er, þegar kall kemur. VELDUR HVER Á HELDUR x® Kökubasar á vegum Kven- félags Laugarnessóknar I DAG, uppstigningardag, 20. maí, verður kökubasar á vegum Kvenfé- lags Laugarnessóknar. Hefst basar inn kl. 15.00 i kjallarasal kirkjunnar að aflokinni messu. Messan verður tileinkuð öldruð- um og þeir sérstaklega boðnir velkomnir. Séra Pétur Ingjalds- son, fyrrv. prófastur, prédikar og aldraðir lesa ritningarorð. Kvenfélag Laugarnessóknar leggur mikið starf af mörkum til styrktar kirkjustarfinu. Strax meðan verið var að byggja Laug- arneskirkju voru það kvenfélags- konur sem dyggastan þátt áttu í fjáröfluninni. Nú, 40 árum síðar, hafa þær enn gengið fram fyrir skjöldu og safnað miklu fé til byggingar safnaðarheimilis kirkj- unnar, sem komið er vel á veg. Kökubasar Kvenfélagsins er þekktur fyrir góðar kökur og hvet ég velunnara kirkjunnar til að styrkja gott málefni með því að kaupa kökur. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Hjálparsveitarmenn og forustumenn Faxa á kynningarfundinum. Stjórn Hjálparsveitar skáta fyrir framan nýja bifreið sem sveitin á. I.jósniuid Mbl. Simiri»t ir Jónassttn VIÐSYNUM Á HÚSAVÍK OC AKUREYRI Laugard. 22. maí ki. 10.00 -17.00 Sunnud. 23. maí kl. 13.00-17.00 GOLF JETTA PASSAT AUDI 100 AKUREYRI: ÞÓRSHAMAR HF. - SÍMI 22700 HÚSAVÍK: JÓN ÞORGRÍMSSON HF. - SÍMI 41515 m VOLKSWAGEN ÞÝSKUR BÍLL SEM ALLIR ÞEKKJA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.