Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Eftir Árna Thoroddsen Svikahrappar stjórnmáialífsins! Landsmönnum hefur lengi verið kunnugt, að varla er hægt að opna Þjóðviljann, opinbert málgagn Al- þýðubandalagsins á íslandi, án þess að við þeim blasi ný upp- ljóstrun um athafnasemi óprútt- inna fjárplógsmanna, sem hafa það að tómstundaiðju að svíkja fé af illa upplýstum almenningi. Slík hefur verið kappsemin við að ljá siðblindum athafnamönnum pláss á síðum Þjóðviljans, að lesendur hans mega ekki heyra minnst á „athafnamenn", „gróða" eða „verslun”, án þess að sjá fyrir sér matbólgna iðjuhölda og auðjöfra, sem skríkja af kæti yfir hungruð- um og vannærðum kornabörnum þriðja heimsins, á milli þess sem þeir dunda sér við hryllileg sam- en aðvörunum til kjósenda um stórfelldar kosningablekkingar. Blekkingaverksmiðja Alþýðubandalagsins Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til að lesendur þessa greinastúfs muni eftir öllum þeim afurðum sem komið hafa af færiböndum blekkingaverksmiðju Alþýðu- bandalagsins, svo margar sem þær eru orðnar. En hitt er án efa gagnlegt að rifja upp nokkrar þeirra. Hver man ekki eftir slagorðinu „samningana í gildi" sem að vísu hljómar hálf hjákátlega í dag. En við skulum ekki gleyma því, að þetta var árangursríkasta afurð sem nokkru sinni hefur komið af færiböndum vélráðadeildar Al- þýðubandalagsins, enda næstum ótrúlegt, hversu mörg atkvæði skiluðu sér i kjörkassana í kjölfar þessarar fáránlega einföldu brellu, sem vistmenn á Kópa- vogshæli hefðu mátt sjá í gegnum. er verið að blekkja? Hvern særi gegn vinnandi fólki í gull- slegnum auðhöllum sínum. Enginn álasar þeim Þjóðvilja- mönnum fyrir það að vara al- menning við vélráðum fjársvika- manna, en hitt finnst sumum að til sé sú stétt svikahrappa, sem ekki eigi skilið minna pláss á síð- um Þjóðviljans. Hér er að sjálf- sögðu átt við siðlausa stjórnmála- menn, sem stunda þann ljóta leik að svíkja atkvæðin af hrekklaus- um kjósendum með ódýrum lymskubrögðum. Þeim Þjóðviljamönnum er reyndar nokkur vorkunn í þessum efnum, því það verður varla sagt að þeir hafi með öllu hreinan skjöld sjálfir hvað varðar að svíkja atkvæði af hrekklausum kjósendum. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að staðhæfa að hvorki Þjóðviljinn né Alþýðu- bandalagið væri til í dag, ef ekki hefði komið til aðstoð óprúttinna stjórnmálamanna og í ljósi þess þarf engan að undra að síður Þjóð- viljans séu fylltar með öðru efni Ef þú lesandi góður ert einn af þeim, þá er ég hræddur um að ég geti lítið gert til að hjálpa þér. Ef þú trúðir slagorðinu „samningana í gildi“, þá trúir þú hverju sem er og verður sennilega ginnkeyptur fyrir öllum blekkingum svikulla stjórnmálamanna allt til dauða- dags (vissirðu að framsóknar- menn ætla að lækka fasteigna- skattana?) ísland úr NATO Og hver man ekki eftir slagorð- inu „ísland úr NATO, herinn burt“, en með því voru kannaðar nýjar og áður óþekktar dýptir trúgirni í íslensku þjóðarsálinni. Þeir sem létu Alþýðubandalagið stela af sér atkvæðinu með þessu slagorði þurfa vart að biðja sér griða þegar loksins tekst að finna nógu marga hálfvita á þessu landi til að hrinda stefnunni í fram- kvæmd. Þá verða færibönd blekkinga- verksmiðjunnar umsvifalaust stöðvuð enda þarf þeirra ekki lengur við. Alþýðubandalagsmenn munu þá væntanlega hafa önnur happadrýgri ráð á takteinum til að treysta völd sín, en að reiða sig á atkvæði illa upplýstra kjósenda, sem eru í augum forsprakka Alþýðu- bandalagsins lágmúgur, sem hefur varla nóga menntun né þekkingu til að velja sér tómatsósutegundir hvað þá meira, svo ekki sé talað um að leggja veginn að fyrirmynd- arþjóðfélagi framtíðarinnar sem aðeins innblásnum leiðtogunum er gefið að sjá í hyllingavitrunum. Nýjasta blekkingin: Kvennaframboðið! Víetnamvitleysan, Gervasoni- uppákoman, af nógu er að taka en látum þetta nægja. En hvað um kjósendur? Láta þeir blekkja sig endalaust? Eða verða þeir að lok- um reynslunni ríkari? Margt bendir til þess að svo sé. Flótta- mannavandamálið sem nú er tekið að hrjá Alþýðubandalagið er til marks um þetta. Enda gerðu leið- togar flokksins sér grein fyrir því þegar þetta vandamál tók að gera vart við sig, að við svo búið mátti ekki standa. En hvað átti að taka til bragðs? Það hafði sýnt sig að kjósendur urðu smátt og smátt veraldarvan- ari og því erfiðara að koma við einföldum blekkingum, sem höfðu áður dugað svo vel. Hættan var sú að eina andsvarið við slíku nú yrðu hláturstunur frá jafnvel allra heimskustu barnstrúarsál- unum í hópnum. Um nokkurn tíma voru and- stæðingar Alþýðubandalagsins farnir að vona að loksins væru sjóðir hugvitseminnar tæmdir og ekkert lægi fyrir leiðtogum þess annað en að standa kjósendum full reikningsskil fyrri lyga. En þá var það að einum hugvits- manninum i Abl. datt nýtt og dá- samlegt snjallræði í hug: Kvenna- framboð! Þegar allt kom til alls höfðu þeir sem nú gerðust flótta- menn úr Alþýðubandalaginu þeg- ar sannað trúgirni sína, þeir höfðu fallið fyrir slagorðunum „samn- ingana í gildi“, „ísland úr NATO, herinn burt,“ og öðru álíka. Var við öðru að búast en að þeir féllu í þessa nýju kjósendagildru eins og tonn af steinum? Þetta mundi gera Alþýðubandalaginu kleift að ná aftur í alla hálfvitana, sem höfðu að vísu gert sér grein fyrir fyrri blekkingum Abl., en myndu nú skila atkvæðinu til þess undir nýju nafni. „Þverpólitískt“ framboð? Og enn mátti bæta um betur. Með því að kalla framboðið „þverpólitískt", mátti ef til vill ná í eitthvað af því ólánssama fólki, sem hefur misst alla trú á stjórn- málamönnum vegna áratuga- langrar skemmdarstarfsemi Al- þýðubandalagsins í íslensku þjóð- og stjórnmálalífi. Þeir myndu gleypa við alnýju „þverpólitísku" kvennaframboði. Þeir myndu kokgleypa! Og hér skiptir ekki máli að bragðið var svo gegnsætt að Grænuborgargáfur ættu að nægja til að sjá við því. „Þverpólitískt" framboð, stelpur heyriði það! Og trúi nú allir trúgjarnir! Af sex efstu mönnum á kvennafram- boðslistanum, hafa fjórir opin- berlega tengst Alþýðubandalag- inu, og alkunna er að hinir tveir eru kafbátakommar. Efsta kona á kvennaframboðs- listanum, Guðrún Jónsdóttir, fé- Iagsfræðingur, sver af sér tengsl við Alþýðubandalagið þrátt fyrir það að hún hafi verið varamaður þess í félagsmálaráði Reykjavík- urborgar á kjörtímabilinu sem er „Grái fiðring- urinn“ í Bíó- höllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- ingar kvikmyndina „Grái fiðringur- inn“ eða „Middle Age Crazy“. Aðal- hlutverk leika Bruce Dern og Ann- Margret. Myndin fjallar um vel stæðan Bandaríkjamann, sem stendur á fertugu, vandamál hans og fjöl- skyldu, hliðarspor og eins og nafn- ið ber með sér, það sem kallað hef- ur verið „Grái fiðringurinn". þetta segja atvinnubílstjórar um Tire$tone radial hjólbarda Einar Gíslason ekur á Feugeot 505 FirestoneS-211 standast fullkómlega þær gæðakröfursem gerðareru til bestu hjólbarða. Endingin er mjög góð, þeir fara vel undir bílnum og eru afar hljóðlátir. Ámalarvegum erbíllinn rásfastur, mjúkur og steinkast ernæstumekkert. Með góðum radial hjólbörðum einsog Firestone S-211 verðureldsneytiseyðsla minni og hefur það ekki lítið að segja þegarmikiðerekið. Verðið á Firestone S-211 er afar hag- stætt. Þetta eru því hjólbarðar sem hægt erað mælameð. firestone Fullkomið öryggi - alls staðar ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: Nýbarði sf. Borgartúni 24, sími 16240 Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24, (Hreyfilshúsinu) slmi 81093 Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Skemmuvegi 6, sími 75135 GARÐABÆR Nýbarði sf. Bensínafgr. OLÍS, slmi 50606 MOSFELLSSVEIT: Holtadekk Benslnafgr. ESSO, sími 66401 KEFLAVÍK: Hjólbarðaþjónustan Brekkustig 37 (Njarðvlk) slmi 1399 HlllHtHimiininiimii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.