Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 5. Ingibjörg Rafnar héradsdómslögmaður, Brúnalandi 3, f. 6.6. 1950. Maki: Þorsteinn Pálsson, börn: 3. Stúdent frá MR 1970 og lögfræðingur frá HÍ 1975 (hdl. 1979). Starfaði sem lögfræðingur í Búnað- arbanka íslands 1975 til 1978, hefur verið lögfræðingur Mæðrastyrks- nefndar í Reykjavík frá 1980. í stjórn Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta og Orators, félags laganema. í stjórn Lögfræðingafé- lags íslands 1978—1981. Varafor- maður Varðar og sat í stjórn Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en er nú varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Varamaöur í Félagsmálaráði Rvíkur síðan 1978, í stjórnarnefnd dagvist- arstofnana Rvíkur frá 1979. Vara- maður í Tryggingarráði frá 1978. 7. Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Sólheimum 5, f. 29.9. 1925. Maki: Gunnar Hansson, börn: 3. Stúdent frá MR 1945. Hefur starf- að við Morgunblaðið í hlutastarfi sem blaðamaður, annaðist barna- tíma fyrir útvarpið og þætti um menningarmál, annast kvikmynda- eftirlit á vegum Barnaverndarráðs. Hefur tekið þátt í félögum og sam- tökum um gróður og náttúruvernd, Landvernd, og er nú formaður Skógræktarfélags íslands. Hefur setið tvö kjörtímabil í Barnavernd- arnefnd og setið í félagsmálaráði og leikvallanefnd Reykjavíkurborgar. Varaformaður sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar í þrjú ár og á sæti í menningarmálanefnd Sjálfstæðis- flokksins. 10. Katrín Fjeldsted læknir, Freyjugötu 37, f. 6.11.1946. Maki: Valgarður Bgilsson, þau eiga 2 bðrn. Stúdent frá MR 1966, kandíd- atspróf í læknisfræði frá HÍ 1973, lauk framhaldsnámi í heimilislækn- ingum 1979 í Bretlandi. Starfaði ( Bretlandi 1974—1979, aðstoðarborg- arlæknir í Reykjavík 1979—80, læknir við heilsugæslustöðina í Fossvogi frá 1980. Hefur starfað í Læknafélagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og Félagi íslenskra heimilislækna. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna 1970 og hefur verið virkur félagi í ungliðahreyf- ingu flokksins. 13. Jóna Gróa Sigurðardóttir skrifstofumaður, Búlandi 28, f. 18.3. 1935. Maki: Guðmundur Jónsson, börn 4. Verslunarskólapróf frá VÍ 1953. Starfaði sem lestrarsalarvörður á Al- þingi og þingritari, við rekstur bíla- leigunnar Fara, en er nú skrifstof- umaður hjá SÁÁ. í framkvæmdastjórn Verndar, fangahjálparinnar. Varamað- ur í stjórn Kvenréttindafélags íslands. í stjóm Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi í 7 ár, þar af formaður í 4 ár. í stjórn Hvatar og Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík. Var í ritstjórn bókarinnar „Fjölskyldan í frjálsu sam- félagi“ á vegum Hvatar og Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. 14. Margrét S. Einarsdóttir sjúkraliði, Garðastræti 47, f. 22.5. 1939. Maki: Atli Pálsson, börn: 4. Fór í Húsmæðraskólann á Laugum að loknu landsprófi og tók síðar próf frá Sjúkraliðaskóla fslands. Stund- aði verslunarstörf en varð síðan sjúkraliði við heilsugæslustöðina I Arbæ og á Landakotsspítala. For- maður stjórnar Kvenfélags Ár- bæjarsóknar 1968— 74, sat í stjórn- um Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kvenréttindafélags fslands og Kven- félagasambands Islands. Sat i stjórn Hvatar, hverfafélags sjálf- stæðismanna í Árbæ og er nú for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. Hefur verið varaborgar- fulltrúi í 8 ár og gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í nefndum og ráð- um á vegum Reykjavíkurborgar. Þetta eru konurnar sem skipa munu borgar- stjórnarflokk sjálfstæöismanna (22 fyrstu sætin) næsta kjörtímabii ef D-litinn fær umboð kjós- enda til að mynda meirihluta næstu fjögur árin. Ef Katrín Fjeldsted, læknir, nær kjöri inn í borgarstjórn Reykjavíkur 22. mal fjölgar það konum í borgarstjórn og sterkur flokkur tekur við stjórn borgarmálanna á ný. Alþýðubandalagið ber það þessa dagana á borð fyrir Reykvíkinga með heilsíðuauglýsing- um í dagblöðunum að innan hans sé jafnrétti kynjanna ríkast, — en þeirri staðreynd verður ekki mótmælt að það eru konur úr Alþýðu- bandalaginu sem hafa klofið sig út og bera nú fram sérframboð kvenna á vinstri vængnum. Hvers vegna? Innan Sjálfstæðisflokksins, sem er fjölmennasti flokkur landsins með mikinn fjölda hæfra einstaklinga innan sinna vébanda, hafa konur gegnt meiri trúnaðar- störfum en aðrir flokkar geta státað af. Fyrsta konan sem tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur af flokkslista var af lista Sjálfstæðisflokksins og fleiri konur komu úr sömu átt í kjölfarið. Auður Auðuns fyrrver- andi ráðherra var forseti borgarstjórnar um árabil og borgarstjóri um skeið. Ef geta á um konur á Alþingi þá hefur Sjálfstæðisflokkur- inn átt flesta kvenþingmennina, — m.a. var Ragnhildur Helgadóttir forseti neðri deildar Alþingis. Hver er staðreyndin um aðra flokka? Af hverju kljúfa konur sig út úr Alþýðubanda- laginu með sérlista? Hefur Adda Bára ekki setið lengur í borgarstjórn en Sigurjón? Hversu mörg atkvæði voru að baki konunum í forvali Aþýðubandalagsins í vor og hversu mörg að baki konunum á D-listanum. Framsókn hefur aldrei átt konu í borgar- stjórn Reykjavíkur frá upphafi og fyrir u.þ.b. 20 árum sat kona á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn í eitt kjörtímabil. Og hjá Alþýðu- flokknum skipar nú karlmaður fyrsta sætið en Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Hvers vegna? Auðvitað viljum við sjálfstæðiskonur auka hlut sjálfstæðiskvenna á þingi og í borgar- stjórn Reykjavíkur. Gerum það 22. maí. Tryggjum Katrínu Fjeldsted setu í borgar- stjórn, þá skipa þrjár sterkar sjálfstæðiskon- ur aðalsætin í borgarstjórn Reykjavíkur af D-listanum. Látum ekki konu af lista Kvennaframboðsins fella konuna í baráttu- sæti Sjálfstæðisflokksins. Þá niðurstöðu væri ekki hægt að verja með vísan til þess að at- kvæði til V-listans fjölgi konum í borgar- stjórninni. Eflum einn flokk til ábyrgðar, — atkvæði þitt getur ráðið úrslitum. *w CloRÍAVVNdERbÍll Stretch gallabuxur hæfa þér Gloria Vanderbilt stretch-gallabuxur eru ólíkar öðrum gallabuxum. — Sniön- ar fyrir konur. Þær eru því sér- saumaöar fyrir þig. Cosmopolitan — Which og New York Magazine hafa kosið Gloria Vanderbilt-buxurnar þær beztu á markaðinum. Þessar frábæru gallabuxur fást hjá: Fanný, Laugavegi 87 Gullfoss, Miðbæjarmarkaöinum Claudius, Selfossi Parið, Akureyri f _ r 1 ■' ■I I il j f 1 1 jl j Lh* •• r i'1 * I I.Míl ;i — 1 ilil||:;!.l I í.: i fil Öíi: i !i i®‘ 11' Huroir i Spónlagdar innihuróir. Fjórar viðar- tegundir. í furu dyra- I umbúnaði. 1 I Hagstætt verð. Æj f p ’^ií Básar • H 1 Ármúla 7. Sími 30500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.