Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 61 Kvennaframboð og verkalýðs- hreyfingin eftir Magnús Einar Sigurðsson, prentara Sú staðreynd að konur á Akureyri og í Reykjavík hafa ákveðið að bjóða fram sérstaka lista í sveitarstjórna- kosningum nú á laugardag hefur vak- ið verðskuldaða athygli. Þessi fram- boð segja sorglega sögu um stöðu jafnréttis í landinu og undirstrika hversu illt þetta ástand er í stjórn- málaflokkunum, en þeir hafa í öllum grundvallaratriðum sniðgengið helm- ing þjóðarinnar, konur. Vissulega halda flokkarnir öðru fram, en stað- reyndirnar eru ólygnastar. Þær fáu konur sem hafa náð fram í flokkunum hafa þurft að tileinka sér vinnubrögð karla og um leið hefur reynsla þeirra sem kvenna ekki notið sín. Á ferðinni hefur verið yfirborðsjafnrétti. Ekki samvinna kvenna og karla á jafnrétt- isgrundvelli. Mikið skortir á að verka- lýðshreyfingunni sé stjórnað á jafn- réttisgrundvelli, því miður, en það á þó við um hana eins og konurnar, hún hefur jafnframt verið blekkt af stjórnmálaflokkunum. Þess vegna eru kvennaframboðin raunverulegur valkostur fyrir félagsfólk verka- lýðshreyfingarinnar, karla og konur. í upphafi gerði verkalýðshreyfingin sér grein fyrir því, að til þess að ná fram vilja sínum um betra og mann- eskjulegra þjóðfélag yrði hún að hafa pólitísk áhrif og hreyfingin gerði sitt til þess að skapa sér pólitísk áhrif. Síðan hefur margt breyst bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og eins hitt að lengur fyrirfinnst enginn stjórn- málaflokkur í landinu sem hefur hagsmuni verkafólks að leiðarljósi. Valdahlutfölllin í landinu eru öll í hag eignastéttinni. Auðvitað er öðru haldið fram, lesa má í svarthöfða- greinum og leiðaraskrifum dagblaða að verkalýðshreyfingin hafi svo og svo mikil pólitísk völd og þar að auki misnoti þau. Þetta eru að sjálfsögðu áróðursskrif, sett fram til þess eins að hindra framgang réttmætra óska launafólks um hlutdeild í þeim arði sem það framleiðir. Nei, pólitísk áhrif launafólks eru lítil sem engin, og staðreyndin er sú að stjórnmálaflokk- arnir hafa getað nýtt sér verka- lýðshreyfinguna í vafasömum til- gangi fyrir tilstilli misvitra og oft samviskulausra forustumanna henn- ar. Verkalýðshreyfingin hefur verið höfð að fótaskinni. Ef verkalýðshreyfingin ætlar sér að ná fram varanlegum lífskjarabót- um, þannig að kjör launafólks þoli t.d. samanburð við kjör fólks í nágranna- löndunum er ljóst að hún verður að öðlast raunhæf pólitísk áhrif. Þau áhrif öölast hún ábyggilega ekki í gegnum þá stjórnmálaflokka sem fyrir eru, til þess þarf róttækan verkalýðsflokk og enginn af stjórn- málaflokkunum verðskuldar þá nafngift. Á stefnuskrá kvennaframboðs má finna mörg af aðalbaráttumálum verkafólks í gegnum tíðina, sem stjórnmálaflokkamir hafa ekki hrint í framkvæmd. { þessu sambandi má nefna: jafnrétti í launa- og atvinnu- málum, félagslega uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis, raunverulega dagvistun- armöguleika fyrir börn úr öllum starfstéttum o.s.frv. í raun byggir stefnuskráin í megin atriðum á því markmiði verkalýðshreyfingarinnar að koma á manneskjulegu þjóðskipu- lagi sem byggi á jafnrétti allra. Nú þegar konur hafa ákveðið að bjóða fram í kosningum vegna þess rang- lætis sem þær eru beittar, vaknar sú spurning, hvers vegna hefur verka- lýðshreyfingin ekki fyrir löngu tekið málin í sínar hendur á sama hátt og konur hyggjast nú gera? Hagsmunir launafólks og kvennaframboðs fara saman í öllum megin atriðum, enda þær konur sem ugglaust eru mest kúgaðar í þjóðfélaginu liðsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Þó kvennaframboð sé í dag raunveru- legur valkostur fyrir launafólk getur það aldrei orðið framtíðarlausn, þess vegna er það mikilvægt að þau öfl innan verkalýðshreyfingarinnar sem vilja vinna að raunverulegum breyt- ingum til jafnréttis í þjóðfélaginu hefjist handa og skipuleggi sig til sóknar gegn kúgunaröflunum. I því starfi eiga konur og karlar samleið, „Alþýöuflokkur, Al- þýðubandalag og jafnvel hinir flokkarnir tveir halda því fram aö þeir séu flokkar launafólks og jafnréttis, en verk þessara flokka eru ólygnasti mæli- kvarðinn. Bæði Alþýðu- flokkur og Alþýðubanda- lag hafa reynst afturhalds- öflunum drýgstur stuðn- ingur undanfarin ár.“ stéttabaráttan skilar ekki árangri ef hún byggir ekki jafnframt að fullu á reynslu kvenna, jafnrétti innan hreyfingarinnar. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og jafnvel hinir flokkarnir tveir halda því fram að þeir séu flokkar launa- fólks og jafnreftis, en verk þessara flokka eru ólygnasti mælikvarðinn. Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag hafa reynst afturhaldsöflunum drýgstur stuðningur undandfarin ár. Alþýðuflokkurinn afhjúpaði sig end- anlega á „viðreisnarárunum“ og Al- þýðubandalagið á sér helst hliðstæðu í „kristilegum frjálshyggjuflokkum Evrópu" þegar litið er til órjúfandi samstarfs þess við svæsnustu aftur- haldsöfl landsins að undanförnu, bæði á stjórnmálasviðinu sem og inn- an verkalýðshreyfingarinnar. í jafn- réttismálum eru þeir á sama bekk og hinir flokkarnir. Konur eru annars flokks félagsmenn, sem haldið er utan við raunveruleg áhrif, nema því að- eins þær lúti í einu og öllu leiðsögn karla, verði einskonar „konukarlar" í pólitíkinni. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki nýst verkalýðshreyfingunni, þeir eru allir sem einn hugsjónalaus viðrini í höndum afturhaldsafla og í raun gætu þeir einfaldlega sameinast í einn stjórnmálaflokk. Þeirri hug- mynd skaut raunar upp kollinum hjá þeim í kringum Blaðaprentshneykslið þegar stungið var uppá að sameinast um eitt sameiginlegt málgagn. Ekk- ert virðist vera í sjónmáli sem gefur tilefni til að ætla að flokkarnir séu að breytast til batnaðar, þrátt fyrir til- raunir þeirra manna sem heiðalegir mega teljast og enn eru innan þeirra. Þau öfl innan verkalýðshreyfingar- innar sem gera sér grein fyrir þessari stöðu mála eru því miður enn sem komið er ekki nægjanlega skipulögð né sterk til þess að geta hrint í fram- kvæmd stofnun raunhæfs stjórn- málaflokks launafólks, en sá tími hlýtur þó að koma. Þær breytingar eru framundan í atvinnuháttum að launafólki er nauð- synlegt að afla sér pólitískra áhrifa og valda, eigi þær breytingar ekki all- ar að verða á kostnað þess. Svo sem málum er háttað er það því áreiðanlega vænlegasti kosturinn fyrir launafólk að kjósa kvennalista í komandi kosningum. Með því vinnst; að grundvöllur er lagður að jafnrétti í reynd, grafið er undan spilltu valdi stjórnmálaflokkanna og jarðvegurinn undirbúinn fyrir raunverulega þátt- töku launafólks í stjórnun landsins. — Magnús Einar Sigurðsson, prentari. TILRÆÐISTÓLIÐ — skjala- taska og hnífur spænska prestsins Juan Fernandez Krohn, sem ætlaði að sýna páfa banatilræði í Fatima í Portúgal í liðinni viku. Hníf- urinn er 37 sentimetra langur. Myndin er tekin á lögreglustöðinni í Lissa- bon, en þar er tilræðis- maðurinn í haldi. ÞEIR SELJA LEE COOPER FÖTIN. VL. BJARG Akranesi VL. GRUND Grundarfirði VL. HÓLMSKJÖR Stykkishólmi VL. INGA Hellissandi KF. BORGFIRÐINGA Borgarnesi KF. HVAMMSFJARÐAR Búðardal VL. ÓSK Akranesi VL. VÍK Ólafsvík VL. ARA JÓNSSONAR Patreksfirði VL. EINARS OG KRISTJÁNS fsafirði VL. EINARS GUÐFINNSSONAR Bolunaarvík VL. JONS S. BJARNASONAR Bildudal VL. LJÓNIÐ ísafirði KF. DYRFIRÐINGA Þingeyri KF. STEINGRÍMSFJARÐAR Hólmavik VL. GUÐRUNAR RÖGNVALDSD. Siglufirði KF. HÚNVETNINGA Blönduósi KF. ÞINGEYINGA Húsavík KF. N-ÞINGEYINGA Kópaskeri KF. N-ÞINGEYINGA Asbyrgi KF. LANGNESINGA Þórshöfn VL. SIGURÐAR PÁMASONAR Hvammstanga VL. SOGN Dalvík VL. SPARTA Sauðárkróki VÖRUHÚS K.E.A. Akureyri VL.ELÍSAR GUÐNASONAREskifirði KF. HERAÐSBUA Egilsstöðum KF. VOPNFIRÐINGA Vopnafirði KF. FRAM Neskaupstað KF. FÁSKRÚÐSFJARÐAR Fáskrúðsfirði KF. STÖÐFIRÐINGA Breiðdalsvík KF. A-SKAFTFELLINGA Höfn, Hornafirði KF. HÉRAÐSBÚA Seyðisfirði KF. HÉRAÐSBÚA Borgarf Eystra VL. ALDAN Sandgerði VL. EIK Hafnarfirði VL. PALAS Grindavík VL. FREYJA Kópavogi VL. SMÁRABORG Kópavogi KF. ÁRNESINGA Selfossi KF. RANGÆINGA Hvolsvelli KF. SKAFTFELLINGA Vik í Mýrdal VL. FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR Þykkvabæ VL. STEINA OG STJÁNA Vestmannaeyjum VL. TRAFFIC Keflavík VL. ADAM Laugavegi 47 VL. ELFUR Laugavegi 38 VL. FALDUR Austurveri v/Háaleitisbr. VL. HERRAHÚSIÐ Bankastræti 7 , VL. HERRAHÚSIÐ Aöalstræti 4 VL. STRÆTIÐ Hafnarstræti VL. VINNUFATABUÐIN Hverfisgötu 26 VL. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 VL. TINNI Drafnarfelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.