Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Séð yfir Tangann. Sjúkrahúsió í forgrunni myndarinnar. LjÓNm: þórleifur Ólafsson. Á ísafirði búa nú 3400 manns og er bærinn höfuðstaður Vestfjarða og verður vafalaust um ókomna framtíð. Bæjarstjórn er skipuð niu mönnum. Fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, tveimur fulltrúum Alþýðuflokks, einum fulltrúa Framsóknarflokks, 1 fulltrúa Alþýðubandalags og einum fulltrúa óháðra. I>að eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa myndað meirihluta bæjarstjórnar ásamt fulltrúa óháðra. Fyrir kosningarnar nú gáfu sjálfstæðismenn út stefnuskrá flokksins i bæjarmálum og þar segir meðal annars: Atvinnumál: Sjálfstæðismcnn benda á að þáttur ísafjarðar og Vestfirðinga í fiskveiðum eigi að aukast með tilliti til þess, að á Vestfjörðum er engin stóriðja, og engin áform uppi í þá átt í náinni framtíð. Fiskveiðar og físk- vinnsla er stóriðja Vestfjarða. Félagslegt samstarf sveitarfélaga: Á undan- förnum árum hefur verið mjög vaxandi félagslegt samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum, bæði um velferðarmál ákveðinna svæða og fjórðungsins i heild. Sjálfstæðismenn fagna þeirri samvinnu, sem tekist hefur milli Isafjaröar og Bolungarvikur i veigamiklum málum og hvetja til áframhaldandi sameigin- legrar baráttu í þýðingarmiklum málum, er snerta kaupstaðina sérstaklega og aðrar nágrannabyggðir. Skipulags- og lóðamál: Lóðamál næstu framtiöar verður að leysa innan ramma aðalskipulagsins og munu bæjarfulltrúar flokksins leggja áherslu á að framboð á lóðum verði á ný nægilegt til að mæta árlegri eftirspurn. Hafnarraál: Sjálfstæðismenn telja eðlilegt að stéttarfélögum sjómanna verði sköpuð skilyrði til félagslegrar starfsemi í húsrými nýja hafnarhússins. Ileilbrigðismál: Sjálfstæðismenn leggja höfuðáherslu á, að framkvæmdum við sjúkrahús og heilsugæzlustöð verði haldið áfram með fullum fram- kvæmdahraða og lokið á kjörtimabilinu. Daghcimili — leikvellir: Byggingu dagheimilis og leikskóla v/Eyrargötu verði að fullu lokið 1983 og rekstur heimilisins tryggður strax og fram- kvæmdum lýkur. Skólamál: Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir bættu skipulagi skóla- mála i kaupstaðnum og heita á skólamenn, skólastjóra, kennara og aðra sem um þessi mál fjalla að koma til samstarfs um bætt skipulag skólamála. Húsnæðismál: Sjálfstæðismenn leggja áherslu á, að húsbyggjendur hafi á hverjum tíma valfrclsi um hvar þeir vilja byggja, meó því að opnuð séu fleiri ný byggingarsvæði innan hins nýja skipulags. „Kosið um uppbyggingarstefnu Sjálfstæðisflokksins eða stöðnunarstefnu vinstri flokka“ - segir Guðmundur Ingólfsson oddviti sjálfstæðismanna á Isafirði „í kosningunum hér er fyrst og fremst kosið um, hvort uppbygg- ingarstarf Sjálfstæðisflokksins eigi að halda áfram, eða hvort ein- hver samsuða vinstri flokkanna eigi að taka við,“ sagði Guðmundur Ingólfsson oddviti sjálfstæð- ismanna á ísafirði þegar rætt var við hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihlutastjórn á ísafirði frá því árið 1971 og mynd- ar flokkurinn meirihluta með óháðum. Á árunum 1954 til 1971 voru það vinstri flokkarnir, sem mynduðu meirihluta bæjarstjórn- ar og það tímabil ríkti mikil stöðn- un í atvinnumálum ísafjarðar. „Samstaða innan bæjarstjórnar er yfirleitt mjög góð og ég myndi segja að 99% mála væru samþykkt samhljóða innan bæjarstjórnar," segir Guðmundur. „Skýringin er sú, að aðrir flokkar en Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ekjci markað sér neina ákveðna bæjarmálastefnu. Við berjumst nú fyrir því, að okkar stefna haldi áfram, því ef það verður ekki, þá á eftir að ríkja hér sama stöðnunarstefnan og á árun- um 1954 til 1971.“ í stefnuskrá sem Sjálfstæðis- flokkurinn á ísafirði hefur gefið út fyrir kosningarnar segir meðal annars í lokaorðum: „Frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins telja að örugg og ábyrg fjármálastjórn undir forystu bæjarfulltrúa flokksins hafi skilað bæjarfélaginu undraverðum árangri í stór- framkvæmdum á sl. kjörtímabili þrátt fyrir óhagstæða þróun pen- ingamála. Frambjóðendur vilja benda ís- firðingum á, að undir forystu bæj- arfulltrúa flokksins á síðustu tveimur kjörtímabilum hefur verið gert slíkt stórátak í húsnæðismál- um bæjarbúa, að ekki verður jafn- að til annarra tímabila í sögu kaupstaðarins. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins benda á, að undir forystu núverandi bæjarfulltrúa flokksins hefur verið unnið ötullega að upp- byggingu dvalarheimilis aldraðra og þjónusta við aldraða stórbætt. Einnig hefur verið unnið að bygg- ingu nýja sjúkrahússins og heilsu- gæslustöðvarinnar undir forystu Isafjarðar og hillir nú undir að hið mikla mannvirki verði tekið í notkun. Stórátak við gatnagerð, bygging félagslegra íbúða, hafnargerð og margar aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir sýna, að undir forystu sjálfstæðismanna verður ísafjörð- ur fagur og blómlegur bær þar sem íbúarnir geta unað hag sínum vel og heildarsvipmót bæjarins orðið öðrum sveitarfélögum til fyrir- myndar." „Við frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins viljum benda á, að allir þeir sem báru hita og þunga bæj- armálastarfsins fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á síðasta kjörtímabili skipa sér nú á framboðslista flokksins," segir Guðmundir. — Hvaða mál setjið þið á oddinn fyrir næsta kjörtímabil? „Við setjum atvinnumálin á oddinn, þvi þau eru undirstaða annarra gerða. Þá leggjum við mikla áherslu á umhverfismálin, ennfremur stefnum við að því að skipuleggja félagslega þjónustu bæði fyrir æskulýð og aldraða og þá þannig að þátttaka hins al- menna borgara verði góð í þessari starfsemi. Við erum nú að hrinda þessum málum í framkvæmd. Við ætlum að leggja áherslu á að ljúka þessari áætlun okkar og um leið ætlum við að hrinda í framkvæmd stórsókn í umbótum á umhverfi og Guðmundur Ingólfsson fegrun bæjarins og það áður en aðrar framkvæmdir verða teknar fyrir. Nýtt sipulag fyrir bæinn var samþykkt í síðustu viku og á það að gilda næstu 20 árin. Er skipu- lagið nú til umfjöllunar hjá skipu- lagsstjóra ríkisins. Eldra skipulag- ið var frá 1927. Þá hefur verið unn- ið mikið að deiliskipulagi og erum við vel staddir þar. Eitt stærsta málið, sem sjálf- stæðismenn hafa beitt sér fyrir er að keyptar hafá' vériðTóði'r á skipu- lagslega mikilvægum stöðum. Ný- lega var Eyrarjörðin keypt af Kaupfélagi ísfirðinga. Okkar bæj- armálastefna er mótuð langt fram í tímann og það, sem gert er á einu kjörtímabili, er ekki mælikvarði á verkin. En við stefnum að því, að ísafjörður beri með reisn að vera höfuðstaður Vestfjarða og endur- spegli um leið afl fólksins, sem byggir og hefur byggt þennan bæ.“ Áður en Isafjörður og Eyrar- hreppur voru sameinaðir í eitt sveitarfélag var Guðmundur hreppsnefndarfulltrúi í Hnífsdal og hefur hann setið samfleytt í hreppsnefnd og bæjarstjórn síðan 1962. Ég spurði hann hvernig sam- eining sveitarfélaganna hefði tek- ist. „Sameiningin varð til þess, að hægt var að hefja þær fram- kvæmdir, sem felast í bæjarmála- sefnu Sjálfstæðisflokksins. Okkar vandi er sá, að byggðin hér er þrískipt. Það eru hugmyndir um að reyna að tengja þessa byggðarkjarna betur saman, en það er flókið mál og erfitt. Hins vegar er það staðreynd, að ef sveitarfélögin hefðu ekki verið sameinuð á sinum tíma, þá værum við að tala um allt annan ísafjörð. Markmið okkar sjálfstæð- ismanna er að bæjarbúar viður- kenni í kosningum uppbygg- ingarstefnu okkar sjálfstæð- ismanna og að í kosningunum hafi þeir víðtæk áhrif á framvinduna. Það skiptir hins vegar ekki megin- máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra eða fimm fulltrúa í bæjarstjórn. Samstaðan um stefnu flokksins er það víðtæk þar. Það eru allir sammála um að stórvirki hafi verið unnið hér á síðasta kjörtímabili, en hins vegar erum við hvergi nærri komnir í höfn,“ sagði Guðmundur Ingólfsson að lokum. „Aðalframkvæmdirnar eru gatnagerðin“ - segir Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri „Aðalframkvæmdirnar á vegum bæjarfélagsins síðastliðin tvö ár hafa verið gatnagerðarfram- kvæmdir og nú er búið að leggja bundið slitlag á samtals 11 kiló- metra,“ sagði Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði. „Það var byrjað á hinu svokall- aða Holtahverfi árið 1974, en það stendur fyrir botni fjarðarins. Þar búa nú um 500 manns og er þegar búið að malbika allar götur þar. Af öðru má nefna hafnarfram- kvæmdir, en byrjað er á svokall- aðri Sundahöfn, en vonast er til að innan tveggja ára verði hægt að flytja afgreiðslu flutningaskipa þangað. Þá er hugmyndin að tog- ararnir fái þarna löndunaraðstöðu í framtíðinni. Þá hefur farið töluvert fé til byggingar dvalarheimilis aldraðra og við hlið sjúkrahússins er verið að byggja 10 hjónaíbúðir og 20 einstaklingsíbúðir, þannig að þar verður vistun fyrir 40 manns. Um íþróttamálin er það að segja, að í fyrra var nýr grasvöllur tekinn í notkun og nú er verið að byggja vallarhús. Ennfremur er uppbyggingunni á Seljalandsdal haldið áfram." Það kom fram hjá Haraldi, að landrými er af skornum skammti á Isafirði og því hefur þurft að gera átak í landfyllingu. Undan- farin ár hefur mikið verið fyllt upp og fyrirhuguð er töluverð landfylling á þessu ári. Nýr leikskóli var fyrir skömmu tekinn í notkun í Hnífsdal og hef- ur kvenfélagið Hvöt tekið við rekstri hans. Þá er áætlað að hefja byggingu leikskóla og dagvistun- arheimilis við Eyrargötu á næsta ári, en þar eiga að rýmast samtals 80 börn. „Það lítur út fyrir að ekki verði mikið um lóðaúthlutanir hjá okkur í sumar, en 10 lóðum verður úthlutað í vor. Nokkur eftirspurn er eftir lóðum undir atvinnuhús- næði og bráðlega verða 6 lóðir undir atvinnuhúsnæði tilbúnar til úthlutunar," sagði Haraldur. Ilaraldur Líndal Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.