Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 63 17. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt, Garðastræti 15, f. 2.4. 1941. Maki: Gestur ólafsson, börn: 2. Stúd- ent frá MR 1962, próf í innanhússarkitekt- úr frá Leicester Polytechnic í Englandi 1966, og nám í leturgerð við Liverpool Coll- ege of Art 1967—68. Hefur síðan námi lauk átt ásamt öðrum aðild að rekstri Teikni- stofunnar Garðastræti 17. Formaður Fé- lags húsgagna- og innanhússarkitekta, FHÍ, 1979—81, nú varaformaður. Sat í stjórn Kvenréttindafélags íslands og var í 4 ár ritstjóri ársrits þess, 19. júní. Sat í stjórn SUS og Hvatar. Er formaður mál- efnanefndar Sjálfstæðisflokksins um menningarmál. 19. Anna K. Jónsdóttir lyfjafræðingur, Langholtsvegi 92, f. 29.1. 1952. Maki: Þorvaldur Gunnlaugsson, böm: 3. Stúdent frá MR 1972, aðstoðarlyfjafræð- ingspróf frá HÍ 1980. Hefur starfað hjá lyfjaheildversluninni Hermesi hf. að loknu námi. Sat í stjórn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, 1974—76 og í stúdenta- ráði Háskóla íslands 1975—77. Kjörin í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi þess 1981. Fjölskyldur í frjálsri borg eftir Ragnhildi Helgadóttur Fyrir viku hélt Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, fund um efnið Fjölskyldan í frjálsu samfélagi. Af þessu til- efni var eftirfarandi spurning beint til sjálfstæðiskonu: „Af hverju eruð þið að tala um fjölskylduna og heimilið, þegar komið er fast að kosningum? Væri ekki nær að tala um bein- harða borgarpólitík?" Og sjálf- stæðiskonan svaraði: „Þetta viðfangsefni er ekki að- eins pólitík, heldur grundvall- arpólitík." Hvað er borgin annað en sam- félag fjölskyldna og húsin í borginni annað en heimili og aðrir vinnustaðir, þar sem menn ala önn fyrir sér og fjölskyldum sínum? Þess vegna eru verkefni borgarstjórnar á ótal vegu tengd fjölskyldunum. í samfélaginu er fjölskyldan grunneiningin, þetta uppruna- lega félag, til orðið vegna frum- þarfa mannsins, flestum mönnum nauðsynlegt vegna til- finninga, vaxtar og þroska. Að mati sjálfstæðismanna er það styrkur fjölskyldunnar, sem ber uppi frelsi samfélagsins. Hið frjálsa samfélag verður að veita fjölskyldunum siðferðilegan stuðning og svigrúm til sam- heldni, öryggis og eflingar. Ella getur samfélagið ekki með réttu kallazt frjálst. Þetta á við hvort heldur um er að ræða ríkisheild, sveitarfélag eða borgarfélag. En hver vill ekki frjálst sam- félag? Og hver vill ekki styrk fjölskyldna sem mestan, sam- heldni þeirra og góð heimili? Nærtækast væri að svara, auð- vitað allir. En sá, sem tekur af- stöðu til stjórnar samfélagsins, verður að gera sér grein fyrir því, að stjórnmálaflokkarnir leggja misþunga áherzlu á þetta atriði. í hugmyndafræði nútímans kemur fram mikilvægur munur á afstöðunni til hlutverks fjöl- skyldunnar. Þeir, sem lengst eru til vinstri, eru andvígir þjóð- skipulaginu og hefðum þess, af því að þeir vilja allt annars kon- ar þjóðfélag. Við könnumst t.d. við setningar, eins og þessa: For- eldrarnir eiga ekki börnin, held- ur eru þau börn samfélagsins. Hefðir þjóðfélagsins haldast við í fjölskyldunni og burðarás- inn er samband foreldra og barna. Þess vegna er það e.t.v. rökrétt frá sjónarmiði þeirra, sem kollvarpa vilja þjóðfélags- myndinni, að vinna að því beint og óbeint að losa um þetta sam- band. En sjálfstæðismenn telja, að í ýmsum efnum, sem fjölskylduna varða, beri að haga framkvæmd, svo að virt sé uppeldisviðleitni foreldra og styrkja beri sam- band foreldra og barna. A þetta sérstaklega við í fræðslu og æskulýðsmálum, á vinnumark- aði, í húsnæðis- og skipulags- Ragnhildur Helgadóttir málum, svo og ýmsum félags- málum. Sjálfstæðiskonur og „reynsluheimurinn“ Hvöt og Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa átt frumkvæði að ítarlegri umfjöll- un um fjölskyldupólitík. Óhætt er að segja, að ritið Fjölskyldan í frjálsu samfélagi hafi markað tímamót í þeim efnum. En af hverju voru það einmitt konurn- ar í Sjálfstæðisflokknum, sem þetta gerðu? Ekki er fjölskyldan einkavettvangur kvenna. Raunar ekki. En ætli það hafi ekki verið hinn nafntogaði „reynsluheim- ur“, sem hér var að verki. Árangur af reynslu, sem gengið hefur frá móður til dóttur kyn- slóðum saman. Nú hefur hópur vinstri sinnaðra kvenna upp- götvað það, sem flestum öðrum hefur lengi verið ljóst, að lífs- reynsla kvenna hefur á öllum öldum verið nokkuð annars kon- ar en lífsreynsla karla. Þykir þessum vinstri konum nýnæmi Katrín Fjeldsted að þessari uppgötvun sinni og bjóðast nú til að leggja „reynslu- heiminn" á borð með sér í borg- arstjórn Reykjavíkur í krafti kynferðis síns. Það er ekki úr vegi að enda þessar línur á að undirstrika, að það er vissulega þörf á konum í borgarstjórn Reykjavíkur, en það skulu vera sjálfstæðiskonur, með fjölskyldupólitík Sjálfstæð- isflokksins að leiðarljósi. Framboðslista Sjálfstæðis- flokksins skipa margar hæfar konur, sem hafa skynsemi og mikla þekkingu til að bera. I baráttusætinu er Katrín Fjeldsted læknir, ung kona, sem getið hefur sér orð fyrir dugnað og æðruleysi. Með því að tryggja henni kosningu fjölgum við konum í aðalsætum borgarfulltrúa í Reykjavík og fáum um leið Sjálfstæðisflokknum meirihluta. Með því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn erum við að stuðla að frelsi og öryggi fjölskyldna, ein- staklinga, foreldra, barna og heimila þeirra í frjálsri borg. gangskör Umsjón: Ásdís J. Rafnar Erna Hauksdóttir LAUGARDALSVÖLLUR FRAM - BREIÐABLIK í KVÖLD KL. 20 Hver verður maður leiksins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.