Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 09 Sveinn Ólafsson: Til umhujísunar Lýðræði - lýðskrum og kjósendur Vegna þess moðreyks af ásökun- um sem víða eru uppi um að þetta og hitt sé ekki lýðræði, — sumir menn, sem vinna af áhuga í stjórnmálunum, séu „flokkseig- endur“ — að ef ekki séu viðhöfð prófkjör, þá sé það skortur á „lýð- ræði“, og yfirleitt skrum og rök- lausar slettur í garð flokka og manna vegna þess að þessi og hin aðferðin, sem menn aðhyllast í stjórnmálastarfseminni og hafa verið notaðar áður og þótt gefast vel, séu skortur á lýðræði, — þykir tilefni til hér að koma fram með örfáar spurningar og svör í því augnamiði að kasta, ef mögulegt er, nokkru ljósi á þann þokuhjúp sem þessi mál eru nú sveipuð, af því að mönnum virðist ekki vera ljóst hvað er hvað: 1. Hvað er stjórnmálaflokkur? — Svar: Það er kerfi í stjórnun, sem áhugasamir hugsjónamenn hafa sameinast um að mynda, hugsa upp og móta, svo bjóða mætti kjósendum það til afnota með vali, sem heita „kosningar", en þar eru í boði menn sem kunna á þetta kerfi og geta skýrt það og vilja berjast fyrir því. 2. Eru þeir, sem hafa áhuga fyrir þjóðmálum og þannig stjórn- unarvilja og veljast þá líka til að stjórna slíkum samtökum, eru þeir endilega „flokkseigendur"? Svar: Hér er um hreina hugsana- villu, rangfærslu eða firru að ræða. Enginn slíkra manna á hér neitt. Þeir eru þjónar, og kerfið er til þjónustuafnota fyrir þá, en um leið líka alla aðra sem vilja nota kerfið skv. lýðræðislegu vali sínu. Þeir sem stjórna, í það og það sinn, eru að sjálfsögðu umráðend- ur kerfisins á meðan það varir, og þar til aðrir áhugasamir taka við og vilja þjóna þjóðinni á grund- velli kerfisins. — Menn koma og fara og falla frá, en kerfið, stofn- unin, flokkurinn stendur. Hér á þannig enginn neitt, og nafngiftin „flokkseigendur“ er þar með hrein skrumskæling staðreynda, og fiokkast undir hreinan þvætting. 3. Eru svokölluð „prófkjör" hið eina sanna lýðræði, eins og nú virðist „móðins" að halda fram? Svar: Ef „prófkjör" væru ein mynd einskonar ráðleggingarkefis, sem virðist hið raunhæfa, þá eru til margar útfærslumyndir og að- ferðir sem mætti hugsa sér í því sambandi. — í öllum tilfellum verður þó að hafa kjöt: eða upp- stillinganefndir til að annast end- anlega niðurröðun, það virðast all- ir viðurkenna. „Prófkjör" eru þannig séð nánast ábendingakerfi af einni tegund og ættu þannig séð að eiga rétt á sér sem slík, — en þau hafa í sér galla, sem gera þau annaðhvort misjafnlega hagkvæm eða nánast ónothæf, eftir því hvern- ig útfærslunni er varið. — En menn vilja ekki horfa á það nú, heldur starblína á töfraorðið „prófkjör", eins og það leysi allan vanda og tryggi hið fullkomlega lýðræði. Þarna er mikill misskilningur á ferðinni og verður að greina hér á milli nákvæmlega, — svo gallarnir ekki eyðileggi meira en vinnst. Skal hér aðeins drepið á mismun tilhögunar á „ábendingarkerfum", sem til greina koma, og reynt að leiða fram galla þeirra og kosti, hvað má nota og hvað ekki eins og áður er vikið að: 1. Opið prófkjör. Þar hafa kjós- endur úr öllum flokkum mögu- leika til að hafa áhrif á val fram- bjóðenda í hvaða flokki sem er. Spurningin er, hvar lýðræðið sé hér. Er þetta nokkuð annað en að opna möguleika fyrir andstæðinga til að hreinlega koma í veg fyrir að viðkomandi flokkur fái þá fram- bjóðendur sem honum hæfa? — Þetta liggur svo í augum uppi að næstum allir (sem vilja vera heið- arlegir) geta verið sammála, hvar sem þeir standa í flokki. 2. Lokað prófkjör, þar sem að- eins flokksbundnir kjósendur hafa möguleika til áhrifa í sambandi við uppstillingu. Það — sem slíkt — er minni ókostum búið en hið opna, þó ókostir séu þar fyrir hendi — og svo alvarlegir, að þótt það líti út sem nothæft, þá sýnir reynslan að svo er nánast ekki, þótt slembilukka hafi samt stund- um bjargað málum þar, — í ein- stöku tilvikum. Þessi tvö kerfi hafa einkanlega þann afleita skavanka í sér fólg- inn, að binda kjörnefndirnar oftast svo gjörsamlega, að þrátt fyrir hvað reglur og jafnvel undir- skriftir frambjóðenda á slíkum „prófkjörslistum" undir skilmála um bindingu eða ekki bindingu í sæti segja, þá verður engu um þokað frá kosningaröðinni, hvað sem tautar og raular. Þar talar reynslan skírustu máli. Þetta staf- ar af því að útkoma „prófkjör- anna“ er gerð opinská, svo allir vita og þá kemur allskyns heimtu- frekja, kröfugerð, tal um heiður, metnaður og annað til, sem þetta býður heim og þá hreinlega ræðst ekkert við neitt, svo allt situr fast og kjörnefndir hreinlega ráða engu, — eru múlbundnar. 3. í stað „prófkjörs" er líka mögulegt að hafa einfalt „ábend- ingar“- eða tilnefningakerfi, þar sem lýst er og óskað eftir tillögum og ábendingum skriflega frá flokksbundnum kjósendum um hugsanlega frambjóðendur. Kjör- nefnd fjallar síðan um valið með hliðsjón af hinum mörgu sjónar- miðum, sem hafa verður í huga, þ.e. alhliða hæfni, hæfni til sam- starfs sem og samstæðni milli fólks, reynsla, vinsældir og per- sónufylgi o.m.fl. Hægt er að hafa annað val á aðferðum hér en tíðk- ast hefir við báðar tegundir „prófkjöra" þ.e. að birta ekki niðurstöðurnar. Séu þær gerðar kunnar eins og gert hefir verið við „prófkjörin", koma sömu ókostirn- ir fram og þar, og þar með yrði þessi aðferð jafn ónothæf og þau. Séu þessar ábendingar látnar vera trúnaðarmál, en kjörnefndir geti notað þær sér til leiðbeiningar eru þessi vankantar sniðnir af. 4. Hægt er einnig að hafa „prófkjörs"- og uppástungu- aðferðina innan fulltrúaráðanna eingöngu, ef samstaða fæst um slíkt. Allir möguleikarnir eru þar fyrir hendi, sem nefndir hafa ver- ið, en augljóst er að ef slíkt kmeur fram í annarri mynd en ábending- um, sem eru lokaðar eins og síðast var nefnt, þá er aðferðin dauða- dæmd strax í upphafi. Og ef kjör- nefnd er á einhvern hátt bundin, þá verður útkoman yfirleitt hreint kák og að mestu háð tilviljun. Er það „lýðræði" að kjósendurnir sjálfir „búi sjálfir til“ frambjóð- endur fyrir sjálfa sig til að hafa á framboðslista? Svar: Hér virðist vera um meinlega mótsögn að ræða. Er ekki ljóst, að eftir að kjósandi er búinn að „búa til“ frambjóðendur fyrir sjálfan sig, þá er hann að því er virðist orðinn bundinn. Segja mætti að þetta væri „smart" aðferð til að lokka kjósendur til að binda sig þ.e. að gera því skóna, að af því að hann hafi nú fengið að ráða þessu öllu sjálfur, þá sé búið að „kefla“ hann fastan til að kjósa viðkomandi lista (ef hann hefir eitthvert sið- ferði?). — En er þetta „lýðræði"? — Það virðist a.m.k. ekki blasa við. 5. Þegar þetta er skoðað er ekki úr vegi að spyrja sjálfan sig út frá þessum punktum, hvort lýðræðið sé ekki frekar fólgið í einhverju öðru en blessuðum „próf- kjörunum" sem allir virðast „bergnumdir" af? Verður ekki svarið einfaldlega þegar hér er komið það, að eðlilegast sé, að þeir, sem bera ábyrgð á málefnum og stefnu flokks og stjórna þeim, velji sér þá málsvara (frambjóð- endur), sem þeir treysta, og raði þeim á framboðslista flokksins og beri ábyrgð sinna verka í því — en síðan geti kjósendur valið á milli flokkanna eftir því hvort þeir vilja styðja flokk og frambjóðendur með tilliti til þess hvort þeir treysti þeim eða ekki? Þeir hafi þar með óbundnar hendur og þurfi ekki að vera að láta það „þvælast fyrir sér“, hvort þeir hafa haft hönd í bagga um myndun lista einhvers flokks eða ekki. 6. Sé þetta nú skoðað með hliðsjón af öllu talinu um „lýðræði prófkjöranna" þá er spurningin aftur sú, hvort það sé langt frá sanni að það sé hreinlega grófur misskilningur, — sem stafar af að fólk einfaldlega hefir ekki hugsað málið niður í kjölinn, — að tala um þau sem slík sem „lýðræði", nema í þeim eina skilningi að þau yrðu aðeins notuð sem ábendigar (í trúnaði) til kjörnefnda til að hjálpa til að finna það fólk, sem síðan gæti af þeim talist og dæmst hæft og málefni, flokki og samfé- lagi til gagns og framfara. 7. Og enn má bæta við spurn- ingum um „prófkjörin": Hvað kemur almennt út úr þeim? Jú, oftast heill hópur óþekktra ein- staklinga, sem kjósendur eiga al- mennt í hreinasta basli með að mynda sér nokkra raunhæfa skoð- un um áður en kosningar fara fram. Hættan er þannig sú, að lýð- ræðið sjálft renni hreinlega út í sandinn og síðan verði skoðana- myndunin hreint kák — fálm- kennd, já, jafnvel fjarstýrð eins og dæmin af símaáróðrinum því mið- ur sýna. 8. Og enn ein spurning brennur á þeim, sem um þetta hugsar: Koma beztu stjórnmálamennirnir út úr „prófkjörum"? Því miður er svarið hér: Þar ræður nánast kylfa kasti. Stjórnmálastefna er flókið kerfi og til að geta uppfyllt hæfn- iskröfur þurfa þeir, sem þjóna eiga slíku: 1. að skilja stefnuna, 2. að kunna að útmála hana, 3. vilja berjast fyrir henni af alhug og sannfæringu, til góðs fyrir fólkið, — en ekki bara fyrir sjálfan sig. — í „prófkjöri" er hætt við að inn í stjórnmálin detti allskonar menn, sem hreinlega hafa ekki þann skilning, hugsjónakraft eða túlkunarhæfileika, sem lífsnauð- syn er að stefnu og flokki sé tryggt og tiltækt, og þannig hætt við að stjórnmálin hrapi niður úr því veigamikla sæti, sem þeim ber (sem velferðarmálum heildarinn- ar) og verði að hreinum myrkviði, þar sem enginn sér handa sinna skil, eða a.m.k. allt of fáir, til að vel geti farið. Slíkt fyrirkomulag er allt of áhættusamt fyrir sam- félagið í heild. Mætti jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja, að ekki sé örgrannt um að það flögri að sumum, að íslenzka þjóðin sé jafn- vel að súpa seyðið af slíku nú að því er stjórnmál nútíðarinnar varðar, — svo vitlaus sem þau eru og glórulaus í mörgum efnum? 9. Þá verður hér ekki komizt hjá, — til að gera þessum hlutum ekki of ófullkomin skil, — að setja fram eina spurningu til viðbótar, en hún er: Með hvaða hætti er von til að hægt sé að fá beztu stjórn- málamennina? Svar: Maður velur sér ekki flugstjóra, skipstjóra eða bílstjóra eða slíka, eftir útliti. Þar verður hæfni og þekking að koma til, annað gengur ekki, — það vita allir. Þar verða menn að hafa sannað hæfni sína og kunnáttu. Sama lögmál gildir einnig í stjórnmálum. Það er tilgangs- laust, að taka Pétur og Pál utan úr buskanum, til að stjórna málefn- um samfélagsins. Þar verður að velja menn eða konur, sem hafa þekkingu og kunnáttu til að ann- ast þá hluti. „Prófkjör" með bindingu sæta, eins og þau hafa tíðkast, eru vís- ust til að koma hinu gagnstæða til leiðar. Val reyndra manna, sem skipa kjör- eða uppstillingar- nefndir er vísasta aðferðin til að tfyggja þetta. Þær eru eins og prófdómarinn. „Prófkjörin" eru aftur sambærileg við að réttindi séu veitt með handauppréttingu til aðgangs að stjórnunaraðstöðu, án þess að nokkur próf séu áskilin, og allir sjá hvaða vit er í því? 10. í upphafi var spurt um hvað stjórnmálaflokkur væri. Hér er aftur ekki úr vegi til glöggvunar að sp.vrja hvað séu stjórnmál. Og svarið við því, þótt það e.t.v. hafi óbeint verið sagt áður að nokkru, er: Það er einfaldlega fram- kvæmdastjórn og rekstur í mjög víðtækum skilningi. Þar koma einnig fram lagasetning og setn- ing allskyns reglna, því sjá þarf um allar hliðar stærsta fyrirtækis samfélagsins, eða m.ö.o. rekstur samfélagsins sjálfs. Það segir sig sjálft, að þar þurfa að koma til menn með reynslu i ýmsum efn- um, og fornar þjóðir þekktu þetta. — Þar þurfa að koma til lagasmið- ir, stjórnvitringar og heimspek- ingar. Þar þarf trúin einnig að koma inn í dæmið, fræðin um að lifa rétt. 11. Spurning: Á hverju ríður að hlutverk stjórnmálanna séu rétt skilin og rétt rækt? Svar: Það er velferð einstaklingsins og velferð samfélagsins í heild. Og þetta á við bæði í veraidlegum og um leið andlegum skilningi. Sjá verður öllu hinu efnislega og samfé- lagslega farborða, en ef hinni and- legu og trúarlegu hlið er ekki sinnt getur öll raunveruleg velferð runnið út í sandinn. Fólkið þarf að geta haft í sig og á og samfé- lagsskilyrðin þurfa að geta verið í réttu horfi fyrir alla, það er hug- sjón allrar stjórnmálastarfsemi. En brauð er ekki allt, og hið trú- arlega leiðbeinir um hvernig skuli lifa lífinu, hvernig hið siðræna líf skal vera, samskipti manna, fram- koma og hugsunarháttur hver til annars. — Ef stjórnmálamenn skilja ekki þetta, þá skilja þeir ekki grundvöll samfélagsins, og til þess verður að ætlast, að þeim sé ljóst að skylda þeirra er að sjá fyrir andlegri velferð fólksins, eins og hinni efnislegu. Þeirra verkefni er þannig að skapa skil- yrðin til heilbrigðs samfélagslífs. Bezt er samkvæmt reynslu ald- anna — og eins og segir í spak- mælum meistarans aldna Lao Tze á einum stað — að stjórnmála- menn skilji sín takmörk og vasist ekki um of í öllu. Þar segir í bók- inni um Dyggðina og Veginn köfl- unum 57 og 58: „Þótt landinu sé stjórnað með réttsýni... þá verður að stjórna rikinu án íhlutunarsemi... öðruvísi verður því ekki stjórn- að. — Hvernig veit ég að þessu er svo varið? Af því að því fleiri sem takmarkanirnar og höml- urnar eru í ríkinu, því fátækara verður fólkið; því fleiri vopn, sem fólkið hefir með höndum, því meiri óreiða er í landinu; því fleiri sem iðnir og listir eru, því fleiri furðulegir hlutir eru búnir til; því fleiri sem lögin og regl- urnar eru, því meira er um þjófa og ræningja." Þess vegna segir hinn vitri: „Með því að ég elski rósemi, verður fólkið réttlátt af sjálfu sér. Með því að ég sé laus við íhlutunarsemi, verður fólkið velmegandi af sjálfu sér... og ... Þegar ríkisvaldið er milt og íhlutunarlítið, verður fólkið velmegandi og hamingjusamt. Þegar rikisvaldið gerir upp á milli fólksins, verður það óánægt og uppreisnargjarnt... En hvernig fær maður þekkt viturlegt stjórnarfar? Aðeins þegar stjórnvöld eru ekki með róttækar lagabreytingar. Því annars verður réttlætið aftur að brögðum og gott verður illt.“ Það sem hér er tilfært talar skýru máli svo óþarft er að bæta þar miklu við. Þó skulu lokaorðin vera þessi: Sést það ekki greini- lega af því sem þetta segir að deil- ur og pex um „keisarans skegg“ er næsta innihaldslítið? Tal um lýð- ræði og ekki lýðræði í röngu ljósi m.a. með allskonar nafngiftum til að villa um, er tilgangslaust og gagnslaust, það flokkast undir villandi lýðskrum og er ekki eftir- sóknarvert. Það, sem er einhvers virði, er viturleiki til að meta hvað er skynsamlegast, og hreinskilni til að kannast við það, í stað þess að reyna að snúa réttu í rangt og úthrópa það svo og troða það niður í svaðið. — Er ekki bezt að reyna að iðka réttlæti í þessu sem öðru, er það ekki affarasælast fyrir velfarnað þjóðai heildarinn- ar? Hver svari fyrir sig. Gíróreikningur Kosningasjóðs Sjálfstæöisflokksins er ^ 0% Greiðslur er hægt að inna : M III [ mm af hendi í öllum bönkum, sparisjóöum og pósthúsum. K-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.