Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 Sigrid Undset 100 ára eftir Ivar Orgland 1982 er mikið minningarár í norskum bókmenntum. 20. maí eru liðin 100 ár frá fæðingu Sigrid Undset, en þann 8. des. 150 ár síð- an Björnstjerne Björnson fæddist. Ásamt Knut Hamsun eru þessir höfundar Nóbelsverðlaunaskáld Norðmanna, en Sigrid Undset hlaut verðlaunin 1928 fyrir fræg- asta verk sitt: bækurnar þrjár um Kristínu Lafransdóttur — sögu- lega skáldsögu sem gerðist á 14. öld í Guðbrandsdalnum, en líka í Osló og Þrændalögum. Faðir Sigríðar var þekktur forn- fræðingur, og söguleg kunnátta hennar gífurleg. Hún fæddist í Kalundborg í Danmörku. Móðir hennar var dönsk, en Sigríður bjó að mestu leyti í Osló á yngri árum. Frá bernskuárum segir hún í bók- inni Ellefu ára (Elleve ár; 1934). Um það leyti dó faðir hennar, en 16 ára gömul hóf hún skrifstofu- störf. Áhugamál hennar var mannkynssaga og samdi hún snemma skáldsögu frá miðöldum, sem kom aldrei á prent. Fyrsta bók hennar var samtíma skáld- saga, Fru Martha Oulie, og birtist 1907. Fjallar bókin — í dagbókar- formi — um hjónabandið, en aðal- persónan leggur þar mikla áherslu á sjálfa sig og ástalífið. Á hinn bóginn gerir hverdagslíf þeirra hjónanna sínar kröfur. Og frú Martha verður að játa, að sjálf ber hún ábyrgð á því, sem dýrmætast er í hjónabandinu. Þetta er dæmigert þema í skáldskap Sigríðar Undset, og endurtekur hún það á þrokaðri hátt í smásagnasafninu Ham- ingjusamt aldursskeið (Den lykke- lige alder; 1908) og fyrstu mið- aldaskáldsögunni, sem hún gaf út, Vigaljot og Vigdís; 1909. Þessi saga gerist í nágrenni Óslóar kringum árið 1000 (en Haraldur harðráði stofnsetti bæinn um 1050). Fyrsta skáldsigur sinn vann Sigrid Undset með Jenny (1911), en þá var hún nýbúin að ferðast um Ítalíu, þar sem hún varð fyrir ferskum áhrifum. Jenny er fíngerð og djúphugsuð skáldsaga um konu sem reynir að lifa ástardraum sinn, en sú tilraun verður þó harmsaga. Aðalpersónan í Vorinu (Vaaren; 1914) er iíka kröfuhörð, en hún þroskast á svipaðan hátt og frú Martha Oulie. Það er barnið sem leysir árekstursefni draums og veruleika; það sameinar tak- mark lífsins og hina daglegu bar- áttu. Móðurást gefur lífinu inni- hald. Hún sættir söguhetjuna við dauðann. Trúarleg játning verður lífsviðhorf fleiri persóna. Sjálf játar Undset trú sína í greinasafn- inu Kvenleg viðhorf (Et kvinde- synspunkt; 1919). Eins og áður getur hafði Sigrid Undset mikinn áhuga á miðöldum. Og í hennar stórbrotnu miðalda- skáldsögum nær hún lengst sem rithöfundur. Þar finnum við í senn þá rómantísku þrá og það hvers- dagsraunsæi sem togast á í fyrri bókum hennar. I Kristínu Lafr- ansdóttur I—III (á norsku: Kristín Lavransdatter), sem kom út 1920—1922, lýsir höfundur hinu sögulega umhverfi með því að nota aragrúa af sögulega ná- kvæmum smáatriðum og skýrum dráttum, en tíðarandann vekur hún í hugmyndaheimi lesandans með því að gefa stílnum létt drög sagna og þjóðvísna. Aðalpersónan Kristín minnir töluvert á aðrar kvenpersónur hjá Sigrid Undset. Annarsvegar er draumur hennar um ástina, hinsvegar krafan um hlýðni. Ástardraumur hennar er tengdur hinum unga og glæsilega Erlend Nikolausson, en hlýðnis- krafan föður hennar og yfirvaldi kirkjunnar. Fyrsta bindi er vígt ást hennar til Erlends (Kransinn). Annað bindi lýsir ábyrgð hennar gagnvart börnum sínum og ætt (Húsfreyja). En þriðja bindi lýsir þessari ábyrgð gagnvart mönnum í neyðarástandi (Krossinn): Þá geisar svartidauði (1349—1350), og leikur þá Kristín hlutverk sem „þjónustukona Guðs“. Sjálf deyr hún af völdum þessa hræðilega sjúkdóms, sem lagði margar sveit- ir í eyði. Á árunum 1925—1927 gaf Sigrid Undset út bækurnar Olav Aud- unsson í Hestviken, og: Olav Aud- unssen og hans barn. Þessar sögur gerast eitthvað lengra aftur í tím- ann, eða í lok 13. aldar. Miðað við söguna um Kristínu Lafransdótt- ur eru vandamálin í sambandi við trúmál enn meiri í bókinni um Olav. 1925 skildi Undset við eigin- mann sinn, Svarstad listmálara (þau giftust 1912 og eignuðust þrjú börn), og sama árið gerðist hún kaþólsk. Frá árinu 1919 átti Sigrid Undset heima í Lillehamm- er, en þar stendur enn heimili hennar, Bjerkebæk, eins og á hennar dögum. Það er mikil trjá- viðarbygging í gömlum Guð- brandsdalsstíl, en húsið var flutt frá Guðbrandsdalnum, sem byrjar rétt norðan við Lillehammer. Ger- ist mikill hluti sögunnar um Kristínu Lafransdóttur í Norður- Guðbrandsdalnum. í mörgum greinum og sögum tekur Sigrid Undset upp hanskann fyrir kaþólska trú, annaðhvort beint eða óbeint. Til þessara skáldsagna heyra Gymnadenia gp Den brændende busk (1929—1930), þar sem ungur mað- ur, sem er alinn upp á trúlausu heimili, finnur leiðina til hinnar kaþólsku kirkju. 1939 gaf hún út fyrri hluta nýrrar sögulegrar skáldsögu: Madame Dorthea. Sag- an gerist um 1800. Sögusviðið stendur ekki að baki því umhverfi, sem er í eldri sögunum. En hún lauk aldrei við þetta verk. önnur heimsstyrjöldin skall á, og Sigrid Undset fór til Ameríku til að berj- ast fyrir hernumdu landi sínu. Annar sonur hennar var drepinn í stríðinu í Noregi. Leið Undset til Ameríku lá um Svíþjóð, Ráð- stjórnarríkin og Japan. Um ferða- lagið hefur hún fjallað í bókinni Tilbake til fremtiden (Aftur til framtíðarinnar), sem kom út á norsku 1945. í Ameríku samdi hún einnig hugljúfar endurminningar í bók sem hún nefndi Lykkelige dager (Hamingjusamir dagar), 1947. Sigrid Undset átti tvo syni og eina dóttur, sem var vangefin. Þegar hún hlaut Nóbelsverðlaunin gaf hún alla upphæðina til hjálpar vangefnum börnum. Sigrid Undset var traustur full- trúi evrópskrar menningar. Hún var sannfærð um að dýrmætasti arfur þessarar menningar væri tengdur kristindómnum. En þá átti hún ekki eingöngu við afstöð- una til siðferðisins; hún hugsaði líka um hinn mikla auð tilfinn- inganna. „Ef hinar evrópsku þjóð- ir hafna kristindómnum, munu • • Oskubuskukompleksinn eftir Colette Dowling Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Bók Colette Dowling, The Cinderella Complex, mun hafa komið út í Bandaríkjunum á sl. ári og fengið þar miklar móttök- ur og valdið umtali. Hún hefur síðan verið gefin út í allmörgum löndum og er um þessar mundir að koma út bæði í Danmörku og Svíþjóð. Óskubuskukomplexinn hefur að undirtitli: Hinn duldi ótti kvenna við sjálfstæði. Nóg vissulega til að forvitni sé vakin. Og í stuttu máli má draga efni bókar Colette Dowling saman í þá kenningu hennar, að innst inni vill konan vera í hjónabandi, vegna þeirrar verndar — hvort sem sú vernd er blekking eða raunveruleiki — sem það gefur henni. Hún veigrar sér við að standa á eigin fótum, vegna þess að þá eru gerðar til hennar kröf- ur, sem hún er ekki viss um hvort hún getur uppfyllt, og hún er heldur ekki viss um að hún vilji reyna það. Auðvitað er þetta mikil ein- földun á efni bókarinnar, en kjarninn í málflutningi höfund- ar þessi engu að síður. Bókin er auðvitað í þeim flokki bóka, þar sem fjallað er um hina innri kúgun konunnar. Höfundur reynir að skýra, hvers vegna líf konunnar stýrist svo mjög af kvíða og megináherzlan eða meginorsökin hvílir á uppeldi stúlknanna. Sú eilífa vernd og umönnun sem stúlkubörn fái umfram drengi, geri að verkum að sú afstaða komi fram í þeim fullorðnum, jafnvel þótt í hlut eigi konur sem út á við eru stolt- ar og stæltar og konur sem standa sig með sóma einar í lífsbaráttunni — innst inni eru þær hræddar og skelkaðar og þrá hjónabandsverndina, jafnvel þótt hún sé ekki algild og reynist stundum villuljós. Það er ekki frá því að maður hafi heyrt töluvert margt af þessu áður. Fyrir þá sem hafa fylgzt með í kvennaumræðu síð- asta áratugs er ekkert margt nýtt né óvænt í þessari bók. Hins vegar safnar höfundur þar sam- an upplýsingum, sem eru vel skrifaðar og aðgengilegar og á stundum ljómandi læsilegar, m.a. frásögn af persónulegri reynslu Colette Dowling. Þar er talað tæpitungulaust án þess þó hún velti sér upp úr vandamál- um sínum. Þar minnir frásögnin iðulega á ýmislegt í hinni þekktu bók Nancy Friday „My Mother/ Myself". Að sumu leyti skýrir bókin, eða að minnsta kosti varpar fram tilgátum um það hvers vegna konur veljast í Colette Dowling „kvennastörf" eða láglaunastörf, hvers vegna konur eru tregar til að axla ábyrgð og stíga fram í sviðsljósið, t.d. á pólitískum vettvangi, og hvers vegna konur aðlaga sig hjónabandinu betur en karlar, að minnsta kosti í byrjun. Hins vegar fannst mér það galli, að Colette Dowling gefur sér of ríkar forsendur; við erum eiginlega allar haldnar þessum Öskubuskukomplex og því þjáð- ari erum við af honum sem við erum tregari til að viðurkenna hann. Að vísu getur höfundur með þessu móti fengið allt til að ganga upp, en það setur samt bókinni og íhugunarefni hennar ákveðin takmörk. En það er sjálfsagt að lesa þessa bók, hún er nægilega ögr- andi til að vekja umræður og nægilega vel skrifuð til að hafa af henni gaman. Og sem betur fer er tónn hennar jákvæður. Það er alltaf mesti munur. Sorgarbelti jarðarinnar Richard Llewellyn: Grænn varstu, dalur. Snúið hefur Ólafur Jóhann Sigurðsson. Önnur útgáfa endurskoðuð. Mál og menning 1981. Skáldsagan Grænn varstu, dal- ur, á frummálinu How Green Was My Valley (1939), eftir Richard Llewellyn er sígild saga á mörkum skemmtisögu og alvarlegra bók- mennta. Oft er hún kölluð skemmtisaga af fræðimönnum, en það er ekki sanngjarnt vegna þess að sagan býr yfir ýmsum eigin- leikum breiðrar epískrar skáld- sögu og er auk þess í anda félags- legra raunsæisskáldsagna, að minnsta kosti á köflum. Grænn varstu, dalur gerist í námumannabæ í Wales kringum aldamót. Sögumaður rifjar upp bernsku sína, í rauninní höfundur sjálfur að lýsa uppruna sínum. Frásögnin er nákvæm, hvers- dagslífi og umhverfi lýst af nær- færni, engu virðist mega sleppa svo að lesandinn fái ekki ranga mynd af lífi námumanna og fjöl- skyldna þeirra. Allra síst er stað- næmst við fátækt og eymd þessa fólks þar sem karlmennirnir vinna hörðum höndum og konurnar hafa meira en nóg að gera við heimil- isstörf og barneignir. Gleðin er fölskvalaus, ekki síst um helgar og þegar stóratburðir eins og brúð- kaup eiga sér stað. Allir taka þátt í veislum og það virðist nóg til af mat og öli. Fljótlega í Grænn varstu, dalur kynnist lesandinn verkalýðsbar- áttu. Það dregur til tíðinda hjá námumönnum. Faðirinn í sögunni er mikil kempa og ekki reiðubúinn að láta undan síga þegar mikið liggur við. Synirnir eru engir eft- irbátar og að því kemur að þeim þykir gamli maðurinn ekki nógu harður í horn að taka í kjaramál- um. Þeir gera uppreisn gegn föður sínum og fara að heiman til að berjast við kúgarann sem vill lækka við þá kaupið. Þótt faðirinn geri sig líklegan til að ná í vönd- inn, hinn nauðsynlega uppalanda sonanna, sinna þeir því engu og halda út í óvissuna. Félagslégt óréttlæti er dregið fram í dags- ljósið hjá Richard Llewellyn. Mað- ur hefur stundum á tilfinningunni við lestur sögunnar að sú hlið hafi lítið breyst síðan sagan var skráð. Fyrstu reynslu sinni af starfi í námunum lýsir sögumaður á þessa leið: „Klukkustundum saman sveitt- umst við kengbognir þarna niðri í rangalanum og gátum ekki rétt úr •kkur nema þegar við lágum á ■akinu. Ryksallinn hlóðst mjúk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.