Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 íslendingar, tökum forystu Eftir Sigfús J. Johnsen íslendingar, tökum forystu í mál- efnum aldraðra. Sýnum í verki að við eigum hér verk að vinna, sem taka má á af álíka djörfung og dugn- aði og reynd var á í sameiginlegri baráttu okkar til útrýmingar berkla- veikinni. Sýnum nágrannaþjóðum okkar og hcimínum öllum að við eigum þann kraft, samstöðu og vilja að við með sameiginlegu átaki getum lyft Grett- istaki öðrum þjóðum til eftirbreytni um að bæta hag og aðstöðu fatlaðra og aldraðra. Vitandi það að báðir þessir hópar fara stöðugt vaxandi. Annarsvegar með lengingu lifaldurs okkar og stöðugt vaxandi fjölda um- ferðarslysa. Ég fæ ekki betur séð en flest rök hnígi að því að hér ættum við að vera einhuga. Vísa ég þá til þeirra lagafrumvarpa, sem lögð hafa ver- ið fram á sl. þingi s.s. Frumvarp til laga, mál nr. 257, um málefni aldraðra, en þar segir í 1. gr.: „Login miða að því, að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf, en jafn- framt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnanaþjónustu, þegar hennar er þörf.“ Og í frumvarpi til laga um mál- efni fatlaðra, mál nr. 145, segir í 1. gr.: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lifskjör við aðra þjóð- félagsþegna, og skapa þeim skil- yrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.“ Þá má og vitna til ályktunar Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðismál, en í 6. gr. segir svo: „Sérstök áhersla verði lögð á úrbætur í hjúkrunarmálefnum aldraðra og skipulegri öldrunar- þjónustu komið á.“ í 7. gr., Málefni fatlaðra, segir: „Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að málefni fatlaðra og öryrkja séu tekin fyrir sem ein heild og ávallt gætt að þvi að þeim verði búin aðstaða til jafns við aðra þjóðfélagsþegna." Þá segir og í sömu grein: „Félagssamtökum fatlaðra verði veittur aukinn stuðningur af hálfu hins opinbera til að þau megi efla starf sitt.“ Hver er svo framkvæmdin? Að öllum þessum fögru orðum sögðum blasa enn við dæmi, sem eru óleyst og nefni ég hér nokkur. Eftir að fatlaður maður hefir fengið þá bestu umönnun sem völ er á á mjög svo góðum sjúkrahús- um okkar og endurhæfingarstöðv- um verður hann fyrr eða síðar að fara út af stofnuninni og þá blasir nakinn veruleikinn við. Hvað með húsnæðið, farartækið og vinnuna? Nær allir kjósa að mega lifa eðli- legu fjölskyldulífi. En fjölskyldu- líf án húsnæðis utan stofnunar getur aldrei talist eðlilegt. Þörf mannsins fyrir að sýna sig og sjá aðra er bundin hans eigin farar- tæki. Og til að standa svo undir öllum þessum rekstri sem við öll gjörþekkjum þarf tekjur. Trygg- ingabætur einar eru langt frá því að vera mögulegar í þvi formi, sem þær nú eru, til að standa undir rekstri venjulegs heimilis. Hvað þá heimilis með hinar ýmsu sér- þarfir. Við skulum gera okkur fyllilega grein fyrir því að án heimilis fer einstaklingurinn ekki út af viðkomandi stofnun, nema þá að honum sé varpað inn á heimili foreldra, ættingja eða vina, sem í flestum tilfellum vilja létta undir með viðkomandi. En þetta ágæta fólk hefir hvorki að- stöðu, getu né búnað til að taka á sig slíkt álag. Svo verður viðkomandi einstakl- ingur félagslega og andlega niður- brotinn við að þurfa að liggja upp á þessu fólki. Þörf hans fyrir almennan vinnustað verður stöðugt meira krefjandi eftir því sem hann að- lagast nýjum aðstæðum og lærir að þekkja takmörk sín. Verði hann hins vegar fyrir vonbrigðum á hinum verndaða vinnustað þar sem honum með ásetningi er gjarnan hlíft við ákveðnum stað- reyndum, sem hann hlýtur fyrr eða síðar að þurfa að takast á við, getur það markað varanleg ör í sálarlíf hans og hann dregst á ný inn í sina fyrri vonlausu einangr- un. Hér stefnir í einangrun. Aðstaða nær engin til að vera sjálfum sér nægur. Almennir vinnustaðir Gera verður atvinnurekendum ljóst þegar í upphafi er þeir ráða til sin fólk með mikla starfsorku, að þessu fólki verður ekki ætlað að sitja t.d. í hjólastól frá átta að morgni til fimm að kvöldi. Slíkt er nær óhugsandi. Enda ekki réttlátt. Hvað með eftirlaunamanninn og konuna? Nær óteljandi mögu- leikar til vinnu geta blasað við slíkum einstaklingum, sem flestir hafa mjög lítið skerta starfsorku, en hafa þörf fyrir hlutadagsstörf og blendni við atvinnulífið og sjálft lífshjólið. Það má ekki ein- angra slíkt fólk á stofnunum, eða hafa það afskiptalaust á heimilum sínum. Það verður að geta átt kost á aðstoð og hjálp utan þess tíma, sem slík heimilishjálp er veitt frá flestum félagsmálastofnunum. Sama gildir um hið ólýsanlega álag á fjölskyldur sem búa með afkvæmi sín, ættingja eða vini, sem andlega, likamlega eða á ann- an hátt eru skertir einhverju því er við hin venjulega ættum að vera svo þakklát fyrir að hafa. Hér þarf viðkomandi fjölskylda á því að halda að geta snúið sér til ábyrgra aðila, sem geta leyst úr þessum vanda. T.d. þegar fjöl- skyldan, foreldrar eða þeir er hlut eiga að máli vildu sjálfir geta tek- ið þátt i eðlilegu samfélagslífi eins og það blasir við okkur í dag. Gagnvegir Nú er þegar kominn vísir að slíkri alhliða þjónustumiðstöð sem hefur þau áform að sinna hinum fjölþættu vandamálum, sem að- Hvar eru allar sérhönnuðu íbúðirnar, sem hæft gætu fotluðum og öldruðum í íbúðarhverfum og blokkum? Þetta er eina íbúðin á íslandi, sem sérhönnuð er fyrir fatlaða. Hér fær hann að vera 6—9 mánuði til að aðlagast breyttum aðstæðum. En hvað tekur svo við? Sigfús J. Johnsen eins hefir verið drepið stuttlega á hér að ofan. Hópur ungra manna og kvenna sem vilja leggja sitt lóð til aðstoð- ar hafa nú stofnað með sér sam- tök, er í fyrstu voru samtök endur- hæfðra mænuskaddaðra, „SEM“, en eru nú opin öllum frjálsum fé- lögum og einstaklingum er vildu vinna að þessari viðbótarþjónustu utan hins venjulega vinnutíma. Fyrir fatlaða, aldraða og alla þá aðra er þörf hefðu fyrir slíka að- stoð. Nefnum hér í lokin aðeins eitt litið dæmi af mörgum: Öldruð kona, sem búið hafði í eig- in íbúð, varð fyrir því að detta heima hjá sér og rifbeinsbrjóta sig. Vegna þess að ekki var völ á heimilishjálp og/ eða hjúkrun eft- ir venjulegan vinnudag, þá varð að koma konunni fyrir á Borgarspít- alanum, þar sem hún hafði ekki þörf fyrir sérstaka læknisfræði- lega meðferð, en engu að síður varð hún gegn vilja sínum að teppa rúm fyrir öðrum, er þangað hefðu átt brýnt læknisfræðilegt erindi. Hér hefðu Gagnvegasamtökin, byggð upp af læknum, hjúkrunar- fræðingum og að meginhluta Dagsbrúnarverkarrtönnum, Sókn- arkonum heimavinnandi hús- mæðrum o.s.frv., getað leyst þenn- an vanda og það á mun ódýrari og að mínu mati hentugri máta en raun varð á. Við skulum muna að þá aðstoð, er oftast vantar, er nær ávallt á færi hins venjulega manns að veita. Nú ættum við íslendingar að setja okkur það mark að verða leiðandi afl meðal þjóða heims og búa svo í haginn með samræmdri verkaskipt- ingu að renna traustum stoðum und- ir þaö sem hér má betur fara. Tak- andi fullt tillit til þess sem miður hefir farið í þjóðfélaginu og viður- kcnna það, en stefna að því að bæta um og búa betur í haginn. Líkt og gert var með stórátaki íslenskrar þjóðar í baráttunni við að útrýma berklaveikinni af landi okkar. Margt vantar enn svo stofnun Gagnvega verði hrundið af stað. Viljir þú leggja þeim lið, þá hafðu samband við skrifstofu þeirra að Þangbakka 8—10 eða hringdu. Síminn er 75511. Nýting á nútimalegri tækni fyrir hinn fatlaða. Endurhæfing áður en haldið er út í lífið á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.