Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982 ást er... .. aö ýta á eftir henni upp hrekk- una. TM Rag U.S. Pat. Off.-all rlghts resarvad •1982 Loa AngaMs Tknas Syndtcste ávísanareikningnum? Ég skipti! Hrjóttu? HÖGNI HREKKVÍSI Það er svnd „Lesandi" skrifar 9. maí: ,Kæri Velvakandi. I dálkum þínum í gær (8. maí) birtist athyglisvert bréf frá Sveini Guðmundssyni um fóstur- eyðingar. Ef lesendur þínir hafa látið þetta bréf framhjá sér fara, ættu þeir að finna blaðið og hyggja að því. Það er greinilegt, að ýmsum liggur þetta mál mjög á hjarta, enda er vissulega mikil alvara á ferðinni. Eiginlega snert- ir það tilveru okkar sem þjóðar, ekki sízt sem kristinnar þjóðar. Læknir skrifar nýlega fróðlega grein í Morgunblaðið um með- göngu og barnsfæðingu. Hann segir, að barnsfæðing sé mesta kraftaverk, sem til sé. Þetta kraftaverk lífsins er hindrað fyrirfram með fóstureyðingu. Mig langar að víkja örfáum orðum að reynslu annarra þjóða af fóstureyðingum. Rúmenar voru sérlega „frjálslyndir" í löggjöf sinni um fóstureyðingar. En svo stóðu þeir frammi fyrir því, að á móti hverju barni, sem fæddist, var þremur börnum útrýmt í móðurlífi með fóstureyðingu. Þeir töldu sig því ekki komast hjá því að herða reglurnar. Forsendur voru m.a. þessar: Frjálsar fóstureyðingar hafa óheillavænleg áhrif 1) á heilsu og frjósemi konunnar, 2) á stöðug- leika fjölskyldunnar og 3) á sið- ferði þjóðarinnar, einkum meðal æskunnar. Athyglisvert er að lesa slík ummæli frá kommúnista- landi. Samin var skýrsla um reynsl- una af fóstureyðingalöggjöf í Englandi. Þar voru gerðar eftir- farandi athugasemdir: a) Einungis fáar konur sleppa við líkamlegan eða sálrænan sjúkleika eftir löglega fóstureyð- ingu. (Sbr.: Sumar konur fá mikið samvizkubit. Það er að vísu góðs viti — en seint athugað.) b) Þegar auðvelt er að fá fóst- ureyðingu, verður fólk hirðulaust um getnaðarverjur. C) Algengara varð, að ungl- ingar undir 18 ára aldri hefðu kynmök. Kynsjúkdómar færðust því í aukana, svo og líkamleg, sálræn og tilfinningaleg vandræði (komplikasjónir). Flestir foreldrar vilja halda unglingum sínum frá kynmökum þangað til þeir giftast, enda er það hið kristna sjónarmið. Frelsi í fóstureyðingum stuðlar að því að hrinda um koll þeim varnarveggj- um, sem foreldrar eru að reyna að reisa í kringum heimili sín. „Félagslegar ástæður" ættu aldrei að ráða afstöðu fólks í þess- um málum. Sýnir ekki reynslan, að hér á landi getur nánast hver sem er veitt sér hvað sem hann vill? Við íslendingar erum ein allra ríkasta þjóð í heimi. Stundum er talað um „óvelkom- in börn“. Tölum ekki þannig, með- an fólk bíður í löngum biðröðum eftir því að fá að ættleiða börn, af því að það getur ekki sjálft eign- ast þau. „A konan þá að vera fæðingar- maskína?" spyrja sumir. Þessi spurning á ekki rétt á sér. Það er skynsamleg lausn fyrir marga að- ila, að konan fæði barnið, sem hún gengur með. Hitt má vel koma fram, að marga uggir, að stúlkur og konur verði gerðar að „kynlífsmaskínum", þegar troðið er í þær ótímabærri kynlífs- fræðslu, eða þeim fengnar verjur á unga aldri — og þeim er svo hugsanlega boðin „lögleg fóstur- eyðing", ef þær verða barnshaf- andi. Því hefur verið haldið fram, að lögleiðing fóstureyðinga dragi úr ólöglegum fóstureyðingum. Þetta held ég hafi aldrei verið sannað. Menn mega muna, að í Englandi fjölgaði ólöglegum fóstureyðing- um óhugnanlega, þegar næstum fullt frelsi var gefið samkvæmt lögum. „Já, en er þetta ekki þá mark þróunar, sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum?" er spurt. Dansk- ur læknir svarar þessu: „Þetta er hættulegt sjónarmið, því að vel getur verið, að síðar verði mörkin (hámarksaldur fóst- urs) færð til fimm mánaða (skipt- ing frá kvensjúkdómadeild til þungunardeildar) eða sjö mánaða (viðmiðun útfararstjóra) eða til fæðingar (viðmiðun manntalsins). Þetta er í mótsögn við lög um erfðarétt. Þar er gert ráð fyrir rétti manns frá getnaði hans.“ Þessi læknir telur, að prestarn- ir (en líka allir aðrir kristnir menn) eigi sök á því, að kristin þjóð skuli leiða frjálsar fóstureyð- ingar í lög. „Þegar við tökum á móti lifandi ótímaburði á fæð- ingardeild, fóstri, sem grætur við fæðingu, lítum við á þetta fóstur sem manneskju, þó að það sé e.t.v. ekki nema 700 grömm og aðeins fimm til sjö mánaða gamalt. Ef barnið er dauðvona, ber okkur að Þessir hringdu . . . Er söngur Guðrúnar til á hljómplötum? Margrét H. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Kæri Velvak- andi, mig langar til að þakka Ríkis- útvarpinu fyrir kvöldþættina með Sveini Einarssyni, sérstáklega þó fyrir þáttinn með honum og Guð- rúnu Á. Símonar, okkar stórkost- legu söngkonu, 13. maí sl. Veit Vel- vakandi hvort lögin sem Guðrún söng í þættinum eru til á plötum? Ég hef spurst fyrir um þetta í hljómplötuverslunum, en án árang- urs. -O- Ekki kunni Velvakandi svar við þessu, en sló á þráðinn til Guðrúnar Á. Hún sagði: — Fyrir jólin komu út hjá Fálkanum tvær plötur sam- an, önnur með söng mínum og hin með söng Þuríðar Pálsdóttur, undir heitinu „Endurminningar úr óper- um“. Þar er að finna óperuaríurnar sem spilaðar voru í Kvöldstundinni hjá honum Sveini. Upptökurnar eru frá þeim árum þegar óperan var upp á sitt besta, gerðar af fólki úti í bæ. Stjúpi minn, Ludvig C. Magn- ússon, var svo forsjáll að halda þessu til haga fyrir mig. Þuríður þurfti að leita meira að sínu. í gamla daga var alltaf útvarpað frá óperunni og það voru bara áhuga- menn úti í bæ sem tóku upp. Þannig gátum við eignast þetta, annars væri það allt glatað. En í þættinum hans Sveins voru líka íslensk lög. Þau eru á plötu sem Svavar Gests gaf út 1972, „Fjórtán sönglög", Guðrún Á. Símonar „Little things mean a lot“ var á inetsöluplötunum mínum sem gerð- ar voru úti í London og gefnar út hjá Fálkanum 1956. Dýr skolplögn Þorleifur Guðlaugsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég skora á Reykvíkinga að kynna sér hvernig staðið hefir verið að verki við skolplögnina við Elliðavog. Ég vinn þar í nágrenninu og hef fylgst með þessum framkvæmdum frá því í fyrra og undrast vinnubrögðin. Kostnaður við verkið er áreiðanlega orðinn gífurlegur miðað við það sem þyrfti að vera, ef unnið væri að því af hagsýni. í staðinn fyrir að ýta upp fyrir lögninni í jaðri tang- ans og leggja hana í beina línu, hef- ur verið grafið fyrir henni eins djúpt og hægt hefur verið að kom- ast, í boga eftir endilöngu svæðinu. Svona vinnubrögð eru borgarstjórn til vansæmdar að mínu mati. Banna á þessi verkföll lljartasjúklingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég á heil- brigðisstéttunum mikið upp að unna fyrir margvíslega þjónustu. Samt get ég ekki annað en horft með kvíða til þeirra aðgerða sem þær hafa gripið til á undanförnum mánuðum. Þar sem fólk á líf sitt undir starfi þessara stétta, finnst mér óviðurkvæmilegt af þeim að beita eins mikilli hörku og óbilgirni og raun ber vitni, til að ná kröfum sínum fram og valda saklausu fólki angist og kvíða, jafnvel álagi sem getur haft hinar afdrifaríkustu af- leiðingar í för með sér. Nei, þessi mál verða undir öllum kringum- stæðum að ráðast milli samnings- aðilanna, með sanngirni og réttsýni að leiðarljósi. Annað er siðleysi. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.