Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAt 1982 Það getur oltíð á þér það mætti áfram ríkja eindrægni og sátt í borgarstjórnarflokknum. Samtöl Birgis ísleifs leiddu það í ljós að við Ólafur B. Thors vorum líklegustu kandidatarnir. Albert Guðmundsson var þá í forseta- framboði og auk þess þingmaður, eins og Birgir. Þegar Ólafur B. Thors lét það svo út ganga að hann vildi helga sig sínu fyrirtæki, þá stóð ég raunverulega einn eftir á sviðinu af hálfu flokksins. Það var samþykkt samhljóða að ég gegndi for- mennsku í borgarstjórnarflokknum a.m.k. út kjörtímabilið. Þetta var mikið traust sem samflokksmenn mínir sýndu mér, því ég var yngsti maðurinn í borg- arstjórnarflokknum. Seinna fór fram prófkjör sem hefði getað haft áhrif á þessa ákvörðun. Ef ég hefði komið illa útúr því, þá hefðu sjálfstæðismenn talið það vísbendingu um að ekki væri ráðlegt að tefla mér fram sem efsta manni list- ans við borgarstjórnarkosningarnar. En prófkjörið reyndist staðfesta fyrri ákvarðanir og allan tímann hefur ríkt eindrægni innan borgarstjórnarflokks- ins, þó það hefði mátt búast við öðru svo, sem oft vill verða í stjórnmálum, þegar skipt er um forystu. Eg tók sæti Birgis ísleifs í borgarráði, en borgarráðsmaður er í lykilstöðu til þess að fylgjast með málefnum borgarinnar og hefur það ver- ið mér mikill styrkur að sitja í borgar- ráði síðustu tvö árin. Kosningabaráttan Ýmsum finnst, Davíð, sem kosninga- baráttan hafi verið fremur róleg, þó mik- ið sé í húfi. Það er rétt að hún er ef til vill ekki eins harðvítug og oft áður og ekki eins mikið persónulegt skítkast, en að öðru leyti er baráttan nú að mörgu leyti markvissari en hún hefur áður verið, ef skrif Þórarins Þórarinssonar eru undan- skilin. Hann lifir enn á Jónasar tíman- um, svo honum er kannski vorkunn. Mér finnst meira um vert að kosningabarátt- an sé markviss, en hávaðasöm. Flokkarn- ir hafa lagt geysilega vinnu í þessa kosn- ingabaráttu og við sjálfstæðismenn höf- um gefið út blöð og bæklinga í ríkari mæli en áður. Þá höfum við sótt fjölda vinnustaðafunda, en það gerðum við ekki fyrir kosningarnar 1978. Það þarf að koma því til skila til kjósenda, með ró- legum og ákveðnum hætti, um hvað er raunverulega kosið. Það er kosið um trausta stjórn eða óreiðustjórn. Kosn- ingabaráttan nú er að því leyti frábrugð- in þeim fyrri, að nú getur enginn látið blekkjast. Samanburðurinn liggur glögg- ur fyrir. En það má enginn liggja á liði sínu. Minnumst kosninganna 1978, þegar andvaraleysi kostaði Reykjavíkurborg fjögurra ára óstjórn á flestum sviðum. Borgarbúar verða allir sem einn, að leggjast á eitt til þess að forða þeirri ógæfu, að við upplifum önnur slík fjögur ár. Þeir verða að átta sig á því, að nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í komandi kosningum, þá verður stefnt að fjögurra flokka vinstri stjórn í Reykja- vík, með ennþá meiri vitleysu heldur en nú er, sem þó er ekki lítil. í fyrsta skipti hafa borgarbúar raun- verulegan samanburð á verkum sjálf- stæðismanna og verkum vinstri manna. Áður stóðu verk okkar annars vegar, en loforðaskógur vinstri manna hins vegar. Nú á enginn að geta látið blekkjast. Nú sjá menn það svart á hvítu að borginni var farsællega stjórnað af sjálfstæðis- mönnum, að sjálfstæðismenn gátu rekið borgina með lágum gjöldum. Vinstri menn byrjuðu á því í upphafi valdaferils síns að hækka öll gjöld, alla skatta. Hvar sem þá bar niður, þá lögðu þeir auknar álögur á einstaklinga og fyrirtæki — og nú verða þeir að enda valdaferil sinn með því að taka 40 milljón króna lán til þess að halda borginni gangandi fram yfir kosningar. Fjárhagsstaða borgarinnar er svo alvarleg að embættismenn segja að það verði að stokka allt upp strax eftir kosningar. Þetta eru uggvænlegar horfur og enginn borgarbúi getur látið sér standa á sama. Skattalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn boðar skatta- lækkanir en á sama tíma hefur borgin aldrei staðið jafn illa fjárhagslega. Hvernig hyggist þið koma við skatta- lækkunum, þegar svo er í pottinn búið? Það er auðvitað fyrst og fremst með aukinni hagkvæmni í öllum rekstri borg- arinnar, sem gefur Sjálfstæðisflokknum svigrúm til að stjórna borginni með lægri gjöldum, en vinstri flokkarnir. Það er óþolandi, eins og nú er, að Reykvík- ingar búi við langtum hærri fasteigna- gjöld og skattaálögur en íbúar í ná- grannabyggðunum. Sjálfstæðismenn stjórnuðu borginni í 50 ár með minni fjármunum en vinstri meirihlutinn og það getur enginn bent á dæmi þess að þjónustan við borgarbúa hafi aukist á síðustu fjórum árum með stóraukinni gjaldheimtu vinstri manna. Nei, óreiðan og sukkið hefur jafnvel leitt til enn lak- ari þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn, með þá stefnu á oddinum að fara varlega i tekjuöflun, hefur sýnt það í 50 ár að því fylgir hagkvæmni í rekstri — en þegar menn hafa ekki þá stefnu að beita fyllsta aðhaldi í rekstri, þá fer illa. Það er í mörg horn að líta. Bæjarútgerðin var til dæmis rekin með 18 milljón króna tapi á síðasta ári, á meðan önnur fyrirtæki, sem fá enga fjármagnsfyrirgreiðslu, verða að spjara sig uppá eigin spýtur. Átján milljón króna tap Bæjarútgerðar- innar sem Borgarsjóður varð að greiða, færi langt með að vega upp á móti þeirri lækkun á fasteignagjöldum sem við boð- um. Það er því í mörg horn að líta í borgarrekstrinum: milljón sóað hér og milljón sóað þar í glundroða vinstri meirihlutans. Þá skulum við minnast þess, að vinstri meirihlutinn heldur því fram að það séu til peningar í borgar- sjóði fyrir Rauðavatnsskipulaginu og sú sjálfsagða ákvörðun ein, að færa aðal- skipulagið niður að strönd myndi þá „Þeir stjórnuðu illa þrír — ekki stjórna þeir betur fjórir!“ spara 50—60 milljónir króna í útgjöld- um. Heill atvinnulífsins Hvað hyggst Sjálfstæðisflokkurinn gera til þess að bæta stöðu atvinnulífsins í Reykjavík? Ef Sjálfstæðisflokkurinn nær meiri- hluta verður okkar fyrsta verk að söðla um í skipulagsmálum. Með þvi að hverfa að skipulaginu með ströndinni munum við skapa heilbrigðan grunn fyrir þróun atvinnulífsins í borginni. En jafnframt munum við stemma stigu við skattpín- ingu fyrirtækja. Með skattpíningu er verið að slátra mjólkurkúnni í stað þess að mjólka hana. Við höfum ekki gert ráð fyrir því að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir uppbyggingu einhverrar sérstakrar framleiðslugreinar. Það er eðlilegasta þróun í atvinnulífinu að menn fái tæki- færi til þess að stofna rétt fyrirtæki á réttum tíma og það er skylda borgaryf- irvalda að búa í haginn fyrir þessa þróun. Borgin verður að skapa atvinnu- vegunum skilyrði til vaxtar og viðgangs.' Atvinnuvegirnir munu sjá um að hafa nóg framboð af atvinnu í Reykjavík, ef borgin stendur ekki í vegi fyrirtækjanna og hrúgar ekki á þau fjarstæðukenndum sköttum og reglugerðum. Það er kúnst- ugt að heyra það af vörum manna, að vinstri meirihlutinn hafi stöðvað fyrir- tækjaflótta frá Reykjavík. Hvað skyldi hann hafa gert til þess? Á fjórum árum hefur vinstri meirihlutinn einungis aug- lýst eina lóð undir atvinnustarfsemi í borginni. Aðeins eina og henni er ekki búið að úthluta. Það er lóð undir gróð- urhús í Ártúnsholti. Þetta er eina við- leitni vinstri meirihlutans til atvinnu- uppbyggingar í Reykjavík. Það er vissu- lega makalaust að heyra menn fullyrða það framan í almenning án þess að blikna, að vinstri meirihlutinn hafi stöðvað fyrirtækjaflótta frá Reykjavík. Halda menn að tuga prósenta hækkun aðstöðugjalda sé til þess f allin, eða 47% hækkun fasteignagjalda umfram verð- bólgu eða lóðaskortur o.s.frv. Sjálfstæðismenn létu gera mikla út- tekt á stöðu atvinnuveganna í borginni á árunum 1976—1978. í framhaldi af því voru samþykktar viðamiklar tillögur um áætlanir til að búa í haginn fyrir at- vinnureksturinn. Þar býður atvinnu- málastefna Reykjavíkurborgar eftir því að Sjálfstæðismenn taki aftur við valda- taumum og snúi við blaðinu, svo atvinnu- lífið í borginni megi þróast með heil- brigðum hætti. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarsligl. Símar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.