Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 67 að ljúka. Á sú vanvirðing sem stjórnmálamenn bera fyrir kjós- endum sér engin takmörk? Hvað verður næst? Megum við búast við „þverpólitísku" framboði Gunnars Thoroddsens, Pálma og Alberts í næstu alþingiskosningum? Sólrúnar þáttur Gísladóttur Sólrún heitir kona og er Gísla- dóttir. Það er sú hin sama og til skamms tíma sá um jafnréttissíðu í Þjóðviljanum, þó að ég þykist þess fullviss að það muni ekki aftra henni í því að sverja af sér tengsl við Alþýðubandalagið þeg- ar í sjónvarpssal er komið. Sólrún þessi hefur átt athafnasaman feril á öfgakanti vinstri stefnu í ís- lenskum stjórnmálum. Hún skipar nú annað sætið á kvennafram- boðslistanum. Á sínum tíma var hún formaður stúdentaráðs af lista Verðandi — félags róttækra vinstri manna, en vinstri róttækni þessa félags var slík, að kulda- hrolli sló að ýmsum alþýðubanda- lagsmanninum þegar nafn þess var nefnt. Þetta félag er nú út- dautt sem alkunna er, en lifir þó góðu lífi enn þann daginn í dag, undir nýju nafni að sjálfsögðu: „Félag vinstri manna.“ Ein helsta baráttutækni þessa útdauða fé- lags, sem enn lifir, mátti finna í stefnuskrá þess, en hún fólst í því að tengja menn baráttunni með því að virkja þá um raunhæf markmið, og flækja þá þannig smátt og smátt í blekkingavef sósíalískrar byltingarstefnu. Þessi gamla en haldgóða blekk- ingartækni gat reyndar af sér samtök herstöðvaandstæðinga, Gervasoni uppákomuna, slagorðið „samningana í gildi" og rauð- sokkahreyfinguna, sem er reyndar að taka sér nýtt nafn um þessar mundir. Og nýjasta afkvæmi þess- arar áratugagömlu baráttutækni er Kvennaframboðið: Rauðsokka- hreyfingin klædd í nýja „þverpóli- tíska" sokka. Eins og þú sáir Og hver verður uppskeran af þessari nýju og hugvitssömu blekkingu íslenskra sósialista. Eftir borgarstjórnarkosningar munu listar Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins vitanlega ganga í eina sæng, enda er mál- efnaágreiningur milli framboð- anna tveggja í raun enginn. En margir kjósendur Kvennafram- boðsins eiga eftir að vakna upp við vondan draum að kosningum lokn- um. Þá munu þeir gera sér grein fyrir því að Alþýðubandalaginu hefur enn einu sinni tekist að stela af þeim atkvæðinu, og þeim mun gefast nægur tími til að iðrast þess þegar skattpeningum þeirra hefur verið fleygt í veðurbarið sprungusvæðið við Rauðavatn, það er að segja þeim skattpeningum sem eftir verða þegar embætt- ismannakerfi Alþýðubandalagsins hefur fengið sinn væna skerf. Hvern er verið að blekkja? Enginn heldur því fram, að með þessu kvennaframboði sé Alþýðu- bandalagið að reyna að veiða at- kvæði kokteilgesta rússneska sendiráðsins, sem skjálfa af hrifn- ingu þegar minnst er á félaga Stalín. Öðru nær. Um hina heitttrúuðu þarf Alþýðubandalag- ið varla að óttast, en þeir sem minna eru innblásnir, kusu jafn- vel Abl. vegna þess að þeir voru í fýlu við flokkinn sinn eða eitthvað álíka, í þá má alltaf krækja. Og svo eru hinir sem vilja alltaf prófa eitthvað nýtt í hverjum kosning- um. Hvaða máli skiptir það þó reistar verði útrýmingarbúðir og öll efnahagsstarfsemi lögð í rjúk- andi rúst, bara eitthvað nýtt hvað sem það kostar. Þá má líka veiða. Ég hygg að flestir þeir sem látið hafa vinnu eða fjármuni við Kvennaframboðssöfnuðinn muni ekki eiga þaðan afturkvæmt á komandi árum, enda munu fæstir í þeim söfnuði fúsir til að játa að þeir hafi verið blekktir. Það er meðal annars af þessum sökum sem baráttutæknin „virkjun um raunhæf markmið" sem nefnd var áðan, hefur reynst Alþýðubanda- laginu svo vel á undanförnum ára- tugum. Hamfaraafl nútímans Náttúruhamfarir fyrri alda ollu íslendingum þungum búsifjum, bæði hungursneyð og eignatjóni, svo að jafnvel þjóðræknustu menn neyddust til að yfirgefa heima- hagana og leita til annarra landa til að forða sér og fjölskyldum sín- um frá hungurdauða. Nútímaís- lendingar hafa haft minna af slík- um náttúruhamförum að segja, en af þeim hefur tekið við nýtt og áður óþekkt hamfaraafl: Alþýðu- bandalagið. Tjónið á eignum og afkomu þjóðarinnar, sem þessi flokkur hefur valdið er slíkt, að hamfarir fyrri alda virðast næsta lítilfjör- legar í samanburði. í ljósi þessa er næsta undarlegt hversu mikilli velgengni flokkurinn á að fagna á íslandi í dag. Þessu geta alþýðu- bandalagsmenn þakkað þeirri staðreynd, að alltaf verður til nógu fjölmennur hópur trúgjarnra einfeldninga til að stela atkvæð- inu af með hjálp gegnsærra kosn- ingablekkinga á borð við „samn- ingana í gildi" og „þverpólitískt kvennaframboð". Á meðan þessi hópur er til, geta leiðtogar Al- þýðubandalagsins litið fram til bjartrar framtíðar. Ljósmyndasýning á Mokka UM þessar mundir sýnir Erla Ólafsdóttir Ijósmvndir á Mokka. Sýningin hófst síðastliðinn sunnudag og mun standa í um það bil hálfan mánuð. Að sögn Erlu er hér um að ræða 25 litmyndir, bæði vetrar- og sumarmyndir, í tilefni sumarkomunnar. Sagði hún að hér væri eingöngu um náttúrumyndir að ræða og í vetrarmyndunum reyndi hún að ná fram áhrifum skammdegisbirtunnar en draga fram falleg smáatriði í sumar- myndunum. Þetta er fyrsta ljósmyndasýning Erlu og eru myndirnar allar til sölu. VEGGSKAPAR í eldhúsið — baðið — búrið — þvottahúsið. Eigum fyrirliggjandi veggskápa úr plasthúðuðum spónaplötum. Með eða án hurða. Hagstætt verð. Pantanir óskast sóttar strax. Gásar sf. Ármúla 7 — Reykjavík — Sími 30500. GULIIR RAUDUR GRÆNN OG RLAR •*rtt Mikið úrvai af sumarfatnaði fyrir börn og fullorðna í öll- um regnbogans litum. Peys- ur, prjónakjólar og hnébux- ur. Prjonastofan löunn hf Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi. CKiéluUUuraÍMU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.