Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1982 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Blönduós Grein og myndir: Árni Johnsen I>rír efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins á Blönduósi. Talid f.v. Sigurður Ey- mundsson, sem skipar efsta sætið, Sigríður Friðriksdóttir, sem er í öðru sæti, og Jón ísberg sem er í þriðja sætinu, sem jafnframt er baráttusætið. í þessu fjölbýlishúsi sem byggt var á vegum hreppsins í stjórnartíð sjálfstæðismanna á árunum 1974—1978 eru 14 íbúðir. Þess má geta að þetta er eina blokkin á Blönduósi. Verðum að gera stórátak í umhverfís- og fegrunarmálum Ef þessi mynd prentast vel kemur greinilega í Ijós að á þessum leikvelli má margt betur fara. Það er m.a. á stefnuskrá sjálfstæðismanna að fjölga leiktækjum og bæta útbúnað á leikvöllunum. Sjálfstæðismenn vilja breyta aðstöðu og umhverfi sorphauganna. Rætt við þrjá efstu menn á lista Sjálf- stæðisflokksins Blönduósi, 17. maí. Kosningaundirbúningur vegna sveitarstjórnarkosninganna stendur nú sem hæst um land allt. Mbl. brá sér á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins á Blönduósi um síðustu helgi til að kynna sér gang mála þar og forvitnast um helstu baráttumál flokksins í komandi kosningum. Þó blaðamaður væri á ferð árla sunnu- dagsmorguns var verið að starfa af fulíum krafti á skrifstofunni, enda stutt til kjördags og mikill hugur í mönnum að endurheimta meirihlut- ann í sveitarstjórn. Sjálfstæðisflokk- urinn á nú tvo menn þar, á móti þrem fulltrúum vinstri manna og óháðra, sem bjóða fram sameigin- lega. Atvinnu- og fjármál efst á baugi Þrír efstu menn á lista flokksins eru Sigurður Eymyndsson, rafveitu- stjóri, Sigríður Friðriksdóttir, for- maður Verkalýðsfélags Austur-Hún- vetninga og Jón ísberg, sýslumaður. Mbl. ræddi við þau um kosningaund- irbúninginn og fyrst spurðum við hvaða málaflokkar það væru sem sjálfstæðismenn á Blönduósi settu á oddinn í komandi kosningum. Það eru náttúrulega fyrst og fremst fjár- mál sveitarfélagsins og atvinnu- málin. I sambandi við álagningu gjalda á íbúana má segja að okkur finnst að þeim verði að stilla í hóf og við viljum t.d. ekki innheimta fast- eignaskatta með álagi nema í algjör- um undantekningartilfellum. Við viljum öruggari og raunhæfari fjár- hagsáætlun en verið hefur. Nú, öflugt atvinnulíf er undirstaða allra fram- fara hér á Blönduósi. Flokkurinn vill veita núverandi fyrirtækjum allan hugsanlegan stuðning, án þess þó að sveitarfélagið gerist beinn þátttak- andi í atvinnurekstri. Virkjun Blöndu hlýtur óhjákvæmilega að hafa mikil áhrif á atvinnulífið hér og það þarf að gera ráðstafanir til að mæta þeirri röskun sem virkjunin kann að hafa á meðan á byggingu hennar stendur. Einnig þarf að fara að huga að því hvað tekur við að virkjunarframkvæmdum loknum. Við þurfum að laða hingað ný iðnfyr- irtæki og búa vel í haginn fyrir þau. Svo þarf líka að kanna rækilega hvort stóriðja gæti komið til greina hér á svæðinu. Nú virðist mönnum hafa tekist að leysa þau mengunar- vandamál sem slíkum iðjuverum Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til sýslunefndar, Sigursteinn Guð- mundsson, héraðslæknir. hafa fylgt og sjálfsagt fyrir okkur að athuga sem flesta atvinnumöguleika hér. Húsnæðisskortur Sem stendur er mikill húsnæðis- skortur hér á staðnum og það þarf að gera stórátak í þeim efnum. A síð- ustu árum hafa aðeins verið byggðar 6 íbúðir í verkamannabústöðum á vegum hreppsins, á móti 14 á kjör- tímabilinu þar á undan, en þá fór Sjálfstæðisflokkurinn með stjórn hreppsmála. Þá gagnrýndu vinstri menn okkur fyrir dugleysi á þessu sviði. Einnig þarf hreppurinn ávallt að hafa byggingarhæfar lóðir fyrir þá sem vilja byggja sjálfir. Hvaö með skólamál og dagvistun? Við teljum að unglingar eigi að geta fengið sem mesta menntun heima í héraði. Það er bæði dýrt og ákveðið óhagræði að því að þurfa að senda unglinga í burtu til náms. Okkur finnst því full ástæða til að vinna að því að koma á kennslu á framhaldsskólastigi í áföngum hér á Blönduósi. Þó við séum ekki að fara fram á að fá fjölbrautaskóla í einu vetfangi er fyllilega tímabært að fara að hreyfa þessum málum. Nú, og svo fer einnig að líða að því að huga þarf að stækkun grunnskólans. Og síðast en ekki síst viljum við koma á fullorðinsfræðslu nú þegar. Það er nauðsynlegt að fólk geti nýtt sér vax- andi frítíma bæði til menntunar og skemmtunar. Og í beinu framhaldi af skólamál- unum. Hver er stefna sjálfstœð- ismanna vardandi dagvistun og leikvelli? Þar sem dagheimilið er nú fullsetið þarf nú þegar að bæta úr þeim skorti sem er á dagvistarplássum. Leikvell- ina þarf að girða og útbúa betur. Bæta við leiktækjum, koma upp skýl- um og snyrtiaðstöðu og jafnvel gæslu hluta úr degi. Svo má líka huga mun betur að starfsvöllunum. fþróttamál? Það þarf að halda íþróttavellinum í betra horfi en gert hefur verið að undanförnu. Þá má geta þess að á hátíðarfundi hreppsnefndar árið 1976 var ákveðin bygging íþróttahúss og væri æskilegt að skriður kæmist aftur á þau mál. Nú er hitaveita hér á Blönduósi. Hvemig hefur rekstur hennar geng- id? Hitaveitan hefur verið hálfhorn- reka hjá núverandi meirihluta og þarf að taka mál hennar föstum tök- um á ný. Hefja þarf byggingu miðl- unargeymis við Dýhól og koma upp vararafstöð að Reykjum. Svo fer líka að líða að því að hefja þurfi leit eftir meiru af heitu vatni til að vera viðbúin stækkun bæjarins. Er œskilegt fyrir Blönduós að huga aö kaupstaöarréttindum ? Nei, slíkt myndi engu breyta fyrir sveitarfélagið og er varla timabært að svo komnu máli. Útivistar- og fegrunarmál Fer ekki aö koma aö því aö Blönd- ósingar þurfi aö taka skipulagningu útivistarsvceöa fastari tökum en ver- iö hefur? Jú, með auknum frítíma fólks hlýt- ur að koma að því að þessum málum verði gefinn meiri gaumur en verið hefur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað ákveðna stefnu í þessum efn- um. Við viljum að brúað verði út í Hrútey strax í vor. Afmarkað verði svæði austan þjóðvegar í Vatna- hverfi sem yrði friðað fyrir skepnum og að Blöndósingar geti fengið skákir þar til þess að planta i trjám og runnum. Haldið verði áfram að reyna ið græða upp brekkurnar hér í kring >g einnig þeirri uppgræðslu sem haf- in var í Vesturhólfinu en legið hefur niðri síðustu fjögur árin. Sorp- brennslunni þarf að koma í betra horf. Einnig þarf að reisa skýli við tjaldstæðin og koma þar fyrir snyrti- aðstöðu. Svo þarf einnig að koma algjörlega í veg fyrir ágang búfjár á lóðir bæj- arbúa. Við höfum alls ekkert á móti því að menn stundi hér búskap en við teljum að þeir sem hann stundi verði að girða lóðir sínar. Hver er stefna flokksins varðandi gatnagerö? Það liggur fyrst fyrir að ljúka þeim áfanga gatnagerðar sem hafinn var síðastliðið sumar. Þá þarf að ganga frá kantsteinum, gangstéttum og lýsingu svo fljótt sem auðið er. Nýjar götur þarf að búa undir slitlag jafnóðum og þær eru lagðar. Eins og gefur að skilja er það dýrt fyrirtæki að fá tæki hingað norður til að leggja varanlegt slitlag, þannig að það verð- ur að gerast í áföngum. Nú hafa heyrst hér gagnrýnisradd- ir vegna þess aö formaöur verkalýös- félagsins á staönum er í framboöi fyrir Sjálfstœðiqflokkinn. Hverju svarið þið slíkum málflutningi? Það má segja að það sé alveg út í hött að ganga út frá því sem vísu að þeir sem taka að sér formennsku í verkalýðsfélögum þurfi að vera flokksbundnir alþýðubandalags- menn. Það er nú einu sinni staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti launþegaflokkur landsins og það má í því tilviki minna á að varaforseti ASÍ er í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins. Og svona aö lokum. Hverju finnst ykkur helst hafa veriö ábótavant í stjóm hreppsmála hér undir stjóm núverandi meirihluta? Rólegheitin hafa verið helst til mikil. Málin hafa farið í athugun og athugunin tekið langan tíma og árangur eftir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.