Morgunblaðið - 03.06.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.06.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 7 Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl 13. Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 3. júní. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. TÖSKUOG HANZKABUÐIN HF SKÓLAVÖRÐUSTIG 7. S.15814 REYKJAVIK. iPeglers Koparkranar fyrir vatn, gufu og olíu, ávallt fyrirliggjandi. VALD. POULSEN' Suðurlandsbraut 10, sími 86499. Ólafur R. Grímsson Margrét S. Björnsdóttir Svavar Gestsson Valdabaráttan í Reykjavík Margrét S. Björnsdóttir skrifar grein um kosningaúrslitin í Þjóðviljann í gær og dregur þar taum Ólafs R. Grímssonar á kostnað Svavars Gestssonar. Þetta er athyglisverö staöreynd, þegar til þess er litiö, aö Margrét er fyrrverandi formaöur Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur. En Reykjavík veröur einmitt orrustuvöllur þeirra Svavars og Ólafs fyrir næstu kosningar, ef og þegar þeir sækjast báöir eftir sæti sem efst á framboöslista hins síminnkandi flokks. Ólafur R. Grímsson hefur þó fleiri járn í eldinum. Sumir segja, aö hann ætli aö ýta Skúla Alexanderssyni til hliðar í Vesturlandskjördæmi, og aörir, aö mikil hræösla hafi gripið um sig í Alþýöuflokknum af ótta viö, aö Ólafur ætli næst aö brjótast til valda í tómarúminu þar. í þeirri von, aö það blíðki Ólaf veröur nú dregið úr leiöaraskrifum Jóns Baldvins í Alþýðublaöiö. Flokkur án stefnu „Kinn fundanna fjallaði um borgarmálastarfið og þar mættu flestir aðal- og varaborgarfulltrúar flokks- in& l*að fannst mér koma mjög skýrt fram hversu litla sérstöðu stefna okkar hafði. Mér fannst fundur- inn allt eins geta verið í Alþýðufiokknum eða jafn- vel í Framsóknarflokkn- um.“ Hver er flokkurinn og hver skrifar? Flokkur- inn er Alþýðubandalagið og höfundurinn er Margrét S. Björnsdóttir, fýrrum formaður Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavikur. Tilvitnunin er tekin úr hug- leiðingu hennar um úrslit borgarstjómarkosn- inganna, sem birtist í Þjóð- viljanum í gær. llndir formennsku Margrétar gekkst ABR fyrir fundaröð um störf og stefnu Alþýðu- bandalagsins og á fundin- um um borgarmálastarfið vissi formaður ABR ekki, hvort hún væri innan um krata eða framsóknar- menn! í grein sinni gagnrýnir Margrét S. Björnsdóttir viðbrögð flokksforystu Al- þýðubandalagsins og Þjóð- viljans við afhroði Alþýðu- bandalagsins í kosningun- um. Og andstöðu sína við Svavar Gestsson, flokks- formann, undirstrikar Margrét sérstaklega með því að komast svo að orði, að það sé helst grein Ólafs R. Grímssonar í Þjóðviljan- um á laugardag, sem sagt var frá hér i blaðinu í gær, sem sýni, að ekki þurfi allir í forystu Alþýðubandalags- ins á „barnaskólalærdómi í pólitík" að halda. En með hliðsjón af þeirri umkvörtun Margrétar S. Björnsdóttur, að hún hafi ekki vitað, hvort hún væri á fundi með krötum eða framsóknarmönnum í því félagi, sem hún stjórnaði þó sjálf, hlýtur það að koma mörgum „sósíalist- um“, eins og hún kallar sjálfa sig, á óvart, að Mar- grét skuli taka afstöðu með Ölafi R. Grímssyni á móti Svavari Gestssyni og hún skuli í því sambandi sér- staklega nefna Þjóðvilja- grein Ólafs. Grein hans gengur nefnUega út á það, að nú hafi alþýðubanda- lagsmenn haft næg not af framsóknarmönnum og skuli að nýju hefja sam- vinnu við krata, enda hafi ný kynslóð krata „víðari heimssýn" en hinir eldri og Alþýðubandalagið hafi eins og kratar „sótt röksemdir í baráttu" evrópskra jafnað- armannaflokka. Hin mikla ógn Ekki eru allir kratar fagnandi yfir þessu bón- orði Ólafs R. Grímssonar, en þeir úr röðum krata, sem mæla með frekari samvinnu við Alþýðu- bandalagið, ráða yfir öfl- ugu leynivopni. Sagt er, að þeir láti í það skína í við- ræðum við flokksbræður sína, að tU þess kunni að koma, ef Ólafi R. Gríms- syni takist ekki að koma á einhvers konar tengshim við Alþýðuflokkinn, þá muni hann hugsa sér til hreyfings úr Alþýðubanda- laginu og eigi tæplega i annað hús að venda en Al- þýðuflokkinn. Rökin fyrir því eru þau, að Ólafur R. Grimsson hafi þegar verið i Framsóknarflokknum, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og nú Al- þýðubandalaginu og aug- Ijóslega vUji sjálfstæðis- menn ekki við honum taka, fari hann enn á flakk mUli flokka. Jóni Baldvin úthýst Ein helsta krafa Þjóðvilj- ans og forkólfa Alþýðu- bandalagsins, sem vUja koma á vináttu- og hræðslubandalagi við krata, er sú, að Jón Bald- vin Hannibalsson fái ekki að leika lausum hala á Al- þýðublaðinu. Með hliðsjón af þessu vekur það sér- staka athygli, að í gær skrifar Árni Gunnarsson, alþingismaður, forystu- grein Alþýðublaðsins. Efni hennar fellur og vel að óskum alþýðubandalags- manna. því að Árni leggur sig fram um að gera sem minnst úr Sjálfstæðis- flokknum og kosningasigri hans. Má helst skilja þau niðurrifsskrif sem viðleitni tU að skapa Alþýðuflokkn- um sérstöðu sem eina og sanna stjórnarandstööu- flokknum. En hver trúir þeim áróðri toppkrata, þeg- ar þeir í sömu mund leita skjóls og styrks hjá þeim flokki, sem þykist ráða mestu i ríkisstjórninni, Al- þýðubandalaginu? Kristján Thorlacius formaður BSRB í ræðustól. Fulltrúaþing Kennarasambands íslands stendur í þrjá daga „HÉR ER mikill urgur í mönnum, og þá helst yfir kjara- málum og ástandi í skólamálum yfirleitt,“ sagði Kristín Tryggva- dóttir á fulltrúaþingi Kennara- sambands íslands, sem hófst fyrsta þessa mánaðar og lýkur í dag. Þetta þing sækja 150 fulltrúar frá 11 félögum í Kennarasam- bandi íslands hvaðanæva af landinu, en einnig hafa rétt til setu fulltrúar á eftirlaunum og fulltrúar nemenda í Kennara- háskóla Islands. Þau mál sem efst eru á baugi á þinginu eru að sjálf- sögðu skóla- og uppeldismál, en einnig eru kjaramál kenn- ara á dagskrá, svo og skipulag samtakanna sjálfra, þar eð þetta er fyrsta þing sem hald- ið er eftir að stofnþing var haldið í júnímánuði 1980. Þá voru sameinuð í eitt Lands- samband framhaldsskóla- kennara og Samband grunn- skólakennara, en í Kennara- sambandi íslands eru nú um 3000 félagsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.