Morgunblaðið - 03.06.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.1982, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 Skógrækt í Árnessýslu „Kemur þú úr borg Davíðs?" spuröu Biskupstungnamenn þegar Morgunblaðsmaðurinn var á ferö í sveit þeirra á dögunum. Kosningar voru rétt liönar og mönnum efst í huga að fjalla um úrslit þeirra. En það var þó ekki á dagskrá. Erindið var að fræöast örlítið um þá hugmynd, sem nú er uppi í Árnessýslu að hefja skógrækt. Hyggst Skógrækt ríkisins styöja nokkra bændur sem vilja leggja land undir skógrækt og standa nú yfir samningar um þau mál. Hugmyndin er aö hafinn veröi undirbúningur aö framleiðslu nytjaskóga eftir áætlun, svipað og gert hefur verið á Austurlandi, en þar er unniö eftir svonefndri Fljótsdalsáætlun. Skógræktarfélag Árnessýslu hefur ásamt Skógrækt ríkisins haft forgöngu um þetta mál og lýstu um 20 bændur áhuga á þátttöku. Nýlega voru valdir 5 bæir úr þessum hópi og verður á næstunni samið um tilhögun þessara mála. Bæirnir eru Böðmóðs- staðir, Efstidalur, Vatnsieysa, Helgastaöir og Jaöar. Framan við skýlin tvö er reitur þar sem þau hafa alið grmðlinga. Fyrstu árin eru þeir í skýlinu, en eru síðan settir út á flötina og eru þá fljótir að koma til. Einhver verður að byrja skógræktina Bjarni heldur hér á lerki- hríslu og í brekkunni í fjarska má sjá hvar plantað hefur verið. Ráð- gera þau að planta enn frekar í hlSð- um Vörðu- fells og taka einnig spildu austan við bæinn. — Við byrjuðum að setja hér niður plontur fljótlega eftir að við bófum búskap og ætluðum strax að eignast okkar eigin skóg. Siðan hefur þessi áhugi okkar á trjárækt haldist og nú er ætlunin að leggja til land undir skipulagða skógrækt, sögðu þau hjónin Toril og Bjarni Sveinsson á Helgastöðum í Biskupstungum, en í þeirra landi er ráðgert að hefja skógrækt, sem þau munu annast í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Á Helgastöðum eru tvö býli og má telja þau Toril og Bjarna garð- yrkjubændur, en Bjarni hefur mikla samvinnu við bræður sína á næsta bæ, Ósabakka, en þaðan eru þeir ættaðir. Leggja þeir bræðurn- ir mikla stund á kartöflurækt. En erindið var að spjalla örlítið um skógræktina sem reyndar er hafin fyrir mörgum árum í landi Helga- fells sem stendur undir Vörðufelli. Sér þar vel austur yfir sveitina og inn á hálendið, en kvöldsett er þar vegna fjallsins og nýtur sólar aldr- ei lengur en til kl. 9 á kvöldin. En Bjarni og Toril hafa orðið áfram: — Ekki hefur ennþá verið neitt samið um þessi mál við þá bændur hér í Árnessýslu, sem orðið hafa fyrir valinu, en okkur er ætlað að leggja til um 20 hektara lands þar sem rækta á upp skjólbelti og skóg með þeim trjátegundum, sem hent- ugastar verða taldar. Fyrst var þetta rætt í haust að tilhlutan Skógræktarfélags Árnessýslu í samvinnu við Skógrækt ríkisins og var rætt um þá hugmynd að styrkja bændur til skógræktar. Verður trúlega byggt á þeirri reynslu er fengist hefur af sam- starfi bænda og Skógræktar ríkis- ins í Fljótsdalnum. Liggur nú fyrir að semja nánar um þessi mál, en bæirnir hafa þegar verið valdir úr hópi þeirra er áhuga höfðu. Við ráðgerum að taka 10 hektara spildu hér austan við bæinn og planta þar og aðra spildu hér uppi í hlíðinni, en þar höfum við þegar plantað talsverðu af trjám, en þessar spildur verður að friða. Fram til þessa höfum við t.d. rækt- að aspir og víðitegundir, alið upp græðlinga og selt og höfum við jafnan fengið plöntur gegnum skógræktina. Þurfa menn ekki talsverða þekk- ingu til að stunda skógrækt? — Það þarf nú kannski ekki svo mikla visku, en vissulega ber að fara eftir ákveðnum reglum og mikilvægt er að velja réttar plönt- ur og velja þeim rétta staði, en þetta lærist líka með tímanum. Við höfum í allmörg ár haft áhuga á skógrækt og í þessu starfi, sem nú er að fara í gang hér, munum við hafa aðgang að ráðunautum og skógræktarmönnum, fara í öllu að þeirra ráðum og fá hjá þeim nauð- synlegar leiðbeiningar. Hversu langan tíma tekur að fá arð af þessu starfi? — Auðvitað tekur það alllangan tíma, en einhver verður að byrja. Talið er að það taki okkur 40 til 45 ár að fá nothæfa boli í borðvið, en Rætt við Toril og Bjarna Sveinsson á Helgastöðum á Austurlandi hefur lerkið skilað einna bestum árangri. Hér má bú- ast við að greni og fura hæfi betur, en lerki er betra í sendnum jarð- vegi. En nokkru fyrr má fá efni í girðingar og er talið að það taki ekki nema 10 til 15 ár og sala á jólatrjám er einnig möguleg eftir svipaðan tíma. Gert er ráð fyrir að við bændur greiðum skógræktinni 10% af brúttósölu þegar tekjur fara að koma, en samningahliðin er þó ófrágengin hjá okkur ennþá. En fyrst er að koma skóginum til og það taka aðrir við af okkur, börnin munu halda verkinu áfram. En við höfum náttúrlega mögu- leika á að sjá notaðan borðvið frá okkur eftir 40 eða 50 ár ef við náum háum aldri. Annars eru tekjurnar ekki einu notin af skógrækt. Skógur myndar skjól og þar má rækta ýmis konar plöntur jafnframt því sem not verða af skóginum sjálfum, hann , hefur í för með sér möguleika á - ýmsu öðru. Einnig má nefna að skóginn má oft nota tii að rækta upp betra beitiland, því sauðfé sækir ekki alltaf í tré og sé farið að vissum reglum er vel hægt að nota skóginn til að rækta smám saman upp gott beitiland. Sigurður Erlendsson er þarna með Sylvíu dóttur sinni í lundi Ungmennafé- lagsins, sem fyrst var plantað I fyrir yfir 30 árum. Tilvalið að taka þátt í skógræktinni — segja Jóna Ólafsdóttir og Sig- urður Erlendsson á VatnsJeysu — Ég er hrifinn af þeim samningi sem gerður var á árunum við bændur í Fljótsdalnum um skógrækt sína, en sá samningur er nefndur Fljótsdalsáætl- unin og tekur til skógræktar í Fljóts- dal í Norður-Múlasýslu. Við höfðum áhuga á að skoða hvort skógrækt væri eitthvað fyrir okkur, vildum gjarnan vera með og nú er komið á daginn að okkar bær hefur orðið fyrir valinu ásamt nokkrum öðrum og vona ég að við getum staðið okkur í þessu, sagði Sigurður Erlendsson sem býr á Vatnsleysu í Biskupstungum ásamt konu sinni, Jónu Ólafsdóttur og börn- um þcirra. — í vetur hefur verið rætt mikið um þessi skógræktarmál á fundum hér í sýslunni og yfir 20 bændur hér hafa sýnt þeim áhuga, enda er þetta aukabúgrein, sem getur haft tekjur í för með sér, þótt það verði ekki fyrr en eftir mjög langan tíma. Kannski er ekki við því að búast að við njótum þeirra tekna, en þær koma þá í hlut erfingjanna, sögðu þau Jóna og Sigurður. Svæðið í landi Vatnsleysu, sem smámsaman ræktað upp sem nytja- skógur eftir því sem hægt yrði. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, Kjartan Ólafsson ráðunautur á Selfossi og fleiri hafa farið um Árnessýslu og skoðað aðstæður hjá þeim sem bændum áhuga höfðu á að taka þátt í þessu starfi. Sagði Sigurður bóndi að þegar búið væri að ganga frá samningum væri ætl- unin að hefja starfið og að það yrði allt unnið að fyrirsögn skógrækt- armanna. Þeir myndu gefa ráð og leiðbeiningar, en viðkomandi bsénd- ur tækju síðan að sér framkvæmda- hliðina. Sigurður rekur annars blandaðan búskap á Vatnsleysu og hefur ær og kýr, svín og hross. Hann hefur einnig sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og í leiðinni má nefna að hann er organisti hjá sr. Guðmundi Óla Skálholtspresti í þremur kirkjum prestakallsins og syngur í kórnum í þeirri fjórðu! En aftur að skógræktinni: — Já, þetta er 600 hektara jörð og fjölskyldan var því alveg samþykk að láta nokkurt land undir skóg- rækt. Það er verið að tala um að hvetja bændur til að taka upp ýmis konar aukabúgreinar og reynslan annars staðar á landinu hefur sýnt að skógræktin getur þar gefið nokk- urn arð þegar fram í sækir. Og þótt afraksturinn verði sjálfsagt ekki í okkar tíð, verður fróðlegt að sjá hvernig þessu vindur fram. Því skyldum við ekki getað komið upp skógi ef unnið er skipulega að því og okkur skilst að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru hér í eina tíð. Ég tel ekki vafa á því að mun meiri tekjur væri hægt að hafa af því að leigja hluta af landinu hérna undir sumarbústaði og víst er það nauðsynlegt að fólk úr þéttbýlinu geti komist í sveitina, en mér finnst skógræktin áhugaverðari og þess vegna er gaman að taka þátt í þessu verkefni. (texti og myndir jt.) Séð norður hlíðina og heim að Vatnsleysu, lengst til hægri á myndinni, en í þessari hlíð ráðgerir Sigurður að planta. taka á til skógræktar er norðaustur af Fellsfjalli, en hlíðin þar er kjarri vaxin og þar er einnig reitur sem ungmennafélagið hefur plantað í. Var það fyrst gert fyrir um 30 árum og eru þar sprottin nokkuð hávaxin tré. — Já, ungmennafélagið hefur alltaf haft vakandi auga á ræktun lands og lýðs, eins og menn vita, og á hverju ári hafa ungmennafélagar plantað í þennan reit og aðra reiti sem friðaðir hafa verið í sveitinni. Við höfum ekki annast neitt um reitinn hjá okkur nema gætt þess að fénaður gangi ekki í hann, hann er að öllu leyti verk ungmennafélags- ins. En hlíðin kringum reitinn var vel skógi vaxin hér áður fyrr og þar er reyndar talsverður trjágróður enn- þá, nokkurs konar skógur. Við höf- um áhuga á því að vernda þennan gróður og því fannst okkur tilvalið að taka þátt í þessu skógræktar- átaki. Okkur þætti miður ef skógur- inn á holtinu hyrfi með öllu. Við myndum þá friða mestalla hlíðina, Hægra megin við girðinguna er reit- ur Ungmennafélagsins, en þar sem feðginin eru á gangi er óvarið land þar sem kjarrið hefur síðustu árin átt í vök að verjast. en vel má sjá muninn á friðuðu svæði og ófriðuðu með samanburði við svæðin utan og innan reits ungmennafélagsins. Þarna myndi verða plantað og svæðið síðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.