Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
13
Aðalfundur Slippstöðvarinnar:
Erfið staða
framundan
— segir Gunnar Ragnars
„AFKOMAN á síðasta ári var viðun-
andi,“ sagði Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á
Akurcyri, í samtali við Morgunblað-
ið, en aðalfundur Slippstöðvarinnar
var föstudag.
Sagði Gunnar að hagnaður
hefði verið á síðasta ári og tekist
hefði að afskrifa nokkuð og væri
fjárhagsstaða fyrirtækisins góð.
Hins vegar hefði gengið erfiðlega
að fá staðfestan samning um tog-
ara sem verið væri að smíða,
vegna þess að Byggðasjóður hefði
verið tregur til að samþykkja
lánveitingu.
Gunnar sagði rekstrarstöðu
fyrirtækisins mjög erfiða vegna
þessa og benti hann á að Slipp-
stöðin hefði þurft að fjármagna
ýmis stór verk, sem unnið væri að
á hverjum tíma. „Nú stöndum við
sennilega frammi fyrir þeirri erf-
iðustu stöðu sem verið hefur síð-
astliðinn áratug, vegna þess að
Fiskveiðasjóður hefur hafnað öll-
um okkar samningum. Raðsmíða-
verkefni svokallað, sem gefið var
fyrirheit um, hefur ekki reynst
meira en orðin tóm ennþá. Fisk-
veiðasjóður hefur lækkað láns-
hlutfallið úr 75% í 60% og þetta
þýðir það að óljóst er með verk-
efni, eftir að þau klárast sem við
nú erum með,“ sagði Gunnar
Ragnars.
Málefni skógræktar
kynnt nú
Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags ís-
lands sl. haust var samþykkt aö félagið
gengist fyrir fræöslu og kynningu á
málefnum skóg- og trjáræktar fyrsta
laugardag í júní ár hvert.
Meö þvi vill félagið vekja athygli
fólks á nauösyn þess að sem flestir láti
sig þessi mál varða, hvetja menn til að
leggja hönd á plóginn um leið og at-
hygli er beint að alhliða gróður- og
náttúruvernd.
í framhaldi af þessu hefur stjórn
Skógræktarfélags íslands hvatt hér-
aðsskógræktarfélögin víðs vegar um
land til að gangast fyrir kynningu á
störfum sínum í vor. Kynning þessi
verður með ýmsu móti, m.a. verður
efnt til sýnikennslu í gróðursetningu
í vor
og meðferð trjáplantna, þar sem
þess er kostur. Auk þess verður efnt
til fræðsluferða á skógræktar- og
útivistarsvæði.
Þeim aðilum, félögum og einstakl-
ingum, sem áhuga hafa, er bent á að
snúa sér til viðkomandi héraðs-
skógræktarfélags.
Þess má geta, að Skógræktarfélag
Reykjavíkur gengst fyrir kynningu
og fræðslu í gróðrarstöð félagsins í
Fossvogi kl. 17.00 til 19.00 dag hvern
fram að næstu helgi. Þá er fólki boð-
ið að fræðast um skóg- og trjárækt-
arstarfið í Heiðmörk nk. laugardag,
5. júní, undir leiðsögn starfsfólks fé-
lagsins. Mæting er við bæinn á Ell-
iðavatni kl. 14.00. (Fréttatilkynning)
Undirgöngin eni mikið mannvirki eins og sjá má.
Ljósm.: Emilía
Bifreiðagöng miili Ártúns-
höfða og Ártúnsholtshverfis
UNNIÐ er að því að byggja bílagöng
með tvöföldum akbrautum undir
Vesturlandsveg. Bílagöngin verða í
framhaldi af Breiðhöfða, undir Vest-
urlandsveg og inn í Ártúnsholt.
Nú nýverið var úthlutað íbúð-
arhúsalóðum í Ártúnsholtshverfi,
en það stendur á svæðinu milli
gömlu jarðhúsanna og Árbæj-
arhverfis.
Göngin verða aðalleið þeirra
sem eiga leið úr Ártúnsholtshverfi
í miðbæ Reykjavíkur og þeirra
sem eiga leið úr miðbænum í nýja
hverfið.
Verktakafyrirtækið Miðfell hf.
annast framkvæmdir og er áætlað
að þeim verði lokið snemma í
ágúst í haust.
Ríkisstjórnin samþykkir að auka hlutafé í Kísiliðjunni:
Yfirtekur þrjú áhvílandi lán
að upphæð rúmlega 13 millj. kr.
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag að nýta lagaheimild
til að auka hlutafé í Kisiliðjunni hf.
um rúmlega 13 millj. íslenzkar krónur,
eða samsvarandi 1.3 milljónum doll-
ara. Eignatilfærslan felur 1 sér, að
sögn Jafets S. Ólafssonar, deildar-
stjóra í iðnaðarráðuneytinu, að ís-
lenzka ríkið yfirtekur þrjú áhvílandi
lán sem hefja þarf afborganir af á
þessu ári.
Alþingi samþykkti lög sem heim-
iluðu ríkisstjórninni að auka hluta-
féð sem þessu nemur á síðustu dög-
um þingsins í vor. Aukning hluta-
fjárins felur í sér, að eignarhluti ís-
lenzka ríkisins eykst úr 51% í 63%.
Hlutur sveitarfélaganna minnkar
úr 0,6% í 0,5%. Hlutur John Man-
willes verður eftir breytinguna
36,5%.