Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 16

Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Fiðla og semball Tónlist Jón Ásgeirsson Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands, og Helga Ingólfsdóttir, sembal- leikari, stóðu fyrir Hvíta- sunnu-akademíu í Bústaða- kirkju sl. mánudag. Þær fluttu tónlist eftir barokk- meistarana Muffat, Bach og Biber og eina sónötu eftir Mozart, sem hann er talinn hafa samið í „heimsreisu" sinni. Það sem einkennir skil bar- okktónlistar og tónlistar eftir 1750, er einföldun í rithætti, þar sem einni lagferilslínu er ætlað að flytja allt sem áður var snúið saman með mörgum röddum. Þar með fer forskip- an einnig úr skorðum og í staðinn fyrir samfelldan tónbálk eða heilsteyptan eins-stefja þátt, brotnar form hans í andstæðar stefheildir, sem blómstra í formskipan sónötuformsins 50 árum síð- ar. Það fer og saman, að breyting verður á notkun hljóðfæra, þar sem taka verð- ur tillit til hljómgæða og ým- issa sérkenna þeirra og er rækilega ýtt undir þessa þróun með margvíslegum tækninýjungum í smíði hljóðfæra. Hvítasunnu-akademían í Bústaðakirkju er að því leyti til sérkennileg, að flutningur barokkverkanna var merktur tveimur tímum, þar sem tón- listin var flutt á sembal og litla ítalska fiðlu, sem al- mennt var ekki tekin í notkun í Norður- og Mið-Evrópu fyrr en eftir 1750. Það má því heita að varla hafi verið jafnræði milli sembals og fiðlu í tón- styrk, sem mest var til baga í A-dúr-sónötunni eftir Bach, þriðja þætti, þar sem hárödd- in í sembalnum og fiðluröddin „masa“ saman í ströngum kanon. Því má og bæta við formála þennan, að það verða einnig hljóðstyrksskil um 1750, þar sem þrumandi sin- fóníuhljómsveitin fær menn til að hrökkva í kút. Klið- mjúkt sístreymi barokktón- listar víkur fyrir marglitum tónsviptingum, sem ekki verða áhrifaminni við snögg og óvænt skipti í styrkleika. Guðný Guðmundsdóttir sýndi alveg nýja hlið á sér sem Meira en þú geturítnyndaó þér! Pá geturðu eins vel ímyndað þér allan gang heimsmálanna eins og þauleggjasig t.d.ástandið í Póllandi,síðustu fréttir af átökum ráðamanna í austri og vestri um eldflaugar í Evrópu, stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis- réttið í Afríku o.s.frv. ímyndaðu þér líka hvað er að gerast heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð- bólgumet, hver er staða frystiiðnaðarins, hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í stjórnmálunum. Svo skaltu ímynda þér eitthvað skemmti- legt: veistu t.d. hvaða nýjustu kvikmyndir er verið að sýna, hvaða sýningar og tónleikar eru væntanleg, hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi, hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt forvitnilega fólkið er að aðhafast....? Geturðu ímyndað þér morgun eða jafnvel heilan dag án Moggans? Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt? fiðluleikari og lék með und- arlega fallegum tóni og svo hreinum, að varla skeikaði nokkurs staðar. Tvær sónötur eftir Bach voru hápunktur tónleikanna, sú fyrri A-dúr- sónatan, þýðlega flutt og sú seinni í E-dúr, glettið verk, á köflum meistaralega vel flutt. Flutningur Guðnýjar var glæsilegur og vonandi gefur hún sér tíma til að dvelja nokkra stund enn við fiðlu- tónlist barokkmeistaranna. Helga Ingólfsdóttir er bar- okksérfræðingur okkar ís- lendinga og ekki að efa að afi samstarfi Guðnýjar og Helgu mætti vænta mikils, ef unnið væri svo vel sem gert var á þessari Hvítasunnu-aka- demíu. Tvær konur verða kaup- félagsstjórar Hjá samvinnuhreyfingunni fjölgar konum hægt og sígandi í trúnaðarstöðum líkt og annars staðar í þjóðfélaginu. Til skamms tíma hefur aðeins ein kona verið í hópi kaupfélags- stjóra hjá Sambandskaupfélög- unum, og er það Sigrún Magn- úsdóttir á Óspakseyri. Á þessu verður breyting núna, þar eð tveir kaupfélagsstjórar, báðir karlar, eru að láta af störf- um og eftirmenn beggja eru kon- ur. Hjá Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal lætur Ingþór H. Guðnason af störfum, en við tek- ur Kristín M. Waage, en hún hefur frá hausti 1979 verið full- trúi hjá Kf. Hvammsfjarðar. Hjá Kf. Tálknafjarðar á Sveinseyri lætur Sigurður Arn- órsson af starfi, en við tekur Jörgína Jónsdóttir. Hún réðist til Kf. Tálknafjarðar nú í vetur og hefur starfað þar undanfarna mánuði sem gjaldkeri og bókari. Hún tekur við nýja starfinu 20. júní. Ófeigur Hjalte- sted fram- kvæmdastjóri- hjá íslensk- um markaði Ófeigur Hjaltested, rekstrar- hagfræðingur, mun nú á næstunni taka við framkvæmdastjórastöðu hjá íslenskum markaði hf. á Keflavíkurflugvelli. Ófeigur lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1974 og síðan MBA-prófi í rekstrar- hagfræði frá University of Minnesota. Ófeigur starfaði í 5 ár hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga, fyrst sem fulltrúi framkvæmdastjóra, og síðan sem markaðsstjóri. Síðastliðið 1 '/2 ár starfaði hann sem framkvæmdastjóri Jarðefnaiðnaðar hf. Jón Sig- urðsson, sem nú gegnir fram- kvæmdastjórastarfi íslensks markaðar hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Holtagarða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.