Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Að loknum kosningum eftir Jónas Elíasson Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna valda straumhvörfum í stjórnmálum. En hverjar eru orsakir hins mikla sigurs Sjálf- stæðisflokksins? Hver verða áhrifin á stjórnmálaþróunina? Hér er reynt að skyggnast lítillega fram á veginn, en útkoman úr þeirri skoðun er óneitanlega blendin. Alþýðuflokkurinn tapar fyrir forystubrest og röð af póli- tískum mistökum. Framsóknar- flokkurinn sleppur eins og skip- brotsmaðurinn sem brimaldan sogar út en næsta bára kastar á Iand aftur. Alþýðubandalagið fell- ur á eigin bragði, sundrast og tap- ar. Sjálfstæðisflokkurinn finnur nýjan foringja, sameinast og sigr- ar. Mikil átök eru skammt undan, okkar bíða tvennar þingkosningar innan árs ef að líkum lætur. Alþýðuflokkurinn Tap flokksins í þessum kosning- um hvílir á herðum forystu hans hér í Reykjavík. Reykjavíkur- þéttbýlið er og hefur alltaf verið slíkt höfuðvígi krata, að fram- ganga foringjanna hér í Reykjavík er næstum það eina sem menn hafa til að dæma krata eftir. Og frammistaða Reykjavíkurkrat- anna var með fádæmum slök í þessum kosningum. Fyrstu mis- tökin voru opið prófkjör sem velti forystunni í borgarmálaflokknum og setti í fyrsta sæti óspennandi frambjóðanda með allt yfirbragð bitlingakerfis ríkisjötunnar. Það þarf mikinn pólitískan þrótt og sannfæringarkraft til að brjóta af sér slíkan fjötur, og Sigurði E. Guðmundssyni tókst það ekki. Flokkurinn hafði engin eiginleg baráttumál í kosningunum, en greip til óyndisúrræða. Einhverj- um krata hefur dottið í hug að flokkurinn gæti sótt fylgi til stjórnarsinna í Sjálfstæðisflokkn- um, fullyrt var, ef Davíð Oddsson yrði borgarstjóri yrði Geir Hall- grímsson forsætisráðherra. Var þessi kenning boðuð eins og heimsendisspádómar biblíunnar. Kenningin reitti sjálfstæðismenn til reiði og lítillækkaði sína upp- hafsmenn, er langt síðan önnur eins kórvilla hefur sést í íslenskri pólitík. Burtséð frá öllu réttmæti kenningarinnar gefur hún engum ástæðu til að kjósa krata frekar en einhverja aðra. En kratar gátu sett Sjöfn Sigurbjörnsdóttur á oddinn, þeir gátu sagt upp vinstra samstarfinu með formlegum hætti og gengið óbundnir til kosninga, þeir gátu boðað atvinnulega um- bótastefnu, þó ekki hefði verið „Sigur SjálfstæÖis- flokksins yfir andstæö- ingum sínum er mikill, en mestur er sigur flokksins yfir sjálfum sér, sigur hans yfír klofningj eigin forystu- manna. I baráttunni viÖ sundurlyndið hefur ákveðiÖ afl skaraö fram úr, en það er fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þessi hópur hefur sýnt tvímælalausa hollustu við flokkinn og hugsjónir hans og órofa samstöðu á hverju sem gekk.“ annað en halda t.d. áfram með „skipaverkstöðina" sem þeir voru einu sinni komnir á stað með. Með þessum hætti hefðu kratar orðið Sjálfstæðisflokknum hættulegur andstæðingur, en allt gerðu kratar þetta öfugt. Fyrir bragðið voru ER ÞER A\\\T UM IflJSIÐ WTT ? Þelm er aiiiit um húsið sitt o« nota Thoroseal Thoroseal er sementsefni sem boríð er á hús, þaö fyllir og lokar steypunni, en andar án þess aö hleypa vatni í gegn. Thoroseal er vatnsþétt og hefúr staðist íslenska veðráttu, það flagnar ekki og vamar steypuskemmdum. Thoroseal er til í mörgum litum. ■■ il steinprýði Smiöshöf Aa 7, gengið inn frá Stórtiöfða, sími 83340 þeir enginn valkostur fyrir frjáls- lynda kjósendur, en kvennafram- boðinu auðveld bráð. Með mátt- vana forystu og stefnulausir í Reykjavík töpuðu kratar um land allt. Framsókn Framsókn byrjaði kosningabar- áttuna í hálfgerðu lamasessi eftir prófkjörsværingar. Sterk rök hníga í þá átt, að í slíkum flokki sem Framsókn eigi forystan að axla þá ábyrgð að stilla upp fram- boðslista án þess að láta menn með marga frændur trufla sig við það. Flokkurinn náði sér þó furðu fljótt, áreiðanlega mest vegna Kristjáns Benediktssonar. Krist- ján hefur staðgóða þekkingu á borgarmálum og missir aldrei fótfestuna. Og þó hann sé ekki stærsta glansmyndin í íslenskri pólitík, þá er skip Framsóknar í Reykjavík ekki stærra en svo, að Kristján fer létt með að vera þar bæði toppseglið og kjölfestan. Margir sem nú yfirgáfu Alþýðu- bandalagið hafa áreiðanlega kosið Framsókn nú, á sama tíma og flokkurinn tapar fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins. Samtala þessara hræringa er svo óbreytt fylgi Framsóknar. En hvað gerir Framsókn nú? Lítið annað en halda áfram að tala um nauðsyn þeirra ráðstafana sem hún ekki gerir, ef að líkum lægur. Alþýðubandalagið Ósigur Alþýðubandalagsins kemur ekki á óvart. Alþýðubanda- Jónas Klíasson lagið er ósamstæður flokkur sem sameinar á undarlegan hátt ólíka andstöðuhópa og verkalýðssinna. Það undarlega er, að þetta fólk skuli yfirleitt hanga saman í flokki, gagnstætt því sem reyndin er í nágrannalöndunum. Líka er það merkilegt, að flokknum tekst aldrei að skapa lífvænlega stjórn- málaforingja nema erkisósíalista. Þetta eru þeir sem nefndir eru kommúnistar í daglegu tali, þessir menn eru óhjákvæmilega hlaðnir öllum þeim flækjum og minni- máttarkenndum sem kúgun og fjöldamorð skoðanabræðranna fyrir austan tjald hafa skapað í sál þeirra. Ódrepandi dugnaður og vinnuþrek þessara manna er áreiðanlega skýringin á frama þeirra. Galdur þeirra er að ala í sífellu á hatri og minnimáttar- kennd í garð Bandaríkjanna og hamra á anti-ameríkanisma sem stundum snýst uppí hreina sefa- sýki. En anti-ameríkanisminn er líka eina sameiningaraflið í flokknum. Þessi veika girðing íþróttabraut tek- in upp við Alþýðu- skólann á Eiðum ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp kennslu á íþróttabraut við Alþýðu- skólann á Eiðum næsta vetur. Und- anfarin ár hafa verið starfræktar tveggja ára námsbrautir á viðskipta- og uppeldissviði og bætist nú íþrótta- brautin við. Námið á henni verður nátengt námi í fjölbrautaskólum og hindrar ekki á nokkurn hátt áfram- haldandi menntun á uppeldisbraut eða öðrum brautum til stúdents- prófs, segir meðal annars í frétt frá skólanum. í fréttinni segir ennfremur, að í íþróttanáminu felist tvær kennslustundir í íþróttafræðum á viku á hverri önn og tvær kennslu- stundir í ákveðinni íþróttagrein. Auk þess verður boðið upp á kennslu tengda íþróttabrautinni á kvöldin og um helgar. Tilgangur- inn er að mennta fólk til að starfa sem leiðbeinendur innan íþrótta- hreyfingarinnar, bæði fyrir keppnisfólk, byrjendur og trimm- ara. Námi á íþróttabrautinni er meðal annars skipt niður í undir- stöðuatriði íþróttaþjálfunar, meg- inatriði kennslufræði þeirra, fé- lagsmál og stjórnun og margt fleira auk kennslu í ákveðnum íþróttagreinum. Þá verður þeim, sem ætla sér að samræma nám og afreksíþróttaþjálfun, gefinn kost- ur á aðstoð og leiðbeiningum við þjálfunina, svo mikið sem hægt er að hagræða stundaskrá. Næsta haust verður tekið í notkun nýtt heimavistarhús á Eið- um, sem hefur verið í byggingu í tvö ár og rúmar það 40 nemendur. íþróttaaðstaða á Eiðum er góð, þar er íþróttasalur, sundlaug, gufubað og vísir að þrekþjálfun- arherbergi, allt til nær ótakmark- aðrar notkunar nemenda í frítíma þeirra. Þá er góð aðstaða til ým- issa annarra íþrótta og félagslífs. Umsóknarfrestur til skólavistar á Eiðum rennur út 10. júní og er þeim, er áhuga hafa á þessu námi, bent á að kynna sér valkosti, en frekari upplýsingar gefur skóla- stjórinn á Eiðum, Kristinn Krist- jánsson. Kennari og stjórnandi íþróttabrautar verður Hermann Níelsson, íþróttakennari. Heyrnleysingar í heimbodi að Ási NÝLEGA var okkur eldri heyrnleys- ingjum boóid til vikudvalar að Ási i Ölfusi. Sex gátu þegið |>etta boð eða áttu heimangengt. Farið var í litilli rútu austur og var gott rými í bílnum fyrir fólk og farangur. Okkur til trausts var presturinn okkar, séra Miyako Þórðarson, sem hafði milli- göngu í þessu máli og túlkaði fyrir okkur. Öll var dvölin að Ási hin ánægjulegasta, starfsfólk lagði sig fram um að tala við okkur og gera okkur dvölina sem besta og vistfólk var Ijúft í viðmóti. Svo er það staðurinn, dalverpið fagra og óþrjótandi hiti, sem yljar okkur gamla fólkinu, og blóma- skrúðið í gróðurhúsum sem fær okkur til að gleyma Elli kerlingu. Og þá var maturinn alveg frábær og við hæfi okkar. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og vikan leið alltof fljótt. Starfsfólki og vistmönnum, sem gerðu okkur dvölina ánægjulega, sendum við kveðjur og þakklæti. Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra dvalarheimilisins í Asi, viljum við þakka rausnarlegt boð og óskum honum velfarnaðar í starfi. Olafur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.