Morgunblaðið - 03.06.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
„Fyrsta flokks
tónlist og
mikil dramatíku
— segir Gilbert Levin um Silkitrommu
Atla Heimis sem frumsýnd verður á laugardaginn
SILKITROMMAN, ný íslenzk
ópera eftir Atla Heimi Sveinsson
við texta Örnólfs Árnasonar, verð-
ur frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á
laugardagskvöld. Uppfærslan er
liður í Listahátíð í Reykjavík en að
sögn Gilberts Levin hljómsveitar-
stjóra er hér um að raeða mikinn
listviðburð að ræða. „Hér er á
ferðinni fyrsta flokks tónlist og
mikil dramatík", sagöi Levin á
blaðamannafundi sem haldinn var
í Þjóðleikhúsinu í gær.
Efnisþráður Silkitrommunnar
er sóttur í gamla japanska sögn,
en sagan gerist í tízkuheimi nú-
tímans. Með aðalhlutverkið fer
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari og segir Levin að hlut-
verk hans sé án efa eitt erfiðasta
óperuhlutverk þessarar aldar og
jafnar því við Woijek Alban
Bergs. Aðalhlutverk eru sjö að
tölu og eru þau í höndum Olafar
Kolbrúnar Harðardóttur, Hel-
enu Jóhannsdóttur, Sigurðar
Björnssonar, Jóns Sigurbjörns-
sonar, Kristins Sigmundssonar
og Rutar Magnússon, auk Guð-
mundar. Helena Jóhannsdóttir
fer raunar ekki með sönghlut-
verk, heldur túlkar hún aðal-
kvenhlutverk óperunnar með
dansi.
Eins og þegar hefur komið
fram er Sveinn Einarsson leik-
Mr' Érzw&'A1
Þóninn Magnea Magnúsdóttir, Helga Bjttrnason, Signrjón Jóhannason, örnóifnr Áraason, Gilbert Levin,
Sveinn Einarsson og Atli Heimir Sveinsaon á sviði Þjóðleikhússins þar sem sviðsmyndin er tilbúin fyrir
frumsýningu. Ljími. Kr»tiá« öra.
stjóri óperunnar, Gilbert Levin
fer með stjórn tónlistarinnar og
sviðsmynd hefur Sigurjón Jó-
hannsson gert. Helga Björnsson
tízkuteiknari, sem starfar hjá
Louis Feraud í París.'fefur gert
búningana, en aðstoðarmenn
leikstjóra eru Þórunn Magnea
Magnúsdóttir og Randver Þor-
láksson.
Eftir endilöngum Kjarvalsstöðum hafði myndaröðinni af listferli Kjarvals
verið komið fyrir en áður en sýningin verður opnuð á föstudaginn verður
röðinni komið fyrir á flekunum sem sjá má að baki þeim Jóhannesi S.
Kjarval arkitekt og Gylfa Gíslasyni þar sem þeir eru að leggja síðustu hönd á
skipulagninguna. LjAan. KrMjáa öra.
100 ára minning:
Guðrún Indriða-
dóttir leikkona
í dag eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Guðrúnar Indriðadóttur,
leikkonu, sem var einn af frum-
herjum íslenzkrar leiklistar í
byrjun þessarar aldar. Um hana
segir Jónas Jónsson frá Hriflu í
Þáttum úr byggingarsögu Þjóð-
leikhússins, sem hann ritaði:
„Hún var við hlið Stefaníu Guð-
mundsdóttur mest leikkona í
Reykjavík."
Guðrún Indriðadóttir fæddist
hinn 3. júní 1882. Um æsku
hennar og uppruna segir Vil-
hjálmur Þ. Gíslason í þáttum úr
listasögu Reykjavíkur, sem birt-
ust í 50 ára afmælisriti Leikfé-
lags Reykjavíkur: „Á æskuheim-
ili Guðrúnar Indriðadóttur var
mikill áhugi á list og ekki sízt á
leiklist. Indriði Einarsson, faðir
hennar, var einn af öndvegis-
mönnum og brautryðjendum
leikstarfsemi og leikritaskáld-
skapar. Dætur hans léku flestar
og Einar sonur hans var ágætur
söngmaður og dóttursonur hans,
Indriði Waage, varð einn helzti
leikari og leikstjóri meðal unga
fólksins. Kona Indriða Einars-
sonar, frú Martha Guðjohnsen,
var einnig listfeng og söngelsk
og úr þeirri ætt fékk leikstarf-
semin hér einnig seinna góða
liðsmenn, þar sem var Emil
Thoroddsen o.fl.“
Guðrún Indriðadóttir lék 83
hlutverk hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og stjórnaði 5 leikritum á
vegum félagsins. Hún kom í
fyrsta sinn fram á leiksviði í
janúar 1898. Vilhjálmur Þ.
Gíslason segir í fyrrnefndum
þáttum: „Frú Guðrún lék síðan
lengi mörg hlutverk og varð ein
helzta og vinsælasta leikkona
bæjarins. Meðal aðalhlutverka
hennar voru: Káthie í „Alt Heid-
elberg" og Hrafnabjargamærin
og þó allra helzt Halla í „Fjalla-
Eyvindi". Leikur hennar þar var
eitt af öndvegishlutverkum í ís-
lenzkri leiklist, bæði fyrir þrótt
og mýkt og skilning á persón-
unni. Þetta hlutverk lék hún hér
heima og meðal Vestur-íslend-
Listahátíð að Kjarvalsstöðum:
Þrjár myndlistasýningar
og sex kammertónleikar
Á MORGUN, föstudag hefst sá þáttur Listahátíðar í Reykjavík, sem fram fer
að Kjarralsstöðum með því að opnaðar verða þrjár yfirgripsmiklar sýningar
og verða þær opnar til loka hátíðarinnar 20. júní. Davíð Oddsson opnar
sýningarnar kl. 17 og við það tækifæri flytur Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra ávarp og kór Öldutúnsskóla syngur.
Þá verða sex kammertónleikar á Kjarvalsstöðum á Listahátíð og verða þar
flutt íslenzk verk eftir sjö tónskáld, Snorra Sigfús Birgisson, Pál P. Pálsson,
John Speight, Hjálmar H. Ragnarsson, Hafliða Hallgrímsson, Guðmund
Hafsteinsson og Þorkel Sigurbjörnsson.
Aðgangur að öllum listahátíðaratriðum sem fram fara að Kjarvalsstöðum
er ókeypis, en sýningarnar eru opnar kl. 14—22 dag hvern.
Af trönum Kjarvals
í Kjarvalssal er mikil sýning á
verkum Jóhannesar S. Kjarvals
sem nefnist Af trönum Kjarvals,
en þar er í fyrsta sinn gerð ýtarleg
úttekt á þeim verkum listamanns-
ins sem eru í eigu Reykjavíkur-
borgar. Það er Gylfi Gíslason
myndlistarmaður sem hefur veg og
vanda af sýningunni, en honum til
aðstoðar eru Jóhannes S. Kjarval
arkitekt, sonarsonur listamanns-
ins, Rafn Hafnfjörð ljósmyndari,
Stefán Halldórsson hönnuður og
Guðrún Indriðadóttir sem Halla í
Fjalla-Eyvindi 1911.
inga.“
Guðrún Indriðadóttir lézt árið
1968. Hún var kjörin heiðursfé-
lagi Leikfélags Reykjavíkur árið
1944, svo og heiðursfélagi í Fé-
lagi ísl. leikara. Hún var sæmd
riddarakrossi íslenzku Fálkaorð-
unnar 1944.
Þóra Kristjánsdóttir listráðu-
nautur. Reykjavíkurborg á 122
myndir eftir Kjarval og eru þær
allar á sýningunni, en þeir Gylfi og
Jóhannes telja að alls hafi Kjarval
skilið eftir sig um sex þúsund verk.
Þeir lögðu áherzlu á að hér væri
einungis um grófa áætlun að ræða
og bæri að taka þessa tölu varlega,
en eftir því sen næst yrði komizt á
þessu stigi sýndist hún ekki vera
fjarri lagi.
Þessi Kjarvalssýning hefur á sér
sérstakt yfirbragð enda hefur hún
að sögn Þóru Kristjánsdóttur list-
ráðunauts Kjarvalsstaða annan til-
gang en þær Kjarvalssýningar sem
stofnunin hefur áður efnt til. Hér
er ferill listamannsins rakinn allt
frá fyrstu tíð og til loka í máli og
myndum. Tilgangurinn með sýn-
ingunni er m.ö.o. að veita fræðslu
um þann listamann sem án efa hef-
ur orðið íslendingum einna hjart-
fólgnastur. í þessu skyni hefur
Gylfi Gíslason sett saman röð af
miklum fjölda mynda Kjarvals,
bæði þeirra sem eru á veggjunum
og annarra, en ætlunin var að
senda myndaröðina síðar út um
land og jafnvel til útlanda.
Sýniljód og skúlptúr
Á liðnu ári hlaut Magnús Tóm-
asson myndlistarmaður starfslaun
Reykjavíkurborgar og er hann
fyrsti listamaður sem þau hlýtur.
Af því tilefni var listamanninum
boðið að sýna að Kjarvalsstöðum
og eru um hundrað myndir eftir
hann í forsölum og fundarsal
Kjarvalsstaða. Eins og heiti sýn-
ingar Magnúsar ber með sér, Sýni-
ljóð og skúlptúr, eru myndirnar
unnar með ýmsum hætti. Mynda-
flokkar eru nokkrir, auk skúlptúra,
en einnig eru á sýningunni all-
margar þrívíddarmyndir undir
gleri.
Hönnun ’82
í vestursal Kjarvalsstaða er sýn-
ingin Hönnun '82, þar sem sýnt er
úrval nýrra íslenzkra húsgagna og
listmuna. Að sögn Þóru Kristj-
ánsdóttur listráðunauts Kjarv-
alsstaða er tilgangurinn sá að sýna
hér það bezta sem völ er á í ís-
lenzkri nytjalist og ekki síður að
leiða saman framleiðendur og list-
amenn. Þannig telja forráðamenn
Kjarvalsstaða að vekja megi til
umhugsunar um stöðu íslenzkrar
iðnhönnunar og hvetja til sam-
vinnu í þeim efnum. Auk Kjarv-
alsstaða stendur „stjórnarnefnd
markaðsátaks í þágu húsgagnaiðn-
aðar“ að sýningunni, en í henni
taka þátt 27 listiðnaðarmenn og
ellefu íslenzk fyrirtæki. Guðni
Pálsson arkitekt hefur annazt yfir-
umsjón með uppsetningu hönnun-
arsýn i ngarin nar.
— ÁR.
Magnús Tómasson við nokkrar mynda sinna á sýningunni að Kjarvalsstöð-
Um. Lfóam. Krintján Orv.