Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 Hópferðabíll Til sölu Merzedez Benz 309D, árg. 1979, 6 cyl. Uppl. í síma 71537 eftir kl. 18.00. Drefcinn KÍNVERSKA VEITINGAHUSID LAUGAVEGI 22 SÍMII3628 KE KOUKELl AIIT TII GLERÍSETNINGA B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Reagan boð- ið til Kína Peking, 2. júní. AP. DENG Xiao-ping Kínaleiðtogi hefur boðið Ronald Reagan Bandaríkja- forseta og Barry Goldwater öldunga- deildarmanni að heimsækja Kína, að sögn Howards Baker leiðtoga Öldungadeildarinnar. Baker hefur verið á ferðalagi um Kína, og sagðist hann hafa komið skilaboðum til Reagans og Goldwaters, en sá síðarnefndi er staddur á Formósu þeirra erinda að sannfæra þarlenda leiðtoga um, að Bandaríkjamenn muni ekki svíkja eyjarskeggja. Baker hvatti kínverska ráða- menn til að hlutast til um að bandarísk kona, sem höfð er í haldi grunuð um njósnir, verði lát- in laus. Kvaðst Baker vongóður um að málið fengi farsælan endi, en konan, Lisa Wichser, sem er 28 ára, hefur verið í haldi frá því á föstudag. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur henni. Hún hefur ver- ið að undirbúa sig undir doktors- gráðu með rannsóknum í Kína, en hún er enskukennari með gráðu í landbúnaðarhagfræði. Walter J. Stössel aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að viðræður stæðu yfir um hugsanlega samvinnu Banda- ríkjamanna og Kínverja við kjarn- orkuáætlun Kínverja. Ef af sam- komulagi yrði, opnaðist banda- rískum framleiðendum stór mark- aður í Kína, en þangað hefur eitt fyrirtæki þegar selt þekkingu á sviði smíði kjarnorkuvera. Gæzlumenn skotvopna um borð í flugmóðurskipinu Hermes undirbúa þús- und punda sprengjur, sem Harrier-þotur hafa varpað niður á flugvöllinn í Stanley á Falklandseyjum. Danmörk: Gin- og klaufa- veiki útrýmt Kaupmannahöfn, 2. júní. AP. GIN- OG klaufaveiki hefur verið út- rýmt í Danmörku, að sögn embætt- ismanna, en yfirlýsing þar að lútandi var birt í dag, fjórum vikum eftir að síðustu hjörðinni af 22 var slátrað. Veikinnar varð fyrst vart á Fjóni 18. marz, og alls varð að slátra 4.100 svínum og nautgrip- um vegna faraldursins. Talið er að tjón Dana af þessum sökum nemi 400 milljónum króna, eða jafnvirði 50 milljóna dollara. Ymsum höftum, sem sett voru á eftir að veikinnar varð vart, verð- ur aflétt frá og með morgundegin- um, en dýrauppboð, og flutningur dýra út af sýkta svæðinu á Fjóni verður bannaður út júní. Talið er hins vegar líklegt, að margir mánuðir líði þar til leyfður verður aftur innflutningur á dönsku svínakjöti í löndum eins og Japan og Bandaríkjunum. Bæði Norðmenn og Svíar bönn- uðu innflutning á öllum dönskum landbúnaðarafurðum eftir að gin- og klaufaveikin braust út í Dan- mörku, af ótta við að smit kynni að berast þangað. Dýralæknar telja að gin- og klaufaveikin hafi borist til Dan- merkur frá Austur-Þýzkalandi. Telja þeir veirur hafa borizt með vindum til Danmerkur, en veik- innar varð vart í Austur-Þýzka- landi skömmu áður en hún braust út í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.