Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 24

Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 lltargtiiiÞIiifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. S Mótun kaup- máttarstefnu Þunglega horfir í þjóðarbúskap íslendinga. Framleiðsla sjávarafurða, sem jókst um 15% 1979 og 10,5% 1980, óx aðeins um 1,5% á sl. ári. Horfur eru enn dekkri í ár. Hlutfall þorsks, sem er verðmætur, fer minnkandi í heildaraflanum. Loðnuveiðar verða að líkindum litlar sem engar, a.m.k. fyrri helming ársins. Viðskiptakjör þjóðarinnar út á við hafa farið versnandi undanfarin misseri og bati er ekki fyrirsjáanlegur. Þjóðartekjur, það, sem í raun er til skiptanna í þjóðar- búinu, standa til 2% rýrnunar á mann 1982, samkvæmt þjóðhagsspá. Þjóðartekjur, sem setja okkur lífskjararamma, bæði sem einstaklingum og heild, ráðast af tvennu: verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum og viðskiptakjörum út á við. Ef mál ráð- ast svo í samningum aðila vinnumarkaðarins, að farið er út fyrir þann ramma, þ.e. ramma viðblasandi efnahagslegra staðreynda, verður niðurstaðan smærri og kaupminni krón- ur, eins og reynslan hefur margsýnt, þó við höfum lítið af henni lært, því miður. „Kjarabætur" hverfa í hækkað verð- lag svo að segja samtímis og „til verða". Við stöndum eftir með vaxandi verðbólgu og veikari stöðu atvinnugreina okkar gagnvart samkeppnisþjóðum. Þegar svo horfir, sem nú gerir, verða þjóðfélagsstéttirnar að fara með gát í átökum um skiptingu þjóðarteknanna. Það skýtur því skökku við, að heildarsamtök launþega haga að- gerðum nú á mun harðdrægari hátt en t.d. 1980, þegar samningaþóf stóð í 10 mánuði, án umtalsverðra aðgerða af þeirra hálfu. Oft var þörf, en nú er nauðsyn að halda þann veg á málum í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar, að takast megi að treysta undirstöður afkomuöryggis og efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar með hyggilegum viðbrögð- um, fyrirhyggju og framsýni. Lífskjörin hafa versnað verulega í tíð vinstri stjórnar sl. fjögur ár. Aukin skattheimta á ríkan þátt í því. Við núver- andi aðstæður liggur í augum uppi að bæta beri lífskjör fólks með því að draga úr skattheimtu og takmarka ríkis- útgjöld. Það var og skylda ríkisvaldsins, sem það hefur verið að bregðast undanfarin ár, að hraða stórvirkjunum og orkuiðn- aði til að skjóta nýjum stoðum undir lífskjör í landinu, enda komið að nýtingarmörkum fiskistofna og búvörumarkaðar. Aðgerðarleysi í þessum efnum hefur seinkað kjarabótum í landinu um nokkur ár a.m.k. Það sem gera þarf er fyrst og fremst að treysta og efla verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum sem rísi undir raun- hæfum kjarabótum. I stað krónusmækkunarstefnunnar á að koma kaupmáttarstefna. ASÍ verður og að móta launa- stefnu, er tekur afstöðu til þess, hvert launabil skuli vera milli starfshópa innan samningsramma þess. Vinnuveitend- ur verða hins vegar að vera opnir fyrir eðlilegum leiðrétt- ingum og eyðingu misræmis innan ramma efnahagsstað- reynda. En fyrst og síðast verða hyggindi að ráða ferð — og raunhæft mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Slæm fjárhagsstaða hjá Reykjavíkurborg Fjörutíu milljónir króna, eða fjóra gamla milljarða, skortir á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til að mæta launagreiðslum og launatengdum gjöldum á yfir- standandi ári, miðað við fyrirsjáanlegar hækkanir á verð- bótum launa, en án grunnkaupshækkana. Þannig var við- skilnaður vinstri meirihlutans, samkvæmt úttekt á fjár- hagsstöðu borgarinnar, sem býður upp á mikla greiðsluerf- iðleika á árinu. Skrum vinstri flokkanna um fjármálastjórn borgarinnar reyndist einber blekking. BREZKUR FRETTARITARI SEGIR FRÁ LOKASÓKNINNI Argentínskir hermenn við öllu búnir, vopnaðir loftvarnabyssu, á strönd Falklandseyja Stanley í sjónmáli Fréttaritari Daily Ex- press, Bob McGowan, skýrði frá því í gær, mið- vikudag, að brezkar fram- varðarsveitir sæju til Port Stanley, höfuðstaðar Falk- landseyja, frá hæðum, sem þær hefðu tekið fyrir ofan bæinn. Hér birtast kaflar úr frásögn hans: A þriðjudaginn stóð ég á fjallstindi með framvarðarflokki sóknarsveita fallhlífaliðsins og fylgdist með því þegar brezkir hermenn litu Port Stanley fyrst augum í herferðinni. Meðan ég stóð þarna gerðu víkingaherm- enn landgönguliðsins áhlaup á hernaðarlega mikilvægan fjalls- hrygg, Two Sisters, fyrir ofan Moody Brook þar sem félagar þeirra, sem veittu innrásar- mönnunum svo hreystilega mót- spyrnu fyrir tveimur mánuðum, höfðu bækistöð. Nístingskuldi var, en alla nóttina réðust sérþjálfaðar sveitir á argentínskar eftirlits- stöðvar í hálendinu fyrir ofan höfuðstaðinn og fallhlífaher- mennirnir lögðu undir sig mik- ilvægt fjallaskarð. Mótspyrnan var væg allan tímann. Sérþjálf- aðar sveitir lentu öðru hverju í skotbardögum þegar argentínsk- ir varðflokkar hörfuðu til Port Stanley. Við fundum óvinaskotgrafir með stígvélum, skotfærum og klæðnaði, sem bendir til þess að Argentínumennirnir hafi tekið til fótanna þegar þeir sáu Bret- ana ráðast til atlögu gegn þeim. Við erum með landgöngulið á fylkingarvængjunum og ég get sagt með vissu að hálendið um- hverfis Port Stanley sé á valdi Breta. Allt er tilbúið til lokaorr- ustu: brezkt stórskotalið, vernd flugvéla og brynsveitir. Gangan hefur verið fallhlífa- hermönnunum erfið. Þeir ferð- ast vígbúnir og fá annan búnað sinn sendan síðar. Það er nánast komið upp í vana að hafast við tímunum saman í kulda úti á víðavangi, í snjókomu, skjóllaus og svefnpokalaus. Þegar við sóttum þangað sem Tony og Ailsa Heathman hafa nýlega komið sér upp sauð- fjárbúi, aðeins 24 km frá Port Stanley, urðu hermenn varir við sérþjálfaðan óvinavarðflokk, sem reyndi að njósna um sókn okkar. Rauðu alpahúfurnar (viður- nefni fallhlífahermannanna) laumuðust umhverfis fjögur úti- hús í áttina að hvítmáluðu býl- inu. Fallhlífahermennirnir héldu að óvinahermenn kynnu að vera inni. „Opnið — þetta er brezki her- inn,“ sagði liðsforingi nokkur og í sama mund lýstu blys upp hús- ið og fallhlífaliðarnir komu sér fyrir í skotstöðu. Ailsa Heathman, sem hélt á eins ára barni sínu, lá á gólfinu ásamt Tony. Hjá þeim dveljast níu gestir, flóttamenn frá Port Stanley — þrír karlar, þrjár konur og þrjú börn. „Eg hélt þetta gæti verið enskumælandi, argentínskur liðsforingi," sagði Ailsa. „Margir þeirra tala ensku.“ Hún bauð fallhlífahermönn- unum upp á te og bætti við: „Við erum virkilega fegin að sjá ykk- ur. Hér hefur verið mikill hama- gangur — við heyrðum að skotið var af fallbyssum á „Argana", en við höfum engan séð í marga daga. Ég held að þeir hljóti að hafa lagt á flótta þegar þeir sáu ykkur koma.“ Tony eiginmaður hennar, sem á 4.145 hektara land og 2.700 fjár, sagði: „Fyrir einum eða tveimur dögum komu Argar frá Goose Green hingað, hungraðir og kalnir. Þeir heimtuðu að ég æki þeim til Port Stanley á dráttarvélinni. Ég neitaði og þeir fóru burtu." Meðan þessu fór fram gerðu sveitir víkingahermanna hliðar- árás á argentínskar varnar- stöðvar nálægt Port Stanley í sama mund og við bjuggum okkur undir að sækja í áttina að miðbæ höfuðstaðarins. En þegar við sóttum áfram gerðu allir sér grein fyrir því, að hættan á meiriháttar gagnárás Argen- tínumanna jókst með hverri míl- unni sem við sóttum lengra. „Stóra orrustan bíður okkar enn,“ sagði fallhlífaliðsforingi. Falklenzkir öskukarlar og argentínskir hermenn I Port Stanley

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.