Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 25 VMSÍ skellir skolla- eyrum við hug- myndum um lausn - segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI „SAMINGAMALIN nú eru einfald- lega í hnút, unnið hefur verið að því að reyna að finna einhvern flöt, sem hægt væri að leysa málin á. Við höfum hins vegar ekki gert nein tilboð um 4% kauphækkun og það liggur ekki fyrir af okkar hálfu. Hins vegar höf- um við lagt okkur fram um það að reyna að finna flöt um heildarlausn og hlustað á hugmyndir forystumanna ASÍ þar að lútandi, en Ijóst er að það strandar á forystumönnum Verka- mannasambandsins, sem sýnast ætla að keyra þjóðina alla í eitt allsherjar- verkfall. I>að er sú mynd, sem blasir við í dag,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, er Morgun- blaðið innti hann eftir stöðunni í samningamálunum „Það er ekki mikil von á því að samkomulag náist og það skrifast alfarið á forystumenn Verka- mannasambandsins, sem virðast skella skollaeyrum við öllum hug- myndum um lausn á þessari deilu. Við höfum rætt við forystumenn ASÍ um möguleika til að leysa þetta, við höfum heyrt sjónarmið þeirra um það hvernig það megi gerast og við höfum verið reiðubún- ir til þess að íhuga það. Við höfum sérstaklega, vegna hinna gífurlegu innbyrðis átaka í Verkamanna- samabandinu, rætt þeirra vanda- mál, við höfum sagt nákvæmlega við Verkamannasambandið, hvað hægt sé að gera sérstaklega varð- andi þau mál, sem þeir helzt hafa borið fyrir brjósti og gefið hefur verið til kynna að gætu verið þáttur í heildarlausn, en það hefur allt komið fyrir ekki. Það virðist vera stefna af þeirra hálfu að stefna á langvarandi allsherjarverkfallsað- gerðir og brjóta ASÍ niður sem samningsaðila, það er staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þá má geta þess, að í gær vorum við á algjörlega tilgangslausum fundi hjá sáttasemjara, þar sem enginn árangur varð. Sáttasemjari ákvað að boða fund næstkomandi föstudag og VSÍ neitaði ekki að ganga til þess fundar, en það er alveg ljóst að það er ekki neinn til- gangur með slíkum fundarhöldum, þegar forysta Verkamannasam- bandsins er svo staðráðin í því að stefna í stórfelld verkfallsátök eins og fram hefur komið," sagði Þor- steinn að lokum. Tilboð VSÍ gekk ekki nógu langt — segir Guðmundur J. Guðmundsson „ÉG skal viðurkenna það að nokkru leyti, að það eru ýmsar kröfur Verka- mannasambandsins, sem nú um sinn að minnsta kosti, hindra meiri hraða á lausn mála, það er rétt hjá honum. Okkur finnst launamismunur í starfs- greinum okkur ákaflega óhagstæður. Það má vera að við verðum ásakaðir fyrir einhverja ósanngirni í sambandi við þessa samninga og einhverja börku, við tökum þvi meðan við erum ekki ásakaðir um það af okkar félags- mönnum," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Ver kamannasam- bandsins, „Við erum að reyna að þoka þessu lægst launaða fólki innan Verka- mannasambandsins upp. Ég tel á þessu stigi ekki ástæðu til þess að vera að skattyrðast mikið um þetta í blöðum, en það er greinilega hvass- ara á milli VSÍ og Verkamannasam- bandsins heldur en á milli ASÍ og VSÍ. VSÍ hefur gert okkur tilboð um tilfærslur, en þó ekki þannig að við getum gengið að þeim.“ —Fari svo að Verkamannasam- bandið eða félög innan þess sætti sig ekki við heildarsamninga, má búast við því að verkamannasambandið haldi baráttunni áfram eitt sér? „Málin eru nú ekki komin á það stig enn og því of snemmt að ræða þann möguleika, en það er greinilegt að það er meiri gremja og harka í fjölmörgum félögum Verkamanna- sambandsins heldur en í ýmsum öðrum félögum. Ég neita því ekki, að það er meiri festa og þungi innan Verkamannasambandsins en öðrum samböndum." —Hvað með fullyrðingar Þor- steins Pálssonar að það sé fyrst og fremst Verkamannasambandið, sem standi gegn hugmyndum um lausn deilunnar? „VSÍ lagði fram nokkrar tillögur í sambandi við sérkröfur Verka- mannasambandsins, sem komu svona heldur til móts við okkur og því var hafnað af okkur. Ekki af því að þetta væri ekki í rétta átt, en betur mátti ef duga skyldi og því var tillögunum hafnað. ASÍ var með kröfu um 13% launahækkun, en Verkamannasambandið var hins vegar með nokkuð aðrar kröfur, sér- staklega flokkatilfærslur og aldurs- flokkahækkanir og af því vildum við hafa hliðsjón. Tilboð VSÍ treystum við okkur hins vegar ekki til að sam- þykkja þar sem það náði ekki nógu langt,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Engin samningstil- boð liggja „ÉG TEL rétt að taka það fram, að engin tilboð af neinu tagi liggja á borðinu. Það er því ekkert um það mál frekar að segja og öruggt að ekkert tilboð um 4% launahækkun hefur komið fram,“ sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASI. — En myndi ASÍ sætta sig við tilboð um 4% launahækkun til 1. september 1983? „Við höfum alls ekki tekið af- stöðu til neinna slíkra tilboða vegna þess að þau hafa alls ekki verið á borðinu. Því finnst mér fráleitt að vera að rökræða í ein- stökum atriðum um einhverjar hugmyndir, sem Tíminn birti í dag.“ — Hefur þá ekki komið fram hugmynd um þessa hækkun í þess- um samningaviðræðum? á borðinu „Það hafa allskonar hugmyndir verið ræddar á milli aðila, en eng- in tilboð af nokkru tagi liggja fyrir og engin afstaða hefur verið lögð á borðið, hvorki frá okkur né VSÍ.“ Þá sagði Asmundur að enn væri ekki ljóst hver þátttaka í verkföll- unum nú yrði, en hann byggist við því að flest stóru félögin tækju þátt í báðum verkföllunum og samstaða næðist þó einhver af smærri félögunum tækju ekki þátt í verkföllum. Aðspurður um það hvað tafið hefði samningaviðræð- ur, sagði Ásmundur, að ljóst væri að stífni af hálfu VSÍ hefði valdið mestu um það, því væri það von ASI að þegar verkfallshótunin skilaði sér yrði þeirra vilji betri. Ingimundur Sveinsson, lögregluþjónn, si I björgunarvestinu, synti út til aðstoða viðstaddir hann við að koma drengnum upp úr fjörunni. að Níu drengir hætt komnir en björguðust með aðstoð lögreglu NOKKRIR drengir voru hætt komnir á Bakkavör við Seltjarnar- nes i gær er bátum, sem þeir voru á, hvolfdi. Reykjavíkurlögreglan bjargaði sex þeirra, en þrír syntu í land. Drengirnir voru allir vel bún- ir og í björgunarvestum þannig að þeir voru aldrei í alvarlegri lífs- hættu, en voru kaldir og þjakaðir eftir volkið. Að sögn Gunnars Lúðvíksson- ar, sem starfar hjá æskulýðsráði Seltjarnarness og siglinga- klúbbnum Sigurfara, voru til- drög þessa óhapps þau, að yfir stóð siglinganámskeið á vegum fyrrnefndra aðilja. Fóru dreng- irnir, sem eru á aldrinum 10 til 12 ára út á Bakkavörina á þrem- ur skútum og einum kajak um klukkan 10 í gærmorgun. Litlu síðar fór að hvessa og kom þá upp nokkur hræðsla meðal drengjanna. Gunnar fór þá út til að aðstoða þá á gúmmíbjörgun- arbát, sem ætíð er hafður við höndina á námskeiðunum, en svo illa vildi til að vél bátsins bilaði, svo Gunnar fékk ekkert að gert. Litlu síðar hvolfdi einni skút- unni og vatn komst í bátana. Þrír drengjanna gripu þá til þess ráðs að synda í land og náðu tveir þeirra landi hjálparlaust, en lögreglumaður synti út á móti þeim þriðja og hjálpaði honum í land. Þá barst aðstoð frá lögregl- Reykjavíkurlögreglan náði f þá sem enn voru á bátnum úti á Bakkavörinni og kemur hér með 5 þeirra að landi. LjÓHmynd ión Svavarsson aðstoða einn drengjanna i land. Hér LjÓNmynd Jón Svavarsson. unni í Reykjavík og kom hún á bát og bjargaði þeim, sem eftir voru, í land. Taldi Gunnar að undir öllum eðlilegum kringum- stæðum hefði ekki verið um neina hættu að ræða, en hræðsla drengjanna og það að vél björg- unarbátsins bilaði, kom sér verulega illa. Haukur Ásmundsson, lög- reglumaður úr Reykjavík sagði, að rétt fyrir klukkan 11 hefði borizt beiðni um aðstoð og hefði hann þá ásamt öðrum lögreglu- þjóni haldið út á Bakkavörina til að aðstoða drengina. Hefðu þeir tekið sex þeirra í land og hefðu þeir bæði verið blautir, hræddir og máttfarnir af kulda. Sagði hann að ánægjulegt hefði verið að geta bjargað drengjunum og gaman að sjá fögnuð þeirra skína í gegn um tárin er þeim var bjargað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.