Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 45

Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 45 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS Styðjum fjölskyldu Korchnois Heiðraði Velvakandi! Ég hef verið að hugsa um hvernig við íslendingar getum stutt taflmeistarann Viktor Korchnoi í því að fjölskylda hans fái að fara frá Rússlandi. Nú er sonur hans laus úr fang- elsi fyrir að neita að gegna her- þjónustu, og ljóst er af fréttum sem borist hafa, að enn á að hefta för þeirra mæðgina frá Rússlandi. Það er sem sagt búið að kveðja son Korchnois til her- þjónustu á ný, nú í september. Á þessu sést, svo ekki verður um villst, að með herkvaðningu á að koma því svo fyrir að hann lendi aftur í fangelsi, ef hann neitar, fær hann enn þyngri refsingu, verður jafnvel drepinn. Hann telur, að ef hann fari í herinn, verði það algjörlega útilokað að komast frá Rússlandi, því þá verði hann talinn geta sagt frá hernaðarleyndarmálum, sem mun vera rétt ályktað hjá hon- um. Þetta er þekkt aðferð hjá Rússum, að kúga fólk til hlýðni. Ég þarf ekki að segja meira um þetta, fólk hefur trúlega heyrt fréttir af þessu og lesið. Spumingin er, hvað við getum gert til að frelsa þetta saklausa fólk úr kúgunarvaldinu austur þar. Við erum fáir íslendingar og sjálfsagt er lítil von til að hafa áhrif á rússneska björninn. Þó eiga íslendingar til samstöðu. Nú bið ég þig, Velvakandi góður, að koma þessu á framfæri með þökk fyrir áður sýnt liðsinni. Ég vildi mega biðja öll dagblöðin að koma á einhvern hátt á at- kvæðagreiðslu eða stuðnings- lista sem mætti bera fram þess- ari fjölskyldu til stuðnings. Ég veit ekki hvað Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, ætlar að gera gagnvart svikum Rússa við þennan fjölskyldumálstað. Sjálfsagt eiga margir góð ráð og vildi ég að sem flestir gætu veitt liðsinni. Mér er það vel ljóst, að þetta er ekki auðvelt mál að fást við. Tíminn er naumur. Ég skora á alla góða íslendinga að samein- ast um áskorun til Rússa að leyfa konu Korchnois og syni að flytjast úr landi. Með bestu kveðju, Þorleifur Kr. Guðlaugsson Öréttmæt ásökun Starfsmaður á Hlemmi hringdi og kvað þá ásökun, sem borin er á vaktmenn á Hlemmi í Velvakanda sl. sunnudag, með öllu órétt- mæta. Hann sagði það rétt hjá bréfritara að alkóhólistarnir, sem leituðu inn í skýlið, væru yfirleitt rólyndismenn, en al- rangt að kallað væri strax á lögregluna til að fjarlægja þá, þegar þeir birtust. Þess gerð- ist einfaldlega ekki þörf, þeir færu verjulega út um leið og þeir væru beðnir um það. Und- antekning væri þó, þegar drykkjumennirnir væru svo ofurölvi að þeir gætu ekki staðið á fótunum og því ósjálfbjarga. Þá sagði starfsmaðurinn að rangt væri að þessir menn væru engum til ama. Mjög væri kvartað yfir lyktinni sem af þeim legði og svo væri betl- ið mjög hvimleitt. Unglingarnir væru verri viðureignar, því oft og tíðum þýddi ekkert að tala við þá og þá væri ekki um annað að ræða en leita til lögreglu. Loks sagði starfsmaðurinn að umgengnishættir íslend- inga væru kapítuli út af fyrir sig. Það færi ekki framhjá þeim, sem þrífa skýlið. Það væri með ólíkindum, hverju menn köstuðu þar frá sér. Væntanlega gengi það ekki svo um heima hjá sér. Starrafló Kona hringdi og sagði frá held- ur óskemmtilegri reynslu sinni. Núna í vor var dóttir hennar bitin af starrafló. Var þá allt sprautað og hreinsað innan húss, þar á meðal heimiliskötturinn, sem grunur lék á að borið hefði óvær- una inn. Var nú kötturinn hafður inni í nokkurn tíma og allt var í vágestinn. Hefur kötturinn nú verið tekinn í hvert skipti, sem hann kemur inn, settur á hvítt handklæði í baðkerinu og hann kemdur. Hafa þá fundist á honum allt upp í sjö flær. Konan sagði að köttur hefði ver- ið á heimilinu í 14 ár og annað eins Þessir hringdu . . . hefði aldrei komið fyrir. Vildi hún gjarnan fá upplýsingar um, hvort engir aðrir hefðu orðið fyrir þessu, og hvernig þeir hefðu þá brugðist við, en þetta væri sannarlega óskemmtileg reynsla. GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Þeir unnu að því öllum árum. Rétt væri: Þeir reru að því öllum árum. til sín. Og með öðrum fleiri orðum bar hann vitni, áminnti þá og sagði: Látið frclsast frá þessari rangsnúnu kynslóð. Þeir sem þá veittu viðtöku orði hans, voru skírð- ir, og á þeim degi bættust við hér um bil þrjú þúsund sálir. Og þeir héldu sér stöðuglega við kenning postulanna og samfélagið og brotning brauðsins og bænirnar." (37.-42. vers). Ég vil hvetja alla til að lesa vandlega þennan kafla, sem endar á þessum orðum: „En Drottinn bætti daglega við i hópinn þeim, er frelsast létu.“ Þetta var frumsöfnuðurinn (kirkjan), og það er best fyrir alla að halda sér við þá fyrirmynd, hvort sem um er að ræða boðun orðsins eða skírn. Þeir sem tóku trú voru skírðir. Nú fer „hárlosið" að koma greinilega í ljós hjá höfundum þáttarins og þeir fullyrða að þessi frumsöfnuð- ur kristninnar hafi verið „hippal- ýður“. Hér finnst mér „skörin fær- ast upp í bekkinn". Til að krydda efnið svolítið, var svo að endingu raulaður texti um kærleikann eins og Páll postuli setur það fram í 1. Kor. 13:1—2. í framhaldi af því vil ég benda á kærleika Guðs, „sem birtist í Kristi Jesú Drottni vor- um“. Þetta orð er til allra manna, sem við því vilja taka. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. (Litla Biblían.) Það er í valdi hvers og eins hvað hann gerir við þetta orð. „En öll- um þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að vera Guðsbörn." Jóh. 1:12. Hver er afstaða þín, les- andi minn? Hefir þú tekið á móti Jesú, sem þínum persónulega frelsara? „I þessu er kærleikurinn, ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar. Þér elskaðir, fyrst Guð hefir elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.„ 1. Jóh. 4:10—11. Ég neita þvi afdráttar- laust að hinn kristni söfnuður hafi verið eða sé „hippasamfélag". Og nú líður að hvítasunnu, hátíð heilags anda. Hvað er hún fyrir þig? Biður þú eftir að fyrirheitið uppfyllist á þér eins og fólkinu, sem beið og bað þarna í loftstof- unni í Jerúsalem? Þau voru með einum huga, stöðug í bæninni. Lesið Postulasöguna 1. kap. 1,—14. vers. Guð gefi þér lesandi minn náð til að vera með í þeim hóp. „Og er nú var kominn hvítasunnu- dagurinn, voru þeir allir saman komnir á einum stað, og skyndi- lega varð gnýr af himni, eins og aðdynjandi sterkviðris, er fyllti allt húsið sem þeir sátu í.“ Post. 2:1—2. Gleðilega hvítasunnuhátíð í Jesú nafni. Sigfús B. Valdimarsson FALKINN Suöurlandsbraut 8, Austurveri, Laugavegi 24. Heildsöludreifing sími 84670. Safnplata sem hittir beint í mark. Diana Ross, The Stranglers, Olivia Newton-John, Kraftaverk, Kate Bush, Cliff Richard, Sheena East- on, Duran Duran, Kom Wilde, The Jets, Kim Carnes, Thomas Dolby. Alltaf á fóstudögum SVEPPIR — gorkúlur eöa herramannsmatur? VEGGSPJÖLD — endurvakin listgrein PORTÚGAL — nýr áfangastaður íslenzkra feröamanna $ Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.