Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 4

Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 Söngáhugi hefur verið einstak- lega mikill hér á landi á undan- fornum árum og margir hafa lagt leið sína út á þá braut. Sumir hafa rifið sig upp úr öruggu lífsstarfi og lagt á brattann, en aðrir hafa fetað sig rólega en örugglega áfram og farið eins og knapinn í kvæði Hannesar Hafstein, „Um Hólm- inn“: Ef færðin er torveld, þá förum við stillt/ og færustu kaflana sneiðum,/ og forum af baki, þá bratt er og illt,“ og blessaða klár- ana leiðum.“ Ef skeiðflöt ég finn/ sem framrétta kinn,/ þá fær hún og hófkossinn sinn.“ Þetta kvæði eða þessi samlíking kom mér í hug, þegar ég ræddi við Guðmund Gíslason bónda, hesta- mann, gæðingadómara og nem- anda í Söngskólanum í Reykjavík, sem hóf þar nám fyrir þremur ár- um. Þá eins og nú rekur Guð- mundur bú að Torfastöðum í Bisk- upstungum ásamt konu sinni, Katrínu Þórarinsdóttur, og fjórum börnum þeirra. Það var því stór ákvörðun að halda til Reykjavíkur og leggja fyrir sig söngnám. „En þörfin var mikil,“ eins og Guð- mundur orðar það sjálfur og hann stefnir að því að ná sér í kennara- réttindi í faginu. Á meðan hugsa konan og börnin um búið. „Það má segja að áhuginn fyrir söngnum hafi vaknað, þeg- ar ég var á bændaskólanum á Hvanneyri. Þar söng ég bæði í kór og kvartett, sem þar voru starfandi. Þegar ég var búinn í skólanum langaði mig til að læra að syngja en ég sagði ekki nokkrum manni frá því. Mér fannst rödd mín líka vera svo mjó og lítil að hún ætti sér enga framtíð. Þá vissi ég ekki að við þjálfun og aukinn þroska eykst röddin. A þessum árum var maður líka svo til baka og vissi heldur ekki hvert ætti að snúa sér til að fá tilsögn," sagði Guð- mundur, þegar hann var spurð- ur að því hvenær áhuginn á söngnum hefði vaknað. „Eftir að náminu á Hvanneyri lauk, vann ég við húsasmíðar í Reykjavík, en ég er uppalinn í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. En sveitin heillaði mig alltaf. Ég hafði verið nokkur sumar í sveit sem unglingur, meðal ann- ars í Fellskoti í Biskupstungum og þar fékk ég áhuga á búskap og þá sérstaklega hestamennsk- unni. Þar voru góðir hestar og góður hestamaður til að læra af, sem var bóndinn á bænum, Þór- arinn Guðlaugsson. Ekki minnk- aði áhuginn á hestum meðan ég var á Hvanneyri. Þar hafði ég með mér tvo fola. Annar var ljúfur og meðfærilegur en hinn hrekkjóttur og slægur. Þessa fola þjálfaði ég um veturinn og um vorið fór ég í árlega tamn- ingakeppni, sem haidin er á veg- um skólans, og vann Morgun- blaðsskeifuna. Ég vildi reyna betur fyrir mér á þessu sviði. Við réðumst því í það þrír Hvanneyringar, að leigja okkur land á Bergsstöðum í Biskups- tungum og rákum þar tamn- ingastöð í nokkra mánuði. Við lifðum eins og villimenn á þessu tímabili. Heimili okkar var sendibíll, sem var fastur úti í mýri, en staðsetningin var svona undarleg vegna þess að við ætluðum að koma bílnum á túnblett, sem var hinum megin við mýrina, en komumst aldrei svo langt, þar eð bíllinn varð bensínlaus á miðri leið. í þess- um bíl var pláss fyrir þrjá dív- ana og hann míglak. Þegar búskapartímanum lauk, var far- kosturinn dreginn upp með ýtu! Þegar hér var komið, var ég trúlofaður heimasætunni í Fellskoti, henni Katrínu, og vor- um við búin að eignast fyrsta soninn, svo alvaran blasti við. Við lögðum því leið okkar aftur í bæinn og ég fór að læra múr- verjc. En votíð 1*967 ftéttúm'við Guðmundur ásaml konu sinni Katrfnu og sonunum Rúnarí Þór og Eiríki Þór. RAX. „Búskapurinn líður fyrir söngáhugann“ Rætt við Guðmund Gíslason nemanda í Söngskólanum í Reykjavík, sem jafnframt rekur bú í Biskupstungunum af því að Torfastaðir væru laus- ir til ábúðar. Þar hafði verið prestsetur, en verið var að leggja það niður sem slíkt og presturinn að flytjast í Skálholt, sem þá var nýendurreist. Þarna byggðum við svo upp okkar bú og höfum verið með fjár- og hestabúskap. Ég ákvað að koma mér upp góðum hrossastofni og með það markmið í huga keypti ég mér velættuð folöld og trippi og ól upp. Náði ég ágætum árangri og á stórmóti á Hellu sumarið 1975 var ég með þrjár efstu merarnar í eldra flokki og þá efstu í fjögurra og fimm vetra flokki." „Upp úr þessu fer að bera á þessari einkennilegu áráttu, að mig fer að langa til að fá tilsögn í söng. Ég hafði verið í Skál- holtskórnum í nokkur ár, sem þá var undir stjórn dr. Roberts Abrahams Ottóssonar, en hætti í kórnum, þegar dr. Robert Abraham dó. Þá byrjaði ég að syngja með kór, sem var starf- andi í Biskupstungunum undir stjórn Lofts S. Loftssonar tón- listarkennara. Ég ræddi um það svo einhvern tíma við Loft, að mig langaði til að fá almenna tilsögn í söng. Hann vísaði mér á Glúm Gylfason, sem þá var tekinn við Skálholtskórnum. Á þessum tíma fann ég að röddin var að breytast. Hún var bæði að dýpka og breikka og eins og væru að myndast tvö raddsvið. Annars vegar gat ég sungið bjarta og skæra tóna og hins vegar dökka og reiða tóna með bariton-blæ. Ég minntist á þetta við Glúm eitt sinn er við vorum að æfa saman. Hann bað mig þá að syngja lagið sem við vorum að æfa í hærri tóntegund og gerði ég það. Þannig hljómaði röddin betur. Síðan lét hann mig syngja nokkra hærri tónstiga og þegar ég var kominn á háa c-ið leit hann undrandi á mig og sagði: „Þú þyrftir að læra al- mennilega að syngja, ef þú hefur hug á því, get ég komið þér í samband við mann, sem getur prófað rödd þína.“ En það er nú ekki þar með sagt að þó viðkom- andi komist upp á háa c-ið að hann sé eitthvert söngmanns- efni, því söngvari verður að hafa eyra fyrir tónlist og fallega rödd. Það sakaði þó ekkert að prófa. Það var því umsvifalaust hringt í þennan mann, sem var Garðar Cortes, og svo undarlega vildi til að maðurinn var heima, en þá eins og nú vinnur hann allan sólarhringinn. Það var ákveðið að ég færi í prófun niður í Söngskóla skömmu síðar. Þeg- ar þangað kom voru þar fyrir Garðar og Jón Stefánsspn stjórnandi Langholtskórsins. Ég byrjaði á því að syngja „Efst á Arnarvatnshæðum", en var ekki búinn að syngja lengi, þegar allt loft var þrotið og ég byrjaður að skjálfa. Ég bað Jón að hækka lagið rösklega, en hann er allra manna flinkastur að tónflytja, þá loks komst ég i gegnum lagið. Þegar þessu var lokið sagði Garðar: „Ég ætla að sjá hvað hann getur,“ og fór að þenja mig eftir tónstiganum, þangað til hann var kominn upp í e fyrir ofan háa c-ið, þá brosti hann og sagði, „þetta er nóg.“ — Það kom ekkert út úr þessu að sinni, en ég ákvað að sækja um skóla- vist. Um sumarið var mér boðið að setjast á skólabekk í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Einn kennarinn þar vildi fyrst fá álit annarra söngkennara á því hvora rödd- ina ætti að þjálfa, þá björtu og skæru, það er að segja tenórinn, eða baritonröddina, því það er ekki ætlast til þess að menn hafi tvær raddir. Komst ég þannig í samband við enskan söngkenn- ara og var úrskurður hans sá að ég ætti fremur að nota efri röddina. Vildi hann reyna að fá músikalska áferð á sönginn og mýkja röddina, en hún var hörð og klemmd. Það var leitað til fleiri sérfræðinga í þessu skyni. Glúmur, sem var á leið til Kaup- mannahafnar, hafði með sér snældu, sem ég hafði sungið inn á og bað kennara við Tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn að segja sér hvora röddina ætti að þjálfa. Þeir voru sammála enska kennaranum, að þjálfa ætti háu röddina. Skömmu síðar var ég kallaður niður í Söngskóla því allir um- sækjendurnir urðu að taka inn- tökupróf aftur, því aðsóknin að skólanum var mikil. Ég mætti, söng fyrir þá og fékk inngöngu í akólant: Ég ákvað að sjá hvað þau segðu um rödd mína í Söngskólanum og fór í fyrsta tímann. Ég söng fyrir þá eins og mér hafði verið sagt af hinum útlenda sérfræðingi en var ekki búinn að syngja lengi, þegar Garðar sagði: „Stopp, þetta er vitlaust," og lét mig slaka á og •þá kom þessi ljóta í ljós eins og ég kallaði bariton-röddina. Ég var ekki sáttur við að syngja svona fyrst, en Garðar sagði: „Þú verður að trúa mér og gefa mér tvo mánuði og eftir það áttu aldrei eftir að syngja með björtu klemmdu röddinni." Þetta kom á daginn og smátt og smátt birti yfir þessari ljótu og hún varð skárri og nú syng ég eingöngu tenór. Það er ekkert óvenjulegt að raddir taki svona miklum breytingum, en það er aftur á móti harla óvenjuleg lífsreynsla fyrir þá sem upplifa slíkt. Nú hef ég verið í Söngskólan- um í þrjá vetur og stefni að því að ná mér í kennararéttindi í söng, en til þess þarf ég að vera 4—5 ár í viðbót. Að vera í söng- námi þýðir meðal annars að ég get ekki stundað erfiðisvinnu eins og bústörf samhliða. Því ef þreyta er til dæmis í öxlum og hálsi, þá hefur það bein áhrif á röddina, sama er að segja um kulda og vosbúð, sem fylgja úti- störfum. Það verður því að segj- ast eins og er að búskapurinn líður fyrir þennan söngáhuga, sem ég get alls ekki hugsað mér að setja til hliðaf. Þessa, Yétur,. r sem ég;hef verið í skólanum,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.