Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 8

Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 Hvers vegna var breski rithöfundurinn P.G. Wodehouse skyndilega aðlaður á gamalsaldir árið 1975 — eftir að hafa verið álitinn föðurlandssvikari í 34 ár? í nær fjörutíu ár hefur leyndardómurinn um athafnir P.G.Wodehouse á seinni stríðs árunum verið læstur í skjalahirslum bresku leyniþjónustunnar — en nú eftir áralangar tilraunir hefur Ian Sproat fengið leyfi breska innanríkisráðuneytisins til að gramsa í „Wodehouse-skjölunum“ og sannleikurinn er kominn í ljós. P.G. Wodehouse er alsaklaus af öllum landráðarbrigslum. Jakob F. Ásgeirsson tók saman Pelham Grenville Wodehouse fæddist hinn 15. október árið 1881 í Guilford í Surrey á Eng- landi. Hundrað árum síðar og næstum 100 bókum, er hann enn metsöluhöfundur. Hann var stílisti mikill og fáir skrifuðu betri ensku en P.G. Wodehouse. Rithöfundar jafn ólíkir sem Evelyn Waugh og George Orwell; J.B. Priestley og Noel Covard; Ian Flemming og T.S. Eliot; Iris Murdoch og John Betje- man — allir hafa þeir lofað P.G. Wodehouse sem afburða rithöfund. Hann hafði snilligáfu: skapari Bertie Wooster og Jeeves. Þá skap- aði Wodehouse t.d. Psmith og ábúendur „Blandings Castle", Ems- worth lávarð, son hans, Frederick, þjóninn Beach og svínið Empress. Sumar bækur hans eru klassískar, svo sem „The Code of the Woost- ers“, „Carry on, Jeeves", „Leave it to Psmith", „My man, Jeeves", „Ring for Jeeves", svo fáeinar séu nefndar. Wodehouse segir á einum stað: „Ég held það séu tvær aðferð- ir til að skrifa skáldsögu. Önnur er sú sem ég nota, að búa til eins kon- ar söngleik án tónlistar og horfa alfarið framhjá hinu raunverulega lífi — hin aðferðin er að kafa til botns í lífinu og kæra sig kollóttan um allt annað!" Eitt sinn var það sem þeir hitt- ust í Oxford, Hugh Walpole og Wodehouse. Það var skömmu eftir að Hilaire Belloc hafði sagt að Wodehouse væri besti þálifandi enski rithöfundurinn (1938). „Það var náttúrulega bara góður brand- ari,“ sagði Wodehouse, en Hugh hafði þungar áhyggjur af þessum ummælum. Hann vék sér að Wode- house og sagði: „Hefurðu heyrt það sem Belloc sagði um þig? Wodehouse kvaðst hafa heyrt það. Ég er að velta fyrir mér af hverju hann sagði það. Ég líka, sagði Wodehouse. Löng þögn. Ég get bara ekki komið þessu heim og saman, sagði Hugh. Ekki heldur ég, sagði Wode- house. Önnur löng þögn. Þetta er svo einkennileg fullyrð- ing, sagði Hugh. Mjög einkennileg, tók Wode- house undir. Aftur löng þögn. Ajæja, andvarpaði Hugh fegin- samlega, eins og hann hefði fundið lausnina: Gamli maðurinn er að verða ansi gamall!" Þessa sögu segir Wodehouse í einni bóka sinna og líka þessa skrýtlu, þar sem hann gerir grín að vinsældum sínum: Now! sáluga, að þau séu þrjú mik- ilvægustu skjölin í leynimöppu um Wodehouse. I fyrsta lagi er þar að finna nákvæma umsögn Wodehouse sjálfs á athöfnum sínum frá 1940—44. í öðru lagi er um að ræða skýrslu Cussen majórs í bresku leyniþjónustunni um rannsókn hans á Wodehouse-málinu, sem talið er lokið þann 28da september 1944. í þriðja lagi eru það upp- skriftir á útvarpsflutningi Wode- house. Þá er einnig í skjalamöppu þess- ari eiðsvarin umsögn konu Wode- house, Ethel, athugasemdir ýmssa sem hittu Wodehouse að máli seinni stríðsárin, nákvæm úttekt á fjárhagsstöðu Wodehouse þessi ár, bréf hans til breskra ráðamanna, örvæntingarfullar tilraunir til að svara fölskum orðrómi um Ber- línar-útvarpsþættina og samband hans við nasista — og fleira þess- legjt- Akærurnar. I stuttu máli var P.G. Wodehouse sakaður um eftirfar- andi: 1. Hann gerði enga tilraun til að flýja frá heimili sínu í Frakk- landi, þó innrás Þjóðverja væri yfirvofandi. 2. Kona hans og hann héldu nasist- um veislur á heimili sínu. 3. Þegar Wodehouse var í fanga- búðunum naut hann forréttinda vegna samvinnu sinnar við Þjóð- verja. 4. Hann hafði samúð með málstað Þjóðverja. 5. Honum var sleppt úr fangabúð- unum, þegar hann samþykkti að flytja áróður í þýska útvarpið. 6. Hann lifði á kostnað Þjóðverja í fyrirlitlegum munaði það sem eftir lifði stríðinu, bæði í Berlín og París. Þessar voru ásakanirnar og þeir sem báru þær fram voru háttsettir menn og ráðamiklir, sem gerði ásakanirnar enn alvarlegri fyrir bragðið. Breska ríkisútvarpið flutti samkvæmt boði Duff Cooper, upp- lýsingamálaráðherra, eitthvert óþvegnasta níð um P.G. Wodehouse sem nokkru sinni hefur verið út- varpað um einn mann. Sá sem samdi áróðurinn var William Connor, dálkahöfundur Daily Mirr- or. Hann réðist á Wodehouse með slíkum orðum sem „kvislingur", „ríkur glaumgosi sem seldi nasist- um sálu sína fyrir dúnmjúkt rúm“, „maðurinn sem seldi föðurland sitt“, „auðkýfingur sem reynir að gera sinn stærsta sölusamning; að selja land sitt“. Þá voru bækur Wodehouse fjar- lægðar úr nokkrum almennings- landráðamaðurinn þar til í júnímánuði 1940. Þá hand- tóku nasistar hann í Frakklandi, dæmdu hann í fangabúðir, slepptu honum og færðu til Berlínar, þar sem Wodehouse flutti fimm þætti á ensku í þýska útvarpið — sem leiddi til þess að hann var brenni- merktur sem landráðamaður. Wodehouse var 58 ára gamall, þeg- ar nasistar handtóku hann og hann lifði með landráðastimpilinn allt til dauðadags 1975. Hann var aldrei hreinsaður. í þrjátíu og fjögur ár mátti hann bera þennan kross, að vera talinn föðurlandssvikari í heimalandi sínu. Hann gerðist bandarískur þegn árið 1955 og átti heima þar vestra mikinn part ævi sinnar. Skömmu fyrir dauða hans aðlaði Elísabet Bretlandsdrottning þennan aldna rithöfund og við það tækifæri sagði hann í viðtali við BBC, sáttur við Guð og menn: „Nú á ég enga ósk framar, þegar ég hef verið aðlaður og búið að setja vaxmynd af mér í Madame Tussaud-safnið!" Hann lést nokkrum mánuðum síðar, 93ja ára að aldri. Ian Sproat, sá sem barðist fyrir því að fá að fara í gegnum Wodehouse-skjölin, segir í grein í Góðleg gömul kona sat við hlið hans í matarboði eitt sinn. Hún var ákaflega upp með sér að fá að sitja til borðs með hinum fræga rithöf- undi og gerði ekki annað en að dá- sama verk hans allt kvöldið. Hún sagði að synir hennar bæru tak- markalausa virðingu fyrir honum og söfnuðu bókum hans. Það verður aldeilis upplit á þeim, sagði gamla konan loks og hló við, þegar ég segi þeim, að ég hafi setið til borðs með Edgar Wallace! Wodehouse var besti karl. Góð- gjarn, hreinskilinn, örlátur, jafn- lyndur og hamingjusamlega kvæntur. Hann var vinnuþjarkur og í alla staði ánægður með lífið — V Wodehouse Case Now A Mystery M.P.s ask why uk« — • ** »> «Ke«6»£MY. Wodehouse: no prosecution odehouse ln»iiltcd Brilotu «* »*» • Kom'MriV9 bf P f« W w«» rtennuncM m »» Camitnto ttM Hl*hl írtifi tUtf Otföfdt A r wu> Nodehouse downed whil EM Britons I MaMt . _ tturn. >w utwHHMvfl Söiec/.. .. su ÍSK Tt — 55S--3 Dæmi um frá-sagnir breskra fjölmiðla af athöfnum Wodehouse í skugga nasismans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.