Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 11

Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 59 Rommí um Suður- og Austurland LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir Rommí á Suðurlandi og Austfjörðum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Vík í Mýrdal mánudaginn 14. júní og síðan verður haldið austur um og endað á Egilsstöðum þriðjudaginn 23. júní. Leikendur í Rommí eru þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson og hefur leikritið ver- ið sýnt á þriðja ár í Reykjavík og eru sýningar orðnar 142. Flytur fyr- irlestur um almenn málvísindi Joan Maling, prófessor í almenn- um málvísindum við Brandeis Uni- versity í Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla fslands á morgun, mánudaginn 14. júní, kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrir- lcsturinn nefnist „Reflexives in Modern Icelandic" og verður fluttur á ensku. Prófessor Joan Maling hefur einkum lagt stund á setninga- fræði. A undanförnum árum héfur hún lagt sig sérstaklega eftir setn- ingafræði germanskra mála ann- arra en ensku, einkum setninga- fræði íslensku og annarra Norður- landamála. Joan hefur tvisvar dvalist hér á landi sumarlangt — í síðara skiptið (1980) sótti hún sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Sovétrfldn: Hungur- verkfall hefur áhrif Moakva, 10. júni. AP. Sovétmaðurinn Andrei Frolov, sem fór í 26 daga hungurverkfall til að leggja áherslu á kröfu sína um að fá að flytjast úr landi til eiginkonu sinn- ar í Chicago, fékk i dag vegabréf og leyfi til að fara úr landi nú um helg- ina. Frolov, sem er 51 árs gamall, lauk hungurverkfalli sínu sl. föstudag, eftir að hafa fengið loforð frá sov- éskum yfirvöldum um að fá að flytjast úr landi. Hann er meðlimur í sex manna hópi sem hóf hungurverkfall 10. maí sl., en tveir aðrir hafa einnig byrjað að matast þar sem þeim hafa verið gefin loforð um að fá að flytjast úr landi til ástvina sinna. Hinir halda enn áfram í hungur- verkfallinu. NC plast bakrennur A norsk gæóavara NC plast-þakrennur eru sérhannaðar íyrir breytilegt veðuríar og standa því auðveldlega aí sér harða íslenska vetur. Sérlega létt og einíöld uppsetning gerir þér kleiít að ganga írd rennunum sjdlíur dn mikillar íyrirhaínar. 1EJGLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 i.- NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.