Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
Kathleen
sjóarí
snýr sér
að útgerð
l‘að er rigning og kalsaveður og
olíuklæddu manneskjurnar þrjár,
sem hamast við að kassa fískinn,
setja undir sig höfuðið við vinnu
sína. Kin þeirra gerir stundum hlé á
verkinu til að fá sér smók. Hún heit-
ir Kathleen Kelly, fískikona í Hel-
vík, litlu fískiþorpi á austurströnd
írlands.
Helvík, nafnið er frá norrænum
víkingum komið, er á klettóttu
nesi, sem gengur út í írlandshaf
og næstum laust við meginlandið.
Kathleen Kelly sker sig líka úr að
sínu leyti. írska fiskimálaráðið
hefur nefnilega ákveðið að lána
henni 100.000 pund, andvirði 40
feta langs fiskibáts, sem nú er í
smíðum. Kathleen Kelly er sem
sagt fyrsta írska konan, sem ekki
aðeins verður skipstjóri, heldur
skipstjóri á sínum eigin bát.
Þegar síldin var komin í kass-
ana og netin klár kallaði ég til
hennar og bað hana um að ræða
við mig. Kathleen kastaði sígar-
ettunni í sjóinn og fór á milli bát-
anna, greinilega alvön að fóta sig
á flughálu dekkinu, og kom síðan
tiLmín upp bryggjustigann. Hún
var rjóð og heit í vöngum og dökkt
hárið glóði eins og gulli slegið.
Þegar nær kom sá ég að það var
fiskihreistur.
Kathleen, sem er rúmlega tvítug
að aldri, er af fiskimönnum kom-
in. Það var aldrei nein ætlun
hennar að leggja fyrir sig sjó-
mennskuna en þegar hún hætti í
skóla fyrir nokkrum árum fékk
hún pláss hjá bróður sínum, sem
vantaði háseta. Þetta fyrsta
sumar hennar á sjó var veðrið
mjög gott og það veiddist vel.
Karlmönnunum fannst það bara
gott hjá henni að halda það út
fram á haust en þegar veturinn
gekk í garð var hún enn með þeim
og hefur verið það æ síðan.
Störfin um borð eru ekki jafn
KATHLEEN: Hvað erfíðast að hifa
fískkassana upp á bryggjuna.
erfið og þau voru áður, það gera
öll tækin, en það, sem Kathleen
finnst erfiðast, er að lyfta fullum
kassa af fiski af dekkinu og upp á
hryggju. Þá skipta ekki kraftarnir
mestu máli heldur þrautseigjan,
segir hún.
Kathleen vantar ekki þraut-
seigjuna og svo var það líka ann-
að, sem fyrir henni vakti. Hana
langaði að eignast sinn eigin bát.
Þess vegna hefur hún nú nýlokið
við sex mánaða námskeið í sigl-
ingafræðum og getur státað af
fullgildum skipstjórnarréttindum.
írska fiskimálaráðið hefur
ósvikinn áhuga á að fá fleiri stúlk-
ur til að gerast skipstjórar. „Eina
vandamálið," segir talsmaður
þess, „er skilyrðið um fjögurra ára
reynslutíma til sjós.“
Kathleen veit hvað hún vill og
hún veit líka að vegna þess að hún
er kona verður hún að leggja sjó-
mennskuna á hilluna fyrr en hún
hefði sjálf kosið. „Éggeri ráð fyrir
því að sem gift kona yrði ég að
vinna fyrstu árin en þegar krakk-
arnir kæmu yrði ég að koma í
land.“ Sem stendur er hún þó ekk-
ert að hugsa um að binda sig.
Sveitaböllin írsku byrja yfirleitt
ekki fyrr en klukkan 11, standa til
2 eða 3, og klukkan 5 er Kathleen
farin að gera klárt. Stundum geta
líka verið hin mestu uppgrip á
sjónum þó sjómennirnir séu tregir
til að játa það, enda aldrei að vita
nema skattheimtumaðurinn sé
einhvers staðar á hlerum.
Sjómennskan á sér líka aðrar
hliðar. Kuldann, vosbúðina, leið-
indin á toginu og hættuna.
Þetta hefur verið slysaár fyrir
írska sjómenn. Nýlega sö t.d.
togari, helmingi stærri en skipið
sem Kathleen er á, fyrir utan
Donegal og fórust með honum
fimm menn, þ.á m. feðgar. Kath-
leen er þó bjartsýn. Hún er líka
synd, ólíkt því sem er um flesta
írska sjómenn. — MARY RUSSELL
H0LLYW00D
Dimmir dagar
í drauma-
smiðjunni
Fyrir skömmu var frumsýnd í
New York dýrasta söngvamynd, sem
nokkru sinni hefur verið gerð.
Kvikmyndin heitir Annie og er gerð
eftir söngleik af Broadway. Kvik-
myndafyrirtækið Colombia Studios
sá um að gera myndina og koma
henni á markað og kostaði það
hvorki meira né minna en 500 millj-
ónir króna.
En þótt miklu sé til kostað er
ekki gert ráð fyrir því að eftirtekj-
an af fyrirtækinu verði mikil
fremur en af öðrum Hollywood-
-kvikmyndum, sem gerðar hafa
verið að undanförnu. Nálega
sérhver sá kvikmyndagagnrýn-
andi t Bandaríkjunum sem mark
er takandi á hefur kveðið yfir
henni hrakspár.
Þetta virðast vera afleiðingar
einhvers konar faraldurs, sem hef-
ur geisað í Hollywood og haft
áhrif á alla framleiðslu kvik-
myndafyrirtækjanna þar að und-
anförnu. Nú ríkja dimmir dagar í
draumasmiðjunni. Þar sem skrán-
ing atvinnulausra fer fram eru
langar biðraðir af fólki. Til
skamms tíma gátu sviðsmenn
kvikmyndaveranna reiknað með
þúsund dölum á viku en núna eru
þeir ánægðir með örlítið brot af
þeirri upphæð. Frá fornu fari hafa
samningar kvikmyndafélaganna
verið gerðir á ákveðnum veit-
ingastöðum í Hollywood, en flest
borðin eru núna auð og mannlaus.
Reyndir höfundar, leikstjórar og
framleiðendur sitja um hvern bita
sem til fellur.
getur í Hollywood.
Náungi, sem lengi hefur starfað
við kvikmyndagerð, en nú er at-
vinnulaus, segir ástandið vera
ljótt: — I fyrsta skipti í sögu
landsins er þjóðhöfðingi okkar
leikari. Hvað hefur það haft í för
með sér? Alvarlegustu kreppu í
kvikmyndaiðnaði, sem átt hefur
sér stað árum saman.
Hvernig stendur eiginlega á
þessu? Hvað veldur því að tæpur
fimmtungur þeirra 130 kvik-
nwnda, sem Bandaríkjamenn
framleiddu á síðustu tólf mánuð-
um, skiluðu hagnaði, en hinar
ekki?
Gamlir vinir Reagans forseta úr
skemmtanaiðnaðinum skella
skuldinni á æskufólkið, en það
hefur í auknum mæli snúið sér að
eiturlyfjaneyzlu og myndbanda-
leikjum í stað kvikmyndanna.
Hinir frægu leikstjórar síðasta
áratugs, svo sem Coppola, Bogd-
anovich o.fl., kvarta yfir því, að
eitthvað sé bogið við yfirstjórn
kvikmyndaveranna. Þar skorti
bæði tilfinningar og skynsemi.
Kvikmyndaframleiðendurnir
viðurkenna, að undanfarna mán-
uði hafi verið gerðar of margar
leiðinlegar, slæmar og yfirborðs-
kenndar kvikmyndir. Mörg dýr-
keypt mistök hafa verið gerð, og
þegar þar við bætast verkföll og
annars konar ókyrrð á vinnu-
markaðnum, svo og minnkandi
hagnaður af sölu mynda til sjón-
varpsstöðva, er útkoman ekkert
sérlega glæsileg. Á fyrstu mánuð-
um þessa árs var aðeins hafizt
handa um gerð 23ja kvikmynda í
Hollywood, en á sama tíma í fyrra
var byrjað á 45 myndum.
Það er dapurlegt hljóð í fram-
kvæmdastjórum Columbia Stud-
ios. Þeir hafa lagt út í 100 milljóna
króna söluherferð til þess að ná
inn einhverju af því fé, sem þeir
lögðu til kvikmyndarinnar Annie.
Nú streyma á markaðinn Annie-
dúkkur, -lampar, -pils, -rúmfatn-
aður, -hárkollur, -skartgripir,
-bækur og jafnvel hefur verið
framleiddur sérstakur Annie-ís.
En sennilega kemur allt fyrir
ekki. Framleiðsla Hollywood hef-
ur verið stimpluð leiðinleg. Það er
meira að segja svo komið, að er-
Iendir viðskiptavinir eru farnir að
halda að sér höndum, en hingað til
hafa þeir verið trölltryggir, hvað
sem á hefur gengið. Tekjur af sölu
kvikmynda til erlendra aðila hafa
dregizt saman um 20%.
— WILLIAM SCOBIE
Útsýnið út um glugga í einum af fangabúðum stjórnvalda. Myndin var
tekin í vetur og búðafangar sjást á rölti í snjónum.
LOGREGLURIKII
í Póllandi
er vissara
að segja fátt
Ekki alls fyrir löngu var tveimur
bandarískum sendifulltrúum í
Varsjá vikið úr landi, af þvi að í
fórum þeirra fundust fregnmiðar frá
Samstöðu. Þetta atvik hefur valdið
ugg meðal annarra sendifulltrúa í
Póllandi, sem hafa náin tengsl við
andstöðuhópa.
Er pólska stjórnin vísaði mönn-
unum tveimur úr landi notaði hún
tækifærið til að vara almenning
við, að sakleysislegur samgangur
við útlendinga gæti dregið dilk á
eftir sér fyrir alla aðila. Svo er að
sjá sem pólska stjórnin ætli að
fara að dæmi Rúmena og hræða
hinn almenna borgara frá því að
tala of frjálslega.
Samskipti við útlendinga hafa
verið ýmsum Pólverjum mjög svo
örlagarík. Það var maður nokkur,
Szmidt að nafni, sem hafði veg og
vanda af því, að blöð í Frakklandi
og í London skýrðu frá leyndar-
ráðstefnu um fjölmiðlun. Ráð-
stefnan var haldin í bækistöðvum
pólska útvarpsins og sjónvarpsins
og sátu hana blaðamenn ásamt
fulltrúa frá Flokknum. Þær upp-
lýsingar sem Szmidt kom á fram-
færi voru mjög skaðlegar fyrir
pólsku stjórnina, þar sem þar kom
fram, að Flokkurinn beitti sér að
ýmsu leyti gegn Jaruzelski for-
sætisráðherra sem taldi hann
meðal annars vera of auðsveipan
andófsöflunum í landinu.
Snemma í maí fannst Szmidt
látinn í baðkari sínu. í líkama
hans var mikið magn af áfengi og
lungun voru full af baðvatni.
Stjórnin í Póllandi hefur verið
bendluð við þetta dauðsfall og
ekki að ófyrirsynju.
Stjórninni er meinilla við þann
stöðuga straum af upplýsingum,
sem berst til eyrna heimildar-
manna Samstöðu sem og vest-
rænna fréttamanna. Hér er ekki
um gróusögur að ræða, heldur
áreiðanlegan fréttaflutning.
En það getur verið hættulegt að
taka við upplýsingum og dreifa
þeim í Varsjá, og þó ekki siður í
bæjum úti á landsbyggðinni.
Leyniþjónustan hefur þéttriðið
upplýsingakerfi í flestum stærri
borgum, og henni er fullkunnugt
um þá menn, sem starfa fyrir
Samstöðu, leynt eða ljóst. Þessi
vitneskja er stjórnvöldum afar
mikilvæg og hún gerir það að
verkum, að starf andófshópa lam:
ast að meira eða minna leyti. í
mörgum borgum hefur algerlega
tekizt að „koma á friði“ með þessu
móti.
I smábæjum og þorpum er
hættan ennþá meiri. í því sam-
bandi er ekki úr vegi að segja frá
blaðamanni, sem hafði verið rek-
inn úr starfi. Snemma morguns í
marzmánuði var gerð hjá honum
húsrannsókn, og í kjallara húss
hans fundust tveir fregnmiðar frá
Samstöðu. Maðurinn var handtek-
inn og hefur síðan verið í fangelsi.
Engin önnur gögn fundust gegn
manninum við húsrannsókn
þessa. Blaðamaðurinn hafði bara
lesið, hvað stóð á fregnmiðunum,
áður en hann kom þeim lengra
áleiðis.
Atburðir sem þessi eiga sér stað
án þess að margir taki eftir þeim
í því umróti og ólgu, er einkennir
þjóðlíf í Póllandi. Á yfirborðinu
virðist Kommúnistaflokkurinn
vera að ná í sínar hendur fullri
stjórn á landinu, en þar að auki
hafa leyniþjónustan og gagn-
njósnastofnun hersins látið til sín
taka og náð talsverðum völdum í
sínar hendur.
I Austur-Evrópuríkjum er það
engin nýlunda, að yfirvöld reyni
að hræða og skelfa andófsmenn
með ýmsum ráðum, en í Póllandi
hefur siíkum aðferðum yfirleitt
ekki verið beitt. Að vísu voru and-
stæðingar stjórnarinnar, jafnt
menntamenn sem verkamenn,
lagðir í einelti, en þeir þurftu ekki
að óttast kerfisbundnar kúgunar-
aðgerðir eins og þær, sem nú eru
við lýði.
— FELIKS POLINSKI
TÍBET
Allslaus og
svínbeygð þjóð
Á árabilinu 1979—’81 hafa þrjár
sendinefndir frá Dalai Lama, fyrrum
þjóðarleiðtoga í Tíbet, verið á ferð á
fornum heimaslóðum hans, en nú
eru 20 ár liðin frá því hann fíúði
föðurland sitt og settist að á norðan-
verðu Indlandi. Það voru Kínverjar,
sem nú fara með völd í Tíbet, sem
buðu sendinefndum þessum í ferð
um landið. Var þeim i mun að sýna,
að nú væri mikið framfara- og
gróskuskeið runnið upp í Tibet, eftir
aldarfjórðungs valdníðslu, sem þeir
viðurkenna, að landar þeirra hafí
bcitt þessa fornu fjallaþjóð.
Sendinefndirnar voru hver um
sig þrjá mánuði í Tíbet og fóru
hvert sem þær vildu, vítt og breitt
um landið. Kínverjar fylgdu þeim
á þessum ferðum og ennfremur
höfðu menn meðferðis 8 mm
kvikmyndatökuvél. Á hana tóku
þeir 70 mínútna kvikmynd um
Tíbet.
Kvikmynd þessi var sýnd í
London nú fyrir skömmu. Kom
þar fram, að sögusagnir um að
Kínverjar hafi nær útrýmt menn-
ingu Tíbetbúa eru engar ýkjur.
Það, sem kom kínversku gest-
gjöfunum mest á óvart úr þessum
ferðum, var, hversu innilega
sendimönnum Dalai Lama var
fagnað og hvílík fagnaðaróp
heyrðust hvar sem þeir komu. A
einum stað ruddust þúsundir Tíb-
etbúa fram og ýttu kínversku
varðmönnunum til hliðar. Þeir
hrópuðu og grétu og hópuðust í
kringum Búddaprestana í hópnum
og báðu um að láta skíra sig að
Búddatrúarsið, en það hafa Kín-
verjar bannað. Þeir snertu andlit
og hendur gestanna, þrábáðu þá
um að þiggja smágjafir og báru þá
á höndum sér.
Gestirnir voru hins vegar frá-
vita vegna þeirra ráðstafana, sem
hafa verið gerðar til að afmá svip