Morgunblaðið - 13.06.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
63
Svo er að sjá sem pólska stjórnin ætli
að fara að dæmi Rúmena og hræða
hinn almenna borgara frá því að tala
of frjálslega ...
KINAl
Raunasaga af
hörkustríði
um hænuegg
l'ær sögur eru sagöar frá Kína, að
þar hafi flokkur hermanna, sem hefst
Tið á nokkrum smáeyjum í Suður-Kína-
hafi, lent i hinum undarlegustu uppá-
komum og það allt út af nokkrum hæn-
um.
Kínverjar kalla þessar eyjar Xisha á
sínu máli en Víetnamar, sem einnig
gera kröfu til þeirra, nefna þsr hins
vegar því gamalkunna nafni Paracels-
eyjar. Af þessu sökum og til að ekki
fari á milli mála hvort nafnið megi sín
meira hafa Kínverjar sent hermenn til
helstu eyjanna í klasanum.
í Kína hefur það lengi tíðkast, að
hermenn leggi stund á hænsnarækt
og annan smábúskap til að bæta sér
upp fábreytt hermannafæðið og þess
vegna þótti það ekki nema sjálfsagt,
að hermennirnir á Xisha-eyjum
fengju nokkrar pútur frá meginland-
inu. Að því er segir í kínverskum
fjöimiðlum kunnu hænurnar svo vel
við sig í þessum nýju heimkynnum,
að ekki reyndist nokkur leið að
hemja þær í hænsnakofa, heldur
(Sjá: LÖGREGLURÍKIÐ)
Fyrst gerðist það að hænurnar lögðust
út.
tóku þær upp siði forfeðranna, vöfr-
uðu um eyjarnar og verptu þar sem
þeim hentaði best.
Hermennirnir urðu að sætta sig
við þessi máialok og reyndu sem best
þeir gátu að finna eggin þar sem
hænunum hafði þóknast að verpa
þeim. Síðan gerðist það, að hænun-
um og ungum þeirra, sem klakist
höfðu út á eyjunum, fór allt í einu
mjög fækkandi og á einni eftirlits-
ferðinni uppgötvuðu hermennirnir
ástæðuna fyrir hænuhvarfinu:
Geysistórar rottur, sumar allt að tvö
pund á þyngd, voru á góðri leið með
að útrýma hænsnabyggðinni.
Nú var sent eftir meindýraeyðum
frá meginlandinu, sem hófu þegar í
stað mikia gagnsókn gegn rottunum.
Þær virtust hins vegar vera vel
heima í kenningum Maós heitins um
skæruliðahernað því að þær létu
strax undan síga fyrir ofureflinu en
mættu svo tvíefldar til leiks þegar
meindýraeyðarnir voru á bak og
burt.
Hermennirnir báðu nú um ketti en
þegar kettirnir komust að raun um,
að þeir höfðu lítið í rotturnar að
segja, þá sneru þeir sér að því að
útrýma mjög sjaldgæfum fuglateg-
undum, sem lifa á Xisha-eyjum. Nú
báðu hermennirnir um hunda til að
hefna sín á köttunum, sem eltust
bara við fugiana en ekki rotturnar,
sem drápur hænurnar, sem verptu
eggjunum, sem hermennina langaði
í.
Kettirnir flúðu undan hundunum
upp í trén og hávaxinn runnagróður-
inn og höfðu þá hundarnir við ekkert
annað að vera en gjamma án afláts
og slást hver við annan. Þegar hér
var komið ákváðu hermennirnir að
leita á náðir vistfræðinga og biðja þá
að reyna að greiða úr flækjunni og
koma aftur á jafnvægi í ríki náttúr-
unnar á Xisha-eyjum.
Boðskapur sögunnar er þessi að
dómi Kínverja: Það breytir engu um
matseðilinn þótt menn hafi góðar
gætur á víetnamska tígrinum ef þeir
gleyma því hvað rotturnar hafast að
á meðan. CHRISTOPHER S. WREN
GLEÐIFREGN
Hófleg fita er
hreint ekkert
háskaleg
Hér koma ánægjuleg tíðindi fyrir
alla þá, sem nenna ekki að stunda
íþróttir og eru nokkuð vel í holdum.
Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af heilsufarinu, hvort sem þið eruð
bráðung, eða farin að nálgast sextugs-
aldur. Að visu ber að hafa það í huga,
að þið getið átt eitthvað á hættu, ef þið
haflð verið of þung allt frá barnæsku,
en sú hætta er ekki teljandi. En ef þið
eruð orðin fimmtug, þybbin en eld-
hress, benda niðurstöður til þess að
aukakílóin þurfi ekki að valda ykkur
teljandi áhyggjum.
Þetta er að minnsta kosti álit sem
dr. John Garrow og starfshópur
hans í næringarfræði hefur birt í
síðasta töiublaði brezka ritsins
Nutrition Bulletin.
Það virðist mikilvægt, að þessar
niðurstöður dr. Garrow eiga sér ekki
aðeins stoð í hans eigin athugunum,
heldur hafa ýmsir aðilar, eins og
tryggingaféiög, tekið mið af þeim
tölfræðilegu upplýsingum, sem til
Þybbinn en eldhress.
grundvallar liggja og eru þau þó
ekki þekkt fyrir að taka óþarfa
áhættu.
Dr. Garrow tekur fram, að hingað
til hafi menn gert allt of mikið úr
þeirri hættu, sem starfar af nokkr-
um aukakílóum. Hann segir mikii-
vægt að menn geri skýran greinar-
mun á nokkrum skaðlausum auka-
kílóum og offitu, sem sé skaðvænleg.
Dr. Garrow segir, að til sé einföld
aðferð til að ganga úr skugga um,
hvoru megin hryggjar menn liggja í
þessu tilliti. Til þessa er notaður
mælikvarði, sem belgískur stjörnu-
fræðingur, Quetelet að nafni fann
upp, en ýmsar þær aðferðir, sem
hann viðhafði í stjörnufræðinni
hafa komið að gagni við rannsóknir
á mannslíkamanum.
Þessi mælikvarði á við karla jafnt
sem konur svo fremi að þau stundi
ekki íþróttir og séu á aldrinum
18—60 ára. Maður vigtar sig,
léttklæddur og skólaus, og deilir síð-
an þyngd sinni í hæð sína í öðru
veldi. Ef útkoman er á milli 20 og 25
er maður vel á sig kominn, en fáir
þú útkomu, sem er á milli 25 og 30
ert þú í feitara lagi en utan hættu-
marka.
Við skulum taka dæmi, sem allir
skilja. Maður er 1,68 metrar á'hæð
og 63,3 kg að þyngd. Ef við notum
mælikvarðann á hann, fáum við út-
komuna 22,5.
En ef maður fær útkomuna 30 eða
meira, út úr þessum reikningi, er
maður kominn að hættumörkum.
Dr. Garrow verður þá, þrátt fyrir
alla sína bjartsýni, að viðurkenna,
að viðkomandi hafi ástæðu til að
ugga að sér. — ANTHONY TUCKER
Dalai Lama: Tíbetbúar sakna hans
Búddatrúarinnar af landi og þjóð.
Rúmlega 3.000 Búddahof höfðu
verið jöfnuð við jörðu svo ræki-
lega, að engu var líkara en að
þéttu sprengjuregni hefði verið
beint á þau. Andlitsmyndir á íkon-
um voru ristar af og þúsundum
steinlíkneskja steypt af stalli í
menningarbyltingunni. Helgar
steintöflur úr Búddahofum voru
notaðar í gangstéttir og þar með
neyddust Búddatrúarmenn til að
vanvirða þær með því að ganga á
þeim.
Þeir sem gerðu kvikmyndina
reyna ekki að draga fjöður yfir, að
Tíbet hafi verið algert prestaveldi,
á meðan Dalai Lama var við völd,
og aðeins nokkur hundruð fjöl-
skyldur og nokkur þúsund munkar
hafi búið við forréttindi. En ekki
tók betra við, þegar Kínverjar
náðu völdum í landinu, og er raun-
ar mesta furða, hvað Tíbetbúar
hafa þraukað. Klukkan þar er
stillt eftir klukkunni í Peking, þótt
sólin í Tíbet komi ekki upp fyrr en
tveimur og hálfum tíma síðar.
Lengi vel var bændum bannað að
rækta bygg, sem þeir höfðu gert
frá fornu fari. Þess í stað var þeim
skipað að rækta hveiti, þótt sú
korntegund sé óheppileg til rækt-
unar í svo miklu fjallalandi sem
Tíbet er, en hernámslið Kínverja
vildi fremur hveiti en bygg.
Kornið er ætlað hernámsliðinu,
en sjálfir Tíbetbúar svelta.
Kvikmyndin sýndi það greinilega.
Hernámsliðið hefur bannað að
fólk beri hefðbundin tíbezk klæði,
noti hið forna ritmál landsins og
iðki trúarbrögð sín. Það skal því
engan undra, að þjóðin sé hrjáð í
andlegu og veraldlegu tilliti. Þrátt
fyrir hinar innilegu móttökur,
sem gestirnir hlutu, reyndist þeim
erfitt að seiða fram bros hjá al-
þýðu manna, jafnvel systur Dalai
Lama tókst það sjaidan. Myndin
sýnir erlenda ferðamenn, sem fara
um landið í leit að helgum dómum
úr Búddatrú. Þeim verður nokkuð
vel ágengt, því að Tíbetbúar eru
nú fúsari til þess en áður að selja
þessa dýrgripi sína, eftir að hafa
varðveitt þá og tilbeðið á laun í
aldarfjórðung. Tekjurnar eru svo
rýrar, að það veitir ekki af þeirri
smáhýru sem hægt er að fá fyrir
góðan grip.
— JONATHAN MIRSKY
• Veröbréf — Víxlar
Önnumst kaup og sölu veöskuldabréfa og víxla. Út-
búum skuldabréf.
Verkfræðingar — Tæknifræðingar
— Raf virkjar og aðrir áhugasamir
Takið eftir!
Getum nú boöiö forritanleg stýrikerfi frá Texas
Instruments á mjög hagkvæmu verði. Forritun er
einföld og bráösnjöll. Viö höldum námskeið reglulega
til kynningar og kennslu á tækni. Læriö forritun á
einum degi. Sleppiö ekki einstöku tækifæri til aö ná
tökum á þessari nýju tækni. Hafiö samband viö Stýri-
búnaö í síma 84500 og fáiö nánari upplýsingar.
Viðskiptamenn
Veitum fullkomna tæknilega aðstoö og ráðgjöf.
Kúlulegusalan,
Stýribúnaður,
Suðurlandsbraut.
3 bílar eftir!
Okkar verð kr. 353.662
tietn íeppa
á betra verði?
DODGE
RAMCHARGER
SE'82
Við höfum fengið örfáa DODGE RAMCHARGER
S/E lúxus jeppa á aavintýralega lágu kynningar-
verði, sem nær aðeins yfir þessa einu sendingu.
í jeppunum er:
• 318 cu.in. 8 strokka vél
• sjálfskipting
• vökvastýri
• aflhemlar
• Special Edition lúxus sæti að framan og aftan
• teppi í hólf og gólf.
• viðarlíking i mælaborði og innréttingu
• tauáklæði á sætum
heil hurð að aftan
# loftlúga á þaki að aftan
# hlif undir millikassa
# hitamælir
# olíuþrýstimælir.
# sjálfvirkar driflokur
# km. mælir með teljara
# aftursæti má fella fram
# styrktur undirvagn og fl. og fl.
Raunvirði kr. 411.532
Kynningarafsláttur kr. 57.870
Berðu okkar verð saman við önnur jeppaverð og Þú kemst að raun
um að sambærilegir bflar eru miklu dýrari. DODGE HAMCHARGER
er byggður til að endast.
w Vökull hf.
Armúla 36 Simi: 84366