Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
Hin
ósýnilega
skrift
Bókmenntir í Tékkóslóvakíu
Danski rithöfundurinn
Peter Schepelern, sem lagt
hefur stund á tékknesku-
nám og starfað sem lektor í
kvikmyndafræöi, skrifaði
fyrir skömmu grein í Poli-
tiken um stöðuna í tékkn-
eskum bókmenntum, þar
sem hann lýsir m.a. áhrifum
„vorsins“ í Prag árið 1968
og innrásar Varsjárbanda-
lagsins í kjölfar þess og
greinir frá þrískiptingu hins
tékkneska bókmennta-
heims og hlutskipti þeirra
rithöfunda þar í landi, Sem
ekki skrifa fyrir flokkinn
og ríkið.
Hér fara á eftir nokkrar
glefsur úr greininni.
Vorið
Þau stjórnmálalegu stórátök
sem áttu sér stað 1968 skiptu
vitaskuld sköpum fyrir menn-
ingarlíf tékknesku þjóðarinnar
ekki síður en aðra þætti þjóðlífs-
ins. Atburðirnir 1968 mörkuðu
tímamót í tékkneskum bók-
menntum, Prag, sem fyrr á árum
átti tvo bókmenntaheima, tékkn-
eskan og þýskan (Rilke, Kafka
og Werfel eru fæddir þar), er nú
að minnsta kosti andleg miðstöð
heilla þrennra aðskiljanlegra
bókmennta.
I fyrsta lagi eru það hinar
opinberu bókmenntir, sem eru
gefnar út af ríkisútgáfunum, í
örðu lagi útiagabókmenntirnar,
sem eru skrifaðar og gefnar út á
Vesturlöndum, og loks eru það
neðanjarðarbókmenntirnar, sem
dreift er í örfáum eintökum inn-
anlands.
Vorið, sem árið 1968 leysti
hinn langa staliníska vetur af
hólmi í Tékkóslóvakíu, bar með
sér nýja og ferska öldu í þar-
lendri kvikmyndagerð, sem vakti
almenna athygli á Vesturlönd-
um. En svipað átti sér einnig
stað í bókmenntunum, þótt þær
séu að jafnaði háðari landamær-
um og málsvæðum. Sem dæmi
um bækur, sem komu út um
þetta leyti í Tékkósióvakíu og
voru þýddar á mörg önnur mál,
má nefna þrjár skáldsögur:
„Ragmennin“ eftir Josef Skvor-
ecky, sem var skrifuð árið 1949,
en fékkst ekki gefin út fyrr en
1958, en þá vöktu hinar kald-
hæðnislegu lýsingar á frelsun-
inni árið 1945 slíka gremju á
æðri stöðum, að bókin var sam-
stundis bönnuð. Hún kom síðan
út árið 1%6. Árið eftir kom út
bókin „Spaugið" eftir Milan
Kundera, sem fjallar um vofeif-
legar afleiðingar af hugmynda-
fræðilegum brandara sem ungur
maður skrifar á póstkort. Árið
1%9 leit síðan dagsins ljós
„Valdið ljúfa" eftir Slóvakann
Ladislav Mnackos, þar sem lýst
er uppgangi tækifærissinna inn-
an sósíalistalýðveldisins.
Eftir 1968 hafa margir tékkn-
eskir rithöfundar sest að á Vest-
urlöndum þar sem þeir hafa not-
ið stuðnings virtra höfunda á
borð við Henrich Böll, Jean-Paul
Sartre, Graham Greene og Phil-
ip Roth. Sá hinna landflótta höf-
unda, sem hvað mestrar vel-
gengni hefur notið mun án efa
vera Milan Kundera sem settist
að í Frakklandi þar sem hann
kennir nú við háskóla.
Svarti listinn
Þeir höfundar, sem urðu eftir í
Tékkóslóvakíu hafa orðið að gera
það upp við sig, hvort þeir væru
með eða á móti, því um fleiri
kosti er ekki að ræða. Þeir sem
ekki gáfu yfirlýsingar um stuðn-
ing við hina nýju valdhafa voru
þegar settir á svartan lista og á
þeim lista höfnuðu lang flestir
þeirra höfunda sem bæði inn-
lendir og erlendir aðilar töldu
fremsta. Árið 1977 voru alls 130
nöfn á svarta listanum.
Atburðirnir 1968 mörkuðu tímamót í tékkneskum bókmenntum.
Þessir höfundar voru settir í
útgáfubann, reknir úr rithöf-
undasamtökunum og bækur
þeirra eru ekki fáanlegar í bóka-
búðum, fornsölum eða á bóka-
söfnum. Þeir hafa misst atvinnu
sína, sem háskólakennarar, rit-
stjórar og þýðendur, og verða nú
að afla sér lífsviðurværis með
annars konar vinnu, eða hugs-
anlega sem þýðendur undir
fölsku nafni.
Margir þessara manna börð-
ust á sínum tíma gegn nasistum
á meðan landið var hernumið og
sátu í þýskum fangelsum eða
fangabúðum og tóku þátt í upp-
byggingu hinnar kommúnísku
Tékkóslóvakíu eftir 1948. Flestir
þeirra kenna sig vel að merkja
við sósialisma ennþá og flestir
hafa þeir skrifað undir mann-
réttindaskjal samtakanna
„Charta 77“.
Fyrir þessa höfunda hefur að-
eins verið um tvo möguleika að
ræða varðandi útgáfu. Annars
vegar hjá forlögum á Vestur-
Iöndum, eða að dreifa vélrituð-
um handritum í innan við tutt-
ugu eintökum leynilega innan-
lands. Vitanlega eru afnot af
vélrænum táknum frelsisins,
eins og ljósritunarvélum og fjöl-
riturum, háð ströngum takmörk-
unum og eftirliti af hálfu yfir-
valda.
Meira en 200 titlar hafa geng-
ið manna á milli á þessu formi
síðustu tíu ár og stjórnvöld láta
það gott heita.
Biðraðirnar
Hinar opinberu tékknesku
bókmenntir eru orðnar að undir-
furðulegu og óraunverulegu
fyrirbæri, röð Potemkin-tjalda,
bara fyrir augað. Inn á milli
leynast að sjálfsögðu snotrar og
huggulegar bækur, eins og verk
þjóðarlistamannsins, Zdenek
Pluhar, en þau eru hefðbundnar
epískar frásagnir um fjölbreyti-
leg örlög manna sem að lyktum
sigla í trygga höfn sósíalismans.
Þá má nefna nokkuð líflegri sög-
ur Vladimírs Parals úr hvers-
dagsleikanum á vinnustöðunum.
Hér eru á ferðinni bækur sem
standast kröfur útjöfnunar-
stefnunnar. Þessi verk líða
áfram á teinum, af jafn miklum
dugnaði og tilbreytingarleysi og
Vaclav Neumann stjórnar Dvor-
ak-symfóníu og neðanjarðarlest-
irnar bruna áfram í Prag.
Á hverjum fimmtudagsmorgni
myndast biðraðir fólks fyrir
utan bókaverslanirnar. Það
koma sem sé ennþá út bækur,
sem fólk þyrstir í að lesa. En
biðraðirnar eru tilkomnar vegna
þess að það misræmi milli fram-
boðs og eftirspurnar, sem virðist
vera grundvallarregla í sósíal-
ísku ríkjunum, á líka við um
bókamarkaðinn.
Eitt er það, að það er svo mik-
ið af bókum sem ekki má prenta,
og annað, að þær bækur sem eru
prentaðar, koma einatt út í ann-
að hvort allt of stóru eða allt of
litlu upplagi. Það sem viðskipta-
vinirnir eru að bíða eftir á
fimmtudagsmorgnum, þegar
nýjar bækur koma á markað, eru
yfirleitt þýdd verk. Það eru þýð-
ingar á verkum eftir mikilmenni
módernismans, eins og Joyce og
Proust, sem gefnar eru út í tíu til
fimmtán þúsund eintökum og
seljast upp á skömmum tíma.
Kafka kemur ekki út lengur.
Þegar bannaðir höfundar í
einstaka tilfellum fá að gefa út,
er það aðeins í agnarlitlu upp-
lagi. Ljóðskáldið Jan Skacel, sem
er á svarta listanum, fékk leyfi
til að senda frá sér litla ljóða-
bók, en upplagið mátti ekki vera
stærra en 2500 eintök og þau
hafa verið seld á uppsprengdu
verði á svörtum markaði allt frá
útgáfudegi.
Menningin
og ófrelsið
Menningin bætir að nokkru
leyti upp hið pólitíska ófrelsi
fyrir tékkneska lesendur. Tæki-
færi til að lesa síðustu ljóð Seif-
erts, eða síðustu neðanjarðarbók
Vaculíks, möguleikinn á að verða
sér úti um eintak af „Ulysses" í
hinni nýju og glæsilegu þýðingu,
eða miða á nýju kvikmyndina
eftir Chytilova, sem brátt mun
hverfa úr bíóunum þrátt fyrir
geysilega aðsókn. Slíkir hlutir
eru mikils metnir í Prag nútím-
ans. Það er nefnilega aðeins
hægt að nálgast þá — eins og
reyndar flest lífsins gæði — með
mikilli þolinmæði, góðum sam-
böndum og kannski nokkrum
fjárútlátum.
Frá vestrænum bæjardyrum
séð eru tékkneskar bókmenntir
öfundsverðar að því leyti hve
mikill áhugi er á þeim á ýmsum
stöðum. Meðal þeirra áhuga-
sömu eru bæði embættismenn
ríkisins og erlent frægðarfólk.
En tékkneskar bókmenntir eru
jú svo margvíslegar: Rétttrúar-
bókmenntir, útlagabókmenhtir
og hin ósýnilega skrift.
(SIB þýddi og endursagði.)
Snarpir
jarðskjálft-
ar í Mexíkó
Mexíkóborg, 7. júní. AP.
TVEIR snarpir jarðskjáiftakippir
urðu í Mexíkóborg og ollu þar lít-
ilsháttar tjóni í dag. Komu kippirnir
með fjögurra klukkustunda milli-
bili og mældust 6,5 og 6,9 stig á
Richter-skala.
Fyrri kippurinn orsakaði rúðu-
bort víða í þorginni, auk þess sem
rafmagn fór af um stund og gas-
leiðslur brustu. Nokkur vandræði
urðu við umferðarstjórn þar sem
götuvitar fóru úr skorðum.
Síðast varð snarpur jarð-
skjálftakippur í borginni í október
og mældist hann 6,5 stig á Richt-
er-skala. Þá lét einn maður lífið.
f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIft
KUNNAR
Bláber fersk
Bananar Dole — Appelsínur Jaffa — Appelsínur
Outspan — Epli rauö extra fancy — Epli græn frönsk
— Epli græn Granny Smith — Perur — Greip Out-
span — Sítrónur Outspan — Vatnsmelónur — Hon-
ey Dew melónur.
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300