Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
71
HVAÐ ER NÚ ÞETTA?
Þessir laumulegu strákar litu
inn á ritstjórn blaðsins nú fyrir
skömmu með einhvern einkenni-
legan rauðan hlut í höndunum.
Og átti nú ritstjórn blaðsins að
fara í keppni um að finna út hvað
það væri sem strákarnir væru
með. Sumir stungu upp á að þetta
væri ný gerð af töfrateningi, aðrir
að þetta væri ný gerð af eplum
sem farið væri að rækta í Dan-
mörku og þeir höfðu haft spurnir
af nú fyrir skömmu. En besta
uppástungan var að þetta væri
kaktus án róta. Strákarnir glottu
við þessari fákænsku fullorðna
fólksins og sögðu okkur að þetta
væri vanskapaður tómatur. Því
miður höfum við ekki nöfnin á
þessum skemmtilegu strákum.
„Mér
líður
ágæt-
Iega“
Ólafur Hjálmarsson er einn af þeim fjölmörgu námsmönnum sem eru að
leita sér að vinnu um þessar mundir. Óli er 4. árs nemi í viðskiptafræði í
Háskóla íslands.
óli sagði að hann væri ekki búinn að leita sér að vinnu nema í 7 daga
og sagðist hann alls ekki úrkula vonar um að hann fengi vinnu á sínu
sviði bráðlega. „Dagarnir líða fljótt, maður skreppur og spjallar við fólk,
svo les ég hagfræði sem er mitt stærsta áhugamál og ég hef í raun ekki
yfir neinu að kvarta, því ég tel mig alls ekkert atvinnulausan þó ég fái
ekki vinnu á mínu sviði. Ég get þó alltaf fengið vinnu við hitt og þetta,"
sagði óli. Þetta er í raun ágætis afslöppun eftir prófin sagði Óli enn-
fremur. Óli á sér raunar annað áhugamál en hagfræði en það eru
teikningar. Annars sagði hann „að hann hefði lítið gert af því að teikna
upp á síðkastið". Og þegar Óli var að því spurður hvort hann vildi segja
eitthvað að lokum sagði hann: „Mér líður ágætlega."
„Stelpur
ekkert verri 1 skák
en strákar“
Tómas Björnsson, 13 ára gamall Reykvíkingur, varð íslandsmeistari
á skákmóti telpna og drengja sem var haldið að tilhlutan Taflfélags
Reykjavíkur nú fyrir stuttu. Á mótinu kepptu 20 strákar og 3 stelpur.
Tómas leit við hjá blaðinu og spjölluðum við þá stuttlega við
hann. Hann sagði okkur að hluti af verðlaunum, sem hann fékk
væri að fara í æfingabúðir í Svíþjóð og færi hann kannski núna í
sumar. Tómas sagði að skák væri hans aðaláhugamál og mestum
frítíma sínum eyddi hann í að lesa skákbækur og skákir í blöðum.
Ekki taldi hann að stelpur væru neitt verri skákmenn en strákar ef
þær stunduðu þetta af krafti. Núna í sumar vinnur Tómas við að
bera út Þjóðviljann og selja Dagblaðið & Vísi í lausasölu.
Tómas sagði að ekkert væri ákveðið hvað hann gerði í sumar,
hann færi kannski hringinn í kringum landið með fjölskyldunni og
einhverjum helgum myndu þau eyða í sumarbústað sem fjölskyld-
an á við Meðalfellsvatn. Annars eyddi hann tíma sínum eins og
flestir á hans aldri gerðu, hann færi stundum í fótbolta og stundum
í sund og gaman þætti sér að fara á hasarmyndir í bíó.
Hvers vegna
erum við öll
svona leið...?
Kona er nefnd Inga Jónasar-
dóttir á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Hún kom fram á skemmt-
un í Broadway í febrúar síðast-
liðnum og vakti þar mikla hrifn-
ingu áheyrenda. í stuttu spjalli
við blaðið sagði Inga okkur for-
sögu þessa máls. Hún sagði að
þetta hefði alltsaman byrjað úti
á Spáni fyrir tveimur árum er
hún var stödd þar í fríi ásamt
manni sínum. Þar hefði hún
unnið þrenn verðlaun í söng-
keppni sem hefði verið haldin á
hótelinu sem hún bjó á. Síðan
hefði verið skrifað um þetta í
Dagblaðið og eftir það hefði Ing-
ólfur í Útsýn haft upp á henni og
fengið hana til að koma fram á
Útsýnarhátíð. Síðan sagðist Inga
hafa sungið á ýmsum stöðum á
Vestfjörðum og nú í haust hefði
hún sungið á Vestfjarðahátíð,
sem haldin hefði verið á Hótel
Loftleiðum. Inga sagði að hún
hefði verið stödd hér í bænum
dag einn í febrúar og þá hefði
Hermann Ragnar Stefánsson
rekist á hana af tilviljun og
spurt hvort hún væri ekki til í að
Inga er hún söng í Broadway.
koma fram í Broadway. Inga
sagðist hafa samþykkt þetta upp
á von og óvon um að henni
myndi takast það. En svo hefði
þetta allt saman gengið mjög
vel, og hún væri ánægð með það.
Inga sagðist vera algerlega
sjálfmenntuð og hún stæði fyrst
og fremst í þessu af því henni
þætti gaman að því. Inga semur
texta sína sjálf og nú sagðist
hún vera nýbúin að semja texta
við vinningslagið úr Eurovision
söngvakeppninni og gaf hún
blaðinu leyfi til að birta brot úr
textanum.
Hvorsvt gna erum vid öll svona leid
er ekki leidin ad hjartanu greið.
Hugsum við aðeins um allsnægt og auð
er sál okkar alveg snauð.
Ilöfum við gleymt þvi að guð. hann er til.
Cíefur í kuldanum birtu og yl.
Við skulum biðja um skilning og ást.
„Börnin þín lát ei þjást.“
Að lokuni sagðist Inga hafa
það gott. Hún ynni núna sem
sundlaugarvörður við sundlaug-
ina á Suðureyri og líkaði sér sú
vinna vel.