Morgunblaðið - 06.07.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982
5
Hringferð UMFI og FÍI:
Frá ísafjarðardjúpi
klukkan 8 í morgun
— þrír ættliðir tóku þátt í ferðinni í Strandasýslu
en komið var til Hólmavíkur voru
í fyrsta sinn þrír ættliðir í hópn-
um, sá elzti 77 ára og sá yngsti 8
HJÓLREIÐAR Ungmennafélags fs-
lands og Félags íslenzkra iðnrek-
enda ganga vel og un helgina var
hjólað frá Akureyri vestur um land. í
gærkvöldi áttu hjólreiðamennirnir
að vera á Hvítanesi við ísafjarðar-
djúp og halda þaðan klukkan 8.00 í
morgun.
Klukkan 19 á föstudag komu
hjólreiðamennirnir til Akureyrar
og þar tók harmonikuhljómsveit
Karls Jónatanssonar og félaga á
móti þeim með viðhöfn. Þá fluttu
þeir Pálmi Gíslason, formaður
UMFÍ og Örn Gústafsson, sölu-
stjóri iðnaðardeildar SÍS, ávörp
um gildi þess að velja íslenzka
framleiðslu frekar en erlenda. Um
kvöldið var Eyjafjarðarhringur-
inn síðan hjólaður og komið aftur
til Akureyrar um miðnættið. Á
laugardagsmorgun var Þóroddur
Jónasson heimsóttur á 50 ára
afmæli hans, en hann hefur um
langt árabil keppt í frjálsum
íþróttum og verið dyggur stuðn-
ingsmaður íþróttahreyfingarinn-
ar.
Síðan var hjólað út Eyjafjörð
gegnum Dalvík og Ólafsfjörð. Á
Lágheiðinni var ferðin hálfnuð og
þar tóku Skagfirðingar við hjólun-
um og var þá hjólað á Sauðárkrók,
yfir Þverárfjörð og til Skaga-
strandar og þangað var komið
klukkan 2 aðfaranótt sunnudags-
ins. Þar tók á móti þeim mikill
mannfjöldi, nær allir íbúar þorps-
ins og flestir á hjólum. Þaðan var
svo haldið til Blönduóss og komið
þangað klukkan 3.30 um nóttina.
Frá Blönduósi var haldið klukkan
8 á sunnudagsmorgun og fyrsta
spölinn hjóluðu kaupfélagsstjór-
inn, rafveitustjórinn og sveitar-
stjórinn. Síðan var hjólað um
Strandasýslu og komið til Hólma-
víkur klukkan 1 aðfaranótt mánu-
dagsins. Margir tóku þátt í hjól-
reiðunum í sýslunni og rétt áður
Góðar líkur á að
Víetnamarnir
fái dvalarleyfi
GÓÐAR líkur eru á að Yíetnamarnir
sem fóru til Kanada í fyrra og komu
ekki aftur, fái þar dvalarleyfi, eftir þvi
sem Jón Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Rauða krossins sagði þegar
Mbl. hafði samband við hann í gær.
Að vísu er töluvert síðan hann heyrði
síðast i þeim, en þá voru þeir vongóðir
um að fá dvalarleyfi, en þeir dveljast
hjá ættingjum sínum í Kanada og
hafa nú verið þar bráðum í ár.
Af Pólverjunum er það að segja,
að þeir eru nú allir komnir í hús-
næði og í það minnsta einn ein-
staklingur frá hverri fjölskyldu er
búinn að fá atvinnu. Pólverjarnir
sækja nú námskeið í íslensku og vel
hefur gengið að koma þeim hér
fyrir. Fólk hefur brugðist vel við, til
dæmis auglýsti Rauði krossinn eftir
húsgögnum fyrir Pólverjana með
mjög góðum árangri.
í gærmorgun klukkan 8 var
haldið frá Hólmavík vestur yfir
Steingrímsfjarðarheiði, sem ófær
er öllum öðrum farartækjum en
hjólum. Reiknað var með því að
komið yrði til Hvítaness í ísa-
fjarðardjúpi klukkan 23 í gær-
kvöldi og þaðan verður svo haldið
klukkan 8 á morgun.
Borgarstjóri
á 100. Kiel-
arvikunni
Davíð Oddsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, dvaldist í þýsku
borginni Kiel á dögunum. En þar
eru árlega mikil hátíðarhöld, svo-
kölluð Kielar-vaka, og var þess
minnst í ár, að nú var efnt til hátið-
arinnar í 100. sinn. Á myndinni
sést Davíð Oddsson rita nafn sitt í
gestabók borgarstjórnarinnar í
Kiel en við hlið hans stendur
Luckhart, yfirborgarstjóri í Kiel.
Snjór ennþá
á hálendinu
Ennþá er einhver snjór á hálend-
inu eftir upplýsingum vegaeftirlits-
ins hjá Vegagerð ríkisins.
Nú um helgina var Sprengi-
sandsleið farin á jeppum, og varð
að fara út úr slóðinni til að krækja
fyrir skafla sem voru á leiðinni.
Kjölur er fær stærri bílum og
Fjallabaksleið nyrðri er fær upp í
Landmannalaugar. Það er kalt vor
og lítil úrkoma sem taldar eru
helstu orsakirnar fyrir því, hversu
seint snjóa tekur upp.
AMSTERDAM
OG ÖLL EVRÓPA MEÐ
Brottför alla föstudaga
FLUG OG BÍLL -
ÓTAKMARKAÐUR AKSTUR
I og gisting: 7 dagar, Hótel Sonnesta, kr.
.860,- (tvibýli) — kr. 7.000,- (einbýli).
Innifaliö: Flug, gisting, morgunverður, kynníngarskál, ferð um síkin, flaska af víni hússins með kvöldverði
í matstofu hótelsins, auk annars.
1 vika — verð frá kr. 2.870,-
Flug og
5
vw Polo
4 í bíl
3 í bíl
2 í bíl
1 vika
2.870,-
2.990,-
3.225,-
2 vikur
3.225,-
3.460,-
3.935,-
Opel Kadett
1 vika
2.935,-
3.075,-
3.355,-
2 vikur
3.355,-
3.635,-
4.195,-
Innifalið: Flug, bill að eigin vali, ótakmarkaður akstur, lágmarkstrygging.
Afsláttur ffyrir 2—12 ára, kr. 1.260,-
URVAL C
VID AUSTURVÖLL Austurstræti 17.
SÍMI: 26900 simi 26611.