Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1982, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1982 Sundraðar fjölskyldur allra landa sameinist Frá því var skyrt, að Igor Kortsnoj, sonur skákmeistar- ans Viktors, hafi verið með merki í barminum, þegar hann sté frjáls út úr flugvél í Vínarborg um helgina og á merkinu hafi staðið: Sundraðar fjölskyldur allra landa sameinist. Tilvísunin til kommúnistaávarpsins í þessu kjörorði er vel við hæfi, því að miskunnarleysi Kreml- verja í garð sundraðra fjölskyldna er með eindæmum, er engu líkara en umboðsmenn heimskommúnismans í Moskvu teiji mannúð í garð einstaklinga geta eyðilagt veldi sitt. Það eru sex ár liðin síðan Viktor Kortsnoj ákvað að flýja Sovétríkin. I öll þessi ár hefur hann barist fyrir því, að Bella, kona hans og sonurinn Igor fengju að flytja vestur fyrir járntjald. Þessum tilmælum hefur í senn verið mætt af dónaskap og hörku. Með áhrifamiklum hætti hefur barátta skákmeistarans tengst Islendingum. Þar ræður mestu, að Friðrík Ólafsson hefur sem forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, beitt sér fyrir því, að Kortsnoj-fjölskyldan fái að sameinast. PViðrik Ólafsson er ekki þeirrar gerðar, að hann flíki afrekum sínum, það þekkja fjölmiðlar best. Islendingum er hugrekki og snilli Friðriks að góðu kunn fyrir skák- afrek hans. I máli Kortsnoj hefur hann sýnt sömu mann- kosti í átökum við hið miskunnarlausa sovéska kerfi — og sigrað. Miðað við þá atburði, sem gerðust í síðustu viku í samskiptum íslands og Sovétríkjanna, má segja, að Frið- rik Ólafsson komi hnarreistur frá viðureign sinni við Sovétmenn, en íslenskir ráðherrar niðurlútir. Hvað veldur því, að sovéskir valdhafar sjá sér hag af því að verða sér til skammar í öllum menningarlöndum með því að beita einstaklinga þeirri kúgun að fá ekki að njóta samvista við sína nánustu? Sumir mundu segja mannvonska og aðrir þjóðfélagskerfið. En þetta tvennt fer greinilega saman. Eitt er víst, að í Sovétríkjunum líta valdamenn á einstaklinga sem hverja aðra ríkiseign og farið er með þá af jafn miklu tilfinningaleysi og dráttar- vélar eða skurðgröfur. Ályktun Stúdentaráðs Samtök herstöðvaandstæðinga héldu lítinn fund á Miklatúni á laugardaginn, hins vegar var hann þeim mun umfangsmeiri á öldum ljósvakans hjá hinni óhlut- drægu fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þessi stofnun lætur aldrei hjá líða að geta um fjölda á samkomum herstöðva- andstæðinga, því var sleppt að þessu sinni, af því að það sýndi áhuga almennings á þessu framtaki í réttu ljósi. Allan daginn var fundurinn fámennur og misheppnaður. Svo spyr hinn óghlutdrægi ríkisfréttamaður með aðdáun í röddinni hvort fundurinn hafi ekki markað tímamót í „friðarbaráttu“ Islendinga! Það fór ekki jafn mikið fyrir því í fréttum Ríkisút- varpsins fyrir helgina og þessum litla Miklatúnsfundi, að á fimmtudaginn samþykkti Stúdentaráö Háskóla Islands ályktun um friðarmál, þar sem hafnað er kröfu Samtaka herstöðvaandstæðinga um einhliða afvopnun og varnar- leysi íslands undir kjörorðinu: Island úr NATÓ! Herinn burt! Þetta kjörorð er auðvitað hrein öfugmæli, þegar rætt er um frið í okkar heimshluta. Og enginn sannur talsmaður friðar getur gengið til samstarfs við Samtök herstöðvaandstæðinga og Alþýðubandalagið á meðan þessir aðilar halda fast í kröfuna um einhliða varnarleysi Islands. I ályktun Stúdentaráðs felst ósk um gagnkvæma af- vopnun, er hefjist með frystingu kjarorkuheraflans og síðar eyðingu hans. Stúdentaráð varar við hugmyndum um einhliða afvopnun og hvetur ólík öfl til samstöðu um varðveislu friðar. Ráðið skipar sér í fylkingu þeirra sem af einlægni berjast fyrir friðvænlegri heimi en hafnar hræsni Samtaka herstöðvaandstæðinga og Alþýðubanda- lagsins. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Eins og sjá má er ekki mikið heillegí eftir af bílnum og má íeljast mildi að ekki fór þó verr. ^ I.jósm. Mbl. (.unnar Hallsson. Qshlíðarslysið: „Þetta eru endalokin, eitt og hið sama skal yfír okkur hjónin gangau — hugsaði ég, þegar ég fór inn „ÉG HEF lent í sjávarháska og séó hann svartan, en aldrei lent I annarri eins lifsreynslu. Ég hugs- aði með mér þegar ég fór inn i bílinn aftur að nú væri þessu lokið. Þetta væru endalokin og eitt og hið sama skyldi yfir okkur hjónin ganga“, sagði Guðmundur Rós- mundsson sjómaður á Bolungarvík i viðtali við Mbl., en hann og kona hans, Lilja Ólafsdóttir, lentu í þeirri lífsreynslu á fostudag á Óshlíðarvegi milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, að grjótskriða lenti á bifreið þeirra svo hún lagðist saman og gjöreyðilagðist. Lilja slasaðist mikið og var flutt í að- gerð til Reykjavíkur. Hlaut hún m.a. opið handleggsbrot, auk þess sem hún skaddaðist á höfði og marðist mikið. Hún var þó á bata- vegi í gær og fór af gjörgæsludeild árdegis. Guðmundur lýsir atburðinum og aðdraganda svo: „Við vorum á leið inn í Djúp þar sem við ætl- uðum að vera í sumarbústað okkar yfir helgina. Ég hef aldrei átt von á hruni á þessum stað á veginum, en hann liggur undir háum hömrum, og hélt því að fyrsti steinninn væri fljúgandi hrafn. Þegar ég gerði mér grein fyrir að þetta var grjót en ekki hrafn ætlaði ég að bakka og komast undan. Ég hafði þó að- eins náð bílnum nokkra senti- metra, sem hefur þó eflaust bjargað lífi okkar, þegar stórt bjarg kom ofan á vélarhlífina, braut bílinn niður og allt var stopp. Mér tókst að komast út, en sá þá að konan átti sér ekki undankomuleið, hurðin hennar megin var svo illa skekkt að við henni varð ekki hreyft og engin leið var að ná henni út mín meg- in. Ég fór þá aftur inn í bílinn og reyndi að hlífa konunni, tók um höfuð hennar og herðar og reyndi að hughreysta hana. Ég man að ég sagði að nú yrði þessu fljótt lokið, þetta gengi jafnt yfir okkur. Hún var þá þegar mikið særð, hafði fengið grjót og gler yfir sig í gegnum hlið bílsins, enda hennar hlið nær bjarginu. Grjótið hrundi síðan yfir okkur og það var hryllilegt að heyra það dynja á bílnum. Þakið yfir okkur var sem pappír og við bílinn aftur, segir GuÖmundur Rósmundsson um, en það var erfitt, enda bílinn eitt járnarusl. Sjúkrabifreið og læknir komu síðan innan úr Vík og fluttu hana undir læknis- hendur. Guðmundur er fæddur og upp- alinn Bolvíkingur og hefur farið þessa leið akandi mörg hundruð sinnum, að hans sögn. Hann sagði aðspurður að hann færi þessa leið á ný um leið og hann kæmist vestur. „En ég veit ekki með konuna. Hún er auðvitað mjög illa á sig komin og ég veit ekki hvað verður þegar hún jafn- ar sig líkamlega. Ég er hræddur um að það verði erfitt að fá hana upp í bíl aftur." Þá sagði Guðmundur einnig, að mjög mikið grjóthrun hefði verið á veginn síðustu vikurnar og að hann hefði einmitt haft á orði við konu sína á leiðinni, áð- ur én þau lentu undir skriðunni, að óvenju mikið væri um hrun á veginum. Hann sagði síðan í því sambandi: „Maður hefur alltaf vitað að eitthvað þessu líkt gæti komið fyrir, en sem betur fer hafa ekki oft orðið slys eins og þetta, þó oft hafi munað mjóu. En við höfum oft talað um það heima, hversu mikill trassaskap- ur það er af Vegagerðinni að hreinsa ekki stallana, sem gerðir voru fyrir sex til átta árum efst í hlíðinni á þremur til fjórum hættulegustu stöðunum. Þeir eru nú orðnir fullir af grjóti og mér finnst það lágmark að Vega- gerðin sjái um að hreinsa þá því þeir hafa áreiðanlega tekið við miklu af því hruni sem orðið hef- ur. Þessir steinar sem lentu á okkur komu ekki úr hamra- veggnum sjálfur, heldur ofan úr hlíðinni. Vegagerðin ætti að drífa sig í því að hreinsa þetta. Vegurinn sjálfur er ágætur, hættan liggur uppi í hlíðinni. Mér finnst að minnsta kosti meita um vert að hafist verði handa við þetta en breikkun veg- arins.“ Guðmundur bað í lokin fyrir beztu þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu þau hjón á slysstað og eftir slysið. Guðmundur sjálfur slapp að mestu. Hann er þó skor- inn á höndum og höfði og vöðvi í öðrum fæti rifnaði frá beini. Guðmundur Rósmundsson. Þessi mynd var tekin af honum i Reykja- vík í gær, þar sem hann dvelur til að geta fylgst með konu sinni. LjÓHm. Mbl. Kmilía. fundum hvernig allt nötraði og skalf. Samt leið mér ekkert illa, ég hafði sætt mig við endalokin." Guðmundur sagði, að síðan hefði grjóthruninu linnt og þá hefði hann haldið að allt væri í lagi og því farið á ný út úr bíln- um til að leita aðstoðar og bif- reiðar þá verið komnar að staðn- um. Hann sagði síðan: „Þegar ég var kominn út kom önnur hrima, ekki betri, og ég komst þá ekki aftur inn í bílinn. Það var hrylli- legt að standa bara þarna og komast ekki til konunnar. Sem betur fer fór mestur hluti þeirr- ar hrinu framan við bílinn, en aðkomumenn hjálpuðu mér síð- an. Vörubifreið kom fljótlega á staðinn og dró bílinn út úr mestu hættunni og við gátum þá hafist handa við að ná Lilju út úr bíln-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.