Morgunblaðið - 06.07.1982, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1982
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR BERGSSON,
bakarameistari,
Veghúsastíg 9,
andaöist föstudaginn 2. júlí sl. Jaröarförin ákveöin síöar
Elna Sigrún Sigurðardóttir, Guðjón Már Gíslason,
Ulla B. Siguröardóttir,
Siguröur Mór Guðjónsson.
t
Sunnudaginn 4. júlí andaöist í Borgarspítalanum,
MARGRÉT VfGLUNDSDÓTTIR,
Ljósheimum 6, Reykjavík.
Kristinn Halldórsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Móöir okkar.
SIGRÚN EDWALD,
Hótúni 10 A,
lést laugardaginn 3. júlí. Börnin.
+
Systir okkar,
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Stekkholti, Biskupstungum,
andaöist í Landakotsspítala 4. júlí.
Halldór Jónsson,
Málfríður Jónsdóttir Bríem.
+
Móöir mín,
ALDÍS JÓNSDÓTTIR,
tónmenntakennari,
Kleppsvegi 48,
lést í Landspítalanum aö kvöldi laugardagsins 3. júlí.
Gisli Jón Þóröarson.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GARDAR HAUKDAL ÁGÚSTSSON,
skipstjóri,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. júlí kl.
3.00.
Bírna Haukdal Garöarsdóttir, Magnús Jóhann Óskarsson,
Þórdís Garöarsdóttir, Lúövík Guðberg Björnsson
og barnabörn.
+
Ástkær dóttir okkar og systir,
ÁSLAUG ÞÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Hulda Magnúsdóttir, Jóhannes Bjarnason,
Stefanía I. J. Donegan,
Guömunda H. Jóhannesdóttir,
Bjarni M. Jóhannesson.
Hallbjörn Þórarins-
son — Minningarorð
Fæddur 25. nóvember 1890
Dáinn 20. júní 1982
Mánudaginn 5. þessa mánaðar
var til moldar borinn hollvinur
okkar hjóna um langt tímabil,
Hallbjörn Þórarinsson, er lést að
Öldrunarheimili Landspítalans 20.
júní sl. 91 árs að aldri.
Mér er ljúft að minnast Hall-
björns, svo yndislegur maður sem
hann var. Glaðlegur, skemmti-
legur og umfram allt bjartsýnn á
tilveruna, hjálpsamur og ráðagóð-
ur. Hann hafði trú á að yngri
kynslóðin myndi spjara sig, enda
sá hann hve breytingar í tækni og
iðnaði fóru ört vaxandi í þjóðfé-
laginu og fylgdist með þróuninni
fram eftir aldri, eftir því sem
heilsa og kraftar leyfðu. Sú lífstrú
er gulli betri, það er gott að kynn-
ast slíkum mönnum meðan maður
er enn ungur að árum.
Hallbjörn Þórarinsson var
fæddur að Hnitbjörgum 25. nóv-
ember 1890. Hnitbjörg eru utar-
lega í Jökulsárhlíð. Foreldrar
Hallbjörns voru Þórarinn Björns-
son og Þóra Gunnlaugsdóttir
Eiríkssonar er bjó á Parti úr
Skriðu-KIaustri, kona hans var
Guðrún Jónsdóttir bónda Finn-
bogasonar.
Eiríkur og Jón dóu báðir á miðj-
um aldri.
Björn Hannesson, afi Hall-
björns, byggði Hnitbjörg. Hannes
bjó góðu búi að Hrollaugsstöðum í
Hjaltastaðaþinghá. Móðir Hall-
björns var eins og áður er sagt
Þóra Gunnlaugsdóttir. Gunn-
laugur dó ungur, var hann mynd-
armaður og sárt saknað um alla
sveitina.
Er Hallbjörn Þórarinsson var
ungur hafði hann mikinn hug á að
menntast, læra eitthvað er að
gagni gæti komið síðar á lífsleið-
inni. Hann fór því í Búnaðarskól-
ann á Eiðum og útskrifaðist þaðan
vorið 1912 með góðum árangri, til
fróðleiks má geta þess að þeir sem
útskrifuðust með Hallbirni um
vorið 1912 að Eiðum voru: Gunnar
Sigurðsson, Jón Sigurðsson og
Sigmar B. Guttormsson.
Eftir að Hallbjörn var orðinn
búfræðingur frá Eiðum ráða þeir
bræður Jónas bóndi að Hrafna-
björgum að fara til Kaupmanna-
hafnar til trésmíðanáms.
Hallbjörn var ekki lengi að
ákveða sig, maður með svo mikla
bjartsýni og trú á lífið og framtíð-
ina er ekki lengi að taka ákvörðun
þó hún sé bæði stór og óvenjuleg
og strax um vorið 1912 halda þeir
bræður til Kaupmannahafnar.
Það er hægt að hugsa sér hvað
fólk hefur haldið austur á héraði
um svona „hugdettur" fyrir 70 ár-
um. En þeir bræður létu það ekki
aftra sér. Enda var hugmyndin
bæði djörf og snjöli.
Hallbjörn var svo lánsamur að
komast að hjá einum mest metna
meistara á þeim tíma, hr. L.P.
Hansen í St. Hansensgade og Jón-
as bróðir hans þar stutt frá og
gátu þeir stundum haft samband
sín á milli, þótt vinnutími væri oft
mjög langur og kaupið lágt. Að
loknu námi komu þeir bræður
heim um haustið 1914.
Líklega hefur Hallbjörn stund-
að smíðar í héraði eftir að hann
kom heim. Á Seyðisfirði dvaldist
Hallbjörn við smíðar 1915, en
heimilisfastur sennilega frá 1916.
Á Seyðisfirði kvæntist Hall-
björn heitkonu sinni, Halldóru
Sigurjónsdóttur Hrólfssonar og
konu hans Ingibjörgu Sigurjóns-
dóttur ættuð frá Loðmundarfirði.
Sigurjón Hrólfsson var Þingeying-
ur enda skáldmæltur vel.
Hallbjörn og Halldóra hófu
búskap sinn á Seyðisfirði. Hall-
björn stundaði smíðar og þótti vel
lærður í iðn sinni og hafði mjög
mikið að gera enda fátt um menn í
iðninni.
Halldóra og Hallbjörn eignuð-
ust 8 börn. Elstir voru tvíbura-
bræðurnir Þórarinn og Sigurjón,
Sigurður, Ingi, Ólafur, Guðlaug og
Lárus. Eitt barn dó á unga aldri.
Um haustið 1928 fluttust þau
Halldóra og Hallbjörn hingað til
Reykjavíkur með barnahópinn
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
RAGNAR RAGNARSSON,
dýralaaknir,
veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, miðvikudaginn 7. júlí
kl. 1.30 e.h.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarstofn-
anir.
Halla Bergsdóttir
og börn.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
BJARNI LÚDVÍKSSON,
málarl,
Álfheimum 70,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 7. júlí kl.
10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á aö láta
líknarstofnanir njóta þess.
Laufey Arnórsdóttir,
Haukur Bjarnason, Jóhanna Bergþórsdóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Magnússon,
Lúövík Bjarnason, Sigrún Böðvarsdóttir
og barnabörn.
+
Útför
GUÐBJARGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
sem lóst í Landspitalanum 3. júlí, fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 8. júlí kl. 1.30.
Selma Hannesdóttir,
Ríkharöur Pálsson
og synir.
Vegna jarðarfarar
BJARNA LÚÐVÍKSSONAR,
veröur verslunin Casa, Borgartúni 29, lokuö miöviku-
daginn 7. júlí fyrir hádegi.
sinn, þar sem meiri og fleiri mögu-
leikar voru á að mennta börnin og
koma þeim í atvinnu, enda voru
þau þá komin talsvert á legg. Þau
elstu komin að fermingu.
Á heimili Halldóru og Hall-
björns var mikill og sífelldur gest-
agangur. Voru þau hjónin sam-
taka og umhugað um að láta gest-
um sínum líða vel. Og gott var að
vera í návist þessa góða og hjarta-
hlýja fólks, er öllum vildi gott
gera.
Því miður naut Halldóru ekki
lengi við, hún andaðist 12. október
1955. En hjartalag hennar og vin-
áttu við mig og mitt fólk munum
við lengi muna. Halldóru auðnað-
ist þó að sjá börn sín komast vel
upp og verða nýtir þjóðfélags-
þegnar. Þórarin verða eftirsóttan
matreiðslumann, Sigurjón síma-
mann hér í borg, Sigurð vörslu-
mann hjá Reykjavíkurborg, Inga
dugandi sjómann, Ólaf prentara,
Guðlaugu matráðskonu og Lárus
yfirvélstjóra.
Fráfall Halldóru Sigurjónsdótt-
ur var mikið reiðarslag fyrir fjöl-
skylduna alla, þó sérstaklega fyrir
eiginmanninn, en þau höfðu búið í
astríku hjónabandi nær því 40 ár
og börnin og tengdabörnin sem öll
eru dugandi og velgefið fólk mátu
hana mikils. Vandfyllt var því
skarð þessarar stórbrotnu hjarta-
hlýju og góðu konu.
Guðlaug, sem er lík móður sinni
í öllum dugnaði og myndarskap,
tók að sér heimilishald hjá föður
sínum að Sörlaskjóli 82. Seinna er
hún sjálf hafði komið sér upp íbúð
að Reynimel 84 tók hún föður sinn
og Sigurð bróður sinn með sér og
hafa þeir átt þar heima síðan. Un-
un var að sjá hve vel hún hugsaði
um föður sinn af alúð og ástríki.
Ég vil færa henni mínar bestu
þakkir fyrir það, það er svo líkt
hjartalagi móður hennar sáluðu
sem var svo óumræðilega góð
kona. Ég veit að Hallbjörn var
dóttur sinni afar þakklátur fyrir
alla þá umhyggju og velferð er
hún veitti honum í ellinni.
Við vitum að ýmsar sorgir og
erfiðleikar mæta okkur á langri
göngu lífsins sem erfitt er að
sætta sig við er aldur færist yfir
og þrek og kraftar dvina. Ein af
þessum sorgum er skilnaður við
ástvinina. Hallbjörn var tilfinn-
ingamaður mikill þó hann að
öðruleyti væri glaður og bjart-
sýnn. Jóhann Sigurjónsson,
barnabarn Hallbjörns andaðist 17.
júní 1965. Ólafur sonur hans and-
aðist á Akureyri 31. desember
1%6 en þar bjó hann og starfaði
við iðn sína. Hildur Þóra, kona
Þórarins, elsta sonar hans andað-
ist 17. júní 1975 og Þórarinn and-
aðist 3. febrúar 1978. Allt þetta
fékk mjög mikið á Hallbjörn er þá
var orðinn aldraður og veikburða.
Hérvistar dögum Hallbjörns Þór-
arinssonar er lokið. Hjartans
þakkir fyrir alla þá löngu göngu er
við höfum gengið saman í þessu
jarðneska lífi.
Jesús sagði: Sjá ég geri alla
hluti nýja: Aftur er Hallbjörn orð-
inn ungur maður meðal ástvina
sinna. Aftur fagnar hann ástríkri
eiginkonu og sonum og tengda-
dóttur og sá fögnuður tekur aldrei
enda, hann er eilífur.
Guð blessi Hallbjörn og ástvini
hans, er fagna heimkomunni. Guð
gefi eftiriifandi ástvinum frið og
blessun.
Þorsteinn Halldórsson