Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982 49 Alþýðuflokkur lýsir fyllsta stuðn- ingi við samninginn við Sovétríkin MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá þingflokki og framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins vegna samnings um efnahagssam- vinnu milli íslands og Sovétríkj- anna. Fréttatilkynningin er svohljóó- andi: „Sameiginlegur fundur þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins lýsir yfir fyllsta stuðningi við samning þann, sem nýlega hefur verið gerður við Sov- étríkin, um samvinnu á sviði efna- hagsmála og lýsir jafnframt undr- un sinni og fordæmingu á því sjónarspili, sem hluti Sjálfstæðis- flokksins hefur komið á vegna þessa máls. Eftir að hafa grandskoðað efn- isatriði þessa samnings er það niðurstaða þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins að í samningnum sé ekki að finna nein þau efnisatriði, sem hættuleg geta talist, og ekkert það sem hef- ur áður verið að finna í öðrum slíkum samningum. Dylgjur hluta Sjálfstæðis- flokksins um það, að beitt hafi verið óeðlilegum þrýstingi, virðist algerlega úr lausu lofti lofti gripn- ar, enda hafa þeir ekki fengist til þess að útskýra við hvað er átt. Kjarni þessa máls er sá, hvort blanda eigi saman milliríkjavið- skiptum annars vegar, og hins vegar samúð eða andúð á stjórn- arfari þeirra ríkja, sem versiað er við. Það er skoðun jafnaðar- manna, að annars vegar skuli ríkja frelsi í milliríkjaviðskiptum, og hins vegar, að milliríkjavið- skipti skuli fara fram óháð stjórn- arfari í þeim löndum sem verslað er við. Áratugum saman versluðu ís- lendingar við Spánverja og Portú- gali með saltfisk og á sviði ferða- mála, þó svo í báðum þessum lönd- um sætu þá svívirðilegar einræð- isstjórnir. Styrjaldarrekstur Bandaríkjanna í Vietnam hafði engin áhrif á viðskipti þjóðanna. íslendingar hafa verslað við Sov- étríkin, þó svo í því landi ríki rauður fasismi, einræðisstjórnar- far og skert mannréttindi. Eftir að hafa grandskoðað bæði þann samning, sem hér um ræðir og samningsgerðina í heild sinni er það skoðun þingflokks Alþýðu- flokksins að hann sé að öllu leyti eðlilegur. Smáþjóð eins og íslend- ingar þurfa auðvitað ævinlega að vanda slíka samninga vel, og það hefur verið gert. Ef það er heil brú í upphlaupi hluta Sjálfstæðisflokksins þá er það krafa um það, að í viðskiptum milli landa leggi ríkisstjórnir mat á stjórnarfar þeirra landa sem verslað er við. Framkoma Sjálf- stæðisflokksins er krafa um við- skiptalega einangrunarstefnu. Þingflokkur Alþýðuflokksins vill vekja rækilega athygli á því, hversu hættuleg þessi krafa er. Þetta er nákvæmlega sama krafan og Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, hefur sett fram gagn- vart hinum ýmsu Evrópuríkjum vegna efnahagslegrar samvinnu um gasleiðslu frá Sovétríkjunum. Meginatriði málsins er, að efna- hagsleg einangrunarstefna, sem menn auðvitað sjá aldrei fyrir endann á, er líklegri til þess að stefna friði í voða, heldur en opin verslunarstefna, og þá einnig við einræðisríki. Þingflokkur Alþýðuflokksins gerði ekki athugasemdir við opinbera heimsókn Geirs Hall- grímssonar til Sovétríkjanna fyrir sex árum, þar sem hann undir- strikaði vináttu þjóðanna, og birt- ist í sovéska sjónvarpinu, þó svo verið væri að fremja mann- réttindabrot allt í kringum hann. Af sömu ástæðu sér þingflokkur Alþýðuflokksins ekki ástæðu tii þess að gera athugasemdir við þennan samning nú. Þetta er rammasamningur, og það hefur að öllu leyti verið staðið eðlilega að gerð hans. Þessi samningur breytir vita- skuld engu um afstöðu jafnaðar- manna til stjórnarfarsins í Sovét- ríkjunum. Þar ríkir einræði og þar eru framin mannréttindabrot. Hins vegar er opin verzlun milli landa, þó svo stjórnarfarið sé ólíkt, liklegri til þess að stuðla að friði, þekkingu milli þjóða, og út- breiðslu jákvæðra hugmynda, en sú viðskiptalega einangrunar- stefna, sem hluti Sjálfstæðis- flokksins hefur nú gert að stefnu sinni." Snyrtistofan Snót opnar OPNUÐ hefur verið Snyrtistofan Snót að Hlíðarvegi 47 í Kópavogi. Eigandi stofunnar er Guð- munda Árnadóttir, fótaaðgerða- og snyrtisérfræðingur. Á stofunni er boðið upp á alla almenna snyrtingu ásamt fóta- aðgerð. Á myndinni eru talið fri vinstri: Fri Sjómannadagsriði: Anton Nikulásson, Garðar Þorsteinsson, Guðmundur H. Oddsson og Pétur Sigurðsson. Fri Frey, sitjandi: Sigurður Örn Einarsson, Pétur Filippusson, Egill Ingólfsson og Imrður Guðmundsson. Standandi: Albert Finnbogason, Gunngeir Pét- ursson og Magnús Tryggvason. Bera kostnað af einni íbúð á Hrafnistu HINN 14. júní sl. var undirritaður samningur milli Sjómannadags- ráðs og Lionsklúbbsins Freys í Keykjavík. Lionsklúbburinn tekur að sér að bera kostnað af sem svarar einni íbúð í hinni nýju hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Er upphæðin miðuð við áætlaðan byggingarkostnað hönnuða. Við undirskrift greiddu félags- menn þriðjung upphæðar og munu ljúka greiðslum á næstu tveim árum. Lionsklúbburinn Freyr var einnig aðili að byggingu vist- heimilisins í Hafnarfirði og bar kostnað þá eins og nú af húsnæði fyrir einn vistmann. Margir Lionsklúbbar, stúkur Oddfellowreglunnar og verka- lýðsfélög hafa lagt þessu þarfa máli lið og hafa höfðinglegar gjafir og fjárframlög þeirra og annarra velunnara Sjómanna- dagssamtakanna orðið að miklu liði við þessa stórframkvæmd. Ef ekki verða tafir vegna fjár- skorts eða af öðrum orsökum, standa vonir til að hægt verði að halda áætlun um að taka íbúð- arhæðir í notkun í desember á þessu ári. I hinu nýja hjúkrunarheimili eru yfir 80% herbergja einbýlisherbergi. Þessi mynd var tekin á sjómannadaginn úr einu herbergjanna, sem þá var til sýnis. Öll herbergin eru með sér steypibaði og salerni. <?STjÖRNU BLONDUNARTÆKI Bnlna A-Iínan frá Noregi Sterb og endingargóð tæki, sem setja nýtiskulegan svip á umhverfið heíidversiun Marino Pétursson SUNDABORG 7 -124 REYKJAVÍK. SÍMI: 81044 icsi’fl') lii'n'í) .frvill I J l) i x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.