Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 3 100 íslendingar skoðuðu rústir Hvalseyjarkirkju (irænlandi, 6. ágúst, frá llirti (líslasyni, hlaAamanni MorgunblaAsins. í DAG voru þrjú hundruð manns viðstaddir messu scra Jónatans Motzfeldt, formanns grænlensku landsstjórnarinnar í rústum Hvalseyjarkirkju. Þar af voru um hundrað íslend- ingar og hafa aldrei verið svo margir menn af ís- lensku bergi brotnir saman komnir þar, síöan á tímum íslensku landnámsmann- anna. Síðast var vitað með vissu um íslenska guðsþjón- ustu í Hvalseyjarkirkju 1408, en þá voru þrettán ís- lendingar viðstaddir ís- lenskt brúðkaup. Það skyggði nokkur á hátíðar- höldin í dag, að vegna mikillar þoku komu þjóðhöfðingjarnir ekki með þyrlu til Hvalseyjar, eins og áætlað hafði verið, en aðr- ir gestir komu þangað á skipum og blaðamenn með þyrlu. Af sömu sökum seinkaði áætlun um u.þ.b. tvær klukkustundir. Þjóð- höfðingjarnir komust heldur ekki til Upernviarssuk, en nokkrir gestanna fóru þangað á skipum. Á þessum stað er m.a. sauðfjár- ræktarstöð, garðyrkja og skóg- ræktartilraunir. Um kvöldið var svo opinberum gestum boðið til málsverðar í Qaqortoq og var þar hátíðarhöldunum á Suður- Grænlandi formlega slitið. Á morgun munu þjóðhöfðingjarnir síðan heimsækja bæinn Nanort- alik. Henrik Lund, bæjarstjóri i Qaqortoq, býður Margréti drottningu Dana velkomna til móttöku í ráðhúsi bæj- arins á fimmtudagskvöld. Simamynd/Nordroto Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Sonja, krón- prinsessa Noregs, og prins Hinrik í þjóðbúningum í veizlu bæjarstjórnar Qaqortog (Julianeháb) síðastlið- inn fimmtudag. Simamynd/Nordrolo Doktor Kristján Eldjárn, fyrr- um forseti Islands og fornleifa- fræðingur, var viðstaddur mess- una í Hvalseyjarkirkju og gekk hann um svæðið með blaðamanni Morgunblaðsins og lýsti rústun- um í stuttu máli. Sagði hann kirkjuna byggða í fyrsta lagi árið 1280 og í síðasta lagi 1350 Hún væri byggð í gotneskum stíl, hlaðin úr grjóti, bundnu saman með kalklími. Sagði hann að gerð kirkjunnar benti til þess, að hún væri byggð af fagmanni á evrópskan mæli- kvarða og stæðist hún fyllilega samanburð við kirkjur byggðar á sama tíma í Noregi. Stærð kirkj- unnar ásamt öðrum húsakosti benti ótvírætt til þess, að hér hefði verið um stórbýli að ræða, m.a. væri talið að fjósið, sem væri tvístætt, hefði rúmað um þrjátíu nautgripi og við það hefði verið stór hlaða. Þá væru þarna rústir fjárhúsa og síðast en ekki síst stórs bæjar. Þá vekti það athygli, að útihús væru á milli bæjarins og kirkjunnar, en það væri óvenjulegt. Þá ræadi blaðamaður Morgun- blaðsins við formann Norræna félagsins á íslandi, Hjálmar Ólafsson, en mikill fjöldi Islend- inga er nú staddur hér á vegum félagsins. Sagði Hjálmar, að hér væru um hundrað manns á veg- um félagsins og væri ánægjulegt hve vel hefði til tekist með ferð- ina og hve góðar móttökur Græn- lendinga hefðu verið. Sagði hann, að þeir gerðu sér vonir um að með þessari heimsókn mætti auka samskipti Islendinga og Græn- lendinga og að heimsóknin yrði m.a. til þess að ýta undir stofnun norræns félags á Grænlandi. Norskt skógræktarfólk í heimsókn: „Hlakka til að koma hingað eftir 50 ár og sjá þessar plöntur sem við gróðursettum44 Bjarni Gram Fritz Stegan Greibrokk IIKK Á landi er staddur 60 manna hópur skógræklarfólks frá Noregi. Krá árinu 1949 hafa slíkir hópar kom- ið hingað þriðja hvert ár og jafn margir íslendingar farið út í boði norsku skógræktarinnar. Norski hóp- urinn kom hingað til lands I. ágúst sl. en fer aftur utan 14. þessa mánaðar. Ferðirnar borgar fólkið sjálft, en uppihald greiðir það með þeirri vinnu sem það leggur fram við skógrækt. Síðdegis í gær héldu fréttamenn Mbl. upp að Elliðavatni og hittu fyrir Bjarna Gram, sem er farar- stjóri hópsins sem dvelur þar. Hann byrjar á að segja okkur að þau séu 13 sem dvelji á Elliðavatni, í boði Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Hópnum sem kom hingað til lands hafi verið skipt í fjóra minni hópa og dvelji hinir þrír í boði Skógræktarfélags ríkisins á Laug- arvatni, í Skorradal og Norður- tungu í Borgarfirði. Hann segir okkur að hópurinn sé frá A-Noregi og þetta sé fyrsta ferð flestra í hópnum til íslands. En ís- lendingarnir sem fóru í skiptum til Noregs hafi farið til Mæris og Raumsdals. Við spyrjum Bjarna hverskonar ferð þetta sé. „Þetta er sambland af skemmti-, landkynningar- og gróðursetn- ingarferð. Við gróðursetjum um 2.000 plöntur hérna í Heiðmörkinni og einnig hlúum við að plöntum sem hafa verið gróðursettar áður, klippum þær til, gefum þeim áburð og lítum eftir að þeim líði sem best.“ — Leggið þið til plönturnar sjálf? „Nei, það gerir Skógrækt ríkis- ins, við fáum í hendur sitkagreni-, hirki- og stafafuruplöntur og gróð- ursetjum þær. Ég hlakka til að koma hingað eftir 50 ár og sjá þess- ar plöntur sem við gróðursettum." — Þetta er fyrsta ferð þín til ís- lands, hvers vegna ákvaðstu að koma hingað til að gróðursetja trjáplöntur á íslandi? „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland. ísland og Noreg- ur eiga margt sameiginlegt og byggja á sömu sögulegu hefðinni. Heima í Noregi eigum við stóra skóga, en það sem vakti hvað mesta furðu mína þegar ég kom hingað var þetta skógleysi ykkar. Það er vissulega gaman að geta hjálpað ykkur að rækta ykkar eigin skóg.“ — Hvað er það merkilegasta sem þú hefur séð á íslandi? „Það er þetta skógleysi, landið er svo bert miðað við Noreg. Ég varð einnig mjög hissa þegar ég kom í sundlaugina í Laugardal, allt þetta heita vatn sem þið eigið og getið notað takmarkalaust. Mér finnst sundlaugin alveg sérlega skemmti- leg. Við eigum eftir að ferðast dá- litið um ísland og ég hlakka mjög mikið til að sjá bæði Gullfoss og Geysi, eldfjöllin og hraunin. Hóp- urinn fer einnig á Reykjanesskag- ann og hann hlakka ég til að sjá. Fólkíð hérna á íslandi er mjög elskulegt, og við höfum fengið hlýj- ar móttökur. Enda eru íslendingar og Norðmenn mjög líkir, segir Bjarni og hlær. Islenskur matur er líka mjög góður, ég hef fengið lambakjöt og fisk, hvort tveggja er mjög gott.“ — Þú ert í lopapeysu, keyptirðu hana hér? „Nei, en lopinn í hana er keyptur hér en konan mín prjónaði hana, þetta er hlýjasta peysa sem ég hef eignast. Við hittum fyrir ungan mann að nafni Fritz, sem segir okkur að þetta sé önnur ferð hans til Islands, hann hafi komið hingað fyrst á vegum Skógræktarinnar 1973. Hann kunni mjög vel við Island, bæði fólkið og náttúruna. Veðrið sé fjölhreytt en þó hafi hann verið heppnari með veður nú, en þegar hann kom hingað síðast, þá hafi rignt næstum allan tímann. Ann- ars skipti veðriö ekki svo miklu máli því að íslendingar séu svo in- dælt fólk. Að lokum segist hann hlakka mjög til að sjá Gullfoss og Geysi aftur. Þegar við erum að kveðja hittum við fyrir Stegan Greibrokk. Hann er frá Setedal í Noregi, sem hann segir okkur að sé fegursti dalurinn þar í landi. ísland tjáir hann okkur, að sé að sínu mati sérlega fallegt land. Fjallasýnin hér sé alveg stórkostleg: Um íslendinga hefur hann það að segja að þeir séu mjög hlýlégir og Stegan segir okkur að hann hafi mikinn áhuga á sögu landsins og hafi m.a. lesið Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Hann segir að fólk í Setedal í Noregi leit- ist mikið við að halda sinni gömlu menningu. Dalurinn hafi verið ein- angraður áður fyrr og það hafi hjálpað þeim til að varðveita þá mállýsku sem þau tali og forna menningu. Dalbúar byggi enn þann dag í dag svipuð hús og tíðkuðust fyrr á öldum, syngi sömu söngvana, dansi sömu dansana og reyni á all- an hátt að varðveita gamla tímann sem best. Það sé mikill áhugi hjá þeirri kynslóð sem nú sé að vaxa úr grasi, að gamli tíminn verði sem best varðveittur. Að lokum segist Stegan ætla að koma til íslands að 15 árum liðnum til að sjá plönturn- ar sem hann plantaði hér. Einnig segist hann vonast til að geta kom- ist í skógarhögg hér á landi, ein- hvern tímann í framtíðinni. llnnið að gróðursetningu f Heiðmörk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.