Morgunblaðið - 07.08.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
11
Á hinn bóginn hafa margir sósí-
aldemókratar tekið afstöðu gegn
samvinnu við „græningja" á þeirri
forsendu, að hún brjóti í bága við
þá stefnu SPD að stuðla að fram-
þróun á sviði iðnaðar til að
stemma stigu við vaxandi at-
vinnuleysi, en ekki draga úr henni
eins og umhverfisverndarsinnar
beittu sér fyrir. En forsvarar
hinna þriggja flokka, kristilegra
demókrata (CDU og CSU) og
frjálslyndra demókrata, sem eiga
sæti á Sambandsþinginu ásamt
SPD, hafa einnig látið þetta mál
til sín taka upp á síðkastið. Að
dómi aðalframkvæmdastjóra
CDU, Heiners Geisslers, eru
„græningjar" þrýstihópur sem
vonlaust sé að starfa með fyrir
ábyrgðarleysis þeirra sakir. Og
Alfred Dregger, formaður kristi-
legra demókrata í Hessen, hvatti
forsvara þingflokkanna til að
hundsa „græningja" við myndun
meirihluta í borgar- og fylkis-
stjórnum framvegis, því að þeir
sambandsþingið í næstu kosning-
um.
Uppruni „græningja“
En hverjir heyra Græna flokkn-
um til? — Hér virðist mestan part
um að ræða fólk sem annaðhvort
hefur sagt skilið við frjálslynda
demókrata og sósíaldemókrata
eða smáflokka á vinstri væng á
undanförnum árum vegna
óánægju með stefnu þessara
flokka t.d. í friðar- og umhverfis-
verndarmálum. Þetta hefur rutt
braut þeirri lensku í óvönduðum
þýðverskum dagblöðum, einkum í
eigu hins umdeilda útgefanda Ax-
els Springers, að grufla í og af-
hjúpa pólitíska fortíð „græn-
ingja". — Tilgangurinn er vafa-
laust sá að vekja tortryggni í garð
þeirra meðal almennings. Eru
þessi blöð gagnsýrð hleypidómum
um að umhverfisverndarsinnar
séu leiksoppar kommúnista og af
þeim sökum viðsjálir. Nokkrir
...
wtmmmmmmmmrnSA
Sósíaldemókratar
og umhverfisvernd-
arsinnar hefja við-
ræður um
samstarf í
hefðu að markmiði að semja sig
ekki að þingræðisháttum.
Af þessum ummælum má glögg-
lega ráða að kristilegir demókrat-
ar hafa vart í hyggju að gera hos-
ur sínar grænar fyrir „græningj-
um“ í bráð. Öllu torveldara er aft-
ur á móti að henda reiður á skoð-
unum frjálslyndra demókrata á
umhverfisverndarsinnum. Hans
Dietrich Genscher, formaður
flokksins, telur þó að stjórnar-
samstarf sósíaldemókrata og
„græningja" í Hamborg mundi
hafa í för með sér aukið atvinnu-
leysi sakir andstöðu Græna
flokksins við hagvöxt. Hins vegar
lét framkvæmdastjóri FDP,
Gúnther Verheugen, í ljós það
viðhorf að samvinna frjálslyndra
við „græningja" kæmi mjög til
álita í ákveðnum málum í framtíð-
inni.
Þá má geta þess að samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun meðal
kjósenda FDP telja um 56% þann
kost vænstan að frjálslyndir
demókratar og sósíaldemókratar
sitji áfram í ríkisstjórn, — eða
þessir flokkar myndi bandalag
með „græningjum". Þar kom einn-
ig fram að 57% stuðningsmanna
frjálslyndra eru fylgjandi því að
umhverfisverndarsinnar komist á
stjornar-
Hamborg
stjórnmálamenn, sem flestir eru í
Kristilega demókrataflokknum,
hafa heldur ekki látið sitt eftir
liggja að úthúða „græningjum" á
opinberum vettvangi. T.a.m. lét
einn borgarfulltrúa CDU í Ham-
borg eftir sér hafa að umhverfis-
verndarsinnar væru kommúnistar
upp til hópa sem skýldu sér ein-
ungis bak við hulu umhverfis-
verndar til að ná fram markmið-
um sínum. Afleiðingin varð sú að
honum var stefnt fyrir ærumeið-
ingar af „græningja". Lauk þessu
máli á þann veg að borgarfulltrú-
inn var dæmdur til að draga um-
mæli sín til baka og greiða tals-
verða fjárupphæð ónefndum um-
hverfisverndarsamtökum. — Og
nú hafa fleiri „græningjar" lýst
yfir því að þeir hyggist fara í mál
við borgarfulltrúann af sömu
ástæðu.
Vandamál
Græna flokksins
Það, sem stendur umhverfis-
verndarsinnum verulega fyrir
þrifum, er ágreiningur meðal
þeirra um skipulag og stefnuskrá
Græna flokksins. I lögum hans er
t.d. mælst til þess, að þeir full-
trúar, sem kosnir eru í borgar- og
fylkisstjórnir á vegum flokksins,
leggi niður embætti um miðbik
kjörtímabils til að gefa flokks-
bræðrum sínum kost á að taka
sæti þeirra. Einnig ber þeim að
láta hluta launa sinna fyrir
stjórnarstörf af hendi rakna í sjóð
til styrktar baráttumálum „græn-
ingja“. Þá eiga fulltrúarnir að
leggja fyrir flokksmannafund
flestar ákvarðanir sem þeir taka í
nafni flokksins. Ef meiri hluti
flokksmanna er andvígur þessum
ákvörðunum skulu þær dregnar til
baka.
Með þessu vakir bersýnilega
fyrir umhverfisverndarsinnum að
auka lýðræði í flokknum. M.ö.o. á
að koma í veg fyrir að embættis-
menn þeirra láti undir höfuð
leggjast að hafa náið samráð við
flokksfélaga um að hrinda stefnu
flokksins í framkvæmd.
En þessi ákvæði eru m.a. rót
missættis með „græningjum". —
Hefur raunin oft orðið sú að full-
trúar flokksins í fylkisstjórnum
sniðganga þessi boð. T.a.m. hafa
sumir neitað að segja af sér að
hálfu kjörtímabili liðnu og aðrir
aftekið að gangast undir neitun-
arvald flokksmannafundar. Einn-
ig deila umhverfisverndarsinnar í
V-Berlín í kjölfar óeirða vegna
komu Ronalds Reagans Banda-
ríkjaforseta þangað í júní sl. um
réttmæti valdbeitingar til að ná
fram pólitískum markmiðum. En
því hefur verið haldið fram að þá
hafi „græningjar,, beinlínis hvatt
til ofbeldisverka.
Að dómi Petru Kelly, formanns
„græningja", stafa ofangreind
vandamál að mörgu leyti af því að
flokkurinn hafi ekki enn náð að
festa sig í sessi sakir þess hversu
stutt sé liðið frá stofnun hans.
Ennfremur kveðst Kelly hafa
áhyggjur af því að Græni flokkur-
inn hljóti skyndilega 13% at-
kvæða því að þá mundi vaxa sú
hætta að hann yrði valdagræðgi
að bráð. Hún kysi fremur að
„græningjar" fengju 5—6% at-
kvæða og yrðu hlutverki flokksins
trúir á þingi en þeir legðu til ráð-
herra.
Þá má ætla að hin ólíku viðhorf
„græningja" í þeim fylkisstjórn-
um, sem þeir eiga sæti í, dragi úr
mætti flokksins. Hér er oft og tíð-
um um að ræða félaga í friðar- og
umhverfisverndarsamtökum, sem
bjóða sig fram undir merkjum
„græningja", en hafa lítil sem eng-
in samskipti við Græna flokkinn
sjálfan. Gott dæmi þess eru
„græningjar" í borgarstjórn
Bremen.
En þó að umhverfisverndar-
sinnar séu klofnir er það engum
vafa undirorpið að sífellt fleiri
flýja á náðir þeirra. Er nú svo
komið að um 40% kjósenda á aldr-
inum 18—24 ára mundu ekki
ganga að kjörborðinu ef „græn-
ingjum" væri ekki til að dreifa.
Dæmin sanna að vaxandi gengi
Græna flokksins er fyrst og
fremst á kostnað sósíaldemókrata.
Telja margir að þeir hafi brugðist
ætlunarverki sínu og því séu
„græningjar" eini kosturinn. Áð-
urnefnd Thea Bock gekk meira
segja svo langt að staðhæfa að
„græningjar" hefðu ekki boðið sig
fram í Hamborg ef sósíaldemó-
kratar hefðu framfylgt yfirlýstri
stefnu sinni.
„Hamborg stjórnlaus“
Eins og áður sagði bendir ýmis-
legt til þess að „græningjar" fái
þau 5% atkvæða í næstu kosning-
um sem þarf til að flokkurinn
komist á sambandsþingið. Því hef-
ir jafnvel verið spáð að hann verði
í oddastöðu sökum þess að fylgi
frjálslyndra demókrata dvínar nú
með degi hverjum. Ef þessi spá-
dómur rætist verður forvitnilegt
að fylgjast með því hvort fulltrúar
flokksins muni virða starfshætti
hins borgaralega þingræðis. —
Sumir andstæðingar „græningja"
hyggja þó að flokkurinn muni
frekar hafa eftirfarandi ummæli,
sem eignuð eru æringja nokkrum
eftir kosningarnar í Hamborg, að
leiðarljósi: „Heyr, heyr, okkur er
borgið, — Hamborg er stjórnlaus
eins og tunglið."
Dala-
rósir
úr
Svía-
ríki
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það er sumarsýning í Árbæj-
arsafni, og að þessu sinni eru
það listaverk úr Dölunum í Sví-
þjóð, sem sannarlega lífga
skemmuna í Árbæjarsafni. Eg
verð að játa, að það hafði alger-
lega farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá mér, að þessi sýning væri
á boðstólum, hvað þá að ég bygg-
ist við eins skemmtilegri sýn-
ingu og raun ber vitni. Ég vissi
að vísu, að margir halda því
fram, að kjarni sænsku þjóðar-
innar sé kominn úr Dölum, en
þar er fólk frægt fyrir að búa á
sömu jörðum ættlið eftir ættlið
og mikla og rótgróna íhaldsemi á
siði ög lifnaðarhætti. Brúðkaup
munu vera fræg af veislugleði
þar í sveit og margt annað mætti
til tína í sambandi við sænska
Dalamenn.
Árbæjarsafn hefur nú fengið
sýningu af rósamálverkum frá
Dalarnas Museum í Falun og
notið stuðnings sænska ríkisins
við að koma þessari ágætu sýn-
ingu á framfæri hér á landi.
Þetta er mjög vel til fundið, og
ég er viss um, að flestir, sem
fylgjast með sýningum hér í
borg, fagna því að fá tækifæri til
að kynnast listamönnum Dal-
anna. Verk þeirra tala afar
skýru máli og eru eins einlæg í
eðli sínu og mögulegt er. Þarna
eru sérlega skemmtileg og aðlað-
andi listaverk, sem í mörgum til-
fellum styðjast við Biblíufrá-
sagnir og ekki má gleyma kónga-
fólki og öðru stórmenni, sem
einnig koma þarna við sögu. Eitt
verkanna nefnist til að mynda
„Napóleon keisari á flótta". Allt
er þetta heimfært við þau af-
skekktu héruð, sem listamenn-
irnir bjuggu í, og tímasetning
kemur vel í ljós í klæðaburði
þess fólks, sem sést á þessum
verkum. Ekki verður svo ritað
um þessa sýningu, að ekki verði
minnst á „Kúrbits", en svo kalla
þeir Dalamenn blóm, sem mikið
kemur við sögu í list þeirra.
Nafnið er tekið úr Gamla testa-
mentinu og þýðir jurt, sem er
tákn lífs og dauða. Þetta blóm er
helsta sérkenni Dalamál-
verkanna.
Ágæt sýningarskrá fylgir
þessum verkum, og er þar gerð
góð grein fyrir hverjum lista-
manni og einnig tilfærð nokkur
atriði til skýringar þessum lista-
verkum. Því fer ég ekki fleiri
orðum um innihald og gildi þess-
ara verka, en vísa í skrána. Hins
er mér Ijúft að geta, að ég hafði
mikla ánægju af að sjá þessi
verk, og ég er óhræddur við að
segja fólki frá þessari sýningu.
Það vargott veður, er mig bar að
garði í Árbæjarsafni, og sannast
mála komst ég í enn betra skap
við að sjá verk þeirra Dala-
manna, sem nú gista Árbæjar-
safn.
Ofugmælatón-
list með óhljóöum
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
V
Öfugmælavísur hafa alltaf
verið vinsælar á íslandi og þess
vegna getur maður skilið nafnið
Northern Lights Playhouse á
plötu Steina hf. sem fyrirtækið
gaf út í Bretlandi til þess að
kynna tilþrifin í íslenzku rokki á
undanförnum árum að því er
segir á plötunni. Hitt er svo ann-
að að það er jafn mikið ónefni að
kalla þessa tónlist rokk, því það
er aöeins ein tegund rokktónlist-
ar sem stendur undir því nafni
og hún er ljóðræn í takti sínum,
fjörug og full af lífi, en ef menn
vilja bendla hið svokallaða
„punk“ við rokk væri nær að
kalla það öskutunnurokk eða
draugarokk.
Það eru hljómsveitirnar Þeyr,
Utangarðsmenn, Fræbbblarnir,
Taugadeildin, Purrkur Pillnikk
og Megas sem eiga sýnishornin á
þessari plötu og fyrir unnendur
öskutunnubransans í tónlistinni
er hún ugglaust bragðgóð, en
fyrir venjulega hvíta menn er
þessi tegund tónlistar óskapnað-
ur og martröð, en þó ber að geta
þess að hljómsveitin Utan-
garðsmenn ber höfuð og herðar
yfir aðrar hljómsveitir á þessari
plötu, því þeir eru færir á sínu
sviði og klifra upp fyrir brota-
lamirnar. Þá hefur Megast alltaf
sérstöðu í sínum grófa húmor.
Það er nú þannig í lífinu að
stundum vill safnast fyrir rusl
hjá allra bezta fólki og punkstíll-
inn er náttúrulega ekkert annað.
Við skulum því vona að upp úr
öskunni stígi menn með jákvæða
hugsun þegar næst verður
hreinsað úr tunnunum, því það
fer ekkert á milli mála að hljóð-
færaleikararnir í þessum um-
ræddu hljómsveitum kunna
margir hverjir til verka. Eins og
stendur er þó ekki hægt að kalla
tónlist þeirra annað en öfug-
mælatónlist, en gallinn er sá að
það þýðir ekkert annað en
óhljóð.