Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Frétíastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakið. Skrípaleikur — fjörbrot? Arla morjíuns síðastliðinn þriðjudag var forsvars- mönnum atvinnuvega og launþega safnað saman í ráðherrabústaðnum við Suðurgötu og kunngjört það, sem þeir vissu fyrir, að verðbólga stefndi í 80%, að öllu óbreyttu, um mitt næsta ár, og að togarafloti okkar hefði verið rekinn með 19—30%; halla fyrstu fimm mánuði þessa árs, enda er útvegur á barmi stöðvunar. Tveimur dögum síðar var þessum stjórnarboðskap fylgt eftir með tilkynningu frá Verðlagsráði, sem heyrir undir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, einn af hönn- uðum niðurtalningarinnar, þar sem heimilaðar eru til- teknar hækkanir á benzíni, gasolíu og svartolíu. Talið er að þessi olíverðshækkun auki 60 m.kr. á taprekstur út- gerðar. Undanfarið hefur sjávarútvegsráðherra barið á dyr hjá viðskiptabönkum, sem þegar eru í erfiðri skulda- stöðu gagnvart Seðlabanka, og mælzt eindregið til þess, að þeir lánuðu útgerðinni til olíukaupa, svo fiskiskipa- stóllinn stöðvaðist ekki, unz efnahagsúrræði ríkisstjórn- arinnar, sem væru í burðarliðnum, kæmu til með betri tíð og blóm í haga. Þessum tilmælum var síðan fylgt eftir „vel og viturlega" með 60 m.kr. kostnaðarauka á útgerðina. Olían hefur nú hækkað um 75% frá því í ágúst á fyrra ári en fiskverð hinsvegar um 45%. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, segir í viðtali við Mbl.: „Þessi olíuverðshækkun er með eindæmum. Olían hækkar kringum 8,4% að jafnaði á sama tíma og Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, legg- ur til í ríkisstjórn, að olía til útgerðar verði greidd niður um 20%. Það er eins og sjávarútvegsráðherra fái engu ráðið, en hann er nýbúinn að tilkynna okkur, að aðgerðir vegna vanda togaraútgerðarinnar yrðu birtar í síðasta lagi 15. ágúst nk. ... Það virðist vera markmið ríkis- stjórnarinnar að reyna að stöðva allan rekstur í landinu — og er reynt að stöðva útgerðina fyrst“. Þegar annarsvegar eru höfð í huga orð sjávarútvegs- ráðherra varðandi niðurgreiðslu á olíu til fiskiskipa og gjörðir viðskiptaráðherra, þ.e. heimild hans til hækkun- ar á olíuverði, vaknar sú spurning, hvort samskipta- tengsl þessara tveggja framsóknarráðherra séu af bág- ara taginu? Vissi sjávarútvegsráðherra, sem segist vilja lækka þennan kostnaðarlið hjá útgerðinni, ekkert um verðhækkunaráform viðskiptaráðherra? Þegar málið er betur skoðað kemur í ljós, að Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, er jafn- framt settur viðskiptaráðherra í fjarveru Tómasar Árnasonar, þegar verðhækkunarheimild á olíu til fiski- skipa er kunngjörð! Annað tveggja hlýtur því að koma til, að Tómas hafi, haldandi á farseðli til útlanda, kort- lagt olíuhækkunina svo, að hún bæri upp á setu Stein- gríms í stól viðskiptaráðherra, eða að sá síðarnefndi er heldur betur tvöfaldur í roðinu. Sjávarútvegur, undirstöðuatvinnuvegur okkar, hefur átt við tvíefldan vanda að etja undanfarið, sem leitt hefur til hallarekstrar, þann veg, að atvinnuöryggi í sjávarplássum landsins hangir á þöndum bláþræði skuldasöfnunar í bankakerfinu. Þessi vandi á annarsveg- ar rætur í minnkandi afla og harðnandi sölusamkeppni en hinsvegar í innlendri efnahagsþróun, tilkostnaðar- hækkunum langt umfram söluverð framleiðslunnar er- lendis, og ráðvilltri ríkisstjórn, sem leggst á vandmálin í stað þess að leysa þau. Sá hráskinnsleikur — milli tveggja ráðherra — í vanda útvegsins, sem hér hefur verið rakinn, er sýnishorn af fjörbrotum lánlausrar rík- isstjórnar. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 19 Hamrahlíðarkórinn fær góðar móttökur í Belgíu Ilamrahlíðarkórinn hefur fengið mjög góðar viðtökur í Belgíu, að sögu I'orgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda hans, en þar tekur kór- inn þátt í hátíð evrópskra æskukóra, sem haldin er þriðja hvert ár. Aðaltónleikar kórsins voru í menningarhöllinni í Namur síð- astliðinn laugardag, þar sem kór- inn flutti dagskrá sem samanstóð af íslenskum þjóðlögum, að við- stöddu fjöimenni og var meðal gesta íslenski sendifulltrúinn í Belgíu, Þórður Einarsson og frú. Tónleikunum var mjög vel tekið og tókust svo vel að kórinn var valinn ásamt 6 öðrum til að syngja á sér- stökum tónleikum, sem haldnir voru síðastliðið þriðjudagskvöld, en þar söng kórinn ásamt full- trúum Japans og Búlgaríu. I milli- tíðinni hélt kórinn útitónleika á sunnudeginum, að viðstöddum fleiri þúsund manns. Velgengni kórsins má marka af því, að það eru 80—100 kórar sem þátt taka í hátíðinni, alls staðar að úr heiminum, frá Suður- Ameríku, Bandaríkjunum og Asíu, svo eitthvað sé nefnt, að frátöld- um kórunum frá Evrópu. Þá hafa myndir af kórnum birst í blöðum. Þýska sjónvarpið hefur verið að kvikmynda kórinn við ýmis tæki- færi, en hann ásamt kór frá ísrael var valinn í það hlutverk, því þýska sjónvarpið hyggst gera mynd um ferðir og þátttöku kór- anna í þessari hátíð. Hefur það valdið kórfélögum talsverðri aukavinnu, en mikil hitabylgja gengur nú yfir Belgíu, hitinn aldr- ei farið undir 30 stig að sögn Þor- gerðar. Kórinn er væntanlegur heim á mánudag, án stjórnanda síns, Þorgerðar Ingólfsdóttur, sem verður eftir í Belgíu, en henni hef- ur verið boðið að gerast aðili að Alþjóðasambandi kórstjóra, sem stofnað verður þar á mánudag. Þjóðhátíð hófst í Vestmannaeyjum í gær ÞJÓÐHÁTÍÐ hófst í Vestmanna- eyjum í gærdag og mun hún standa fram á sunnudagskvöld, að sögn Friðriks Karlssonar í mótstjórn. Undirbúningur fyrir hátíðina gekk með ágætum í gærdag, nema hvað þoka setti nokkuð strik í reikning- inn. Ekkert var hægt að fljúga milli lands og Eyja frá því klukkan 9 í gærmorgun. Mikill fjöldi heimamanna kom sér fyrir inni á dal í gærdag og Herjólfur kom troðfullur af að- komumönnum í gærkvöldi. Frið- rik Karlsson sagði, að mannskap- urinn væri í hátíðarskapi, þegar Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi, þegar kvölddagskráin hófst. Dansað var fram eftir nóttu. — Dagskrá verður haldið áfram í dag og hápunkturinn verður síðan mikil flugeldasýning í kvöld, sagði Friðrik Karlsson ennfremur. 7.000—8.000 lestir af fiskimjöli í landinu: Þjóðir A-Evrópu hafa ekki lengur efni á að kaupa mjölitV4 Verksmiðjur segja upp fastráðnu starfsfólki MJOG alvarlegt ástand ríkir nú á mjöl- og lýsismörkuðum í heimin- um og hefur verð á afurðum ekki verið jafn lágt um 30 ára skeið. Nú eru til í landinu 7000—8000 tonn af fiskimjöli, sem ekki hefur tekist að selja og er óvíst hvort það tekst á nætunni. Vegna þessa óvissuást- ands hafa einstaka verksmiðjur gripið til þess ráðs að segja upp fastráðnu starfsfólki. „Verð á mjöli og lýsi er nú svo lágt, að ég man ekki eftir öðru eins,“ sagði Jónas Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf. þegar Mbl. ræddi við hann. „Auðhring- urinn Unilever keypti fyrir skömmu lýsi á 285 dollara tonn- ið, en tímaritið Oil World telur að meðalverð sé í kringum 300 dollarar tonnið. Nú fást ekki ekki meira en 5 dollarar fyrir hverja proteineiningu af mjöli. Sjálfum tókst mér að selja smávegis af mjöli fyrir nokkrum vikum á 5,70 dollara og síðan aftur fyrir skömmu , til Frakklands, fyrir 5,16 dollara, en nú fást ekki meira en 5 dollarar fyrir protein- eininguna, það er að segja ef hægt er að selja mjölið." Um ástæðuna fyrir hinu lága markaðsverði sagði Jónas: „Perú og Chile framleiða nú mikið af fiskimjöli og þar sem þessum löndum hefur ekki tekist að losna við það á markaðina í Austur- Evrópu, þá beina þeir því inn á v-evrópsku markaðina. Svo virð- ist sem þjóðir A-Evrópu og fleiri landa hafi nú ekki efni á að kaupa fiskimjöl í fóður. Vissu- lega á staða dollarans á gjaldeyr- ismörkuðunum vissan þátt í því hvernig komið er, en ástandið er nú hörmulegt og ég veit ekki hvernig komið væri, ef loðnu- veiðar væru í fullum gangi." Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins sagði þegar rætt var við hann, að SR hefðu ekki þurft að segja upp fólki. Fastur kjarni manna væri í verksmiðjum SR og í þeim væru nú möluð bein og annar úrgangur frá fiskvinnslu- stöðvunum. „Við erum með vinnslu í Siglufirði, á Húsavík og Raufarhöfn. Á Seyðisfirði starfa menn við verksmiðjuna og sinna þeir eðlilegu viðhaldi, en annars er allur okkar rekstur í algjöru lágmarki." „Það sést engin breyting til batnaðar á mjölmörkuðunum og núverandi ástand getur varað út allt þetta ár eða lengur. Sem stendur er gjörsamlega útilokað að framleiða afurðir úr loðnu. Ef það ætti vera hægt þyrftu að koma inn háar fjárhæðir til að styrkja þennan rekstur og ég veit ekki hvaðan slíkar fjárhæðir ættu að koma. Það má því segja, að vel fari saman nú, hvíld á loðnuveiðunum og lágt verð á af- urðurn," sagði Jón Reynir. Árni Gíslasson hjá Lýsi og mjöl hf. i Hafnarfirði sagði að þeir hefðu sagt upp fastráðnu starfsfólki, alls 8 mönnum. „Þessir menn vinna enn hjá okkur, en við þorum ekki annað en hafa mennina lausráðna. Við vitum ekki hvort einhverjar efnahagsráðstafanir verða gerð- ar, né hverjar þær verða. Þá ríkir mikil óvissa á mjölmörkuðunum og enginn veit hvenær verð á mjöli og lýsi hækkar á ný.“ Mikill fjöldi fólks fór með langferðabílum frá BSl í gærdag áleiðis til Þorlákshafnar, þar sera Herjólfur flutti fólkið síðan til Eyja, en vegna veðurs var rajög lítið hægt að fljúga í gærdag milli lands og Eyja. Ljósmynd Mbl. KÖE. Verðlagsstofnun: Tölur um þurrefnis- innihald stefndu ekki V ERDLAGSSTOFNUN hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd vegna verðkönnunar á utanhússmálningu, sem birt var fyrir skömmu: „í verð- könnun Verðlagsstofnunar á utan- hússmálningu sem út kom nýlega var höfuðáherzla lögð á verðsamanburð þurrefnislítraverðs, enda gefur sá sam- anburður raunhæfa mynd af verði málningar eins og skýrt var frá í verð- könnuninni. Tölur um rúmmálsþurr- efnisprósentu voru byggðar á upplýs- ingum frá viðkomandi framleiðendum eða innflytjendum og var þeim gerð grein fyrir að upplýsingarnar yrðu not- aðar í verðsamanburði sem hugsanlega yrði birtur opinberlega. Ekki var talin ástæða til að efast um réttmæti þeirra talna, sem fyrirtækin gáfu upp. Iðntæknistofnun íslands hefur nú mælt rúmmálsþurrefnisinnihald 5 þeirra vörutegunda sem í könnun- inni voru og eru uppgefnar tölur fyrirtækjanna í öllum tilvikum hærri en mælingar stofnunarinnar sýna og er munurinn í sumum tilfell- um allnokkur. Þessar mælingar gefa til kynna, að niðurstöður verðkönn- unarinnar séu ekki í öllum tilvikum réttar. Þessi mál eru nú í nánari athugun og mun Verðlagsstofnun gera grein fyrir niðurstöðum þegar þær liggja fyrir“. Lfémmjmó MbL Sigurgeir. „Vandi landhelgisgæzl- unnar orðum aukinn“ Kaupin á Einari Benediktssyni: Skýrsla RLR í athugun hjá ríkissaksóknara Niöurlæging íslensku Landhelg- isgæslunnar er slík, að olía fæst ekki keypt til skipanna, en meiri- hluti þeirra hefur legið í höfn nær því alfarið frá 1978.“ Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra sagði einnig: „Ég fagna þessum áhuga og stuðningi af hálfu sjómanna við okkur sem höfum þessi mál á okkar könnu og skil það mæta vel að þeir vilji hafa þessa gæslu sem öflugasta og í góðu lagi. Það má vel vera að hún sé ekki nægilega öflug eins og er, en ég vil benda á það, að það er ekki langt síðan að núverandi for- stjóri tók við sínu starfi. Hann er ágætur og vel hæfur maður og ég treysti honum vel til þess að byggja gæsluna upp í samráði við Kannsóknarlögregla ríkisins hefur sent ríkissaksóknara skýrslu um rannsókn á kaupum á skipinu Einari Benediktssyni, en embætti ríkissaksóknara óskaði rannsóknarinnar. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Þóri Oddssyni, vararann- sóknarlögreglustjóra, fólst rannsóknin í því að athuga eignarheimild kaupenda Einars Benediktssonar á tveimur bát- um, Sæhrímni og Fálkanum, sem koma áttu á móti hinu nýja skipi. Málið er nú í athugun hjá ríkissaksóknara. Undirbúningur i fullum gangi. segir Friðjón Þórðarson dómsmálarádherra um ályktun aðalfundar Sjómannafélags Reykjavíkur „Ég vil mótmæla því að hér í ráðu- neytinu ríki ekki góður skilningur á málum Landhelgisgæslunnar," sagði Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, í samtali við Mbl. í gær þegar leitað var álits hans, sem æðsta yfirmanns Landhelgisgæsl- unnar, á ályktun sem aðalfundur Sjóntannafélags Rcykjavíkur gerði um aðbúnað Landhelgisgæslunnar og birtist i Mbl. í gær. I ályktuninni er farið hörðum orðum um aðbúnað l^ndhelgisgæslunnar og skilnings- leysi stjórnvalda í hennar garð og lýst mikilvægi hennar fyrir islensku þjóðina. í ályktuninni segir m.a.: „Aðal- fundurinn lýsir undrun sinni yfir því vítaverða skilningsleysi sem núverandi stjórnvöld hafa á gildi öflugrar landhelgisgæslu fyrir ey- og fiskveiðiþjóð sem ísland er. mig og aðra sem bera ábyrgð á þessum málum. Mér var það alltaf ljóst og hef tekið það fram, að nú er visst millibilsástand í málum Landhelgisgæslunnar. Ég vil benda á, að það er þingkjörin nefnd starfandi að því að grand- skoða þessi mál öll og sú nefnd er komin nokkuð áleiðis í sínum störfum að ég hygg. Ég vænti álits hennar sem fyrst þannig að það sé hægt að skapa og tryggja nægi- legan stuðning við þessi mál á Al- þingi, í fjárveitingum og á annan hátt. Ég tel að vandi Landhelgis- gæslunnar sé orðum aukinn í þess- ari ályktun, ég minnist þess ekki að það hafi komið til mín kvörtun um að ekki hafi fengist olía á skip- in, hafi svo verið, hefur verið greitt strax úr því.“ Friðjón Þórðarson Hrólfur Sveinsson: GALLERI PISSA Ekki alls fyrir löngu setti ég ofan í við Helga vin minn og fermingarbróður Hálfdanarson fyrir hótfyndni um íslenzkt mál; en sú er hans árátta. Þá spáði ég því, að allt það sem hann fann máli íslendinga til foráttu í það sinn, myndi aukast og margfald- ast eftir ádrepu hans; og vænt- anlega hefur hann veitt því at- hygli, að sú varð raunin á, eins og jafnan fyrr, þegar lærðir eða leikir hafa reynt að stýra tungu náungans. Eigi að síður er hann enn kominn á kreik og heldur sig við sama heygarðshornið. Grein sína í Morgunblaðinu 6. þ.m. nefnir hann Uppblástur, og er það réttnefni að því leyti, að greinarhöfundur er upp blásinn af sjálfbirgingi og þjóðrembu. Nú lætur hann svipuna dynja á tökuorðum, sem hann kallar orð- leysur og þeim til vanvirðu sem leggi sér þvílíkan óþverra til munns. I þetta sinn er honum sérstaklega upp sigað við orðin „gallerí", „pizza" og „karbora- tor“. Hvernig er það, er H.H. búinn að gleyma því að íslenzkt mál hefur lifað á orðtöku frá upp- hafi? Og dettur honum í hug, að feðratungan dýr og há verði fremur sjálfbjarga framvegis en til þessa? Ekki skil ég hvers vegna H.H. lætur það óátalið, að sjálfir ís- lenzkukennarar Háskóla íslands kalla sig lektora, dósenta og prófessora. Er „karborator" nokkru verra en „prófessor"? Ég bara spyr. í grein sinni lætur H.H. að því liggja, að sumir menn brúki orðin „karborator" og „sílunder“ af einhvers konar tilgerð, því allir viti að til séu góð íslenzk orð um þessa hluti. Ég vona bara að H.H. sé ekki að senda kennurum háskólans ósmekklegan tón fyrir tilgerð, því eins og allir vita, hefur ís- lenzkt mál aldrei verið í orða- hraki um fólk sem stundar kennslu. Og hví skyldi „pissa" vera lak- ari heiti á mat en „kæfa“? Ég man ekki betur en H.H. hafi ein- hvern tíma sjálfur sett fram reglur um það, hvenær erlent orð geti talizt gott og gilt töku- orð og hvenær ótæk sletta. Ef ég man rétt, átti orðið að falla að íslenzku hljóðkerfi, íslenzkri stafsetningu og íslenzku beyg- ingakerfi. Ekki vantar að „pizza" fullnægi öllum þessum skilmál- um, þegar stafsetning hefur ver- ið leiðrétt samkvæmt gildandi reglum; og um hvað er þá að sak- ast? Orðinu „gallerí" vísar H.H. norður og niður, þar sem það eigi sér enga hliðstæðu í málinu. Eg leyfi mér þó að minna á orðið „fyllirí", sem margur góður landinn hefur í hávegum haft, enda séu 1-in í „gallerí" borin fram eins og þar. Og hvernig gæti svo snoturt orð hlaupið fyrir brjóstið á þjóð, sem smjatt- ar á orðum eins og „biskup" án þess að verða flökurt? Ekki er mér kunnugt um neina hlið- stæðu þess orðs, og var það þó tekið til að spóka sig í málinu löngu áður en Snorri Sturluson drukknaði í sýrukerinu á Berg- þórshvoli sællar minningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.