Morgunblaðið - 07.08.1982, Side 25

Morgunblaðið - 07.08.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 2 5 Sextugsafmæli: Hákon Kristinsson Innri-Njarðvík í dag fyllir einn þeirra manna, sem ég tel meðal minna traustustu vina, Hákon Kristinsson, vél- smíðameistari, í Innri-Njarðvík, sjötta tug ævidagsins. Hann heitir fullu nafni Hákon Magnús Kristinsson og er fæddur að Kletti í Gufudalssveit í A-Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Hákon- arson frá Reykhólum og Stefanía Ingimundardóttir frá Bæ í Reykhólasveit. Kristinn var um langt skeið yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði og er enn á lífi, en Stefanía er látin fyrir nokkrum árum. Þau Kristinn og Stefanía eign- uðust 4 börn, og er Hákon næst- elstur systkina sinna. Elstur var Ingimundur Magnús, sem lézt árið 1971, næstur Hákoni var Halldór, sem andaðist 1967 og yngst er Erna, búsett í Bandaríkjunum. Hákon ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist ungur með þeim að Hamralandi í Reykhólasveit. Árið 1930 var svo Reykhólasveitin kvödd fyrir fullt og allt og flutt suður á Seltjarnarnes. Þar settist fjölskyldan að í Bygggarði. Árið 1936 slitu þau Kristinn og Stef- anía samvistum. Um það leiti var elsti bróðirinn, Magnús, að fara að heiman til vélsmíðanáms í Kefla- vík. Það féll því að verulegu leyti í hlut Hákonar, sem var þá á ferm- ingaraldri að gerast fyrirvinna heimilisins og standa við hlið móður sinnar í harðri og erfiðri lífsbaráttu. Dvaldist hann hjá henni allt til ársloka 1946. Um nokkurra ára skeið gegndi Hákon lögreglumannsstörfum í Reykjavík. En svo sneri hann sér að vélsmíðinni eins og bræður hans. Hann lauk sveinsprófi upp úr 1950, og meistararéttindi fékk- hann nokkrum árum síðar. Hinn 14. desember 1946 gekk Hákon að eiga Maríu Þorsteins- dóttur Sigurðssonar, kennara í Reykjavík. Þau settust að í Reykjavík og bjuggu þar í eitt ár eða þar um bil. Þaðan fluttu þau suður í Keflavík og áttu þar heima til ársins 1950. Þaðan lá svo leiðin í Innri-Njarðvík, þar sem bræð- urnir höfðu sameiginlega reist þriggja hæða íbúðarhús er þeir nefndu Klett. Það er nr. 23 við Njarðvíkurbraut. í Innri-Njarðvík hafa þau hjón- in, Hákon og María, búið fram til þessa dags, lengst í Kletti, en síð- ustu árin að Njarðvíkurbraut 19, þar sem þau reistu sér myndarlegt einbýlishús. Þau hafa eignast 5 börn. Það næstelsta, sem var stúlka, lést í fæðingu. Hin eru öll á lífi. Elstur er Þorsteinn, fram- kvæmdastjóri í Innri-Njarðvík, kvæntur Kristínu Tryggvadóttur, þá er Stefanía, húsmóðir í Kefla- vík, gift Sigurbirni Hallssyni, lögreglumanni á Keflavíkurflug- velli, Bryndís, húsmóðir í Kefla- vík, gift Guðmundi Pálmasyni, starfsmanni í Plastgerð Suður- nesja og yngst er Steinunn, hús- móðir í Keflavík, unnusti hennar er Elvar Ágústsson, starfsmaður í vélsmiðjunni Kópa. Barnabörnin eru 6 talsins. Árið 1945 stofnuðu bræðurnir þrír Vélsmiðju Njarðvíkur. Við hana starfaði Hákon allt til ársins 1971. Hann stofnaði vélsmiðjuna Kópa árið eftir. Hún er nú hluta- félag í eigu hans og barna hans. Plastgerð Suðurnesja keypti hann 1977 og hefir rekið hana síðan, með traustum stuðningi barna sinna og tengdabarna. í 37 ár hefir Hákon unnið að því að setja upp fiskimjölsverksmiðj- ur og síldar- og loðnubræðslur víðs vegar um landið. Hefir hann þar unnið feiknalega mikið starf með allt að því ofurmannlegum afköstum, enda maðurinn með eindæmum duglegur og ósérhlíf- inn. Hann hefir því, eins og gefur að skilja, oft verið langdvölum að heiman á liðnum árum. En hann vissi vel, að öllu var óhætt heima. Þar var yfir öllu vakað í ást og trú. Með björtu og hlýju brosi axlaði eiginkonan þá ábyrgð, sem fjar- vera eiginmannsins lagði henni á herðar. Hákon Kristinsson er, eins og þegar hefir komið fram, í sérflokki hvað dugnað og starfsafköst snertir. — Hann er skapmikill, en stilltur vel, dulur og seintekinn til náinna kynna. En betri og trygg- ari vinur en hann er áreiðanlega vandfundinn. Hann er maður vel gefinn og vel gerður, gjörhugull á menn og málefni. Og oft er hann fundvís á færar leiðir, þar sem aðrir sjá torfærur einar. Hákon Kristinsson er drengur góður, sem gæfa er að kynnast og gott að eiga samleið með. MÁNUDAGINN 9. ágúst nk. hefst í Ameríska bókasafninu að Neshaga 16, sýning á bókum um bandaríska alþýðulist. Eru þetta einkum bækur um myndlist og margs konar handíð- ir, svo sem vefnað, bútasaum, hnýtingar, leirkerasmíði og mál- un, tréskurð, körfugerð, leikfanga- smíði og þurrkun blóma. Einnig má finna á þessari sýningu bækur Á sunnudagskvöldið kemur, 8. ágúst, verður messað í Skálholts- kirkju kl. 21. Á undan messu verð- ur 30 mínútna söng- og tónastund, þar sem tónlistarfólkið í messunni mun leika og syngja fyrir messu. Jafnframt þessu verður safnaðar- æfing, þar sem söfnuðurinn mun Ég sendi þér, kæri vinur, inni- legar heillaóskir frá mér og fjöl- skyldu minni á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Guð blessi þig og þína og gefi ykkur margar bjartar gleði- og gæfu- stundir frammi á óförnum ævi- degi. Hákon verður að heiman í dag. Björn Jónsson. um ýmiss konar handavinnu Indí- ána Norður-Ameríku, eins og t.d. perlusaum og silfursmíði. Bækurnar eru fengnar að láni frá útgefendum í Bandaríkjunum. Bókasafnið er opið alla virka daga frá 11.30 til 17.30, nema fimmtu- daga er opið til 20.00. Bókasýningunni lýkur miðviku- daginn 22. september. æfa sálma, sem sungnir verða í messunni. Gefst fólki gott tæki- færi til þess að koma þarna á und- an og æfa einhverja nýja sálma eða jafnvel komið sjálft með uppá- stungur um sálma, sem það vill að sungnir verði í messunni. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 3» AIGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Ameríska bókasafnið: Sýning á bókum um bandaríska alþýðulist Söng- og tónastund í Skálholtskirkju Sýningarhúsiö Daltúni 15, Kópavogi Loksins! er tækifærið að skoða timbureiningahúsin frá Trésmiðju Þórðar Vestmannaeyjum. Verksmiðjubyggðar einingar - en þú getur haft húsið eftir eigin óskum. HÚSBYGGJANDINN ’82 - óhjákvæmileg handbók húsbyggjandans fæst á staðnum Veljum íslenskt - berið saman verð og gæði Fullbúið einingahús sýnt í dag, laugardag og á sunnudag frá kl. 10 - 12 og 13 - 18 að DALTÚN115 KÓPaVOgi Athugið aðeins þessa helgi ^NDAftLANo' UA& IARMAL AND JGRUNO ^UNO FOSSVOGUR DALTÚN ^ ÁSTÚN NÝBÝ L AVEGUR LUNDARBREKKA $ Teikningar af fjölda húsa og verðútreikningar liggja frammi TRESMIÐJA ÞORÐAR Vestmannaeyjum Sími 98-2640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.