Morgunblaðið - 07.08.1982, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
Iþróttir
um helgina
ÞRIR leikir fara fram í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu
um heltfina, tveir leikir í dag, en
einn á morKun. í dag leika í
fyrsta latíi á Ísafjarðarvelli lið
ÍBÍ og Vals og hefst leikurinn
klukkan 14.00. A sama tíma
hefst suður í Keflavík leikur ÍBK
ojí KA, í báðum tilvikum leikir
sem ættu að verða tvísýnir ok
spennandi. Annað kvöld klukkan
20.00 mætast síðan á Laugar-
dalsvellinum Fram og Akranes,
stórleikur tveggja erkifjenda.
Þrír leikir eru á dagskrá í 2.
deild, allir í dag og allir klukkan
14.00. Skallagrímur og Þróttur
frá Norðfirði eigast við í Borg
arnesi, Þróttur úr Reykjavík og
Völsungur eigast við í Laugar-
dalnum og loks leika Einherji og
Reynir austur á Vopnafirði.
Unglingameistaramót Norður
landa í frjálsum íþróttum verður
haldið í Berum í Noregi um helg-
ina. Að venju tefla Islendingar
og Danir fram sameiginlegu liði.
Stúlkur keppa í fyrsta skipti á
móti þessu nú.
Bláskógaskokkið fer fram á
morgun. Fer það fram á vegum
HSK og hefst klukkan 14.00.
Skráning fer fram á staðnum og
kostar 20 krónur.
Andy Markely:
Frímerki í
tilefni sigurs
ITALIR eru geysilega roggnir af
IIM-titlinum sem knattspyrnu
landslið þeirra færði þjóðinni á
Spáni á diigunum sem vonlegt er.
Itölsku leikmennirnir hafa verið
heiðraðir á margan hátt síðan sigur-
inn vannst. Nú er hugmyndin að
gefa út sérstakt frímerki í tilefni sig-
ursins og mun frægur ítalskur mál-
ari að nafni Renato (luttuso hanna
merkið.
Heimsmet
Brasiliumaðurinn Ricardo l’rado
setti fyrir skömmu nýtt heimsmet í
400 metra fjórsundi á heimsleikun-
um í sundi sem fram fóru í Eruador.
Hinn 17 ára gamli l'rado náði strax
forystunni í sundinu og kom i mark
á 4:19,78 mínútum. Austur-Þjóðverj-
inn Jens l’eter Bernt varð annar á
4:23,02 og Sovétmaðurinn Sergei
Fesenko þriðji. Metið sem féll var
fjögurra ára gamalt, en það átti
Bandaríkjamaðurinn Jesse Vassalo.
„Hlustaði á lýsinguna í kirkjunni“
ÁIIANGENDUR Manchester Un-
ited hafa löngum haft orð á sér fyrir
að vera miklir villimenn og erfiðir
viðureignar hvar sem þeir stinga
niður fæti. Með liðinu hingað til Is-
lands komu nokkrir áhangendur
þess, og ekki er hægt að segja að
lýsingin hér á undan hafi átt við
þann hóp. Allir voru þeir eldheitir
llnited aðdáendur og höfðu ferðast
víða til að sjá lið sitt leika. Er lln-
ited-liðið hélt til Akureyrar á
fimmtudagsmorgun voru meðal ann-
arra farþcga átta úr þcssum hópi, og
spjallaði undirritaður við einn þeirra
á leiðinni.
Garpurinn kvaðst heita Andy
Markely og vera 26 ára gamall.
Hann býr nú í London en fæddist í
Hertfordshire, nokkuð utan við
borgina.
— Ég byrjaði mjög snemma að
fylgjast með liðinu, en á þessu ári
held ég upp á 10 ára afmæli mitt
sem rcglulegur fylgismaður
þeirra, sagði hann. I þessi 10 ár
hef ég aðeins misst úr einn deild-
arleik, heima og heiman, og það er
sko saga að segja frá þessum eina.
Þannig var að systir mín var að
gifta sig, og þurfti endilega að
bjóða mér í brúðkaupið. Það
versta við allt saman var að brúð-
kaupið fór fram á Iaugardegi, og
við vorum að leika við Aston Villa
á útivelli. Ég gat ómögulega neit-
að að fara í brúðkaupið og missti
því af leiknum.
— En ég man greinilega eftir
þessum leik. Við töpuðum honum
3—2, og ég man að Stuart Pearson
skoraði fyrra mark okkar. Ég var
nefnilega með útvarp með mér í
kirkjunni og hlustaði á lýsinguna
á leiknum. En það get ég sagt þér
að mér leið alveg hræðilega að
þurfa að sitja þarna í kirkjunni
frekar en að vera á leiknum.
Til hve margra landa hefurðu elt
United-liðið?
— ísland er tólfta landið sem
ég kem til. Áður hafði ég komið til
Hollands, Belgíu, Þýskalands, It-
alíu, Frakklands, Austurríkis,
Póllands, Danmerkur, Svíþjóðar,
Finnlands og Noregs.
iMergimMnbi^
nrnrriirra
Lyngby efst í Danmörku
ÞEGAK danska 1. deildin í knatt-
spyrnu er u.þ.b. hálfnuð hefur
Lyngby forystu, og AGF er í öðru
sæti, þrátt fyrir að liðin hafi bæði
leikið einum leik færra en öll hin.
Annars er staðan í deildinni nú
þessi:
Lynfiby 13 7 5 I 23:11 19
AGK 13 823 23:14 18
OB 14 743 18:12 18
Brondby 14 7 2 5 27:15 16
Næstved 14 554 19:18 15
Iknst 14 55 4 16:16 15
B 1903
Vejle
B 1909
Hvidovre
Kshjcrg
K«tH'
Koldin^
B 93
B 1901
KB
14 63 5
14 626
14 4 55
14 536
14 6 I 7
14 4 4 6
14 36 5
14 266
14 347
14 257
14:14 15
16:18 14
21:23 13
1.5:19 13
19:24 13
17:16 12
18:24 12
15:18 10
13:23 10
18:27 9
Knattspyrna
Pólskur pennavinur
PÓLSKUR áhugamaður um
knattspyrnu hefur haft samband
við Morgunblaðið og óskar eftir
aðstoð við að komast í kynni við
knattspyrnuáhugamenn hér á
landi.
Hann hefur áhuga á að skipta á
fánum og merkjum, landsleikja-
skrám, ársskýrslum knattspyrnu-
félaga og sögulegum heimildarit-
um.
Þá óskar maðurinn eftir að fá
lista með 10 bestu knattspyrnu-
mönnum okkar í gegnum árin og
eins nöfn þeirra 10 bestu leik-
manna sem nú leika í 1. deild. Þá
hefur Pólverjinn áhuga á að frétta
um kvennaknattspyrnu hér á
landi.
Nafn Pólverjans, sem skrifar á
ensku, er Janus Kukulski og heim-
ilisfangið er:
Poselska 18/11,
31-002 Krakow,
Poland.
Á það er lögð áhersla að öllum
bréfum verður svarað og ef Pól-
verjanum verða send merki eða
fánar mun hann gjalda í sömu
mynt.
• Andy Markley stikar fri Fokkernum á Akureyrarflugvelli áleiðis á
knattspyrnuvöllinn til að sjá goð sín leika gegn KA. i.jónm KrUiján Kinarwwn.
Jafnt á Akureyri
LIÐ Wrs og FH skildu jöfn í 2.
deild Islandsmótsins í knattspvrnu í
gærkvöldi er liðin mættust á Akur-
eyri. Ekkert mark var skorað í leikn-
um, en lið Þórs var nær sigri miðað
við gang leiksins.
Fyrri hálfleikur var mjög fjör-
ugur og einkum léku Þórsarar þá
vel, en FH-ingar einnig bærilega.
UMFN sigraði
NJARDVÍK sigraði Fylki 1—0 í 2.
deildinni í knattspyrnu í Njarðvík í
gærkvöldi. Lokatöíur leiksins urðu
1—0 og skoraði Ólafur Björnsson
sigurmarkið með fallegum skalla um
miðbik fyrri hálfleiks. Sigur UMFN
var verðskuldaður, liðið barðist vel,
átti hættulegri tækifæri og fleiri.
Þá áttust við í Garðinum Víðir
og HV í 3. deildinni. Víðir sigraði
örugglega og verðskuldað 2—0.
Guðjón Guðmundsson skoraði úr
víti í fyrri hálfleik, en HV-menn
skoruðu gull af sjálfsmarki í
seinni hálfleik. a7-/gg-
Þórsarar fengu 6 góð færi gegn
þremur FH-inga, en ekkert þeirra
nýttist. Dofnaði mjögyfir leiknum
í síðari hálfleik og gekk liðunum
þá ekki betur við markaskorunina.
Heimamönnum þótti lið Þórs leika
furðu vel miðað við að það lék án
l»"ÍKKja fastamanna, þeirra Nóa
Björnssonar, Sigurbjörns Viðars-
sonar og Arnar Guðmundssonar.
re-/gg-
Hefurðu skoðað þig eitthvað um á
íslandi?
— Já, ég fór í skoðunarferð á
miðvikudaginn upp í sveit og sá
bullandi hveri. Mér fannst það
nokkuð fallegt. Annars hef ég séð
marga fallega staði á flakki mínu,
sérstaklega fannst mér fallegt í
Póllandi.
— Hvað kostar svona ferð þig?
— Hún kostar um 8.000 krónur
íslenskar, sagði Andy en hann fór
aftur heim í morgun og þurfti að
vera mættur til vinnu á mánudag-
inn.
Hann sagði að stærsta stundin
hjá sér, sem United-aðdáanda til
þessa, væri sigurinn á Liverpool í
bikarkeppninni 1977. — Það var
ógleymanleg stund, sagði hann.
Hann sagðist sérstaklega muna
eftir tveimur leikjum með United
frá þessu tímabili, og báðir væru
þeir frá 1971. Annars vegar var
5—3 sigur á Crystal Palace, og
hins vegar 5—1 sigur á South-
ampton. — Þeim leik gleymi ég
aldrei. George Best lék alveg
stórkostlega í honum, og ég mun
alla tíð minnast hans vegna þeirr-
ar frammistöðu. Hann er
tvímælalaust besti leikmaður sem
spilað hefur með United síðan ég
fór að halda með þeim.
— SH
Jón og Óskar í
verðlaunasætum
TVEIK íslendingar kepptu á Kaup-
mannahafnarleikunum í frjálsum
íþróttum í fyrrakvöld og komust
báðir á verölaunapall. Þetta voru
þeir Óskar Jakobsson, sem keppti
að sjálfsögðu i kúluvarpi, og Jón
Diðriksson, sem keppti í 1500 metra
hlaupi.
Óskar varð þriðji í kúluvarpinu,
varpaði lengst 19,66 metra sem að
sjálfsögðu er talsvert frá hans
besta. En það dugði þó í verð-
launasæti eins og fyrr segir. Jón
varð einnig þriðji í sinni grein,
tími hans var 3:46,52 mínútur.
Færeyskir Götu-strákar
jafnokar okkar stráka
TVEIR strákaflokkar í knattspyrnu
úr Götu íþróttafélagi í Færeyjum
voru hér á landi fyrir skemmstu og
léku nokkra leiki við jafnaldra sina
á þrem stöðum. Þeir færeysku
reyndust jafnokar okkar stráka,
unnu fjóra leiki, töpuðu þrem og ger-
ðu tvö jafntefli. Þeir léku við jafn-
aldra sína i Þrótti i Keykjavík og i
félögunum á Selfossi og í Vest-
mannaeyjum.
4. flokkur Götu vann Týrara 4:2
og tapaði fyrir þeim í öðrum leik
0:2, vann Þróttara 5:4 og gerði svo
jafntefli við þá 1:1. Vann loks Sel-
fyssinga 6:1.
5. flokkur Götu tapaði fyrir Týr-
urum 2:4 og Þrótturum 1:3, en
vann síðan Þróttara 3:1 og gerði
jafntefli við Selfyssinga 2:2.
Þjálfari Götu-strákanna er Páll
Guðlaugsson úr Vestmannaeyjum.
Þessi íslandsferð Færeyinganna
var endurgjald fyrir ferð Þróttara
til Götu í fyrra. Frekari gagn-
kvæmar heimsóknir eru á döfinni
milli félaganna.
• Að ofan er 5. flokkur Götu með
Páli þjálfara. Þeir kallast í Færeyj-
um smádrengir. Að néðan er 4.
flokkur Götu.
Myndir tók s.þ.