Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.08.1982, Qupperneq 36
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jflor0imWn!>ií> r Síminn á afgreiðslunni er 83033 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Sjómenn og útvegsmenn: Engin ný fiskiskip næstu 2 ár Á FIINDI, sem Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráóherra átti moA fulltrúum sjómanna og út- vegsmanna vegna nýrrar fiskveiði- stefnu ráóherrans, komu fiskiskipa- kaup og smíóar meóal annars til um- r'æóu. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá lögðu fulltrúar útvegsmanna og sjómanna til við ráðherra að hvorki yrði leyft að kaupa fiski- skip erlendis frá né láta smíða ný skip innanlands næstu tvö árin. Telja þessir aðilar nú fiskiskipa- flotann allt of stóran og að rekja megi hluta af vanda útgerðarinn- ar til of stórs flota. Finnlands- forseti í heimsókn — Landssljórinn á Álands- eyjuni sendiherra Finna llel.sinki, 6. ágúsl, frá llarry (iranlxTg, fréUariiara Morgunhlaósins í Kinnlandi. MAKTIN Isaksson, landsstjóri á Alandseyjum, veróur fyrsti sendi- herra Finnlands á Islandi meó ÞJÓÐHÁTÍÐ stendur yfir þessa dagana í Vestmannaeyjum. Fjölmargar fjöl- skyldur heimamanna Hytja gjarna búslóðir inn í Herjólfsdal meðan á hátíð- inni stendur og búa þar. Sigurgeir ljósmyndari Mbl. smellti þessari mynd af þegar menn voru að undirbúa hátíðina í gærdag. aósetri í Keykjavík. Síóar í þess- um mánuði veróur opinherlega tilkynnt um skipun hans í emh- ættió. Mauno Koivisto, forseti Finnlands, kemur í opinbera heimsókn til Islands í októher. F’innland hefur ekki áður verið með sendiráð í Reykja- vík, heldur hefur sendiherra Finnlands í Osló farið með málefni Islands. Blaðið Hels- ingen Sanomat segir að Kekk- onen, fyrrverandi forseti Finnlands, hafi ekki viljað vera með sendiráð í Reykjavík. Martin Isaksson, hinn tilvon- andi sendiherra, er 61 árs gam- all og hefur gegnt landsstjóra- embættinu í tíu ár, áður var hann formaður álensku heima- stjórnarinnar. Hlutverk lands- stjórans er að gæta hagsmuna finnska ríkisins og öryggis eyj- anna. Flutt í Dalinn „Lögboðnir neyðarútgangar eru með öllu ófullnægjandi“ — segir Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri um flugstöðina á Keflavíkurflugvelli sem byggður hefur verið fram á athafnasvæði flugvélanna. Þessi gangur, sem er úr timbri, tengir athafnasvæði flugvélanna nánast byggingunni, þannig að ef eldur kæmi þar upp er ástæða til að ætla að hann myndi leiða beint inn í bygginguna. í slíku tilfelli yrðu allir neyðarútgangar á vest- urhlið byggingarinnar umsvifa- laust ónothæfir," sagði Sveinn. „Ef eldur kæmi upp í bygging- unni þegar margt fólk er þar, er nokkuð ljóst að einhver slys yrðu á mönnum. Og annað sem gerir mál þetta enn alvarlegra er að það er nánast óhugsandi að koma slökkvibifreiðum að byggingunni á annatímanum vegna bifreiða- öngþveitis sem þar myndast fyrir utan.“ Sveinn minnti á að núverandi flugstöðvarbygging væri timbur- bygRÍng frá fimmta áratug aldar- innar. Timbrið væri nú gegnum- þornað og mjög eldfimt. Ekki bætti úr skák að allar innrétt- ingar væru úr timbri. Aðspurður hvað til ráða mætti verða sagði Sveinn að frá sínum bæjardyrum séð kæmu þrír möguleikar til greina. Einn væri sá að takmarka farþegafjölda við hámark 450 ein- staklingar í einu. Annað að leggja út í róttækar endurbætur á núver- andi byggingu. Þriðji möguleikinn væri að reisa nýja byggingu sem fullnægði nútíma kröfum um brunavarnir. „BRUNAVARNALEGA séð tel ég flugstöðvarbygginguna vera í mið- ur góðu ástandi," sagði Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Kefla- víkurflugvelli, er Mbl. ræddi við hann í gær. Nýverið sendi slökkvi- liðsstjóri frá sér skýrslu til yfirvalda þar sem gerð er ítarleg úttekt á eldvörnum og hættum í flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflug- velli. Sveinn vildi ekki tjá sig um ein- stök efnisatriði þessarar skýrslu, en sagði að það væri ekkert laun- ungarmál að víða væri pottur brotinn í þessum efnum. „Miðað við þann fólksfjölda sem þarna er samankominn þegar mest er, eru lögboðnir neyðarút- gangar með öllu ófullnægjandi," sagði Sveinn og benti á að tvisvar á sólarhring, frá 7 til 9 og frá 16 til 18, myndaðist gjarnan örtröð í byggingunni og skv. upplýsingum tollyfirvalda næmi fjöldinn allt að 2 þúsund manns í einu. „Vandamálið er margþætt," sagði Sveinn. „Fyrst og fremst er það slæmt ástand neyðarútganga sem veldur okkur áhyggjum. Það eru hvergi nógu margir löglegir neyðarútgangar. Að vísu er mikið af götum þarna í veggjum, en það eru þá ýmist rennihurðir með rafmagnslásum eða dyr sem lok- aðar eru af öðrum ás. Annað vandamál sem angrar okkur hvað mest er gangurinn Milljónatjón í elds- voða í Þorlákshöfn RAFMAGNSVEKKST/EÐI Meitils- ins í Þorlákshöfn gjöreyðilagðist af eldi í gser. Einnig eyóilagðist véla- vcrkstæði Meitilsins, en það var á hæóinni fyrir neðan. Bæði fyrirtækin voru í fiskimjölsverksmiðju Meitils- ins. I samtali við Morgunblaðið sagði slökkvistjórinn í Þorlákshöfn, Sig- urður Olafsson, að eldurinn hafi komið upp í hádeginu, en þá var enginn við vinnu í fiskimjölsverk- smiðjunni. Þegar slökkviliðið í Þorlákshöfn kom á staðinn stóð eldur út um alla glugga í raf- magnsverkstæðinu og vélaverk- stæðið allt fullt af reyk og eitur- gufum, sem mynduðust þegar ein- angrun brann. Vegna þess hve mik- ill eldurinn var kallaði slökkviliðið í Þorlákshöfn á aðstoð og komu slökkvibílar frá Selfossi, Hvera- gerði og Reykjavík til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum slökkvistjórans í Þorlákshöfn tókst að koma í veg fyrir að gastæki, sem í húsinu voru, spryngju, vegna þess að starfsmenn gátu sagt til um staðsetningu þeirra. Slökkvistarfi lauk upp úr 15.30 í gær en þá var allt brunnið sem brunnið gat á raf- magnsverkstæðinu og vélaverk- stæðinu, en fiskimjölsverksmiðjan slapp óskemmd af eldi. Ekki er fullljóst hvert tjónið er, en talið er að það skipti milljónum. — J.H.S. Morgunblaðið/Halldór Kaín. Slökkviliósmenn að störfum í gærdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.