Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Rangfærslur byggdar á hrædslu þeirra við ad vera hreinskilnir — segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráö- herra um viðbrögð alþýðubandalagsmanna „l>KIK þora ekki að vera hreinskiln- ir og segja beint út að þeir séu á móti. I'essi viðbrögð þeirra eru að- eins til að sýnast og tilraun til þess að drepa málinu á dreif. I>á eru og mjög margar rangfærslur i þessum staðhæfingum þeirra um flugstöðv- arbygginguna,“ sagði Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann álits á viðbrögðum alþýðubandalagsmanna við ummæl- um hans um flugstöðvarmálið i Mbl. í fyrradag. í viðtali Mbl. við Ólaf í fyrradag kom m.a. fram, að hann telur að alþýúubandalagsmenn muni fella tillögu hans um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, þegar hún kemur til afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Ólafur sagði aðspurður um þær rangfærslur sem hann nefndi, að í fyrsta lagi væri mjög hæpið að bera þessa flugstöð saman við flugstöðvar annars staðar. „Það verður að meta þörfina hér miðað við aðstæður eins og þær eru. Ennfremur er staðhæfing þeirra um að farþegum hér fækki alltaf röng. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Þeim fjölgaði árið 1981 og það sem af er árinu 1982 hefur þeim fjölgað um 17%. Þá segja þeir á einum stað að það hafi farið 270 þúsund manns um völlinn árið 1981, en sú tala á aðeins við um farþega Flugleiða. Hið rétta er að þá fóru um völlinn 431 þúsund og 800 betur, en þá eru meðtaldir far- þegar annarra flugfélaga svo sem SAS. Þetta er aðeins eitt dæmi um allar rangfærslur þeirra." Ólafur sagði í lokin: „Þetta er eingöngu hræðsla í þeim, þeir þora ekki að vera hreinskilnir. Þeir eru á móti byggingu flugstöðvar og þeir eru á móti að veita viðtöku þessu fjármagni, sem eðlilegt er að Bandaríkjamenn leggi í flug- stöðina," sagði Ólafur. Kona flutt á slysadeild ALLHARÐUR árekstur varð í Hafn- arfirði í gær, á gatnamótum Reykja- víkurvegar og Hjallabrautar. Þar rákust á tvær bifrciðar af Mazda- gerð og skemmdust báðar talsvert. Annar bíllinn rakst síðan á um- ferðarljós og skemmdi það. Kona úr öðrum bíinum var flutt á slysa- deild, en samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá lög- reglunni í Hafnarfirði, voru meiðsli hennar ekki talin alvar- legs eðlis. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar var þetta annar áreksturinn sem varð á þessum gatnamótum í gær. Utanríkismálanefnd Alþingis: Skorar á ríkisstjórn- ina að samþykkja bygg- ingu nýrrar flugstöðvar „ÞAÐ SEM hefur gerst er að nokkr- ir lífeyrissjóðir hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar á þessu ári, sem þeir eiga að hafa samkvæmt lögum, og það er það sem veldur sérstökum vandamálum," sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðhcrra í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvað gera ætti vegna vanda Byggingarsjóðs ríkis- ins. „Við munum reyna í fyrsta lagi að knýja á um að þeir standi við sínar Iögboðnu skuldbindingar og þegar það liggur fyrir, munum við taka ákvarðanir um aðrar aðgerð- ir. Það er margt sem þar kemur til greina, en í versta falli yrði að skera niður lán Húsnæðisstofnun- arinnar, ef ekki er til pólitískur vilji í landinu til þess að tryggja henni tekjustofna og möguleika til að þjóna eins og hún hefur gert. Það ber að taka fram að við höfum ekki neitað einum einasta manni um fyrirgreiðslu frá Byggingar- sjóði ríkisins, hún hefurekki verið lækkuð að einu eða neinu leyti. Ef hins vegar ekkert fé kemur getum við ekki lánað út, en vonandi tekst okkur að leysa þetta," sagði Svav- ar. „Við erum með í gangi starfshóp á vegum ráðuneytisins, skipaðan fulltrúum allra flokka stjórnar- aðilanna, sem hefur það hlutverk að fara yfir þessa stöðu í ár, meðai annars. En ef lífeyrissjóðirnir standa ekki við sínar skuldbind- ingar, er ljóst að Byggingar- sjóðurinn getur ekki staðið við sínar. Ábyrgðin er ekki sist hjá þeim sem eiga að kaupa þarna skuldabréf, en hafa ekki gert það. Flugstöðvarmálið: Svavar Gestsson um stöðu Byggingarsjóðs ríkisins: í versta falli yrði að skera niður lán Blönduvirkjun: Athugasemd frá raf- magnsveitustjóra Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi athugascmd frá rafmagns- veitustjóra: Vegna fréttar á baksiðu Morgun- blaðsins 12. ágúst 1982 óska Raf- magnsveitur ríkisins að koma eft- irfarandi athugasemd á framfæri: I fréttinni segir m.a.: „Nú mun ljóst að gangsetning Blönduvirkj- unar verður ekki fyrr en síðla árs 1986 eða árið 1987. í umræðum á Alþingi í vor var hins vegar miðað við að fyrsti áfangi virkjunarinnar kæmist í gagnið ári fyrr.“ Frá því Rafmagnsveitur ríkisins tóku við undirbúningi Blönduvirkj- unar á miðju ári 1980 hefur alltaf verið miðað við að unnt væri að gangsetja virkjunina síðla árs 1986 eða árið 1987, eftir þvi hvaða fram- kvæmdahraði yrði valinn. í verk- hönnunarskýrslu um Blönduvirkj- un frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., sem gefin er út í apríl 1982, er miðað við gangsetn- ingu virkjunarinnar á miðju ári 1987. Undirritaður kannast ekki við, að gangsetning fyrsta áfanga virkj- unarinnar hafi verið ráðgerður ár- ið 1985, eins og lesa má úr frétt- inni, og vill benda á, að viðræðu- nefnd ríkisins við Landsvirkjun um yfirtöku virkjana og byggðalína lagði áherzlu á það í samningavið- ræðum, að Blönduvirkjun hefji framleiðslu ekki síðar en árið 1987. í ár verður unnið fyrir þær 60 m kr., sem heimild var veitt til á lánsfjáráætlun, og það fjármagn hagnýtt við undirbúningsfram- kvæmdir með tilliti til umræddra verkloka, en í sumar hafa að athug- uðu máli verið gerðar nokkrar til- færslur milli einstakra verkþátta. Þess má að lokum geta að allur undirbúningur Blönduvirkjunar hefur verið unninn í nánu samráði við Landsvirkjun. Virðingarfyllst, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri. Aths. ritstj.: Morgunblaðið hefur kannað þetta mál frekar í ljósi athugasemda rafmagnsveitustjóra. Sá kjarni fréttar blaðsins er réttur, að Blönduvirkjun verður gangsett ári síðar en ráð var fyrir gert. Hins vegar eru ártölin í fréttinni röng. Nú er gert ráð fyrir að gangsetning virkjunarinnar verði 1987 eða á ár- inu 1988 en ekki 1986 eða 1987 eins og sagði í frétt blaðsins. Er beðið velvirðingar á þessum mistökum. Utanríkismálanefnd Alþingis sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag ályktun þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að hefja nú þegar byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Allir sjö aðalmenn utanrík- ismálanefndar voru mættir á fundin- um og greiddu tillögunni atkvæði sitt að undanskildum Ólafi Kagnari Grímssyni fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í nefndinni. Hann einn greiddi atkvæði gegn henni. Ólafur Jóhannesson utanríkis- Farmannadeilan: Olafur Ragnar var einn á móti ráðherra sagði í viðtali við Mbl. nýverið að hann reiknaði með að tillaga hans um að ráðist yrði í byggingu flugstöðvarinnar, sam- kvæmt þeirri hönnun hennar sem liggur fyrir, yrði felld á ríkisstjórnarfundi nk. þriðjudag af alþýðubandalagsmönnum, en samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður samþykki allra ráðherr- anna að liggja fyrir til að unnt sé að ráðast í þær framkvæmdir. Áskorun utanríkismálanefndar var send ríkisstjórninni í gær, en hún er svohljóðandi: „Utanríkis- málanefnd beinir því til ríkis- stjórnarinnar að hefja byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli nú þegar og flýta fram- kvæmdum eins og unnt er, þar sem undirbúningi er lokið." Aðilar samþykktu sátta- tillögu ríkissáttasemjara Öllum verkfallsaðgerðum hefur verið frestað SÍÐDEGIS í gærdag lagði Guð- laugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, fram sáttatillögu í far- mannadeilunni, þ.e. deilu yfir- manna á farskipum og skipafé- laga. Eftir nokkrar umræður samþykktu báðir aðilar tillöguna með fyrirvara um samþykktir fé- laga. Öllum verkfallsaðgerðum hefur því verið frestað. Gert er ráð fyrir, að samningur aðila verði frágenginn i dag eða á morgun og skrifað formlega undir. Síðan verður hann lagður fyrir fé- lögin til samþykktar. Sáttatillagan gerir ráð fyrir al- mennri launahækkun í svipuðum dúr og samningur ASÍ og VSÍ á sínum tíma, en samkvæmt honum fá launþegar á bilinu 9—10% launahækkun á samningstíman- um. Samningurinn gildir til 1. september nk. Sáttatillagan gerir ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi á greiðslu fyrir frítíma yfirmanna. Þá er gert ráð fyrir nýjum mönnunar- reglum, en það atriði hefur lengi verið til umræðu á fundum aðila. í þessum reglum er gert ráð fyrir fækkun í áhöfnum nokkurra skipa. Loks voru menn sammála um að skoða betur möguleikann á samræmingu á lífeyrisgreiðslum yfirmanna, sem í dag eru í ýmsum lífeyrissjóðum. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sagði í samtali við Mbl., að menn væru að sjálf- sögðu ánægðir með, að þessi lota væri afstaðin. „Þessar samninga- viðræður hafa að okkar mati tekið óeðlilega langan tíma og því hlýt- ur maður að áætla að um úrelt vinnubrögð sé að ræða,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.