Morgunblaðið - 13.08.1982, Side 28

Morgunblaðið - 13.08.1982, Side 28
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2tt<>rx5unbTflíii& Símiáritstjóm Art og skrífstofu: lw IvU FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Grunnur Sedlabankans: Steypumagnið nægir í um 300 meðalstór einbýlishús STEINSTEYPUMAGN í grunni og hílagcymslu hinnar nýju Seðla- bankabyggingar nemur um 6.000 rúmmetrum og samsvarar það steypu í um 300 einbýlishús af meðalstærð. Verð steypunnar einn- ar er um 6,3 milljónir. I'á fara um 85 lestir af stáli i undirstöðu og botnplötu seðlageymslunnar einn- ar. Það er verktakinn, Steintak, sem hefur með þennan þátt liyggingarinnar að gera og bygg- ingatæknifræðingur er Bjarni Jónsson. Morgunblaðið ræddi við Bjarna og sagði hann auk þess, sem áður er komið, að nú væri verið að steypa gólf bílageymsl- unnar, undirstöðu seðlageymslu og vélasal. Af öryggisástæðum væri þykkt þrifagólfs undir seð- lageymslunni frá 70 sentimetr- um upp í tvo metra. Þar ofan á kæmi síðan 70 sentimetra þykkt gólf með fimmföldu járnalagi. Þess vegna færu í þetta um 500 rúmmetrar af steypu og um 85 lestir af stáli. Þá færu um 600 rúmmetrar af steypu í vélasal- inn. Platan væri 75 sentimetra þykk og með tvöföldu járnalagi og væri nauðsynlegt að hafa hana svo þykka vegna mikils vatnsþrýstings, þar sem hún væri það langt undir sjávarmáli. Þetta væru tveir stærstu þættirnir, en í allt færu um 6.000 rúmmetrar af steypu í grunninn allan og bílageymsluna að verð- mæti um 6,3 milljónir og stál að verðmæti 3,6 milljónir. Þá sagði Bjarni, að uppsteypu bíla- geymslunnar og frágangi á botnplötu bankans ætti að vera lokið í desember, en niynri frá- gangi bílageymslunnar í febrú- ar. Nú vinna að meðaltali 25 til 30 manns við þessar fram- kvæmdir. Áætlaður heildar- kostnaður þessa verkþáttar er á núvirði um 25 milljónir króna. Á þessari mynd sést glögglega þykkt þrifagólfsins undir seðla- geymslu bankans, en til viðbótar þess á eftir að koma 70 sentimetra þykkt gólf með fimmföldu járna- lagi, alls 85 lestir að þyngd. Ljósmynd Mbl. Ól. K.M. Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Rekstrarhagnaður gæti orðið allt að 34,6 millj. REKSTKAKHAGNAÐUR ráðgerðrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli gæti orðið allt að 2,777 milljónum Banda- rikjadala á ári, en það nemur 34,6 milljónum íslenskra króna, ef miðað er við gengi krónunnar þann II. ágúst síðastliðinn. Lágmarksrekstrarhagn- aður gæti orðið 216 þúsund Banda- ríkjadalir, sem nemur 2,7 milljónum íslenskra króna. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlaga- og hagsýslustofnun- ar, sem út kom í mars í fyrra, en þar er fjallað um rekstur nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli. í skýrslunni kemur fram að áætl- aðar tekjur af rekstri flugstöðvar- innar geti staðið undir áætluðum kostnaði. Miðað við lágmarkstekj- ur, þ.e. þegar miðað er við tekjur af Ieigugjöldum eingöngu, nemur rekstrarafgangurinn 216 þúsund dollurum á ári, en miðað við há- markstekjur, þ.e. tekjur af flugvall- argjaldi og nettótekjum fríhafnar auk leigugjalda, verður rakstrar- afgangur um 2,777 milljónir Banda- ríkjadollara. I skýrslunni segir að flugvallar- Skipi furstahjónanna seinkar vegna rekíss FRANSKA skemmtiferðaskipið Mermoz sem furstahjónin af Monaco og börn þeirra tvö eru far- þegar á átti að koma til íslands árdegis á laugardagsmorgun. Breyting hefur orðið á áætluð- um komutíma þar sem skipið lenti í gær í miklum rekís á leið- inni frá Jan Mayen til íslands og barst tilkynning í gær um að skipið myndi í fyrsta lagi koma til landsins síðdegis á laugar- daginn. Karl vann, Helgi, Jón og Elvar með jafntefli TEFLD var sjötta umferð á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi í gær. Karl Þorsteinsson vann skák sína við ('arleson frá Svíþjóð en Helgi Olafs- son, Jón L. Árnason, og Klvar Guð- mundsson, gerðu allir jafntefli í sínum skákum. Helgi tefldi við Bergstöm frá Sví- þjóð, Jón L. við Raantanen frá Finnlandi og Elvar við Pitti Makki frá Finnlandi. Karl og Jón L. eru þá komnir með fjóra vinninga og eru í sjötta til tólfta sæti. Elvar hefur hlotið þrjá og hálfan vinning og Helgi er með þrjá. Efstur á mótinu er Cramling frá Svíþjóð með fimm vinninga. I dag verður tefld sjöunda umferð, mótinu lýkur á sunnudag. gjald sé tekið inn í sem hluti af hámarkstekjum, en það gjald renni nú beint í ríkissjóð. Sama eigi við um nettótekjur fríhafnar, en þær séu teknar inn vegna þess að tekjur af rekstri fríhafna á erlendum flug- völlum renni til viðkomandi flug- vallaryfirvalda. í rekstraráætlun flugstöðvarinn- ar, en niðurstöðum hennar hefur verið lýst hér að framan, kemur fram að kostnaður við rekstur flugstöðvarinnar er áætlaður 922 þúsund dollarar. Þar eru taldir eft- irtaldir kostnaðarliðir: Stjórnun- arkostnaður, hitun, rafmagn, ræst- ing, brunabótaiðgjald, viðhald og ófyrirséður kostnaður. Lágmarks- tekjur eru einungis taldar vera af húsaleigu, en hámarkstekjur sam- anstanda af húsaleigu, flugvallar- Metsala hjá Sindra SKUTTOGARINN Sindri frá Vest mannaeyjum fékk í gær hæsta meðal- verð fyrir Tisk í Bretlandi sem fengizt hefur á þessu ári. Seldi togarinn 101 lest af þorski í Hull og fékk 1.493.900 krónur fyrir aflann, eða 14,80 á kíló. Á mánudag seldi Breki VE 194 lestir af þorski og ufsa í Grimsby. Heildarverð var 2.230.800 krónur, meðalverð 11,50. Ingólfur GK seldi síðan í Grimsby á þriðjudag 64,1 lest, mest þorsk. Heildarverð var 727.700 krónur, meðalverð 11,35 krónur. Ekki eru skráðar fleiri sölur í þessari viku, en í tveimur næstu eru samtals 18 sölur skráðar. gjaldi og nettótekjum fríhafnar. Rekstraráætlunin er miðuð við verðlag í mars árið 1981. M Guðbjörg ÍS 46 land- aði 711 lest- um í júlí AFLI var almennt góður á Vest- fjarðamiðum í júlí. Sem dæmi má nefna að skuttogarinn Guð- björg frá ísafirði landaði 710,9 lestum í 4 löndunum. Togararnir voru flestir með mjög blandaðan afla, þorsk og grálúðu. Var þorskaflinn um 60% af heildar- afla mánaðarins. 2 línubátar voru á grálúðu- veiðum við Kolbeinsey og öfl- uðu báðir vel. Afli dragnóta- og handfærabáta var einnig sæmi- legur. Heildaraflinn í júlí nam 8.128 lestum, sem er rúmum 500 lest- um minna en í fyrra. Er ársafl- inn þá orðinn 53.060 lestir, en var 60.231 lest í lok júlímánað- ar í fyrra. Eftirtaldir togarar lönduðu meira en 400 lestum í júlí: Guð- björg ísafirði, 710,9 lestir, Gyll- ir Flateyri, 561,5 lestir, Páll Pálsson ísafirði, 527,9 lestir, Júlíus Geirmundsson Isafirði, 493,6 lestir, Sigurey Patreks- firði, 547,7 lestir, Tálknfirðing- ur Tálknafirði, 450 lestir, Bessi Súðavík, 437,1 lest, og Sölvi Bjarnason Bíldudal, 415,2 lest- ír. Guðrún Helgadótt- ir hótar andstöðu við ríkisstjórnina MIKIL og vaxandi óeining er innan þingflokks Alþýðubandalagsins um efnahagsaðgerðirnar og hefur Guð- rún Helgadóttir samkværat heimild- um Mbl. hótað að hætta að styðja ríkisstjórnina. Guðrún telur að efna- hagsaðgerðir þær sem til umræðu hafa verið í þingflokkunum séu illa undirbúnar og alls ekki fyrirséð hvaða afleiðingar þær kunni að hafa. Guðrún mætti ekki á þingflokks- fundi í gærdag en sat langan fund í gærkvöldi með Ólafi Ragnari Grímssyni þingflokksformanni. Ólafur mun hafa lofað Guðrúnu að ýmsir þættir efnahagsdæmisins yrðu endurreiknaðir og að forystu- menn Alþýðubandalagsins í verka- lýðshreyfingunni yrðu kallaðir til samráðsfundar árdegis í dag. Þingflokkar Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins fund- uðu í gær og samkvæmt heimildum Mbl. reikna framsóknarmenn með því að Svavar Gestsson mæti á ráðherrafundi árdegis með niður- stöðu um aðgerðir. Bið virðist geta orðið á að þingflokkurinn nái sam- an um ákvörðun, því fleiri eru í þeim hópi, sem ekki sætta sig við hlutina eins og þeir hafa legið á borðum stjórnarliðsins. Er hringt var heim til Guðrúnar af þingflokksfundi í gær, og spurst fyrir um fjarveru hennar sagðist hún ekki hafa geð í sér til að hlusta í sjöunda skipti á sömu „rulluna". Guðrún bar ýmsar kröfur á borð fyrir þingflokksformanninn í gærkvöldi. Hann var í stöðugu símasambandi við ráðherra sína og var Guðrúnu heitið í lokin, að hugmyndir hennar yrðu athugaðar og að áðurnefndur fundur yrði haldinn. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Guðrún hafa gefið af- dráttarlausa yfirlýsingu um að hún myndi hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn, ef fram héldi sem horfði. Er Mbl. náði sambandi við Guð- rúnu seint í gærkvöldi vildi hún ekkert tjá sig um viðskipti sín við þingflokk sinn og ráðherra. Hún játti þó því að hún væri mjög óánægð, með stöðu mála og sagði: „Undirstöðuatriðin í þessari kjara- skerðingu sem til umræðu er, eru að mínu mati þau, að hún komi jafnt niður á alla aðila, ekki bara launþega. Þá verða að mínu mati að koma verulegar bætur til hinna lægst launuðu í stað skerðingar- innar og staðreyndin er sú að ríkis- sjóður getur það, því hann stendur mjög vel. “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.