Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 7 AKUREYRI Bifreiöaverkstæðið Þórshamar hf. <3iVÍIAPEHP WÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9 49 8 67 50 OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verð frá6.895.-kr. Tll UMHUGSUN ftR „LauA heimsins eru vanþakklæti” Olafur Ragnar kvartar yfir þvfad Mogginn vilji eMú tala vii sig Glókolli „misboðið vegna afskiptaleysis Moggans“! „Morgunblaöiö hefur bara hringt tvisvar eöa þrisvar í Ólaf Ragnar Grímsson, þingmann Alþýðubandalagsins, síöustu árin og leitað frétta. Frá þessu sagöi þingmaðurinn sjálfur í viðtali, sem við hann var tekið í þættinum „Á vettvangi" í útvarpinu í fyrrakvöld (þ.e. sl. þriðjudag). Mátti heyra á þingmanninum, að honum væri „misboðið vegna þessa afskiptaleysis Moggans"! „Útvarpið létti þó geö guma í fyrrakvöld þegar þaö spjallaði við ÓRGr í þættinum „Á vettvangi“ um allt og ekkert." Framanritað er tekið upp úr baksíðuþönkum Alþýðublaðsins í gær. Mr. Ó. Gríms- son og Eggert Haukdal Alþýðublaðid segir í baksíðuþönkum í gær „Annars átti grundvöllur þessa viðtals (ríkisútvarps- ins) við Ólaf Ragnar Grímsson víst aö vera for- kostulegar yfirlýsingar hans um afstoðu Kggerts Haukdal til ríkisstjórnar- innar og aðgerða hennar, sem enginn veit hverjar verða. I>ar lýsti Olafur því yfir, að Kggert væri með ríkisstjórninni, en Kggert svaraði síðan fyrir sig og sagðist ekki hafa ráðið Ólaf sem blaðafulltrúa sinn. Ólafur Kagnar var meira en lítið hneykslaður á Kgg- ert að vefengja yfirlýsingar sínar. Sagði Olafur það furðulegt af þingmanni að halda landsmönnum milli vonar og ótta um það, hvort hann styddi rikis- stjórn eða ekki. Sagði Ólafur að það væri skylda þingmanns í lýð- ræðisþjóðfélagi að gera fólki það Ijóst með óyggj- andi hætti, hvort hann væri á móti ríkisstjórn eða ekki. — Þennan farsa endurtók Ólafur Ragnar ekki sjaldn- ar en þrisvar í nefndu við- Lali. Var Ólafur þegar stuðn- ings maður þess, sem hann vissi ekki hvað var? „Annars lét þingmaöur- inn gamminn geisa í nefndu útvarpsviðtali og hélt sig ekki við afmarkað- an tilgang viðtalsins, held- ur fór víða. Lét fjúka gagn- rýni á fréttamat sjónvarps- ins, viðskipti sin við fjöl- miðla almennt og í þeirri umfjöllun kom hann ein- mitt inn á kulda Morgun- blaðsins í sinn garð. Annars vakti það nokkr- ar spurningar hjá ýmsum útvarpshlustendum, hvaða raunhæfum tilgangi það þjónaði í nefndum útvarps- þætti að ræða við Olaf Ragnar. „Haukdalsfrétt Ólafs“ hafði þegar verið leiðrétt af Bergþórshvols- bóndanum sjálfum. Hann segist ekki búinn að gera upp hug sinn til ríkisstjórn- arinnar ennþá, vill gjarnan sjá tillögur til úrræða um efnahagsmál, áður en hann tekur afstöðu. I>að þykir sumum skynsamlegt að hafa upplýsingar á borðinu, áður en afstaöa er tekin. Meira að segja ætla ak þýðubandalagsmenn að vera tilbúnir í kosningar, ef þeir verða ekki ánægöir með tillögur samstarfsaðil- anna í ríkisstjórninni um efnahagsúrræði. I>að gleymist því að spyrja Ólaf Ragnar í hinu makalausa Vettvangsvið- tali, hvort hann væri til- búinn að styðja væntanleg bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar á þessu stigi máls- ins! Varla hefði þingmaður þá sagt: Já, ég styð hráða- birgðalög ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsúrræði, þótt ég viti ekki á þessu stigi málsins, hver efnisatriði þeirra verða!!“ Að troða sér inn á fjölmiðla „Spurningu sína um viðskipti Ólafs Ragnars við íslenzka fjölmiðla orðaði Sigmar B. Hauksson, stjórnandi þáttarins, eitt- hvað á þessa leið, hvort rétt væri að hann (Olafur) væri laginn með afbrigðum við að troða sér inn á fjöl- miðla, og að viðtöl við hann væru því langtum fleiri en við aðra stjórnmálamenn. Ólafur neitaði þessu og vitnaði Þ« til vondra manna á Mogganum, sem vildu ekki tala við sig! Sig- mar B. Hauksson hefði ef til vill átt að varpa þessari spurningu til sjálfs sín og spyrja: hvers vegna er ég að taka þetta viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson?“ Já, von er að Alþýðu- blaðið leggi Vettvangs- stjóra þessa spurningu ■ munn. Kn fyrrum frétta- stjóri, bæði á Vísi og síðar á Dagblaðinu og Vísi, hefur lýst því í blaðagrein, hvern- ig Ólafur Ragnar Grímsson hefur stundað þráhring- ingar í blaðamenn til að troða sjálfum sér og sjón- armiðum þar inn i fjöl- miðla, undir yfirskini frétta, þó tilgangurinn sé sá einn að koma annarleg- um sjónarmiðum á fram- færi og baða sjálfan sig í ótímabæru fréttaljósi. Meira segja hið fræga Sov- étblað, Pravda, vitnar á stundum í Mr. Ó. Gríms- son, sem heimildarmann á íslandi, þegar ýjað er að kjarnavopnum á Kefla- víkurflugvelli og álíka fjar- stæðubulli. Hinsvegar fara ekki sögur af því að Mr. Ó. Grímsson hafi talað máli „íslenzkra gaffalbita" í Sovétríkjunum. Sarita, ný skáldsaga ÚT ER komin islenzk skáldsaga, „Sarita". Sagan fjallar um stefnu- lausa ævintýraleit tveggja íslenzkra sjómanna á erlendri grund. Ævin- týraleit þeirra breytist síðan á örlagaríkan og óvæntan hátt og með- al annars flýja þeir félagar á svin- týralegan hátt úr fangelsi í Suður- Ameriku. Höfundur bókarinnar er 28 ára íslenzk komin út gamall Isfirðingur, Ólafur Þ. Olafsson, sem stundað hefur sjó- inn um nokkurt skeið, bæði á fiskiskipum og kaupskipum. Hann gefur bókina, sem er pappírskilja, sjálfur út og er þetta fyrsta skáldsaga hans en áður hafa birzt kvæði eftir hann í blöðum. Hellu- prent prentaði bókina. Sauðárkrókur: . v»jrg. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 100 ára afmælis Jóns Þ. Björnssonar minnst Sauðárkrókur, 12. ágúst. NÆSTTKOMANDI sunnudag 15. igúst verður þess minnst hér á Sauðárkróki, að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Þ. Björnssonar frá Veðramóti, sem um áratugaskeið var skólastjóri barna- og unglingaskólans hér. Jón var oddviti Sauðár- krókshrepps í röska tvo áratugi og tók auk þess mikinn þátt í félagsmálum. Fyrir störf sín var Jón kjörinn fyrsti heiðursborg- ari Sauðárkrókskaupstaðar. Hann lést í Reykjavík 1964. Afmælisins verður minnst við almenna guðsþjónustu við Sauð- árkrókskirkju sem hefst kl. 10.30 I « t ♦« .« , t tl 1« .♦ \ <- V ! S I i; l I f.h. á sunnudag og kl. 14 verður athöfn í barnaskólanum þar sem afhjúpuð verður brjóstmynd af Jóni sem Guðmundur Elíasson myndhöggvari hefur gert. Er þess vænst að sem flestir gamlir vinir og nemendur Jóns verði þar viðstaddir. Kári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.