Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Á slóðum Snorra Sturlusonar í Keykholti. Guðriður llalldórsdóttir, hótelstjóri i Reykholti, við Sérkennilegar stuðlabergsmyndanir eru í Þórishólma rétt utan við Stykkishólm. Snorralaug. „Allir ferðamenn ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Vesturlandi“ — segir Benedikt Jónsson feröamála- fulltrúi Vesturlands „TALSVKRT mikill ferðamanna- straumur hefur verið til Vesturlands í sumar og fer vaxandi, hvort sem það má rekja til starfa Kerðamála- samtakanna eða ekki,“ sagði Bene- dikt Jónsson, ferðamálafulltrúi Vest- urlands, í samtali við Morgunhlaðið þegar hann var spurður um ferða- mannastrauminn í sumar. lienedikt er yfirkennari við l.augaskóla í I)öl- um og starfar sem ferðamálafulltrúi Vesturlands i sumar. Benedikt var spurður um störf hans sem ferðamálafulltrúa: „Kg var ráðinn sem ferðamálafulltrúi Vesturlands í þrjá mánuði í sumar. Aðdragandi þess er sá að í vor voru stofnuð Ferðamálasamtök Vestur- lands. I fyrrahaust var sett á lagg- irnar nefnd á vegum Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi ojj hagsmunaaðila í ferða- Benedikt Jónsson ferðamálafulltrúi Vesturlands. málum til að vinna að ákveðnum tillögum um hvað gera skuli í ferðamálum á Vesturlandi. Þessi nefnd kom með þá tillögu að ráða sérstakan ferðamálafulltrúa og ennfremur nokkur drög að sumar- starfinu yfirleitt. Þetta var lagt fyrir á fundi þessara hagsmunaað- ila í maí og samtökin þá formlega stofnuð og ég ráðinn sem ferða- málafulltrúi. Starf ferðamálafulltrúans tak- markast auðvitað af því að hann er ráðinn aöeins til 3 mánaða. Helsta verkefnið sem ég hef unnið að í sumar er að safna upplýsingum um þá þjónustu sem er fyrir hendi á Vesturlandi og síðan í framhaldi af því að koma þessum upplýsing- um á framfæri; vinna úr þeim og koma þeim út í bæklingsformi. Þá sé ég um kynningarstarfsemi svo sem auglýsingar og tengsl við fjöl- miðla. Einnig sé ég um sölu- mennsku í víðum skilningi þess orðs, skipulagningu á ferðum og geri ferðatilboð. Fræðslustarf fyrir þjónustuaðila er einn af þeim þáttum sem ég á að vinna, það er námskeiðahald við starfsfólk og annað slíkt. Og að síðustu á ég að vinna almennt að því að auka skilning á gildi ferðamála." Nokkrar ölkeldur eru á Snæfellsnesi og hefur ölkelduvatnið lækninga- mátt. Á myndinni sést Signý Þórðardóttir heimasæta á bænum Ölkeld- um gefa þyrstum ferðalangi að smakka á ölkelduvatni. (Ljósm. mw.; hbj.) Endurbætur og breytingar í Listasafni Einars Jónssonar í Morgunblaðinu þann 6. ágúst sl. birti Kjartan Jónsson innan húsarkitekt grein, sem bar yfir- skriftina „Breytingar í Lista- safni Einars Jónssonar". Greinin fjallar um þær endurbætur, sem gerðar hafa verið í safninu að undanförnu og hann gerir m.a. að umræðuefni þá tilfærslu, sem gerð hefur verið á fáeinum verk- um á neðri hæð safnsins. í því sambandi setur hann fram þá tilgátu að í stöðu verkanna í hús- inu og innbyrðis afstöðu sé fólg- in viss hugmynd frá hendi Ein- ars Jónssonar. Jafnframt beinir hann þeirri fyrirspurn til safns- ins, hvers vegna þessar endur- bætur og breytingar hafi verið gerðar. Skal hér gjarnan orðið við þeirri ósk, jafnframt sem ástæða er til að lýsa ánægju yfir áhuga hans á málefnum safns- ins. I upphafi er rétt að rifja upp hvernig ástandið var í safninu, áður en þessar endurbætur fóru fram. Árið 1980 var gerð úttekt, að ósk stjórnarnefndar safnsins, á ástandi safnhússins á vegum Húsameistara ríkisins, Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Eld- varnareftirlits Reykjavíkurborg- ar. í umsögn þessara aðila kom fram, að ýmsu væri ábótavant, enda hafði viðhaldi safnsins ekki verið sinnt sem skyldi um langt atatiir. T hréfí ■Býggfrígáreff i rfits Húsameistara ríkisins kom m.a. fram, að gluggar safnsins eru af- ar óþéttir, útihurðir úr járni eru sundurbrunnar af ryði, inni- hurðir vanhirtar og þakrennur úr lagi gengnar. Þá segir enn- fremur að málning í safninu sé öll mjög slitin og áberandi skemmdir á loftum í sýningar- sölum eftir þakleka og á útveggj- um eftir leka frá gluggum. í bréfi Rafmagnsveitu Reykjavík- ur voru gerðar athugasemdir við raflögn safnsins í 15 riðlum og safninu gert skylt að bæta úr þeim atriðum. í bréfi Eldvarnar- eftirlitsins kom fram að leggja þurfti eldviðvörunarkerfi, sem gæti gefið til kynna án tafar ef hættuástand skapaðist í safninu. Þegar stjórnarnefnd safnsins fjallaði um það, hvernig standa bæri að epdurbótum í safninu á grundvelli ofangreindra um- sagna var jafnframt samþykkt að gera nokkrar breytingar á innréttingum og uppsetningu mynda á neðri hæð safnsins. Stjórnarnefndinni var ljóst að um frávik frá arfleiðsluskrá Einars Jónssonar yrði að ræða, þar eð færa ætti til fáein verk og þess vegna voru þessar breytingar gerðar með vitund menntamála- ráðuneytisins og dómsmálaráðu- neytisins. í bréfi, sem þáverandi formaður stjórnarnefndar safns- ins, séra Jón Auðuns, ritaði menntamálaráðherra, dags. 11. apríl 1980, og ritað var í umboði stjórnarnefndar, er nánar gerð grein fyrir þessum breytingum og er rétt að vitna til þessa bréfs hér. Þar segir: „Þessar breyt- ingar eru fyrst og fremst að rífa burt tréinnréttingar og skápa, sem eru frá þeim tíma, þegar safnhúsið var jafnframt íbúð- arhús, en hafa nú ekkert hagnýtt gildi fyrir safnið. í kjölfar þess- ara breytinga er nauðsynlegt að bæta lýsingu og mála salina. Það eru fyrst og fremst tvö markmið með þessum breytingum. I fyrsta lagi að skapa aðstöðu fyrir fræðslustarfsemi eins og fyrirlestra, sem er mikil þörf fyrir, sérstaklega vegna þess að nú eru skipulagðar heimsóknir skólanemenda í safnið. í öðru lagi hefðu þessar breytingar í för með sér að hægt væri að flytja til nokkur verk í sal II, III, og IV í þeim tilgangi að hvert verk njóti sín sem best.“ Sú tilfærsla, sem gerð hefur verið á fáeinum verkum á neðri hæð safnsins, miðar einnig að því að koma þeim eirmyndum, sem þar voru áður, fyrir í garði safnsins. Það er rétt að taka fram að þessar eirafsteypur eru afsteypur af gifsverkum í safn- inu. Þá verður jafnframt komið fyrir í garði safnsins nýjum eirafsteypum af verkum Einars, en að steypa verk hans í eir er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.